Tækni Sterk staða krónunnar hefur komið hátækniiðnaðinum illa Í ávarpi sínu í dag á UT-deginum sagði Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, að sterk staða krónunnar hafi að undanförnu komið útflutnings- og samkeppnisgreinum illa, þar á meðal hátækniiðnaðinum. Vísbendingar séu þó um að gengi krónunnar muni gefa eftir á þessu ári. Innlent 24.1.2006 16:15 Nýárskveðjan send með SMS 221 þúsund SMS skeyti voru send frá viðskiptavinum Og Vodafone frá klukkan 21 á gamlársdag til klukkan 9 daginn eftir, nýársdag. Það er nokkur aukning frá því árið á undan. Ef tekið er mið af fyrsta sólarhring ársins voru send 287 þúsund SMS skeyti. Þetta er talsvert meira en á hefðbundnum degi, en jafnan eru send í kringum 180 þúsund SMS skeyti á sólarhring úr GSM kerfi Og Vodafone. Lífið 4.1.2006 10:42 Samið við alþjóðlega efnisveitu fyrir farsíma Og Vodafone hefur gert samning við Arvato Mobile, sem er leiðandi fyrirtæki á sviði afþreyingar, um dreifingu á afþreyingarefni fyrir efnisgáttina Vodafone live! Í Vodafone live! er meðal annars að finna þrívíddar tölvuleiki, fréttir, myndskeið með mörkum úr ensku úrvalsdeildinni og Meistaradeild Evrópu, veggfóður, efni úr Idol stjörnuleit og MP3 hringitóna svo dæmi séu tekin. Innlent 29.12.2005 11:57 Truflun á netsambandi í nótt Búast má við truflunum á netsambandi við útlönd milli klukkan eitt í nótt til sex í fyrramálið, vegna viðhalds á Farice sæstrengnum. Verið er að auka öryggi strengsins og verður betur varinn strengur lagður á stuttum kafla í Skotlandi í nótt. Netsamband á meðan fer eftir gæðum þeirra varaleiða sem íslensku símafyrirtækin, sem verlsa við Farice, hafa að bjóða viðskiptavinum sínum. Innlent 21.12.2005 17:39 Flestir með nettengingu á Íslandi af norrænu þjóðunum Hlutfallslega fleiri heimili hér á landi eru tengd Netinu en annars staðar á Norðurlöndum að því er fram kemur í upplýsingum frá Hagstofunni. Árið 2005 voru 84% íslenskra heimila með nettengingu á meðan 75% danskra heimila, 73% sænskra, 64% norskra og 54% finnskra heimila gátu tengst Netinu. Innlent 16.12.2005 08:47 Metfjöldi á visir.is Innlent 14.12.2005 11:14 Og Vodafone margfaldar flutningsgetu GSM notenda: Og Vodafone hefur tekið í notkun svokallaða EDGE tækni (Enhanced Data Rates for Global Evolution) sem margfaldar flutningsgetu í farsímum viðskiptavina fyrirtækisins. EDGE nær fyrst um sinn til viðskiptavina á höfuðborgarsvæðinu og í Eyjafirði. Innlent 5.12.2005 21:37 Íslandsbanki fékk tvenn verðlaun fyrir vef sinn Íslensku vefverðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn í Iðnó í dag. Þetta var í fimmta sinn sem verðlaunin voru veitt en þau fá þeir vefir sem taldir eru skara fram úr á sínu sviði. Verðlaunum var úthlutað í fimm flokkum og var mbl.is valinn besti íslenski vefurinn. Íslandsbanki fékk tvenn verðlaun fyrir vef sinn, isb.is, annars vegar fyrir besta útlits- og viðmótshönnun og hins vegar fyrir besta fyrirtækjavefinn. Innlent 29.11.2005 19:28 Tölvuþrjótar breyta aðferðum sínum Tölvuþrjótar hafa í auknum mæli snúið sér frá því að ráðast á stýrikerfi tölva og kjósa frekar að ráðast á ýmis önnur forrit til þess að fá aðgang að netjónum sem og tölvum. Samkvæmt nýlegri rannsókn Bandaríska heimavarnarráðuneytisins og innra öryggiseftirlits bresku ríkisstjórnarinnar eru alls kyns afspilunarforit og vírusvarnarforrit meðal þeirra forrita sem þeir einbeita sér að í auknum mæli. Innlent 23.11.2005 09:04 Heilbrigð skynsemi fyrir farsímanotendur Og Vodafone ætlar á næstu dögum að hefja sölu á Simply farsímum frá Vodafone Global Plc. Simply símtæki eru sérstaklega hönnuð með þarfir viðskiptavina í huga, þeirra sem vilja einföld símtæki sem einskorðast að mestu leyti við tal og SMS. Jafnframt er í boði sérstök gjaldskrá fyrir Simply notendur. Innlent 21.11.2005 19:41 Sober aftengir varnir tölva Um þessar mundir eru að minnsta kosti þrjú ný afbrigði af Sober-tölvuorminum í umferð á internetinu. Sober er sú tegund af óværu sem berst í tölvupósti. Ormurinn grefur sig í tölvuna þegar notandi opnar sýkt viðhengi sem borist hefur í tölvupósti. Innlent 20.11.2005 22:27 Digital Ísland á Akureyri Digital Ísland hóf formlega útsendingar á Akureyri síðastliðinn föstudag og var mikill handagangur í öskjunni í verslun Og Vodafone á Glerártorgi og hjá Radíónausti við að afhenda áskrifendum nýja myndlykla. Innlent 20.11.2005 22:28 Átök um framtíð internetsins Aðgangur að upplýsingahraðbrautinni er viðfangsefni ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem nú fer fram í Túnis. Í gær tókst Bandaríkjamönnum að tryggja sér áframhaldandi yfirráð yfir mikilvægasta stjórntæki netsins, úthlutun léna, eftir þrýsting nokkurra ríkja um að SÞ færu með þau völd. Lífið 16.11.2005 21:11 Alþjóðleg herferð gegn ólöglegu niðurhali Alþjóðleg samtök flytjenda og framleiðenda tónlistra hófu viðamikla herferð gegn ólöglegu niðurhali tónlistar af netinu, í gær. Fjöldi slíkra mála er rekinn fyrir dómstólum víða um heim og slík mál eru til rannsóknar á Íslandi. Innlent 16.11.2005 16:53 Nær til 65% heimila á Írlandi Industria ehf. hefur samið við Magnet Networks á Írlandi um uppbyggingu stafræns dreifikerfis fyrir sjónvarp, síma og netsamskipti, byggðu á svokallaðri ADSL 2+ tækni. Samningurinn felur í sér tengingu við allt að sextíu og fimm prósent heimila á Írlandi og verður netið hið fyrsta sinnar tegundar þar í landi. Innlent 15.11.2005 12:56 Finnur ódýr flugfargjöld Nú hefur stórfyrirtækið Google blandað sér í slaginn um þá viðskiptavini sem ferðast hvað mest og býður nú nýja þjónustu þar sem allir eiga að geta fundið ódýrustu flugmiða sem völ er á gegnum vefsíðu fyrirtækisins. Erlent 11.11.2005 22:38 BBC hætti Blackberrynotkun Breska ríkisútvarpið, BBC, sagðist nýverið hafa þurft að hætta að nota Blackberry tölvupóstþjónustu eftir að yfirmenn stofnunarinnar urðu fyrir því að brot úr tölvupóstsamskiptum annarra birtust inni í þeirra eigin skilaboðum. Innlent 7.11.2005 22:19 Stopul nettenging við Ísland "Þessi bilun er eins og svo oft áður hjá samstarfsaðilum okkar í Skotlandi," segir Guðmundur Gunnarsson, framkvæmdastjóri Farice. Það fyrirtæki rekur samnefndan sæstreng sem er annar tveggja strengja sem mestöll fjarskipti Íslands fara um. Farice-strengurinn bilaði í gærmorgun skammt hjá bænum Wick í Skotlandi og það hafði þær afleiðingar að allt netsamband hér á landi var mun hægvirkara en ella. Innlent 7.11.2005 22:19 Með netvafra fyrir flugvélar Norska vafrafyrirtækið Opera kynnti í gær samstarf við raftækjaframleiðandann Thales um að Opera vafrinn verði hluti af TopSeries skemmtikerfi Thales fyrir flugvélar. Þannig eiga flugfarþegar véla sem nota TopSeries innan tíðar að geta vafrað um Internetið á ferðum sínum, en kerfið er sagt passa í flestar gerðir Boeing og Airbus farþegavéla. Innlent 1.11.2005 22:21 Reglur tilbúnar fyrir áramót Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar, segir unnið að því að fara yfir lagaákvæði sem lúta að vernd fjarskipta og starfsháttum fjarskiptafyrirtækja með það fyrir augum að búa hugsanlega til vinnureglur þar að lútandi. Þetta er gert í kjölfar þess að Sturla Böðvarsson samgönguráðherra fól stofnuninni að bregðast sérstaklega við vegna frétta í Fréttablaðinu um upphaf Baugsmálsins, en þær byggðu á skjölum sem blaðið komst yfir. Innlent 27.10.2005 22:23 Auðvelt að hlera farsíma "Í Bandaríkjunum eyða menn árlega um 48 milljörðum íslenskra króna í búnað til hlerunar," segir Friðbert Pálsson, fulltrúi hjá írska markaðsfyrirtækinu EFF. Innlent 26.10.2005 22:22 Djúpavík fær nettengingu Þessa dagana stendur yfir vinna við að koma á ISDN-tengingu við bæi á Ströndum. Á fimmtudag siðastliðinn var gengið frá slíkri tengingu á Djúpavík en þar hefur verið rekin ferðaþjónusta árum saman. Áfram verður unnið við að tengja fleiri staði þar vestra, svo sem ystu byggðir í Bæjarhreppi og í Bjarnarfirði. Innlent 26.10.2005 22:22 Stærri gögn, aukinn flutningshraði og lægri kostnaður Og Vodafone hefur tekið í notkun gagnahraðal sem þjappar gögnum saman í GSM kerfinu. Gagnahraðallinn tryggir flutning á stærri gögnum, aukinn flutningshraða og dregur úr kostnaði viðskiptavina. Eingöngu er greitt fyrir niðurhal en ekki fyrir tíma tengingar. Innlent 25.10.2005 15:58 Svikamylla í gervi leikjarpósts Í tölvupósti biðja þrjótar sem þykjast vera frá tölvuleiknum Eve-Online um staðfestingu skráningarupplýsinga áskrifenda leiksins. Svikamillan er ein af fjölmörgum svipuðum undir yfirskini heiðvirðra netfyrirtækja. Innlent 23.10.2005 17:50 Hagnaður Apple fjórfaldast Hagnaður Apple fjórfaldaðist á síðasta ársfjórðungi í samanburði við sama tímabil í fyrra en hagnaður fyrirtækisins nam 26 milljörðum íslenskra króna. Ástæða góðs gengis er án efa góð sala á iPodinum svokallaða en fyrirtækið seldi 6,5 milljónir tækja af þessu tagi á tímabilinu. Tekjur Apple voru samt sem áður minni en sérfræðingar á Wall Street höfðu búist við og gengi hlutabréfa félagsins lækkaði um 10% eftir að hagnaðartölur birtust. > Erlent 23.10.2005 18:59 Flaga til að fylgjast með hjartanu Vísindamenn í Finnlandi vinna nú að því að þróa örflögu sem hugmyndin er að koma undir húð hjartasjúklinga þannig að hægt verði að fylgjast með hjartslætti þeirra og gera læknum viðvart ef eitthvað er að. Hópur manna við Tækniháskólann í Tampere hefur unnið að þróun flögunnar í nokkur ár og hyggst prófa frumgerð hennar á kúm síðar á þessu ári. Erlent 23.10.2005 15:02 Vefsíður varasamari en áður Fréttavefur Breska ríkisútvarpsins greinir frá því að tæknilega sinnaðir glæpamenn hafi horfið frá því að nota vírusa sem sendir eru í tölvupósti, yfir í að nota vefsíður til að fanga fórnarlömb. Þá nota tölvuþrjótar í auknum mæli njósnaforrit til að stelast í persónuleg gögn sem þeir geta ýmist selt eða notað sjálfir. Erlent 23.10.2005 15:02 Vodafone býður nú Mobile Connect Og Vodafone hefur hafið sölu á Vodafone Mobile Connect, gagnaflutningskorti, fyrir viðskiptavini fyrirtækisins. Gagnaflutningskortið býr yfir SIM korti sem gerir fartölvunotendum mögulegt að tengjast Netinu þráðlaust, óháð stað og stund. Með þessum hætti getur fólk ávallt haft aðgang að þeim gögnum og hugbúnaði sem á þarf að halda. Innlent 23.10.2005 15:00 Álag á netþjóna Vegna gríðarlegs álags á netþjóna Vísis hefur vefurinn verið mjög hægvirkur í morgun. Notkun fréttahluta Vísis hefur verið margfalt meiri í morgun en gengur og gerist og hefur það valdið álaginu. Unnið er að því að bæta úr og eru lesendur Vísis beðnir velvirðingar á óþægindunum.. Innlent 23.10.2005 14:59 Í úrslit Nýmiðlunarverðlauna SÞ DVD-Kids leiktækið frá íslenska fyrirtækinu 3-PLUS er komið í úrslit í flokki rafrænnar afþreyingar í keppni um Nýmiðlunarverðlaun Sameinuðu þjóðanna. Alls voru sex verkefni valin úr um þúsund tilnefningum frá 168 löndum og er 3-PLUS eina fyrirtækið frá Norðurlöndum sem kemst í úrslit. DVD-KIDS er þráðlaust leiktæki fyrir börn sem breytir DVD-spilara í leikjavél fyrir börn frá þriggja ára aldri. Innlent 14.10.2005 06:42 « ‹ 74 75 76 77 78 79 80 81 82 … 84 ›
Sterk staða krónunnar hefur komið hátækniiðnaðinum illa Í ávarpi sínu í dag á UT-deginum sagði Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, að sterk staða krónunnar hafi að undanförnu komið útflutnings- og samkeppnisgreinum illa, þar á meðal hátækniiðnaðinum. Vísbendingar séu þó um að gengi krónunnar muni gefa eftir á þessu ári. Innlent 24.1.2006 16:15
Nýárskveðjan send með SMS 221 þúsund SMS skeyti voru send frá viðskiptavinum Og Vodafone frá klukkan 21 á gamlársdag til klukkan 9 daginn eftir, nýársdag. Það er nokkur aukning frá því árið á undan. Ef tekið er mið af fyrsta sólarhring ársins voru send 287 þúsund SMS skeyti. Þetta er talsvert meira en á hefðbundnum degi, en jafnan eru send í kringum 180 þúsund SMS skeyti á sólarhring úr GSM kerfi Og Vodafone. Lífið 4.1.2006 10:42
Samið við alþjóðlega efnisveitu fyrir farsíma Og Vodafone hefur gert samning við Arvato Mobile, sem er leiðandi fyrirtæki á sviði afþreyingar, um dreifingu á afþreyingarefni fyrir efnisgáttina Vodafone live! Í Vodafone live! er meðal annars að finna þrívíddar tölvuleiki, fréttir, myndskeið með mörkum úr ensku úrvalsdeildinni og Meistaradeild Evrópu, veggfóður, efni úr Idol stjörnuleit og MP3 hringitóna svo dæmi séu tekin. Innlent 29.12.2005 11:57
Truflun á netsambandi í nótt Búast má við truflunum á netsambandi við útlönd milli klukkan eitt í nótt til sex í fyrramálið, vegna viðhalds á Farice sæstrengnum. Verið er að auka öryggi strengsins og verður betur varinn strengur lagður á stuttum kafla í Skotlandi í nótt. Netsamband á meðan fer eftir gæðum þeirra varaleiða sem íslensku símafyrirtækin, sem verlsa við Farice, hafa að bjóða viðskiptavinum sínum. Innlent 21.12.2005 17:39
Flestir með nettengingu á Íslandi af norrænu þjóðunum Hlutfallslega fleiri heimili hér á landi eru tengd Netinu en annars staðar á Norðurlöndum að því er fram kemur í upplýsingum frá Hagstofunni. Árið 2005 voru 84% íslenskra heimila með nettengingu á meðan 75% danskra heimila, 73% sænskra, 64% norskra og 54% finnskra heimila gátu tengst Netinu. Innlent 16.12.2005 08:47
Og Vodafone margfaldar flutningsgetu GSM notenda: Og Vodafone hefur tekið í notkun svokallaða EDGE tækni (Enhanced Data Rates for Global Evolution) sem margfaldar flutningsgetu í farsímum viðskiptavina fyrirtækisins. EDGE nær fyrst um sinn til viðskiptavina á höfuðborgarsvæðinu og í Eyjafirði. Innlent 5.12.2005 21:37
Íslandsbanki fékk tvenn verðlaun fyrir vef sinn Íslensku vefverðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn í Iðnó í dag. Þetta var í fimmta sinn sem verðlaunin voru veitt en þau fá þeir vefir sem taldir eru skara fram úr á sínu sviði. Verðlaunum var úthlutað í fimm flokkum og var mbl.is valinn besti íslenski vefurinn. Íslandsbanki fékk tvenn verðlaun fyrir vef sinn, isb.is, annars vegar fyrir besta útlits- og viðmótshönnun og hins vegar fyrir besta fyrirtækjavefinn. Innlent 29.11.2005 19:28
Tölvuþrjótar breyta aðferðum sínum Tölvuþrjótar hafa í auknum mæli snúið sér frá því að ráðast á stýrikerfi tölva og kjósa frekar að ráðast á ýmis önnur forrit til þess að fá aðgang að netjónum sem og tölvum. Samkvæmt nýlegri rannsókn Bandaríska heimavarnarráðuneytisins og innra öryggiseftirlits bresku ríkisstjórnarinnar eru alls kyns afspilunarforit og vírusvarnarforrit meðal þeirra forrita sem þeir einbeita sér að í auknum mæli. Innlent 23.11.2005 09:04
Heilbrigð skynsemi fyrir farsímanotendur Og Vodafone ætlar á næstu dögum að hefja sölu á Simply farsímum frá Vodafone Global Plc. Simply símtæki eru sérstaklega hönnuð með þarfir viðskiptavina í huga, þeirra sem vilja einföld símtæki sem einskorðast að mestu leyti við tal og SMS. Jafnframt er í boði sérstök gjaldskrá fyrir Simply notendur. Innlent 21.11.2005 19:41
Sober aftengir varnir tölva Um þessar mundir eru að minnsta kosti þrjú ný afbrigði af Sober-tölvuorminum í umferð á internetinu. Sober er sú tegund af óværu sem berst í tölvupósti. Ormurinn grefur sig í tölvuna þegar notandi opnar sýkt viðhengi sem borist hefur í tölvupósti. Innlent 20.11.2005 22:27
Digital Ísland á Akureyri Digital Ísland hóf formlega útsendingar á Akureyri síðastliðinn föstudag og var mikill handagangur í öskjunni í verslun Og Vodafone á Glerártorgi og hjá Radíónausti við að afhenda áskrifendum nýja myndlykla. Innlent 20.11.2005 22:28
Átök um framtíð internetsins Aðgangur að upplýsingahraðbrautinni er viðfangsefni ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem nú fer fram í Túnis. Í gær tókst Bandaríkjamönnum að tryggja sér áframhaldandi yfirráð yfir mikilvægasta stjórntæki netsins, úthlutun léna, eftir þrýsting nokkurra ríkja um að SÞ færu með þau völd. Lífið 16.11.2005 21:11
Alþjóðleg herferð gegn ólöglegu niðurhali Alþjóðleg samtök flytjenda og framleiðenda tónlistra hófu viðamikla herferð gegn ólöglegu niðurhali tónlistar af netinu, í gær. Fjöldi slíkra mála er rekinn fyrir dómstólum víða um heim og slík mál eru til rannsóknar á Íslandi. Innlent 16.11.2005 16:53
Nær til 65% heimila á Írlandi Industria ehf. hefur samið við Magnet Networks á Írlandi um uppbyggingu stafræns dreifikerfis fyrir sjónvarp, síma og netsamskipti, byggðu á svokallaðri ADSL 2+ tækni. Samningurinn felur í sér tengingu við allt að sextíu og fimm prósent heimila á Írlandi og verður netið hið fyrsta sinnar tegundar þar í landi. Innlent 15.11.2005 12:56
Finnur ódýr flugfargjöld Nú hefur stórfyrirtækið Google blandað sér í slaginn um þá viðskiptavini sem ferðast hvað mest og býður nú nýja þjónustu þar sem allir eiga að geta fundið ódýrustu flugmiða sem völ er á gegnum vefsíðu fyrirtækisins. Erlent 11.11.2005 22:38
BBC hætti Blackberrynotkun Breska ríkisútvarpið, BBC, sagðist nýverið hafa þurft að hætta að nota Blackberry tölvupóstþjónustu eftir að yfirmenn stofnunarinnar urðu fyrir því að brot úr tölvupóstsamskiptum annarra birtust inni í þeirra eigin skilaboðum. Innlent 7.11.2005 22:19
Stopul nettenging við Ísland "Þessi bilun er eins og svo oft áður hjá samstarfsaðilum okkar í Skotlandi," segir Guðmundur Gunnarsson, framkvæmdastjóri Farice. Það fyrirtæki rekur samnefndan sæstreng sem er annar tveggja strengja sem mestöll fjarskipti Íslands fara um. Farice-strengurinn bilaði í gærmorgun skammt hjá bænum Wick í Skotlandi og það hafði þær afleiðingar að allt netsamband hér á landi var mun hægvirkara en ella. Innlent 7.11.2005 22:19
Með netvafra fyrir flugvélar Norska vafrafyrirtækið Opera kynnti í gær samstarf við raftækjaframleiðandann Thales um að Opera vafrinn verði hluti af TopSeries skemmtikerfi Thales fyrir flugvélar. Þannig eiga flugfarþegar véla sem nota TopSeries innan tíðar að geta vafrað um Internetið á ferðum sínum, en kerfið er sagt passa í flestar gerðir Boeing og Airbus farþegavéla. Innlent 1.11.2005 22:21
Reglur tilbúnar fyrir áramót Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar, segir unnið að því að fara yfir lagaákvæði sem lúta að vernd fjarskipta og starfsháttum fjarskiptafyrirtækja með það fyrir augum að búa hugsanlega til vinnureglur þar að lútandi. Þetta er gert í kjölfar þess að Sturla Böðvarsson samgönguráðherra fól stofnuninni að bregðast sérstaklega við vegna frétta í Fréttablaðinu um upphaf Baugsmálsins, en þær byggðu á skjölum sem blaðið komst yfir. Innlent 27.10.2005 22:23
Auðvelt að hlera farsíma "Í Bandaríkjunum eyða menn árlega um 48 milljörðum íslenskra króna í búnað til hlerunar," segir Friðbert Pálsson, fulltrúi hjá írska markaðsfyrirtækinu EFF. Innlent 26.10.2005 22:22
Djúpavík fær nettengingu Þessa dagana stendur yfir vinna við að koma á ISDN-tengingu við bæi á Ströndum. Á fimmtudag siðastliðinn var gengið frá slíkri tengingu á Djúpavík en þar hefur verið rekin ferðaþjónusta árum saman. Áfram verður unnið við að tengja fleiri staði þar vestra, svo sem ystu byggðir í Bæjarhreppi og í Bjarnarfirði. Innlent 26.10.2005 22:22
Stærri gögn, aukinn flutningshraði og lægri kostnaður Og Vodafone hefur tekið í notkun gagnahraðal sem þjappar gögnum saman í GSM kerfinu. Gagnahraðallinn tryggir flutning á stærri gögnum, aukinn flutningshraða og dregur úr kostnaði viðskiptavina. Eingöngu er greitt fyrir niðurhal en ekki fyrir tíma tengingar. Innlent 25.10.2005 15:58
Svikamylla í gervi leikjarpósts Í tölvupósti biðja þrjótar sem þykjast vera frá tölvuleiknum Eve-Online um staðfestingu skráningarupplýsinga áskrifenda leiksins. Svikamillan er ein af fjölmörgum svipuðum undir yfirskini heiðvirðra netfyrirtækja. Innlent 23.10.2005 17:50
Hagnaður Apple fjórfaldast Hagnaður Apple fjórfaldaðist á síðasta ársfjórðungi í samanburði við sama tímabil í fyrra en hagnaður fyrirtækisins nam 26 milljörðum íslenskra króna. Ástæða góðs gengis er án efa góð sala á iPodinum svokallaða en fyrirtækið seldi 6,5 milljónir tækja af þessu tagi á tímabilinu. Tekjur Apple voru samt sem áður minni en sérfræðingar á Wall Street höfðu búist við og gengi hlutabréfa félagsins lækkaði um 10% eftir að hagnaðartölur birtust. > Erlent 23.10.2005 18:59
Flaga til að fylgjast með hjartanu Vísindamenn í Finnlandi vinna nú að því að þróa örflögu sem hugmyndin er að koma undir húð hjartasjúklinga þannig að hægt verði að fylgjast með hjartslætti þeirra og gera læknum viðvart ef eitthvað er að. Hópur manna við Tækniháskólann í Tampere hefur unnið að þróun flögunnar í nokkur ár og hyggst prófa frumgerð hennar á kúm síðar á þessu ári. Erlent 23.10.2005 15:02
Vefsíður varasamari en áður Fréttavefur Breska ríkisútvarpsins greinir frá því að tæknilega sinnaðir glæpamenn hafi horfið frá því að nota vírusa sem sendir eru í tölvupósti, yfir í að nota vefsíður til að fanga fórnarlömb. Þá nota tölvuþrjótar í auknum mæli njósnaforrit til að stelast í persónuleg gögn sem þeir geta ýmist selt eða notað sjálfir. Erlent 23.10.2005 15:02
Vodafone býður nú Mobile Connect Og Vodafone hefur hafið sölu á Vodafone Mobile Connect, gagnaflutningskorti, fyrir viðskiptavini fyrirtækisins. Gagnaflutningskortið býr yfir SIM korti sem gerir fartölvunotendum mögulegt að tengjast Netinu þráðlaust, óháð stað og stund. Með þessum hætti getur fólk ávallt haft aðgang að þeim gögnum og hugbúnaði sem á þarf að halda. Innlent 23.10.2005 15:00
Álag á netþjóna Vegna gríðarlegs álags á netþjóna Vísis hefur vefurinn verið mjög hægvirkur í morgun. Notkun fréttahluta Vísis hefur verið margfalt meiri í morgun en gengur og gerist og hefur það valdið álaginu. Unnið er að því að bæta úr og eru lesendur Vísis beðnir velvirðingar á óþægindunum.. Innlent 23.10.2005 14:59
Í úrslit Nýmiðlunarverðlauna SÞ DVD-Kids leiktækið frá íslenska fyrirtækinu 3-PLUS er komið í úrslit í flokki rafrænnar afþreyingar í keppni um Nýmiðlunarverðlaun Sameinuðu þjóðanna. Alls voru sex verkefni valin úr um þúsund tilnefningum frá 168 löndum og er 3-PLUS eina fyrirtækið frá Norðurlöndum sem kemst í úrslit. DVD-KIDS er þráðlaust leiktæki fyrir börn sem breytir DVD-spilara í leikjavél fyrir börn frá þriggja ára aldri. Innlent 14.10.2005 06:42