Langflestir kaupa flugmiða í gegnum netið 28. september 2007 11:00 Snorri Kristjánsson, Vefritstjóri Iceland Express Vefur flugfélagsins Iceland Express var valinn besti vefurinn á heimsráðstefnu lággjaldaflugfélaga í Lundúnum í síðustu viku. Vefsvæði yfir hundrað lággjaldaflugfélaga tóku þátt í forvali, þar á meðal vefir easyJet, Ryanair, Southwest og JetBlue. Snorri Kristjánsson er vefritstjóri hjá Iceland Express. „Í sjálfu sér er ekki mikið fólgið í verðlaununum annað en heiðurinn að hafa unnið þau, en þetta var stór stund fyrir okkur. Þetta kemur okkur á kortið því við erum alls ekki stærsta fyrirtækið í bransanum," segir hann. „Við erum strax farin að taka eftir athygli erlendis vegna verðlaunanna." Hann segir vefdeildina samanstanda af fjórum mönnum, tveimur sem sjá um að setja inn efni og tveimur sem sjá um tæknimál. „Við höfum auglýsingastofu okkur til halds og trausts varðandi útlit, en erum annars sjálfum okkur næg varðandi flesta hluti. Vefurinn er byggður á kerfi sem heitir ecweb, en svo notum við bókunarvél sem er sérsniðin fyrir okkur. Við höfum líka reynt að vera aðeins öðruvísi með því að halda úti bloggsíðu þar sem birtast öðruvísi fréttir og umfjöllun um landið," segir hann. Við valið á besta vefsvæðinu var lögð áhersla á að vefurinn væri stílhreinn og að upplýsingar væru settar fram á skýran hátt. Einfalt og þægilegt bókunarferli var sérstaklega mikilvægt, en einnig var tekið tillit til útlitshönnunar, mynda og textagerðar. Snorri segir vefsvæði sérstaklega mikilvægt fyrir fyrirtæki eins og lággjaldaflugfélag, því stór hluti viðskiptanna fari fram á netinu. „Við erum með söluskrifstofu í Grímsbæ þar sem fólk getur komið og keypt miða, en langstærsti hluti miðanna er keyptur í gegnum vefinn. Vefurinn er okkar lífæð." Aðrar viðurkenningar á Budgies-verðlauna- hátíðinni voru meðal annars fyrir besta flugvöllinn, bestu farþegaþjónustuna, besta nýliðann og besta lággjaldaflugfélagið. Síðastnefndu verðlaunin hlaut Ryanair. Tækni Mest lesið Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fleiri fréttir Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Vefur flugfélagsins Iceland Express var valinn besti vefurinn á heimsráðstefnu lággjaldaflugfélaga í Lundúnum í síðustu viku. Vefsvæði yfir hundrað lággjaldaflugfélaga tóku þátt í forvali, þar á meðal vefir easyJet, Ryanair, Southwest og JetBlue. Snorri Kristjánsson er vefritstjóri hjá Iceland Express. „Í sjálfu sér er ekki mikið fólgið í verðlaununum annað en heiðurinn að hafa unnið þau, en þetta var stór stund fyrir okkur. Þetta kemur okkur á kortið því við erum alls ekki stærsta fyrirtækið í bransanum," segir hann. „Við erum strax farin að taka eftir athygli erlendis vegna verðlaunanna." Hann segir vefdeildina samanstanda af fjórum mönnum, tveimur sem sjá um að setja inn efni og tveimur sem sjá um tæknimál. „Við höfum auglýsingastofu okkur til halds og trausts varðandi útlit, en erum annars sjálfum okkur næg varðandi flesta hluti. Vefurinn er byggður á kerfi sem heitir ecweb, en svo notum við bókunarvél sem er sérsniðin fyrir okkur. Við höfum líka reynt að vera aðeins öðruvísi með því að halda úti bloggsíðu þar sem birtast öðruvísi fréttir og umfjöllun um landið," segir hann. Við valið á besta vefsvæðinu var lögð áhersla á að vefurinn væri stílhreinn og að upplýsingar væru settar fram á skýran hátt. Einfalt og þægilegt bókunarferli var sérstaklega mikilvægt, en einnig var tekið tillit til útlitshönnunar, mynda og textagerðar. Snorri segir vefsvæði sérstaklega mikilvægt fyrir fyrirtæki eins og lággjaldaflugfélag, því stór hluti viðskiptanna fari fram á netinu. „Við erum með söluskrifstofu í Grímsbæ þar sem fólk getur komið og keypt miða, en langstærsti hluti miðanna er keyptur í gegnum vefinn. Vefurinn er okkar lífæð." Aðrar viðurkenningar á Budgies-verðlauna- hátíðinni voru meðal annars fyrir besta flugvöllinn, bestu farþegaþjónustuna, besta nýliðann og besta lággjaldaflugfélagið. Síðastnefndu verðlaunin hlaut Ryanair.
Tækni Mest lesið Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fleiri fréttir Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira