Tækni

Fréttamynd

Segjast ekki mismuna neinum

"Okkar verð er jafnt til allra og svo keppa menn í þjónustu," segir Jón Birgir Jónsson, stjórnarformaður Farice sæstrengsins og telur umræðu um gjaldtöku fjarskiptafyrirtækja og internetveita fyrir niðurhal erlendis frá ekki koma fyrirtækinu við.

Innlent
Fréttamynd

Rukkað þrátt fyrir næga bandbreidd

Gagnaflutningsgeta um sæstreng margfaldaðist með tilkomu Farice sæstrengsins í byrjun ársins. Ekki er verið að nýta nema hluta flutningsgetu strengsins, en þó rukka flestar netþjónustur viðskiptavini sérstaklega fyrir erlent niðurhal umfram ákveðin mörk.

Innlent
Fréttamynd

Tölvur sem skilja íslensku

Lokið hefur verið við gerð fyrsta íslenska talgreinisins. Í fréttatilkynningu kemur fram að Hjal sé hugbúnaður sem geri tölvum kleift að skilja talað íslenskt mál, til dæmis í gegnum síma.

Innlent
Fréttamynd

Ný byltingarkennd tækni

Nýr byltingarkenndur tölvukubbur og örgjörvi verður notaður í nýja heimilismiðlara fyrir breiðbandstengingar og hágæðasjónvarpssendingar sem Sony ætlar að bjóða til sölu árið 2006.

Erlent
Fréttamynd

Vísir næststærstur - kippt fyrirvaralaust út úr samræmdri mælingu

Vísir.is er nú næststærsta vefsvæði landsins,samkvæmt samræmdri vefmælingu Modernuss. Gildir þar einu hvort miðað er við notendur, innlit eða fjölda flettinga. Rúmlega 128 þúsund notendur heimsóttu Vísi í liðinni viku. Modernus sem annast vefmælinguna kippti einhverra hluta vegna Vísi út úr lista sem birtur er vikulega yfir aðsókn stærstu vefja landsins. Engin tilkynning eða skýringar hafa fengist frá Modernus um hverju þetta sætir.

Innlent
Fréttamynd

Vefur Íslandsbanka fyrstur til að fá vottun fyrir aðgengi fatlaðra

Vefur Íslandsbanka, <a href="http://www.isb.is/" target="_blank"><font color="#000080"><strong>www.isb.is</strong></font></a>, er fyrstur íslenskra vefja til að vera vottaður fyrir aðgengi fatlaðra af Sjá viðmótsprófunum og Öryrkjabandalagi Íslands. Við hönnun vefsins var m.a. leitast við að koma til móts við þarfir blindra og sjónskertra, sem nota sérstaka vefskoðara við tölvunotkun.

Innlent
Fréttamynd

Vandræði í stafrænum heimi

Yfir tuttugu þúsund heimili hafa nú fengið nýjan, stafrænan myndlykil frá Digital Íslandi. En svo virðist sem á býsna mörgum þessara heimila gangi brösuglega að stilla hátæknitólið og að það valdi á köflum tómum vandræðum.

Innlent
Fréttamynd

Tölvuleikir vinsælli en kvikmyndir

Myndbönd og mynddiskar voru seld fyrir tæplega 950 milljarða íslenskra króna í Bandaríkjunum árið 2002 á meðan andvirði seldra tölvuleikja var um 1000 milljarðar króna. Þróunin er sú sama á Norðurlöndum. Á heimsvísu er velta leikjaiðnaðarins meiri en velta kvikmynda- og tónlistariðnaðarins samanlagt.

Innlent
Fréttamynd

Hópur fólks hefur einangrast

Sú öra tölvu- og tæknivæðing sem orðið hefur í hinum vestræna heimi verður til þess að tilteknir hópar fólks einangrast.

Innlent
Fréttamynd

Prentað af netinu án vandkvæða

Norska vafrafyrirtækið Opera Software ASA í Noregi segist hafa komið fram með lausn sem bindur enda á vandræðagang sem fylgt getur því að prenta út vefsíður.

Innlent
Fréttamynd

Ofbeldisfyllri og feitari börn

Tölvuleikir valda því að bandarísk börn eru ofbeldisfyllri, feitari og bera minni virðingu fyrir öðrum en ella, samkvæmt niðurstöður nýrrar rannsóknar National Institute on Media and the Family þar vestra. Þar segir meðal annars að í tölvuleikjum kynnist börn kynlífi og ofbeldi án þess að þau séu fær um að átta sig á því hvað þar er á ferð.

Erlent
Fréttamynd

Tíu bæjarfélög tengd

Síminn og Skjár einn eru að hefja hringferð um landið með það fyrir augum að "færa íbúum tíu bæjarfélaga á landsbyggðinni Skjá einn og enska boltann," eins og segir í tilkynningu.

Innlent
Fréttamynd

Kvartað yfir upplýsingaskorti

"Það er mjög mikið hringt í okkur út af þessu. Fólk er að átta sig á þessu núna því símareikningar margra hafa hækkað," segir Ingibjörg Magnúsdóttir hjá Neytendasamtökunum.

Innlent
Fréttamynd

Nýr forstjóri hjá Tæknivali

Sigrún Guðjónsdóttir hefur verið ráðin forstjóri Tæknivals frá og með deginum í dag. Sigrún var áður framkvæmdastjóri Innn hf. Hún er 33 ára, arkitekt frá Technische Hochschule Karlsruhe í Þýskalandi og upplýsingaarkitekt frá ETH í Sviss.

Innlent
Fréttamynd

Neyðarlínan vill vita um símana

Neyðarlínan leggur áherslu á að fyrirtækjum sem hyggjast bjóða símaþjónustu sem byggir á internettækni (IP símar) verði gert að hafa innbyggða staðarákvörðun í símkerfi sín.

Innlent
Fréttamynd

Mac OS X á Íslensku

Apple á Íslandi hefur íslenskað Mac OS X stýrikerfið. Um er að ræða grunnþýðingu á öllum helstu þáttum kerfisins, auk þess tvö mest notuðu forritin, Safari netvafrinn og tölvupóstforritið Mail, voru þýdd.

Innlent
Fréttamynd

Ungmenni eiga nær öll farsíma

99 prósent fólks á aldrinum 16 til 24 ára eiga eða hafa aðgang að farsíma, samkvæmt nýrri neytendakönnun Póst- og fjarskiptastofnunar. Jafnframt kemur fram að einungis fimmtungur fólks hefur nokkurn tímann skipt um símafyrirtæki.

Innlent
Fréttamynd

Símafyrirtæki fá samkeppni

Upplýsingatæknigeirinn horfir til símaþjónustu yfir internetið sem sóknarfæris. Nú hillir undir reglur um IP-símaþjónustu sem ýtt gæti undir samkeppni við hefðbundin fjarskiptafyrirtæki. IP-símar gætu jafnvel ógnað farsímum. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Gagnvirkt sjónvarp Símans

Síminn hefur ákveðið að ganga til samstarfs við Thales Broadcast & Multimedia og IBM um tæknilausn til dreifingar á stafrænu gagnvirku sjónvarpi yfir ADSL-kerfið.

Innlent
Fréttamynd

Nýr netvafri og hraðari

Norska hugbúnaðarfyrirtækið Opera Software og hugbúnaðarfyrirtækið SlipStream Data kynntu í gær fyrirætlanir sínar um að sameina netvafratækni Opera vef- og tölvupóstshröðunartækni SlipStream.

Innlent
Fréttamynd

Skæður vírus kominn á kreik

Nýr og mjög skæður tölvuvírus er kominn á kreik og hefur hann þegar borist til Íslands. Sagt er frá þessu í danska blaðinu Politiken og sagt að þetta sé nýtt afbrigði af hinum skæða Bagle. Ef vírusinn er ræstur reynir hann að dreifa sér um tölvuna og opna bakdyr þannig að þessir óprúttnu aðilar geti misnotað hana síðar.

Innlent
Fréttamynd

Íslandsmiðill með lággjalda áskriftarsjónvarp

Fjarskiptafyrirtækið Íslandsmiðill ehf. gangsetti formlega í dag fyrsta þráðlausa stafræna sjónvarpsdreifikerfið á Íslandi. Íslandsmiðill býður upp á lággjalda áskriftarsjónvarp, VAL+ og er hægt að velja á annan tug erlendra og innlendra sjónvarpsstöðva. Útsendingasvæðið er í fyrstu einskorðað við suðvesturhorn landsins.

Innlent
Fréttamynd

Fjöltengi samhliða ljósleiðara

Gagnaflutningar um rafmagnslínur sem Fjöltengi Orkuveitu Reykjavíkur hefur boðið upp á verða áfram í boði þrátt fyrir áherslu Orkuveitunnar á ljósleiðaravæðingu heimila í höfðuborginni.

Innlent
Fréttamynd

EMC gerir SE-VAR Partner samning við Tæknival

Tæknival og bandaríska fyrirtækið EMC, stærsta fyrirtæki heims á sviði gagnageymslulausna, hafa undirritað samstarfssamning um sölu og þjónustu á EMC búnaði á Íslandi. Tæknival er eina íslenska fyrirtækið sem uppfyllir þær kröfur sem EMC gerir um þjónustu og hefur eitt íslenskra fyrirtækja beinan aðgang að EMC, en alls eru samstarfsfyrirtæki EMC sextíu talsins um heim allan.

Innlent
Fréttamynd

Heimasíðan bara fyrir Bandaríkin

Það þýðir lítið fyrir áhugamenn um bandarísk stjórnmál utan Bandaríkjanna að reyna að sækja sér upplýsingar um George W. Bush Bandaríkjaforseta á heimasíðu hans. Heimasíðunni var á dögunum lokað fyrir allri umferð frá löndum utan Bandaríkjanna að því er virðist til að minnka álag á hana.

Erlent
Fréttamynd

Bilun í sjálfvirkum símsvara

Bilun í gagnagrunni Þjónustuvers Símans gerði það að verkum að frá því á föstudag áttu viðskiptavinir í miklum erfiðleikum með að ná í þjónustunúmerið 800 7000 og lá símsvörun niðri um tíma á föstudagskvöldið. Aðfaranótt laugardags var gert við til bráðabirgða þannig að hægt væri að sinna lágmarksþjónustu.

Innlent
Fréttamynd

Netumferð tryggari á eftir

Netumferð innanlands á ekki að truflast þó svo að samband falli niður við umheiminn eftir að settur var upp speglunarpunktur fyrir einn af rótarnafnaþjónum netsins við skiptipunkt íslenskrar netumferðar (RIX - Reykjavík Internet Exchange) í Tæknigarði við Dunhaga í Reykjavík síðasta fimmtudag.

Innlent
Fréttamynd

Fleiri vélmenni inn á heimilin

Sérfræðingar hjá Sameinuðu þjóðunum búast við því að sala á vélmennum til heimilisnota muni sjöfaldast fyrir árið 2007. Heimili í Bandaríkjunum nýta sér nú í auknum mæli þjónustu vélmenna við ýmis misvinsæl heimilisstörf. Vinsælast er að kaupa vélmenni sem sjá um að slá blettinn.

Erlent
Fréttamynd

Fékk ekki að heita @

Kínverskur maður hefur fengið synjun frá kínverskum stjórnvöldum vegna beiðnar um að láta son sinn heita @. Maðurinn hélt því fram að táknið sem notað er í öllum tölvupósti og fyrirfinnst á öllum lyklaborðum sé svo algengt að það væri gjaldgengt sem mannsnafn.

Erlent