Spænski boltinn

Fréttamynd

Cristiano Ronaldo: Mourinho er betri en Sir Alex

Cristiano Ronaldo heldur því fram að Jose Mourinho sé besti þjálfarinn í heimi. Ronaldo hefur farið lofsamlegum orðum um Mourinho eftir að Real Madrid endaði þriggja ára sigurgöngu Barcelona í spænsku deildinni.

Fótbolti
Fréttamynd

Alves missir af úrslitaleiknum

Barcelona hefur staðfest að Brasilíumaðurinn Dani Alves sé viðbeinsbrotinn og verði frá næstu tvo mánuðina. Hann gekkst undir aðgerð í dag.

Fótbolti
Fréttamynd

Van Nistelrooy leggur skóna á hilluna

Ruud van Nistelrooy hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna en hann er 35 ára gamall og á að baki farsælan feril með liðum eins og Manchester United og Real Madrid. Van Nistelrooy endaði ferilinn hjá spænska liðinu Malaga.

Fótbolti
Fréttamynd

Royson Drenthe sakar Messi um kynþáttaníð

Royson Drenthe, fyrrum leikmaður Real Madrid, hefur komið fram í sviðsljósið með ásakanir um kynþáttaníð á hendur besta knattspyrnumanni heims, Lionel Messi hjá Barcelona. Drenthe heldur því fram að Messi hafi kallaði hann "negro" eða "negra" í mörgum leikjum.

Fótbolti
Fréttamynd

Messi búinn að slá markametið

Barcelona minnkaði forskot Real Madrid á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar niður í fjögur stig er það skellti Malaga, 4-1, á heimavelli sínum í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Mourinho vill fá Zlatan Ibrahimovic til Real Madrid

José Mourinho, þjálfari spænska stórliðsins Real Madrid, er strax farinn að huga að næsta tímabili en liðið getur tryggt sér meistaratitilinn á Spáni á morgun, miðvikudag. Samkvæmt frétt El Confidencial er Mourhino sagður hafa mikinn áhuga á að fá sænska framherjann Zlatan Ibrahimovic í lið sitt fyrir næstu leiktíð. Ibrahimovic er samningsbundinn AC Milan en hann lék áður með Barcelona á Spáni.

Fótbolti
Fréttamynd

Barcelona vann og Messi jafnaði Ronaldo

Barcelona tók Rayo Vallecano í kennslustund í kvöld en lærisveinar Pep Guardiola unnu 7-0 útisigur. Lionel Messi skoraði tvö marka gestanna og er kominn með 43 mörk í deildinni á tímabilinu, jafnmörg og Cristiano Ronaldo.

Fótbolti
Fréttamynd

Tito stígur úr skugga Guardiola

Pep Guardiola hefur ákveðið að hætta hjá Barcelona eftir fjögur afar farsæl ár sem knattspyrnustjóri liðsins. Aðstoðarmaður hans, Tito Vilanova, tekur við af honum og fær tækifæri til að sanna sig á stóra sviðinu.

Fótbolti
Fréttamynd

Tito Vilanova tekur við Barcelona | Guardiola hættir eftir tímabilið

Tito Vilanova mun taka við sem þjálfari stórliðsins Barcelona en Pep Guardiola mun hætta sem þjálfari liðsins í lok leiktíðar. Frá þessu var greint á blaðamannafundi í Barcelona í dag þar sem Guardiola tilkynnti um brotthvarf sitt. Hann sagði m.a. að í desember á s.l. ári hafi hann fyrst rætt við forseta liðsins um ákvörðun.

Fótbolti
Fréttamynd

Guardiola hættur | Barcelona boðar til blaðamannafundar í dag

Forráðamenn spænska fótboltaliðsins Barcelona hafa boðað til blaðamannafundar í hádeginu þar sem tilkynnt verður að Pep Guardiola sé hættur sem þjálfari liðsins. Hinn 41 árs gamli þjálfari hefur samkvæmt heimildum breskra netmiðla verið í viðræðum við stjórn félagsins um starfslok sín en samningur hans rennur út i lok leiktíðar. Sömu heimildir greina frá því að Guardiola hafi tilkynnt leikmönnum um ákvörðun sína á æfingu liðsins í morgun.

Fótbolti
Fréttamynd

Anzhi ætlar að reyna að kaupa Alves

Rússneska félagið Anzhi Makhachkala er ekki hætt að eyða stjarnfræðilegum peningum í leikmenn og félagið ætlar nú að gera bakverði Barcelona, Dani Alves, tilboð sem hann getur ekki hafnað.

Fótbolti
Fréttamynd

Tekur Villas-Boas við Barcelona?

Flestir fjölmiðlar á Spáni og víðar um Evrópu virðast nú á einu máli um að Pep Guardiola muni tilkynna á morgun að hann muni hætta sem knattspyrnustjóri Barcelona í lok leiktíðar.

Fótbolti