Borgarstjórinn Bill de Blasio sagði borgarbúa nú þurfa að þola sögulegt óveður, með „rosalegum flóðum“ þar sem hættulegar aðstæður hafa skapast á vegum.
Þannig mældist úrkoma í Central Park í New York átta sentimetrar á einum klukkutíma í gær.
Á samfélagsmiðlum hefur sést hvernig vatn hefur flætt niður á neðanjarðarlestarstöðvar og inn á heimili fólks. Einnig hefur flætt yfir fjölda vega.
Yfirvöld í New Jersey hafa sömuleiðis lýst yfir neyðarástandi. Þar hefur þegar verið tilkynnt um eitt dauðsfall sem rakið er til Ídu.