Bubbi: Þetta verður svakalegur bardagi 19. janúar 2007 14:48 Bubbi spáir flugeldasýningu á Sýn annað kvöld, þar sem hann og Ómar Ragnarsson munu m.a. lýsa bardaga Ricky Hatton og Juan Urango mynd/gva Bubbi Morthens segist eiga von á mikilli flugeldasýningu annað kvöld þegar sjónvarpsstöðin Sýn býður upp á frábæra hnefaleikaveislu í beinni útsendingu. Bubbi segir Ricky Hatton vera besta hnefaleikara Breta í þrjá áratugi og á von á því að heyra stóran dynk ef annar keppendanna í fyrri stórviðureigninni verður settur í strigann. "Þetta verður auðvitað ein lengsta íþróttaútsending í sögu Sýnar þar sem fjörið byrjar um níu og stendur til fimm um morguninn. Í fyrri bardaganum erum við að sjá stærsta boxara hnefaleikasögunnar í Nicolay Valuev sem er 213 cm hár og 150 kíló. Vinstri stungurnar hans eru álíka þungar og góð hægrihandarhögg frá venjulegum mönnum og svo er andstæðingur hans engin smásmíði heldur - svo ég reikna með því að muni heyrast hávær dynkur ef annar þeirra nær hinum í gólfið," sagði Bubbi í samtali við Vísir í dag. Síðari bardaginn er svo með Ricky Hatton sem er besti boxari Breta síðustu þrjátíu ára - betri boxari en Lennox Lewis, sem ég myndi setja í annað sætið þar. Ég spái því að þetta verði rosalegur bardagi annað kvöld. Hatton er að berjast þarna við Kólumbíumann, þaðan koma oft mjög sterkir boxarar og þessi er sannarlega í A-flokki. Ég spái því að Hatton muni skerast fljótlega í þessum bardaga, því hann er með þannig andlit. Honum á það til að blæða svolítið en hans sterkasta hlið er skrokkhöggin. Þessi bardagi skiptir Hatton líka gríðarlega miklu máli, því ef hann stendur sig vel á morgun, mun það opna dyrnar endanlega fyrir honum í Bandaríkjunum - þar eru peningarnir og hann getur orðið stórstjarna þar með sigri. Þetta verður flugeldasýning - svakalegur bardagi - og ég ber miklar væntingar til hans. Svo má líka ekki gleyma mönnum eins og Jose Luis Castillo sem eru þarna líka að berjast og ég hvet fólk til að fylgjast með öllum bardögunum í útsendingunni," sagði Bubbi. Box Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Í beinni: Svíþjóð - Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Fleiri fréttir Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Í beinni: Pólland - Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Í beinni: Svíþjóð - Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Sjá meira
Bubbi Morthens segist eiga von á mikilli flugeldasýningu annað kvöld þegar sjónvarpsstöðin Sýn býður upp á frábæra hnefaleikaveislu í beinni útsendingu. Bubbi segir Ricky Hatton vera besta hnefaleikara Breta í þrjá áratugi og á von á því að heyra stóran dynk ef annar keppendanna í fyrri stórviðureigninni verður settur í strigann. "Þetta verður auðvitað ein lengsta íþróttaútsending í sögu Sýnar þar sem fjörið byrjar um níu og stendur til fimm um morguninn. Í fyrri bardaganum erum við að sjá stærsta boxara hnefaleikasögunnar í Nicolay Valuev sem er 213 cm hár og 150 kíló. Vinstri stungurnar hans eru álíka þungar og góð hægrihandarhögg frá venjulegum mönnum og svo er andstæðingur hans engin smásmíði heldur - svo ég reikna með því að muni heyrast hávær dynkur ef annar þeirra nær hinum í gólfið," sagði Bubbi í samtali við Vísir í dag. Síðari bardaginn er svo með Ricky Hatton sem er besti boxari Breta síðustu þrjátíu ára - betri boxari en Lennox Lewis, sem ég myndi setja í annað sætið þar. Ég spái því að þetta verði rosalegur bardagi annað kvöld. Hatton er að berjast þarna við Kólumbíumann, þaðan koma oft mjög sterkir boxarar og þessi er sannarlega í A-flokki. Ég spái því að Hatton muni skerast fljótlega í þessum bardaga, því hann er með þannig andlit. Honum á það til að blæða svolítið en hans sterkasta hlið er skrokkhöggin. Þessi bardagi skiptir Hatton líka gríðarlega miklu máli, því ef hann stendur sig vel á morgun, mun það opna dyrnar endanlega fyrir honum í Bandaríkjunum - þar eru peningarnir og hann getur orðið stórstjarna þar með sigri. Þetta verður flugeldasýning - svakalegur bardagi - og ég ber miklar væntingar til hans. Svo má líka ekki gleyma mönnum eins og Jose Luis Castillo sem eru þarna líka að berjast og ég hvet fólk til að fylgjast með öllum bardögunum í útsendingunni," sagði Bubbi.
Box Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Í beinni: Svíþjóð - Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Fleiri fréttir Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Í beinni: Pólland - Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Í beinni: Svíþjóð - Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Sjá meira