Ástin á götunni

Fréttamynd

Owen þarf að sanna sig

Framherjinn Michael Owen segist eiga skilið að vera í enska landsliðshópnum gegn Norður-Írum annað kvöld, en bendir á að hann muni þurfa að sanna að hann eigi þar heima eftir fjarveruna vegna leikbanns.

Sport
Fréttamynd

Stoichkov vill skora mörk

Hristo Stoichkov, landsliðsþjálfari Búlgaríu, gerir þá kröfu til sinna manna að þeir skori mörk þegar þeir taka á móti Íslendingum í landsleik þjóðanna á morgun, en hann er mjög ósáttur við tap sinna manna gegn Svíum í síðasta leik.

Sport
Fréttamynd

Úrslitakeppni 3. deildar í dag

Síðari leikirnir í undanúrslitum þriðju deildar karla í knattspyrnu um laust sæti í annarri deild að ári fara fram í dag og hefjast þeir báðir klukkan 17:30.

Sport
Fréttamynd

Góður sigur Íslands á Búlgaríu

Íslenska landsliðið, skipað leikmönnum 21 árs og yngri, vann frækinn sigur á Búlgörum 3-1 í Sofia í dag. Búlgarska liðið tók forystu í leiknum eftir um klukkutíma leik, þrátt fyrir að vera einum leikmanni færri frá 44. mínútu.

Sport
Fréttamynd

Reid hræðist ekki Zidane

Andy Reid, miðjumaður Tottenham Hotspur og írska landsliðsins, segist hlakka til að mæta Frökkum í landsleik annað kvöld og segist hvergi banginn við að mæta goðsögninni Zinedine Zidane, sem eins og kunnugt er hóf að leika með Frökkum á ný á dögunum.

Sport
Fréttamynd

Beckham varar við vanmati

David Beckham, fyrirliði enska landsliðsins, hefur varað félaga sína við því að vanmeta Norður-Íra, en liðin mætast í undankeppni HM annað kvöld.

Sport
Fréttamynd

Klinsmann á undir högg að sækja

Það er ekki auðvelt starf að vera landsliðsþjálfari Þýskalands og nú hefur "Keisarinn" Franz Beckenbauer gagnrýnt störf landsliðsþjálfarns Jurgen Klinsmann harðlega, eftir að þýska liðið tapaði 2-0 fyrir Slóvökum á dögunum.

Sport
Fréttamynd

Young fetar í fótspor Neville

Luke Young, leikmaður Charlton, vill feta í fótspor Gary Neville með enska landsliðinu, en vill ekki gera sér of miklar vonir um að eiga sæti í enska landsliðinu ef það fer á HM í Þýskalandi næsta sumar.

Sport
Fréttamynd

Guðjón smalar fólki á völlinn

Guðjón Þórðarson, knattspyrnustjóri Notts County, hefur sent út skilaboð til stuðningsmanna liðsins á heimasíðu félagsins, þar sem hann hvetur alla sem vettlingi geta valdið til að mæta á völlinn á laugardaginn til að verða vitni að toppslag í deildinni.

Sport
Fréttamynd

Mourinho er ósáttur

Franski landsliðsmaðurinn Claude Makelele hjá Chelsea segir að Jose Mourinho sé ósáttur við leik liðsins í úrvalsdeildinni til þessa og segir liðið eiga langt í land með að ná því formi sem það var í undir lok síðustu leiktíðar.

Sport
Fréttamynd

Cole treystir á Rooney

Ashley Cole hefur mikla trú á að enska landsliðið geti gert góða hluti á HM í Þýskalandi næsta sumar og telur Wayne Rooney vera lykilmann liðsins í þeim efnum.

Sport
Fréttamynd

King að ná heilsu

Enski landsliðsmaðurinn Ledley King er óðum að ná sér af nárameiðslum sínum og stefnir á að vera með liði sínu Tottenham þegar það tekur á móti Liverpool í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn,

Sport
Fréttamynd

Jónas æfur vegna slakrar dómgæslu

Jónas Sigursteinsson, þjálfari Þór/KA/KS í knattspyrnu kvenna, var afar ósáttur með Marínó Þorsteinsson, dómara í úrslitaleiknum við Fylki í 1.deild kvenna, en honum lauk með 3-2 sigri Fylkis og vann Árbæjarliðið sér með því sæti í efstu deild á næsta keppnistímabili.

Sport
Fréttamynd

Hagnaður hjá Arsenal

Hagnaður á rekstri Arsenal á síðasta ári jókst um tæpar níu milljónir punda, en þetta kemur fram í ársskýrslu félagsins sem lögð var fram í morgun. Hagnaður félagsins jókst úr 10,6 milljónum punda í 19,3 milljónir á tímabilinu sem lauk í maí í vor.

Sport
Fréttamynd

Wenger fær peninga í janúar

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, mun njóta góðs af góðri afkomu Arsenal þegar leikmannakaupaglugginn opnast á ný í janúar ef marka má orð Keith Edelman, stjórnarmanns Arsenal.

Sport
Fréttamynd

Annasöm nótt hjá Paul Robinson

Landsliðsmarkverði Englendinga, Paul Robinson hjá Tottenham Hotspur, brá heldur betur í brún þegar hann kom til síns heima eftir landsleikinn gegn Wales um helgina, því í ljós kom að brotist hafði verið inn í íbúð hans á meðan hann var í burtu með landsliðinu.

Sport
Fréttamynd

Owen aftur í hópinn

Sven-Göran Eriksson segir líklegt að Michael Owen muni taka sæti sitt í byrjunarliði enska landsliðsins þegar hann snýr aftur í hópinn gegn Norður-Írum, en hann var sem kunnugt er í leikbanni gegn Wales um helgina.

Sport
Fréttamynd

Þorlákur Árnason í Stjörnuna

Þorlákur Árnason, sem sagði af sér sem þjálfari Fylkis á dögunum, hefur verið ráðinn til að taka við yngriflokkastarfi Stjörnunnar í Garðabæ og mun verða skólastjóri knattspyrnuskóla félagsins.

Sport
Fréttamynd

Campbell nálgast fyrra form

Varnarmaðurinn Sol Campell hjá Arsenal er nú í óðaönn að ná fyrra formi eftir erfið meiðsli og í kvöld spilar hann annan leikinn í röð með varaliði félagsins. Talið er að Arsene Wenger muni freistast til að velja hann í aðalliðið í framhaldinu, ef vel tekst til.

Sport
Fréttamynd

Kerr og Keane rifust ekki

Brian Kerr, landsliðsþjálfari Íra í knattspyrnu, hefur þvertekið fyrir að hafa lent í rifrildi við Roy Keane eða nokkurn annan af leikmönnum írska liðsins, en í gær spurðist út að ólga væri innan írska hópsins.

Sport
Fréttamynd

Línur að skýrast fyrir HM2006

Ný styttist í HM í fótbolta sem fer fram í Þýskalandi á næsta ári og eru línur aðeins farnar að skýrast með hvaða þjóðir munu mætast á stærsta sviði knattspyrnunnar í heiminum. Gestgjfarnir eru sjálfkrafa með í keppninni og eru 13 aðrar þjóðir úr Evrópu sem komast í lokakeppnina þar sem alls 32 landslið komast að.

Sport
Fréttamynd

Guðjón fagnar 8 daga hvíld

Guðjón Þórðarson þjálfari Notts County segir í viðtali við BBC í dag að hann fagni mjög svo hvíldinni sem leikmenn hans fái í kringum landsleikjakrinuna. Notts County fær 8 daga hvíld eftir talsverða keyrslu í fyrstu umferðunum í ensku 2.deildinni þar sem liðið er efst.

Sport
Fréttamynd

Margt jákvætt í okkar leik

Eiður Smári Guðjohnsen, fyrirliði íslenska landsliðsins, var vitanlega svekktur yfir úrslitum leiks Íslands og Króatíu á Laugardalsvellinum í gær, þar sem gestirnir höfðu sigur, 3-1, eftir að Eiður Smári hafði skorað fyrsta mark leiksins í fyrri hálfleik.

Sport
Fréttamynd

Ísland-Króatía BEINT

Boltavakt Vísis er stödd á Laugardalsvelli þar sem Ísland mætir Króatíu í undankeppni HM 2006 í fótbolta. Lesendur Vísis geta fylgst með beinni lýsingu frá leiknum á <a href="/UserControls/infosport/ifis_leikurHP.aspx?LeikNr=1000204&st=NS&re=00060&sy=1" target="_blank">BOLTAVAKTINNI.</a>

Sport
Fréttamynd

Líklegt byrjunarlið Íslands

Byrjunarlið Íslands gegn Króatíu verður tilkynnt kl. 16:00 en leikurinn hefst kl. 18:05. Eiður Smári Guðjohnsen fyrirliði Íslands segir í viðtali við Fréttablaðið í dag að hann sætti sig ekki við jafntefli gegn Króötum í dag og setji markið hátt. Vísir.is hefur teiknað upp líklegt byrjunarlið Íslands.

Sport
Fréttamynd

Tap gegn Króötum

Íslendingar töpuðu fyrir Krótötum, 1-3, á Laugardalsvellinum í leik liðanna í undankeppni HM í kvöld. Íslendingar höfðu verðskuldaða 1-0 forystu í hálfleik en í þeim síðari tóku gestirnir öll völd á vellinum og skoruðu þrjú mörk.

Sport
Fréttamynd

Tap fyrir Hollendingum

Ungmennalandsliðið í knattspyrnu skipað leikmönnum 19 ára og yngri tapaði fyrir Hollendingum 1-0 í vináttulandsleik í Hollandi í gær.

Sport
Fréttamynd

5000 miðar farnir á Króatíuleikinn

Forsölu aðgöngumiða á viðureign Íslands og Króatíu í undankeppni HM 2006 í fótbolta lauk í gærkvöldi og höfðu þá alls selst um 5.000 miðar á leikinn. Aðeins 7000 miðar eru í boði. Leikur Íslands og Króatíu á Laugardalsvelli í dag hefst kl. 18:05 og er miðasala nú opin við Laugardalsvöll. Byrjunarlið Íslands verður kynnt innan skamms

Sport
Fréttamynd

Undanúrslit hafin í 3. deild karla

Fyrri viðureignir liðanna í undanúrslitum á Íslandsmótinu í 3. deild karla í fótbolta fóru fram í dag. Sindri Hornafirði og Leiknir Fáskrúðsfirði gerðu markalaust jafntefli á Sindravöllum og Grótta vann Reyni í 9 marka leik á Sandgerðisvelli, 4-5.

Sport
Fréttamynd

Ashley Cole í sögubækurnar?

Ashley Cole, varnarmaður Arsenal og enska landsliðsins í fótbolta ætlar að láta reyna á réttmæti knattspyrnulaganna og áfrýja til gerðardóms, dómi sem yfir hann var felldur á dögunum. Cole var fundinn sekur af aganefnd enska knattspyrnusambandsins um að eiga í ólöglegum viðræðum við Chelsea á meðan hann er samningsbundinn Arsenal.

Sport