Ástin á götunni

Fréttamynd

KR tapaði fyrir Odd Grenland

KRingar höfnuðu í neðsta sæti á LaManga mótinu í knattspyrnu eftir að liðið tapaði 1-0 fyrir norska liðinu Odd Grenland í dag. KRingar gerðu eitt jafntefli og töpuðu þremur leikjum á mótinu.

Sport
Fréttamynd

Auðun Helgason ekki með FH í sumar

Varnarjaxlinn Auðun Helgason hjá Íslandsmeisturum FH getur ekkert leikið með liðnu í sumar eftir að hann meiddist á hné á æfingu á dögunum og nú er ljóst að hann þarf í aðgerð vegna krossbandaslita. Þetta eru skelfileg tíðindi fyrir Íslandsmeistarana, enda var Auðun einn allra besti leikmaður Íslandsmótisins í fyrra.

Sport
Fréttamynd

Bjarni Guðjónsson til ÍA

Bjarni Guðjónsson mun leika með gömlu félögum sínum í ÍA í sumar, en hann hefur gert fjögurra ára samning við félagið. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins. Bjarni lék síðast með liðinu árið 1996 en hefur spilað erlendis sem atvinnumaður síðan. Þetta er mikill liðsstyrkur fyrir Skagamenn í baráttunni í sumar.

Sport
Fréttamynd

Gylfi inn í stað Grétars

Gylfi Einarsson leikmaður Leeds hefur verið valinn í landsliðshóp Eyjólfs Sverrissonar fyrir æfingaleikinn gegn Trinidad og Tobago þann 28. febrúar í stað Grétars Ólafs Hjartarsonar hjá KR, sem er meiddur.

Sport
Fréttamynd

Tryggvi og Marel skoruðu báðir þrennu

Tryggvi Guðmundsson skoraði þrennu fyrir FH sem burstaði Þróttara 6-0 í Deildabikar KSÍ í dag og slíkt hið sama gerði Marel Baldvinsson fyrir Breiðablik sem vann ÍBV 3-1. Þá unnu Víkingar 1-0 sigur á Fram.

Sport
Fréttamynd

KR tapaði fyrir Krylia

KRingar töpuðu í kvöld öðrum leik sínum í röð á LaManga mótinu í knattspyrnu sem fram fer á Spáni þegar liðið lá 4-2 fyrir rússneska liðinu Krylia Sovetov Samara. Garðar Jóhannsson skoraði bæði mörk KRinga í leiknum, annað þeirra úr vítaspyrnu.

Sport
Fréttamynd

Æfingaleikur við Spánverja í ágúst

Knattspyrnusamband Íslands hefur komist að samkomulagi við spænska knattspyrnusambandið um að þjóðirnar spili æfingaleik á Laugardalsvelli þann 16. ágúst í sumar. Þetta kemur fram á vef KSÍ í dag.

Sport
Fréttamynd

Leikjaniðurröðun klár

Nú er búið að tilkynna leikjaniðurröðun hjá íslenska A-landsliðinu í knattspyrnu fyrir undankeppni EM í ár og á næsta ári. Fyrsti leikurinn verður gegn Norður-Írum í Belfast þann 2. september í haust, en fyrsti heimaleikurinn verður gegn Dönum fjórum dögum síðar.

Sport
Fréttamynd

Ívar aftur í landsliðið

Eyjólfur Sverrisson landsliðsþjálfari hefur valið hópinn sem mætir Trinidad og Tobago í London þann 28. febrúar næstkomandi, en þetta verður fyrsti landsleikur íslenska liðsins undir hans stjórn. Auk Ívars eru þeir Jóhannes Karl Guðjónsson, Emil Hallfreðsson og Grétar Ólafur Hjartarson valdir í hóp Eyjólfs.

Sport
Fréttamynd

KR tapaði fyrir Tromsö

KRingar biðu lægri hlut gegn norska liðinu Tromsö 1-0 á æfingamóti í fótbolta sem haldið er á La Manga á Spáni þessa dagana. Ásamt KR og Tromsö leika á mótinu rússneska liðið Krylya Sovetov og norska íslendingaliðið Brann. Næsti leikur hjá KR er á fimmtudaginn.

Sport
Fréttamynd

Snæfell lagði Grindavík

Heil umferð fór fram í úrvalsdeild karla í körfubolta í kvöld. Snæfellingar lögðu Grindavík í hörkuleik í Hólminum 68-67, Njarðvík vann Hamar/Selfoss 85-73, KR lagði Hauka 83-74, Skallagrímur burstaði Þór 114-83, Keflavík valtaði yfir Hött 119-79 og ÍR lagði Fjölni 91-83.

Sport
Fréttamynd

Á eftir að sýna mitt rétta andlit

Framherjinn Hannes Þ. Sigurðsson hjá Stoke City í Englandi er á batavegi eftir ökklameiðsli og vonast til að fá tækifæri í byrjunarliði liðsins um næstu helgi.

Sport
Fréttamynd

Spilar þrjá leiki fyrir Malmö

Knattspyrnukonan Ásthildur Helgadóttir mun fljúga í þrígang utan til Malmö FF í Svíþjóð í vor og spila þrjá fyrstu leiki liðsins á komandi leiktíð.

Sport
Fréttamynd

27 milljóna hagnaður hjá KSÍ

Knattspyrnusamband Íslands skilaði hagnaði upp á 27 milljónir króna á árinu 2005. Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi í dag þar sem lagðir voru fram ársreikningar sambandsins. Þar kom í ljós að heildartekjur KSÍ voru 462,2 milljónir króna á síðasta ári og er eigið fé sambandsins í árslok tæpar 200 milljónir króna.

Sport
Fréttamynd

Þorvaldur Makan í Val

Þorvaldur Makan hefur gengið til liðs við Valsmenn í Landsbankadeild karla í knattspyrnu, en hann lék áður með Fram og KA. Þorvaldur tók sér frí frá knattspyrnuiðkun í nokkurn tíma vegna meiðsla, en hefur nú ákveðiði að snúa til baka og spila með Valsmönnum. Þetta kemur fram á heimasíðu Vals í dag.

Sport
Fréttamynd

Stefni á að spila næsta sumar

"Ég er að hjóla og lyfta mikið og svo má ég byrja að skokka í næsta mánuði," Það er talað um að menn geti æft sex mánuðum eftir þessi meiðsli og sá tími er í byrjun júní hjá mér. Ég næ því vonandi nokkrum leikjum í sumar." sagði Sigurður Ragnar í gær.

Sport
Fréttamynd

Jóhann Birnir á heimleið?

Fótboltakappinn Jóhann Birnir Guðmundsson er á leiðinni frá Örgryte í Svíþjóð og gæti snúið heim til Íslands. Jóhann sagði við Fréttablaðið í gær að ef ekkert erlent lið sýndi honum áhuga fljótlega væri líklegast að hann kæmi heim og spilaði hér næsta sumar. Hans gamla félag Keflavík hefur mikinn áhuga á því að fá hann til sín auk þess sem Íslandsmeistarar FH hafa hug á að krækja í Jóhann.

Sport
Fréttamynd

Aðstoðarþjálfari ráðinn til Fram

Sigurður Þórir Þorsteinsson, hefur verið ráðinn sem aðstoðarþjálfari hjá meistaraflokki Fram í knattspyrnu. Sigurður sem er fyrrverandi þjálfari meistaraflokks Aftureldingar verður því nýráðnum þjálfara, Ásgeiri Elíassyni innan handar með liðið sem leikur í 1. deild karla í sumar.

Sport
Fréttamynd

Annríki hjá Keflvíkingum

Landsbankadeildarlið Keflavíkur í karla- og kvennaflokki gengu í dag frá samningum við hvorki meira né minna en fimmtán leikmenn í dag. Hjá karlaliðinu bar hæst að þeir Þórarinn Kristjánsson og Hörður Sveinsson sömdu við félagið, en talið var líklegt að Hörður kæmist að hjá liði erlendis.

Sport
Fréttamynd

Ísland á svipuðum slóðum

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu er sem stendur í 95. sæti styrkleikalista FIFA. Liðið fellur því um eitt sæti síðan listinn var gefinn út í lok síðasta árs og hefur verið á mjög svipuðu róli í eitt ár. Brasilíumenn eru sem fyrr í efsta sæti listans.

Sport
Fréttamynd

Jökull Elísabetarson úr KR

Víkingar fengu í dag liðsauka þegar Jökull Elísarbetarson gekk til liðs við félagið úr KR. Jökull sem verður 22 ára á þessu ári hefur spilað sem varnar og miðjumaður.

Sport
Fréttamynd

Eiður til London í einkaþotu Baugs

Eiður Smári Guðjohnsen var krýndur íþróttamaður ársins við hátíðlega athöfn á Grand Hótel í gær. Þessi frábæri knattspyrnumaður hefur staðið í ströngu með Chelsea yfir hátíðirnar og fengið lítið frí. Hann flaug til landsins með Flugleiðavél seinni partinn í gær og stoppaði stutt því Chelsea vildi fá hann aftur á æfingu í dag.

Sport
Fréttamynd

Samdi við KR í dag

Sóknarmaðurinn skæði, Björgólfur Takefusa sem leikið hefur mðe Fylki síðustu tvö tímabil í Landsbankadeildinni, skrifaði í dag undir tveggja ára samning við KR. Björgólfur sagði það alltaf hafa verið draum sinn að spila með Vesturbæjarliðinu og því sé hann afar ánægður að vera kominn í KR.

Sport
Fréttamynd

Laugardalsvöllur stækkaður

Í dag var undirritaður nýr samningur milli KSÍ og menntamálaráðuneytisins um 200 milljón króna styrk sem renna mun í sjóð vegna stækkunar stúku og annara mannvirkja á Laugardalsvelli, en heildarkostnaður mun nema um 1200 milljónum króna.

Sport
Fréttamynd

Páll Einarsson í Fylki

Páll Einarsson, fyrrum fyrirliði Þróttar, er genginn í raðir Fylkis í Árbænum og hefur skrifað undir tveggja ára samning við félagið. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins, Fylkir.com. Þá segir á síðunni að félagið hafi einnig náð samningi við Hermann Aðalgeirsson, sem er ungur leikmaður og kemur frá Húsavík.

Sport
Fréttamynd

Fellur um tvö sæti á styrkleikalista FIFA

Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu er í 19. sæti á styrkleikalista FIFA sem birtur var í morgun og fellur því um tvö sæti síðan listinn var birtur síðast og um eitt sæti á árinu. Heims- og Evrópumeistrar Þjóðverja eru sem fyrr í toppstinu og Bandaríkjamenn í öðru sæti.

Sport
Fréttamynd

Bjarni og Birkir aðstoða Eyjólf

Bjarni Jóhannsson, þjálfari Breiðabliks og Birkir Kristinsson, fyrrum landsliðsmarkvörður, hafa verið ráðnir aðstoðarmenn Eyjólfs Sverrissonar landsliðsþjálfara. Bjarni kom liði Breiðabliks í Landsbankadeildina í sumar og Birkir, sem mun sjá um markmannsþjálfun hjá landsliðinu, spilaði sjálfur 74 landsleiki á ferlinum.

Sport
Fréttamynd

Eiður Smári og Ásthildur knattspyrnumenn ársins

Eiður Smári Guðjohnsen og Ásthildur Helgadóttir voru nú síðdegis kosin knattspyrnumenn ársins við árlega athöfn á Hótel Nordica. Í öðru sæti í karlaflokki varð Hermann Hreiðarsson, en Margrét Lára Viðarsdóttir varð önnur í kvennaflokki.

Sport
Fréttamynd

Týndu synirnir komnir heim

Grétar Sigfinnur Sigurðsson og Viktor Bjarki Arnarson skrifuðu í gær undir nýja samninga við Víking Reykjavík til ársloka 2007. "Það er mjög ánægjulegt að búið sé að ganga frá málum varðandi þessa leikmenn og ljóst að nú styrkist leikmannahópurinn til muna en hann var ágætur fyrir. Víkingur gerði rétt með því að lána þá síðasta sumar, nú er liðið komið aftur upp og fær leikmennina sterkari til baka," sagði Magnús Gylfason, þjálfari Víkinga, með bros á vör eftir undirskriftina.

Sport