Box

Fréttamynd

Mayweather stóð við stóru orðin

Hnefaleikarinn Floyd Mayweather stóð við stóru orðin í gær og lumbraði auðveldlega á Sharmba Mitchell, en það tók hann aðeins sex lotur að láta dómarann stöðva bardagann, svo vel saumaði hann að andstæðingi sínum. Mayweather hefur unnið alla 35 bardaga sína á ferlinum.

Sport
Fréttamynd

Mayweather drjúgur með sig

Hinn ósigraði Floyd Mayweather er heldur betur drjúgur með sig fyrir bardagann við Sharmba Mitchell í nótt og segist vera farinn að hugsa um næsta bardaga, sem væntanlega muni skila honum meiri tekjum en bardagi kvöldsins. WBC belti Mayweather verður ekki undir í bardaganum í kvöld, sem sýndur er í beinni útsendingu á Sýn.

Sport
Fréttamynd

Langar að berjast aftur við Lewis

Þungaviktarhnefaleikarinn Vitali Klitschko, sem nýlega lagði hanskana á hilluna, segir að sér þætti freistandi að snúa aftur í hringinn ef hann fengi tækifæri til að berjast við gamla keppinaut sinn Lennox Lewis.

Sport
Fréttamynd

Prinsinn getur komist á toppinn á ný

Fyrrum þjálfari hnefaleikakappans Prince Naseem Hamed, segir að hann eigi fína möguleika á að endurheimta heimsmeistaratitilinn ef hann ákveði að snúa aftur í hringinn, en hinn 31 árs gamli Hamed hefur látið lítið fyrir sér fara í þrjú ár.

Sport
Fréttamynd

Vitali Klitschko hættur

Þungavigtarhnefaleikarinn Vitali Klitschko hefur ákveðið að leggja hanskana á hilluna 34 ára gamall vegna þrálátra meiðsla sem hann hefur átt við að stríða á undanförnum mánuðum. Fyrirhuguðum andstæðingi hans Hasim Rahman hefur því verið afhent WBC meistarabeltið, en þeir áttu að berjast núna 12. nóvember.

Sport
Fréttamynd

Bruno viðurkennir kókaínneyslu

Fyrrum hnefaleikakappinn Frank Bruno hefur viðurkennt að hafa verið djúpt sokkinn í kókaínneyslu árið 2000 og segir í samtali við breska blaðið News of the world að hann hafi lent í alvarlegu þunglyndi í kjölfar neyslu sinnar. Hann hefur þó snúið við blaðinu og er hættur öllu slíku í dag.

Sport
Fréttamynd

Castillo kom fram hefndum

Mexíkóski boxarinn Jose Luis Castillo kom fram hefndum gegn Diego Corrales í nótt, þegar dómarinn stöðvaði annan bardaga þeirra í fjórðu lotu eftir að Castillo hafði lumbrað duglega á Corrales og slegið hann í gólfið.

Sport
Fréttamynd

Castillo var of þungur

Mexíkóski boxarinn Jose Luis Castillo mun ekki geta endurheimt WBC léttvigtartitil sinn í hnefaleikum, eftir að honum mistókst að ná réttri þyngd fyrir bardagann við Diego Corrales.

Sport
Fréttamynd

Klitschko sigraði Peter á stigum

Úkraínski þungaviktarhnefaleikarinn Wladimir Klitschko sigraði "Nígerísku Martröðina" Samuel Peter í bardaga um IBF og WBO titilinn í boxi í Bandaríkjunum í nótt, þrátt fyrir að vera þrisvar sinnum laminn í gólfið af hinum áður ósigraða andstæðingi sínum.

Sport
Fréttamynd

Hnefaleikari lætur lífið

Bandaríski hnefaleikarinn Levander Johnson lét lífið á sjúkrahúsi í gær eftir að blætt hafði inn á heila hans í bardaga gegn mexókóska boxaranum Jesus Chaves á laugardaginn. Johnson var 35 ára gamall og var fluttur í skyndi á sjúkrahús eftir að hafa tapað bardaganum í 11. lotu, en hann féll í yfirlið í búningsherbergi eftir bardagann.

Sport
Fréttamynd

Loksins mætast Klitschko og Rahman

Eftir langa mæðu virðist nú bardagi þeirra Vitaly Klitschko og Hasim Rahman loksins ætla að fara fram og hefur verið settur á 12. nóvember í Las Vegas í Bandaríkjunum. Viðureign þeirra félaga hefur verið frestað í tvígang vegna meiðsla Úkraínumannsins.

Sport
Fréttamynd

Don King ánægður með Khan

Umboðsmaðurinn umdeildi Don King átti ekki til orð til að lýsa hrifningu sinni á ungstirninu Amir Khan, eftir að hann vann sinn annan bardaga sem atvinnumaður um helgina. King líkti breska hnefaleikaranum við Sugar Ray Robinson.

Sport
Fréttamynd

Khan verður betri en Prinsinn

Brendan Ingle, maðurinn sem þjálfaði Prinsinn (Naseem Hamed), segir að Amir Khan verði betri en Prininn hafi nokkurn tíman verið. En prinsinn er fyrrum heimsmeistari í fjaðurvigt. Mikið Amir Khan æði er nú í Bretlandi og langt síðan jafn mikil spenna hefur verið fyrir hnefaleikum þar í landi ....

Sport
Fréttamynd

Fyrsta tap Hopkins í 12 ár

Hnefaleikakappinn Bernard Hopkins tapaði fyrsta bardaga sínum í rúm tólf ár þegar mótherji hans, Jermain Taylor, hafði betur í Las Vegas í gærkvöldi. Hinn fertugi Hopkins var að verja titil sinn í millivigt í 21. sinn.

Sport
Fréttamynd

Ver titilinn í 21. sinn

Klukkan eitt í nótt verður bein útsending á Sýn frá Las Vegas en þar verða háðir nokkrir athyglisverðir hnefaleikabardagar. Sá bardagi sem flestra augu beinist að er viðureign Bernard Hopkins og Jermain Taylor. Þeir félagar berjast um heimsmeistaratitilinn í millivigt og ver Hopkins nú titil sinn í 21. sinn.

Sport
Fréttamynd

Khan tilbúinn

Breski hnefaleikamaðurinn, Amir Khan, sem sló í gegn á Ólympíleikunum í Sydney í fyrra berst á laugardaginn sinn fyrsta bardaga sem atvinnumaður. Silfurverðlaunahafinn frá því í Sydney sem aðeins er 18 ára er sagður eitt mesta efni í sögu breskra hnefaleika 

Sport
Fréttamynd

Hatton vill berjast við Mayweather

IBF meistarinn Ricky Hatton vill ólmur fá að berjast við nýbakaðan WBC meistara Floyd Mayweather Jr og vill umfram allt fá stóra bardaga í Bandaríkjunum til að auka veg sinn og virðingu í íþróttinni.

Sport
Fréttamynd

Mayweather vann öruggan sigur

Floyd Mayweather vann öruggan sigur á Arturo Gatti í hnefaleikabardaga um heimsmeistaratitil WBC-sambandsins í veltivigt í Atlantic-borg í New Jersey í gærkvöldi.

Sport
Fréttamynd

Tarver sigraði Johnson

Bandaríkjamaðurinn Antonio Tarver sigraði Jamaíkumanninn Glen Johnson um heimsmeistaratitilinn í léttþungavigt hjá IBO-hnefaleikasambandinu í gærkvöldi. Allir þrír dómararnir voru sammála um að Tarver hefði verið sterkari í bardaganum.

Sport
Fréttamynd

Ferill Tysons á enda

Ferill hnefaleikamannsins Mikes Tysons er á enda eftir að hann var sleginn niður í sjöttu lotu í bardaga við Kevin McBride frá Írlandi í nótt. Tyson, sem er 39 ára, sagðist eftir bardagann vera hættur í hnefaleikum en fyrir nítján árum varð hann yngsti maðurinn til að vinna heimsmeistaratitilinn í þungavigt í hnefaleikum.

Sport
Fréttamynd

Hatton sigraði Tszyu óvænt

Englendingurinn Ricky Hatton gerði sér lítið fyrir og lagði andstæðing sinn, Ástralann Kostya Tszyu, í heimsmeistarabardaga í veltivigt í Manchester í gærkvöldi. Kosta Tszyu náði ekki að komast í hringinn fyrir síðustu lotuna. Þetta voru mjög óvænt úrslit en Hatton sem er 26 ára var ekki talinn eiga mikla möguleika í Kosta Tszyu.

Sport
Fréttamynd

Box og NBA á Sýn í kvöld

Ricky Hatton og Kosta Tsyu berjast um heimsmeistaratitilinn í veltivigt í boxi í kvöld. Bardaginn verður í beinni á Sýn og hefst útsending klukkan 22. Eftir boxið verður sjötta viðureign Miami Heat og Detroit Pistons í úrslitum austurdeildar NBA-körfuboltans sýnd beint.

Sport
Fréttamynd

Ruiz fékk titilinn aftur

John Ruiz fékk í dag WBA heimsmeistaratitilinn í þungavigt aftur eftir að James Toney, sem hafði sigraði hann á stigum í Madison Square Garden 30. apríl síðastliðinn, var fundinn sekur um stera notkun.

Sport
Fréttamynd

Corrales féll tvisvar en vann samt

Diego Corrales vann í morgun heimsmeistaratitil WBC-hnefaleikasambandsins í léttvigt þegar hann sigraði Jose Luis Castillo. Þrátt fyrir að hafa verið sleginn tvisvar í gólfið tókst Corrales að vinna sigur.

Sport
Fréttamynd

Castillo og Corales berjast

Á eftir leik Boston og Indiana í NBA-körfuboltanum, sem hefst klukkan 23 í kvöld á Sýn, verður skipt yfir til Las Vegas í Bandaríkjunum. Þar verða margir spennandi hnefaleikabardagar, t.d. bardagi Jose Luis Castillo og Diego Corales um heimsmeistaratitil WBC-sambandsins í léttvigt.

Sport
Fréttamynd

Ruiz hættur að boxa

Ameríski hnefaleikakappinn John Ruiz, hefur ákveðið að leggja hanskana á hilluna eftir að hann tapaði WBC titli sínum til James Toney í New York um helgina.

Sport
Fréttamynd

"Prinsinn" handtekinn

Þær fréttir eru að berast frá Sheffield á Englandi að fyrrverandi fjaðurvigtarheimsmeistarinn í boxi, "Prinsinn" Naseem Hamed hafi verið handtekinn í dag í tengslum við bílslys þar sem maður meiddist lífshættulega "Prinsinn" er grunaður um að hafa flúið af vetvangi.

Sport