Spænski boltinn

Fréttamynd

Ronaldo tryggði Real Madrid bikarmeistaratitilinn

Real Madrid varð í kvöld bikarmeistari á Spáni eftir sigur á Barcelona, 1-0, í framlengdum úrslitaleik. Cristiano Ronaldo skoraði eina mark leiksins. Þetta er fyrsti titill Real Madrid undir stjórn Jose Mourinho.

Fótbolti
Fréttamynd

Barca gegn Real í kvöld: Fyrsti stóri titill ársins í boði

Barcelona og Real Madrid eigast við í úrslitaleik spænsku bikarkeppninnar á Mestalla-vellinum í Valencia í kvöld. Um risaslag er að ræða, eins og ávallt þegar þessi tvö lið eiga í hlut. Þau mættust í spænsku úrvalsdeildinni um helgina og skildu þá jöfn, 1-1.

Fótbolti
Fréttamynd

Puyol getur spilað bikaúrslitaleikinn á móti Real

Carles Puyol, fyrirliði Barcelona, er búinn að ná sér af meiðslunum sem hann varð fyrir í leiknum á móti Real Madrid á Santiago Bernabeu á laugardagskvöldið. Það var staðfest á heimasíðu Barcelona í dag að Josep Guardiola geti notað miðvörðinn reynslumikla á morgun.

Fótbolti
Fréttamynd

Messi og Ronaldo skoruðu báðir - Barcelona er enn með 8 stig forskot

Stórliðin Real Madrid og Barcelona áttust við í hinum eina sanna El Clasíco á Bernabeu vellinum í Madrid. Barcelona í kvöld. Tveir af bestu leikmönnum heims, Lionel Messi og Cristiano Ronaldo, skoruðu mörkin en leikurinn endaði 1-1. Það gekk mikið á í síðari hálfleik þar sem að Real Madrid missti mann af velli með rautt spjald en lokakafli leiksins var frábær þar sem Real Madrid var síst lakari aðilinn - manni færri. Fylgst var með gangi mála á boltavakt Fréttablaðsins og visir.is. Barcelona er með 85 stig í efsta sæti deildarinnar en Real Madrid er í öðru sæti með 77 stig.

Fótbolti
Fréttamynd

Puyol í hópi Barcelona á morgun

Carles Pyol, fyrirliði Barcelona, verður í leikmannahópi liðsins fyrir leikinn gegn Real Madrid á morgun. Hann hefur verið frá í þrjá mánuði vegna meiðsla.

Fótbolti
Fréttamynd

De Gea: Ég er ekkert búinn að tala við United

David De Gea, markvörður Atletico Madrid, segir ekkert vera til í þeim sögusögnum að hann sé búinn að vera í viðræðum við Manchester United um að taka við af Hollendingnum Edwin van der Sar sem er að leggja skóna á hilluna í vor.

Enski boltinn
Fréttamynd

Guardiola segist ekki vera að hætta

Fjölmiðlar greindu frá því fyrir skemmstu að Pep Guardiola ætlaði sér að hætta að þjálfa Barcelona árið 2012. Guardiola segir þessar fréttir ekki réttar. Hann sé ekki að íhuga að hætta.

Fótbolti
Fréttamynd

Forseti Barcelona: Við vinnum Real 5-0 í bikarnum

Real Madrid og Barcelona mætast í úrslitum spænsku bikarkeppninnar þann 20. apríl næstkomandi og telur forseti síðarnefnda félagsins, Sandro Rosell, að sínir menn geti leikið eftir 5-0 sigur liðsins á Real í deildinni í haust.

Fótbolti
Fréttamynd

Benzema tæpur fyrir leikinn gegn Tottenham

Karim Benzema mun mögulega missa af fyrri leik Real Madrid og Tottenham í fjórðungsúrslitum Meistaradeildar Evrópu vegna meiðsla sem hann varð fyrir í vináttulandsleik Frakklands og Króatíu fyrr í vikunni.

Fótbolti
Fréttamynd

Spilað á Spáni um helgina

Verkfalli félaga sem leika í spænsku úrvalsdeildinni hefur verið afstýrt eftir að dómstóll í Madríd ógilti verkfallsboðun samtaka úrvalsdeildarfélaga þar í landi.

Fótbolti
Fréttamynd

Ísland síðasta landsliðið til að ná stigi af Spáni

Heims- og Evrópumeistarar Spánverja héldu áfram sigurgöngu sinni í undankeppni EM 2012 með því að vinna 2-1 sigur á Tékklandi í Granada í gær. David Villa gerði bæði mörkin í leiknum en þetta var átjándi sigur spænska liðsins í leik í undankeppnum HM eða EM.

Fótbolti
Fréttamynd

David Villa hljóp til Pepe Reina þegar hann bætti markamet Raul

David Villa sló í gær markamet Raul með spænska landsliðinu þegar hann skoraði sitt 45. og 46. mark fyrir landsliðið og tryggði liðinu 2-1 sigur á Tékkum í undankeppni EM. Villa náði þessu í sínum 72. landsleik en Raul skoraði á sínum tíma 44 mörk í 102 landsleikjum.

Fótbolti