Spænski boltinn

Fréttamynd

Mourinho er bóluefnið gegn Barcelona

Spænski varnarmaðurinn Sergio Ramos hjá Real Madrid segir að þjálfarinn José Mourinho sé bóluefnið sem vantaði til þess að stöðva einokun Barcelona á Spáni.

Fótbolti
Fréttamynd

Adebayor fer ekki til Real Madrid

José Mourinho, þjálfari Real Madrid, hefur verið að skoða þann möguleika að fá Emmanuel Adebayor frá Man. City. Hann hefur nú nánast gefið upp alla von um að fá framherjann.

Fótbolti
Fréttamynd

Benzema lofar mörkum í vetur

Franski framherjinn Karim Benzema náði sér engan veginn á strik með Real Madrid í fyrra og spilaði það illa að hann var ekki valinn í franska landsliðið fyrir HM. Hann var samt líklega feginn að hafa ekki verið valinn eftir mótið.

Fótbolti
Fréttamynd

Iker Casillas varði þrjár vítaspyrnur frá Bæjurum

Iker Casillas, markvörður og nýr aðalfyrirliði Real Madrid, var í miklu stuði þegar Real Madrid vann 4-2 sigur á Bayern Munchen í vítakeppni í gær. Casillas afrekaði þetta í árlegum leik til heiðurs Franz Beckenbauer sem fram fór í Munchen í gær.

Fótbolti
Fréttamynd

Ævintýraleg eyðsla hjá Real Madrid

Það er ekkert félag í heiminum eins duglegt að eyða peningum og Real Madrid. Samkvæmt spænska blaðinu Marca hefur Real eytt yfir 1.000 milljónum evra í leikmenn síðasta áratuginn.

Fótbolti
Fréttamynd

Moratti, forseti Inter: Maicon verður áfram hjá okkur

Massimo Moratti, forseti ítalska félagsins Internaztionale, segir að Real Madrid sé ekki tilbúið að gera nóg til þess að fá brasiliska bakvörðinn Maicon. Maicon hefur verið á óskalista Jose Mourinho síðan hann fór yfir á Santiago Bernabeu.

Fótbolti