Spænski boltinn

Fréttamynd

Zidane: Real Madrid er enn á eftir Ribery

Fæst virðist benda til þess að Real Madrid sé hætt kaupæðinu á leikmannamarkaðnum í sumar. Fregnir frá Spáni í dag greindu frá því að félagið væri nálægt því að ganga frá kaupum á framherjanum David Villa frá Valencia.

Fótbolti
Fréttamynd

David Villa að ganga í raðir Real Madrid

Samkvæmt spænska blaðinu Marca sem er hliðhollt Real Madrid segir að markahrókurinn David Villa hafi ákveðið að ganga í raðir Real Madrid frá Valencia fyrir fjörtíu milljónir evra, rúma sjö milljarða króna.

Fótbolti
Fréttamynd

Forseti Real: Erum ekki að steypa okkur í skuldir

Florentino Perez, forseti Real Madrid, segir að félagið verði ekki stórskuldugt eftir risakaupin á Kaká og Cristiano Ronaldo. Perez er meira að segja á því að Real muni græða á kaupunum til lengri tíma litið.

Fótbolti
Fréttamynd

Barcelona vill halda Alexander Hleb

Txiki Beguiristain stjórnarformaður Barcelona hefur ítrekað að Hvít-Rússinn Alexander Hleb sé ekki á förum frá Katalóníufélaginu þrátt fyrir að miðjumaðurinn hafi átt erfitt uppdráttar á síðustu leiktíð.

Fótbolti
Fréttamynd

Butragueno aftur til Real Madrid

Florentino Perez, forseti Real Madrid, er ekki bara á fullu í að kaupa bestu knattspyrnumenn heims þessa dagana. Hann er einnig í því að ráða til félagsins gömlu hetjurnar.

Fótbolti
Fréttamynd

Yaya Toure hugsanlega á leið til Englands

Umboðsmaður miðju -og varnarmannsins Yaya Toure hjá Meistaradeildarmeisturum Barcelona segir að leikmaðurinn sé með tilboð í höndunum frá liðum á Englandi og Ítalíu og segir framtíð hans óljósa.

Fótbolti
Fréttamynd

Real Madrid tilbúið að selja Van Nistelrooy?

Forráðamenn Real Madrid hafa staðfest að framtíð framherjans Ruud Van Nistelrooy sé í mikilli óvissu. Hollendingurinn marksækni meiddist illa á hné í nóvember á síðustu leiktíð og hefur verið að berjast við að ná sér aftur á strik en endurhæfingin gengur hægt.

Fótbolti
Fréttamynd

Kaka: Hvetjandi áskorun að fara til Real Madrid

Brasilíumaðurinn Kaka varð dýrasti leikmaður heims í gær þegar hann fór frá AC Milan til Real Madrid á 59 milljónir punda en hann kvaðst hafa tekið margt inn í reikninginn þegar hann ákvað á endanum að fara.

Fótbolti
Fréttamynd

Kaka til Real Madrid

Real Madrid og AC Milan sendu frá sér tilkynningu í kvöld þar sem staðfest var að Brasilíumaðurinn Kaka sé genginn í raðir fyrrnefnda félagsins.

Fótbolti
Fréttamynd

Krkic vill feta í fótspor Messi

Hinn ungi og bráefnilegi framherji Barcelona, Bojan Krkic, tekur Lionel Messi sér til fyrirmyndar og ætlar að læra af honum svo hann geti síðar fetað í fótspor argentínska snillingsins.

Fótbolti
Fréttamynd

Tilboð komin í Eto´o

Joan Laporta, forseti Barcelona, hefur staðfest að þegar séu komin nokkur formlega tilboð í kamerúnska framherjann Samuel Eto´o.

Fótbolti
Fréttamynd

Við erum herramenn hjá Real Madrid

Florentino Perez, forseti Real Madrid, vill ekki eignast neina óvini í nýjasta verkefninu sínu. Það er að byggja upp nýtt Galactico-veldi á Santiago Bernabeau.

Fótbolti
Fréttamynd

Framtíð Valencia svört

Óhætt er að segja að framtíð spænska úrvalsdeildarfélagsins Valencia sé allt annað en björt en félagið er sagt skulda um 400 milljónir punda eða tæpa 79 milljarða króna.

Fótbolti