Vírusárásir á bloggsíður Valur Hrafn Einarsson skrifar 30. ágúst 2007 14:45 Hlekkur á sýkta skrá hefur fundist á mrgum bloggíðum Blogger.com Óprúttnir tölvurefir eru að nota bloggsíðu Google, Blogger.com, til þess að skrifa falskar bloggfærslur á síður notenda. Fölsku færslurnar innihalda hlekki sem leiða fólk til þess að niðurhala skrá sem svo getur sýkt tölvu þeirra. Tölvurefirnir geta þá tekið yfir stjórn á sýktu tölvunum, leitað þar að viðkvæmum upplýsingum eða notað þær til frekari árása. Árásin á Blogger síðuna er sú síðasta í röð árása af hópi tölvurefa sem náð hafa stjórn á fleiri þúsund tölvum. Sýktu hlekkirnir voru uppgötvaðir 27. ágúst af Alex Eckelberry starfsmanni í öryggismálum hjá Sunbelt Software. Mörg hundruð bloggsíður hafa nú verið uppfærðar með stuttri færslu sem inniheldur sýkta hlekkinn. Eckelberry sagði ekki ljóst hvernig hlekknum væri komið fyrir á síðunum. Hann sagði möguleika á að tölvurefirnir séu að notfæra sér þann möguleika Blogger að senda færslur með tölvupósti. Einnig gæti verið að allar sýktu síðurnar séu falskar og eingöngu settar upp í þessum eina tilgangi. Samkvæmt fréttavef BBC hefur Google enn ekki gefið yfirlýsingu um árásirnar eða hvernig þeim var háttað. Hópurinn sem að talinn er standa á bakvið þetta hefur staðið fyrir gríðarlegu magni árása frá því í janúar. Bradley Anstis starfsmaður hjá öryggisfyrirtækinu Marshal sagði að magnið af ruslpósti frá hópnum væri yfirþyrmandi. Suma daga væri 4-6% af öllum ruslpósti sem hann rækist á frá þessum hóp. Sérfræðingar í öryggismálum áætla að hópurinn geti sent svona mikið magn af ruslpósti vegna þess að þeir hafi náð stjórn á svo mörgum tölvum með þessum vírusherferðum sínum. Talið er mögulegt að þeir hafi sýkt yfir milljón tölvur á síðustu átta mánuðum.Fréttavefur BBC greindi frá þessu. Tækni Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Óprúttnir tölvurefir eru að nota bloggsíðu Google, Blogger.com, til þess að skrifa falskar bloggfærslur á síður notenda. Fölsku færslurnar innihalda hlekki sem leiða fólk til þess að niðurhala skrá sem svo getur sýkt tölvu þeirra. Tölvurefirnir geta þá tekið yfir stjórn á sýktu tölvunum, leitað þar að viðkvæmum upplýsingum eða notað þær til frekari árása. Árásin á Blogger síðuna er sú síðasta í röð árása af hópi tölvurefa sem náð hafa stjórn á fleiri þúsund tölvum. Sýktu hlekkirnir voru uppgötvaðir 27. ágúst af Alex Eckelberry starfsmanni í öryggismálum hjá Sunbelt Software. Mörg hundruð bloggsíður hafa nú verið uppfærðar með stuttri færslu sem inniheldur sýkta hlekkinn. Eckelberry sagði ekki ljóst hvernig hlekknum væri komið fyrir á síðunum. Hann sagði möguleika á að tölvurefirnir séu að notfæra sér þann möguleika Blogger að senda færslur með tölvupósti. Einnig gæti verið að allar sýktu síðurnar séu falskar og eingöngu settar upp í þessum eina tilgangi. Samkvæmt fréttavef BBC hefur Google enn ekki gefið yfirlýsingu um árásirnar eða hvernig þeim var háttað. Hópurinn sem að talinn er standa á bakvið þetta hefur staðið fyrir gríðarlegu magni árása frá því í janúar. Bradley Anstis starfsmaður hjá öryggisfyrirtækinu Marshal sagði að magnið af ruslpósti frá hópnum væri yfirþyrmandi. Suma daga væri 4-6% af öllum ruslpósti sem hann rækist á frá þessum hóp. Sérfræðingar í öryggismálum áætla að hópurinn geti sent svona mikið magn af ruslpósti vegna þess að þeir hafi náð stjórn á svo mörgum tölvum með þessum vírusherferðum sínum. Talið er mögulegt að þeir hafi sýkt yfir milljón tölvur á síðustu átta mánuðum.Fréttavefur BBC greindi frá þessu.
Tækni Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira