Mourinho hrósað fyrir Eið Smára 16. október 2005 00:01 Breskir fjölmiðlar hrósa Jose Mourinho knattspyrnustjóra Chelsea í hástert fyrir breytinguna sem hann gerði á liðinu í hálfleik gegn Bolton í ensku úrvalsdeildinni í gær. Þá skipti hann Eiði Smári Guðjohnsen inn á í staðinn fyrir Asier del Horno í stöðunni 0-1 fyrir Bolton og sú breyting gjörbreytti gangi leiksins sem Chelsea vann 5-1. "Ég vildi ekki gera neinar breytingar í fyrri hálfleik því mér finnst að allir leikmenn eigi skilið að leika a.m.k. 45 mínútur. Eina spurningin hjá mér snerist um hvaða varnarmann ég ætti að taka út því það yrði ekki vandamál að leika á þremur varnarmönnum. Del Horno var ekki að leika illa heldur fannst mér nógu mikill hraði á milli hinna þriggja vera til staðar." sagði Mourinho. Sá portúgalski var hógværðin uppmáluð eftir stórsigurinn og vildi ekki eigna sjálfum sér allan heiðurinn. "Ég fór snemma inn í búningsherbergi, fyrir hálfleikinn svo ég gæti undirbúið hálfleiksræðuna fyrir leikmennina. Ég framkvæmdi vinnuna á teikniborðinu en leikmennirnir gerðu sína vinnu inni á vellinum og voru frábærir. Ég vissi hvað ég vildi gera. Það var aðeins ein breyting og taktískt séð reyndist hún mjög mikilvæg." sagði Mourinho um þá breytingu að skipta Eiði inn á og frammistaða ljóshærða Húsvíkingsins hlýtur að veita honum meiri möguleika á byrjunarliðssæti í næsta leik. Hann lagði upp fyrstu tvö mörk Chelsea og kórónaði frammistöðu sína með því að skora síðasta markið. Sam Allardyce knattspyrnustjóri Bolton harmar frammistöðu Rob Styles dómara sem hann sagði bera ábyrgð á yfirburðum Chelsea í síðari hálfleik. Styles rak Ricardo Gardner af velli fyrir að handleika boltann viljandi en Sammi rengir þá ákvörðun dómarans þó ekki. Hins vegar vildi hann að Michael Essien, miðjumaður Chelsea hefði einnig átt að fjúka af velli með rauða spjaldið fyrir ljóta tæklingu á Tal Ben Haim. "Til þess að ná góðum úrslitum á Stamford Bridge þarf maður alltaf dálitla heppni auk þess að ein og ein dómaraákvörðun falli með manni. Því miður féll það ekki í okkar skaut í leiknum. Það sem olli mér mestum vonbrigðum var að tæklingin hjá Essien skyldi ekki skila honum rauðu spjaldi. Sú ákvörðun hafði mikilfengleg áhrif á úrslit leiksins." sagði Allardyce. Enski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Fleiri fréttir Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Í beinni: Grindavík - Haukar | Reyna að halda í við toppliðið og mæta meisturunum í kvöld Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Man United ósátt við Marokkó og FIFA Tryggvi og Sara best á árinu „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Karlarnir þremur áratugum á eftir konunum með nýjar reglur Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Sjá meira
Breskir fjölmiðlar hrósa Jose Mourinho knattspyrnustjóra Chelsea í hástert fyrir breytinguna sem hann gerði á liðinu í hálfleik gegn Bolton í ensku úrvalsdeildinni í gær. Þá skipti hann Eiði Smári Guðjohnsen inn á í staðinn fyrir Asier del Horno í stöðunni 0-1 fyrir Bolton og sú breyting gjörbreytti gangi leiksins sem Chelsea vann 5-1. "Ég vildi ekki gera neinar breytingar í fyrri hálfleik því mér finnst að allir leikmenn eigi skilið að leika a.m.k. 45 mínútur. Eina spurningin hjá mér snerist um hvaða varnarmann ég ætti að taka út því það yrði ekki vandamál að leika á þremur varnarmönnum. Del Horno var ekki að leika illa heldur fannst mér nógu mikill hraði á milli hinna þriggja vera til staðar." sagði Mourinho. Sá portúgalski var hógværðin uppmáluð eftir stórsigurinn og vildi ekki eigna sjálfum sér allan heiðurinn. "Ég fór snemma inn í búningsherbergi, fyrir hálfleikinn svo ég gæti undirbúið hálfleiksræðuna fyrir leikmennina. Ég framkvæmdi vinnuna á teikniborðinu en leikmennirnir gerðu sína vinnu inni á vellinum og voru frábærir. Ég vissi hvað ég vildi gera. Það var aðeins ein breyting og taktískt séð reyndist hún mjög mikilvæg." sagði Mourinho um þá breytingu að skipta Eiði inn á og frammistaða ljóshærða Húsvíkingsins hlýtur að veita honum meiri möguleika á byrjunarliðssæti í næsta leik. Hann lagði upp fyrstu tvö mörk Chelsea og kórónaði frammistöðu sína með því að skora síðasta markið. Sam Allardyce knattspyrnustjóri Bolton harmar frammistöðu Rob Styles dómara sem hann sagði bera ábyrgð á yfirburðum Chelsea í síðari hálfleik. Styles rak Ricardo Gardner af velli fyrir að handleika boltann viljandi en Sammi rengir þá ákvörðun dómarans þó ekki. Hins vegar vildi hann að Michael Essien, miðjumaður Chelsea hefði einnig átt að fjúka af velli með rauða spjaldið fyrir ljóta tæklingu á Tal Ben Haim. "Til þess að ná góðum úrslitum á Stamford Bridge þarf maður alltaf dálitla heppni auk þess að ein og ein dómaraákvörðun falli með manni. Því miður féll það ekki í okkar skaut í leiknum. Það sem olli mér mestum vonbrigðum var að tæklingin hjá Essien skyldi ekki skila honum rauðu spjaldi. Sú ákvörðun hafði mikilfengleg áhrif á úrslit leiksins." sagði Allardyce.
Enski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Fleiri fréttir Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Í beinni: Grindavík - Haukar | Reyna að halda í við toppliðið og mæta meisturunum í kvöld Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Man United ósátt við Marokkó og FIFA Tryggvi og Sara best á árinu „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Karlarnir þremur áratugum á eftir konunum með nýjar reglur Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Sjá meira