Mikil eftirspurn eftir Apple iPhone 28. mars 2007 09:44 Gaman verður að sjá hvernig iPhone leggst í græjuóða íslendinga. Forstjóri AT&T símafyrirtækisins sagði í gær, við opnun ráðstefnunar CTIA Wireless í Bandaríkjunum að þeir hefðu fengið yfir eina milljón fyrirspurna frá viðskiptavinum sínum um Apple iPhone. Það er líklegt að önnur símafyrirtæki út um allan heim hafi fengið annað eins af fyrirspurnum um þennan síma. iPhone á að fara í sölu í júnímánuði í Bandaríkjunum. Símafyrirtækið AT&T verður eina fyrirtækið sem má selja hann þar í landi og það lítur út fyrir að það verði auðvelt verk. iPhone er í raun þrjú tæki, sameinuð í eitt: Sími, iPod og internet tæki. Sími til að tala í, iPod til að hlusta á tónlist og Internet tæki, sem samanstendur t.d af Internet vafra, kortaþjónustu frá Google og tölvupóstþjónustu. Þó er líklegt að við höfum ekki séð allt sem verður í boði. iPhone er GSM sími sem hefur GPRS og EDGE gagnaflutningstengingu. Hann hefur þar að auki WiFi þráðlaust netkort, þannig að það er hægt að tengja hann við þráðlaus net, til dæmis heimavið og á kaffihúsum. Það sem er byltingarkennt við iPhone er snertiskjárinn. Hingað til hafa snertiskjáir aðeins getað skynjað snertingu á einum stað, en snertiskjárinn á iPhone getur skynjað snertingu á mörgum stöðum. Þetta gerir það að verkum að notendaviðmótið á iPhone er byltingarkennt. Til dæmis nægir að strjúka tveim puttum í átt til hvors annars til að smækka mynd á skjánum og til baka til að stækka myndina. Til að fletta í gegnum símaskrána er nóg að nota einn putta og strjúka skjánum, í þá átt sem á að fletta. Til að fletta í gegnum tónlistina í iPod hlutanum er flett á sama hátt í gegnum myndir af plötuumslögum og þeim snúið við til að velja lagið sem á að spila. Búist er við að iPhone komi á markaðinn í Evrópu einhverntímann í október, nóvember eða desember á þessu ári. Ef þessi tímasetning stenst, er möguleiki að græjuóðir Íslendingar fái mjög spennandi jólapakka í ár. Tækni Mest lesið Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fleiri fréttir X-ið hans Musk virðist liggja niðri Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Íslenskt sund í New York Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Ríkið eignast hlut í Norwegian Hækkanir á Asíumörkuðum Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Sjá meira
Forstjóri AT&T símafyrirtækisins sagði í gær, við opnun ráðstefnunar CTIA Wireless í Bandaríkjunum að þeir hefðu fengið yfir eina milljón fyrirspurna frá viðskiptavinum sínum um Apple iPhone. Það er líklegt að önnur símafyrirtæki út um allan heim hafi fengið annað eins af fyrirspurnum um þennan síma. iPhone á að fara í sölu í júnímánuði í Bandaríkjunum. Símafyrirtækið AT&T verður eina fyrirtækið sem má selja hann þar í landi og það lítur út fyrir að það verði auðvelt verk. iPhone er í raun þrjú tæki, sameinuð í eitt: Sími, iPod og internet tæki. Sími til að tala í, iPod til að hlusta á tónlist og Internet tæki, sem samanstendur t.d af Internet vafra, kortaþjónustu frá Google og tölvupóstþjónustu. Þó er líklegt að við höfum ekki séð allt sem verður í boði. iPhone er GSM sími sem hefur GPRS og EDGE gagnaflutningstengingu. Hann hefur þar að auki WiFi þráðlaust netkort, þannig að það er hægt að tengja hann við þráðlaus net, til dæmis heimavið og á kaffihúsum. Það sem er byltingarkennt við iPhone er snertiskjárinn. Hingað til hafa snertiskjáir aðeins getað skynjað snertingu á einum stað, en snertiskjárinn á iPhone getur skynjað snertingu á mörgum stöðum. Þetta gerir það að verkum að notendaviðmótið á iPhone er byltingarkennt. Til dæmis nægir að strjúka tveim puttum í átt til hvors annars til að smækka mynd á skjánum og til baka til að stækka myndina. Til að fletta í gegnum símaskrána er nóg að nota einn putta og strjúka skjánum, í þá átt sem á að fletta. Til að fletta í gegnum tónlistina í iPod hlutanum er flett á sama hátt í gegnum myndir af plötuumslögum og þeim snúið við til að velja lagið sem á að spila. Búist er við að iPhone komi á markaðinn í Evrópu einhverntímann í október, nóvember eða desember á þessu ári. Ef þessi tímasetning stenst, er möguleiki að græjuóðir Íslendingar fái mjög spennandi jólapakka í ár.
Tækni Mest lesið Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fleiri fréttir X-ið hans Musk virðist liggja niðri Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Íslenskt sund í New York Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Ríkið eignast hlut í Norwegian Hækkanir á Asíumörkuðum Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Sjá meira