Ástin á götunni

Fréttamynd

Reynir og Sindri í aðra deild

Reynir Sandgerði og Sindri frá Höfn í Hornafirði tryggðu sér í gærkvöld sæti í annari deild karla í knattspyrnu að ári eftir síðari leikina í umspili.

Sport
Fréttamynd

Síðari hálfleikurinn byrjaður

Síðari hálfleikurinn í leik Búlgaríu og Íslands er hafinn og hann byrjar ekki ósvipað og sá fyrri. Heiðar Helguson fékk glæsilega sendingu inn fyrir vörnina frá Grétari, en skaut yfir markið einn á móti markverðinum. Sannkallað dauðafæri.

Sport
Fréttamynd

Bæði lið í dauðafærum

Ísland og Búlgaría hafa bæði fengið dauðafæri, nú þegar um rúmur hálftími er liðinn af leiknum. Hermann Hreiðarsson á eflaust eftir að naga sig lengi í handarbökin eftir að hafa skallað boltann yfir á markteig heimamanna nú fyrir stundu.

Sport
Fréttamynd

Grétar kemur Íslandi yfir

Íslenska liðið byrjar mjög vel í leiknum við Búlgaríu og það tók liðið aðeins níu mínútur að ná forystu í leiknum, en þar var að verki Grétar Rafn Steinsson sem skoraði eftir varnarmistök heimamanna.

Sport
Fréttamynd

Mál John Obi Mikel að leysast

Norska blaðið Verdens Gang hefur greint frá því að hinn umdeildi John Obi Mikel muni líklega ganga til liðs við Manchester United um áramótin eins og til stóð, en hann hefur verið týndur undanfarið eftir að verða miðpunktur rifrildis Chelsea og Manchester United um kaup á honum.

Sport
Fréttamynd

Ronaldo spilar þrátt fyrir áfall

Miðjumaðurinn knái hjá Manchester United, Cristiano Ronaldo, ætlar að leggja sig allan fram með landsliði Portúgal í leiknum við Rússa í dag, þrátt fyrir að faðir hans hafi látist vegna veikinda á mánudaginn.

Sport
Fréttamynd

Comolli til Tottenham

Tottenham Hotspurs hefur ráðið til sín Frakkann Damien Comolli, sem gegna mun starfi yfirmanns knattspyrnumála hjá félaginu og tekur við starfi Danans Frank Arnesen, sem var rekinn frá félaginu fyrir óhollustu á sínum tíma.

Sport
Fréttamynd

Cole dettur úr byrjunarliði enskra

Sven-Göran Eriksson, landsliðsþjálfari Englendinga, áformar að spila áfram leikkerfið 4-5-1 í leiknum við Norður-Íra í undankeppni HM í kvöld, en endurkoma Michael Owen inn í byrjunarliðið þýðir sennilega að Joe Cole missi sæti sitt frá síðasta leik.

Sport
Fréttamynd

Eiður Smári misnotaði dauðafæri

Eiður Smári Guðjohnsen fór illa að ráði sínu nú rétt áðan, þegar hann misnotaði sannkallað dauðafæri fyrir framan mark Búlgara. Hann fékk góða sendingu fyrir markið frá hægri frá Heiðari Helgusyni, en skaut yfir markið.

Sport
Fréttamynd

Beckham blæs á gagnrýni

David Beckham, fyrirliði enska landsliðsins í knattspyrnu, var ekki sáttur við þá gagnrýni sem hann fékk frá knattspyrnuspekingum á Englandi í gær, en þeir Terry Butcher og Alan Hansen létu báðir hafa eftir sér í gær að dagar fyrirliðans væru brátt taldir í liðinu.

Sport
Fréttamynd

Úrslitakeppni 3. deildar í dag

Síðari leikirnir í undanúrslitum þriðju deildar karla í knattspyrnu um laust sæti í annarri deild að ári fara fram í dag og hefjast þeir báðir klukkan 17:30.

Sport
Fréttamynd

Góður sigur Íslands á Búlgaríu

Íslenska landsliðið, skipað leikmönnum 21 árs og yngri, vann frækinn sigur á Búlgörum 3-1 í Sofia í dag. Búlgarska liðið tók forystu í leiknum eftir um klukkutíma leik, þrátt fyrir að vera einum leikmanni færri frá 44. mínútu.

Sport
Fréttamynd

Reid hræðist ekki Zidane

Andy Reid, miðjumaður Tottenham Hotspur og írska landsliðsins, segist hlakka til að mæta Frökkum í landsleik annað kvöld og segist hvergi banginn við að mæta goðsögninni Zinedine Zidane, sem eins og kunnugt er hóf að leika með Frökkum á ný á dögunum.

Sport
Fréttamynd

Beckham varar við vanmati

David Beckham, fyrirliði enska landsliðsins, hefur varað félaga sína við því að vanmeta Norður-Íra, en liðin mætast í undankeppni HM annað kvöld.

Sport
Fréttamynd

Klinsmann á undir högg að sækja

Það er ekki auðvelt starf að vera landsliðsþjálfari Þýskalands og nú hefur "Keisarinn" Franz Beckenbauer gagnrýnt störf landsliðsþjálfarns Jurgen Klinsmann harðlega, eftir að þýska liðið tapaði 2-0 fyrir Slóvökum á dögunum.

Sport
Fréttamynd

Young fetar í fótspor Neville

Luke Young, leikmaður Charlton, vill feta í fótspor Gary Neville með enska landsliðinu, en vill ekki gera sér of miklar vonir um að eiga sæti í enska landsliðinu ef það fer á HM í Þýskalandi næsta sumar.

Sport
Fréttamynd

Guðjón smalar fólki á völlinn

Guðjón Þórðarson, knattspyrnustjóri Notts County, hefur sent út skilaboð til stuðningsmanna liðsins á heimasíðu félagsins, þar sem hann hvetur alla sem vettlingi geta valdið til að mæta á völlinn á laugardaginn til að verða vitni að toppslag í deildinni.

Sport
Fréttamynd

Neville vill meiri hörku

Gary Neville, leikmaður Manchester United, þykir nauðsynlegt að félagar hans í liðinu sýni meiri hörku ef þeir ætla sér að veita Chelsea harða samkeppni um meistaratitilinn á Englandi í vor.

Sport
Fréttamynd

Nokkur meiðsli í landsliðinu

Íslenska landsliðið í knattspyrnu mætir Búlgörum á morgun í Sofiu í undankeppni fyrir heimsmeistaramótið. Auðun Helgason og Heiðar Helguson tóku ekki þátt á fullu á æfingu í gær og Auðun er tæpur fyrir morgundaginn vegna meiðsla í hné. <font face="Tms Rmn"></font>

Sport
Fréttamynd

Bölvun á íslenska landsliðinu

Það má með sanni segja að bölvun hvíli á íslenska landsliðinu í knattspyrnu þegar kemur að því að spila á Balkanskaga en í níu heimsóknum sem liðið hefur átt þangað hefur liðið aldrei unnið sigur. Afrakstur landsliðsins í heimsóknum til Balkanskagans í gegnum tíðina er eitt stig sem náðist gegn Tyrkjum fyrir 17 árum síðan.

Sport
Fréttamynd

Tvær breytingar hjá Eyjólfi

Eyjólfur Sverrisson, þjálfari U-21 árs landsliðs Íslands hefur gert tvær breytingar á byrjunarliði sínu frá leiknum við Króatíu á KR-vellinum á dögunum, en strákarnir mæta Búlgaríu í Sofíu í dag klukkan 14 að íslenskum tíma.

Sport
Fréttamynd

Mutu að ná fyrri styrk

Rúmenski markaskorarinn Adrian Mutu er óðum að koma til baka eftir sjö mánaða keppnisbann sem hann fékk vegna eiturlyfjaneyslu þegar hann lék með Chelsea og er farinn að skora grimmt fyrir landslið Rúmeníu.

Sport
Fréttamynd

Bonhof íhugar að segja af sér

Ranier Bonhof , þjálfari U-21 árs liðs Skota, hefur látið í veðri vaka að hann muni segja af sér á næstu dögum í kjölfar neyðarlegs atviks í leik liðsins við Ítali um síðustu helgi, þegar hann leyfði leikmanni að spila sem var í banni í leiknum.

Sport
Fréttamynd

Owen þarf að sanna sig

Framherjinn Michael Owen segist eiga skilið að vera í enska landsliðshópnum gegn Norður-Írum annað kvöld, en bendir á að hann muni þurfa að sanna að hann eigi þar heima eftir fjarveruna vegna leikbanns.

Sport
Fréttamynd

Stoichkov vill skora mörk

Hristo Stoichkov, landsliðsþjálfari Búlgaríu, gerir þá kröfu til sinna manna að þeir skori mörk þegar þeir taka á móti Íslendingum í landsleik þjóðanna á morgun, en hann er mjög ósáttur við tap sinna manna gegn Svíum í síðasta leik.

Sport
Fréttamynd

Þorlákur Árnason í Stjörnuna

Þorlákur Árnason, sem sagði af sér sem þjálfari Fylkis á dögunum, hefur verið ráðinn til að taka við yngriflokkastarfi Stjörnunnar í Garðabæ og mun verða skólastjóri knattspyrnuskóla félagsins.

Sport
Fréttamynd

Campbell nálgast fyrra form

Varnarmaðurinn Sol Campell hjá Arsenal er nú í óðaönn að ná fyrra formi eftir erfið meiðsli og í kvöld spilar hann annan leikinn í röð með varaliði félagsins. Talið er að Arsene Wenger muni freistast til að velja hann í aðalliðið í framhaldinu, ef vel tekst til.

Sport
Fréttamynd

Kerr og Keane rifust ekki

Brian Kerr, landsliðsþjálfari Íra í knattspyrnu, hefur þvertekið fyrir að hafa lent í rifrildi við Roy Keane eða nokkurn annan af leikmönnum írska liðsins, en í gær spurðist út að ólga væri innan írska hópsins.

Sport
Fréttamynd

Mourinho er ósáttur

Franski landsliðsmaðurinn Claude Makelele hjá Chelsea segir að Jose Mourinho sé ósáttur við leik liðsins í úrvalsdeildinni til þessa og segir liðið eiga langt í land með að ná því formi sem það var í undir lok síðustu leiktíðar.

Sport
Fréttamynd

Cole treystir á Rooney

Ashley Cole hefur mikla trú á að enska landsliðið geti gert góða hluti á HM í Þýskalandi næsta sumar og telur Wayne Rooney vera lykilmann liðsins í þeim efnum.

Sport