Ólafur: Lofa að liðið tapar leik undir minni stjórn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 29. október 2007 15:26 Ólafur Jóhannesson í höfuðstöðvum KSÍ í dag. Mynd/E. Stefán Ólafur Jóhannesson var í dag ráðinn þjálfari A-landsliðs karla í knattspyrnu. Hann sat fyrir svörum í höfuðstöðvum KSÍ. „Ég er fyrst og fremst þakklátur þessum mönnum að sýna mér þann heiður að bjóða mér starfið. Mér líst ljómandi vel á það," sagði Ólafur og benti á þá Geir Þorsteinsson, formann og Þóri Hákonarson, framkvæmdarstjóra KSÍ. „Ég gat ekki skorast undan beiðni þeirra að taka að mér starfið." Þurfum að verjast vel Hann var fyrst spurður hvort einhverra breytinga væri að vænta á liðinu undir hans stjórn. „Það er of snemmt að tala um það en eflaust fylgja breytingar nýjum mönnum. Ég mun þó halda áfram á sömu braut og ég hef verið á í mínu starfi sem þjálfari hingað til. En auðvitað er eitthvað sem er ólíkt með því að þjálfa landslið og félagslið." Íslenska landsliðið hefur verið í lægð undanfarin ár og Ólafur telur að það geti gert betur. Og hann vonar að það verði breyting á spilamennsku liðsins undir hans stjórn. „Það er algjört skilyrði að íslenska landsliðið verjist vel. Svo er það spurningin hvað við gerum þegar við erum með boltann. Við þurfum að finna lausn á því." Hann mun velja sitt sterkasta lið þegar Ísland mætir Danmörku ytra í næsta mánuði. „Ég hef fulla trú á því að við munum nálgast leikinn af fullri alvöru. Það eiga líka allir jafnan möguleika á því að komast í landsliðið. Í mínum huga skiptir það ekki máli með hvaða liði menn spila, heldur að þeir geti eitthvað í fótbolta." Eigum alltaf möguleika Eins og allir íþróttamenn vill Ólafur aldrei tapa kappleik. Hann segir að menn verði þó að líta á málin raunsæum augum. „Ég get lofað því að íslenska liðið á eftir að tapa leik undir minni stjórn. Það er pottþétt. Í dag er íslenskur fótbolti ekkert sérstaklega hátt skrifaður. En auðvitað felast alltaf möguleikar í okkar liði og við eigum möguleika í hverjum einasta leik." Undanfarnar vikur hefur verið mikil umræða um agavandamál í íslenska liðinu. Vísir greindi einnig frá því að Eyjólfur Sverrisson, fyrrum landsliðsþjálfari, hafi beðið Eið Smára Guðjohnsen að afsala sér stöðu fyrirliða. Ólafur var spurður hvort hann muni hafa Eið Smára áfram fyrirliða landsliðsins. „Ég hef ekki tekið neina ákvörðun um það," sagði hann, stutt og skorinort. En þarf að taka til í íslenska landsliðinu? „Ég get ekkert sagt til um það núna enda þekki ég þau mál ekki nógu vel. Ég mun beita mínum aðferðum í þessu starfi og það sem hefur gengið á undan mér kemur mér ekki við. Ég átti að vísu gott samtal við Eyjólf og mun aftur spjalla við hann. Hann gæti upplýst um einhver atriði við mig. En það er alveg ljóst að allir íþróttamenn lúta aga og þannig verður það áfram. Hvernig sá agi er verður bara að koma í ljós." Ekki gamall draumur Ólafur þjálfaði FH undanfarin þrjú ár og skilaði í Kaplakrika þremur Íslandsmeistaratitlum og nú síðast bikarmeistaratitli. Eftir tímabilið ákvað hann að hætta. „Það var ekki til í dæminu þegar ég hætti hjá FH að ég tæki við þessu starfi. Ég átti góðan tíma hjá FH en vildi hætta. Þegar það gerðist fóru allir hnútar úr maganum og mér leið mjög vel. En þeir eru allir að koma aftur nú þannig að þetta er allt að verða eðlilegt aftur." Stór hluti af starfi landsliðsþjálfara er að fylgjast með leikmönnum, bæði hér heima og erlendis. „Ég mun fylgjast með eins mörgum og ég get. En ætli ég horfi nú ekki á leiki öðrum augum. Verð kannski aðeins afslappaðri og ekki að velta fyrir mér hver staðan er." Nýta alla leikdaga Ólafur segir að bæði hann og KSÍ muni leggja ríka áherslu að nýta hvern einasta leikdag og reyna þá að skipuleggja sem flesta æfingaleiki. „Það er ekki hægt að kalla saman hópinn án þess að spila og verður því að reyna að nýta alla leikdaga. Það munum við gera." Hann segir að með þessu sé þó ekki gamall draumur að rætast. „Ég hef aldrei leitt hugann að því hvort ég vildi taka að mér þetta starf. Ég hef starfað sem þjálfari í mörg ár og alltaf einbeitt mér að því verkefni sem ég hef verið að sinna hverju sinni." Ólíkt því sem gerist með félagslið hafa allir landsmenn skoðun á landsliðinu í fótbolta. Ólafur er vel meðvitaður um þá staðreynd. „Það er í raun eina breytingin fyrir mig. Síðustu þrír landsliðsþjálfara hafa allir verið afhausaðir af frétta- og sjónvarpsmönnum. Þegar ég bar þetta undir konuna mína spurði hún hvort ég ætlaði að koma mér í þá stöðu að ég þyrði ekki að fara úr húsi eftir tvö ár. Ég vona að það komi þó ekki til þess. En þó það séu svo mikill fjöldi manns sem hafi skoðun á liðinu þá er það ég sem ræð. Það er alveg klárt." Íslenski boltinn Mest lesið Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Fótbolti Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íslenski boltinn Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Enski boltinn Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Breiðablik í Póllandi Sport Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Fótbolti Frá Skagafirði á Akranes Körfubolti Fleiri fréttir Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjá meira
Ólafur Jóhannesson var í dag ráðinn þjálfari A-landsliðs karla í knattspyrnu. Hann sat fyrir svörum í höfuðstöðvum KSÍ. „Ég er fyrst og fremst þakklátur þessum mönnum að sýna mér þann heiður að bjóða mér starfið. Mér líst ljómandi vel á það," sagði Ólafur og benti á þá Geir Þorsteinsson, formann og Þóri Hákonarson, framkvæmdarstjóra KSÍ. „Ég gat ekki skorast undan beiðni þeirra að taka að mér starfið." Þurfum að verjast vel Hann var fyrst spurður hvort einhverra breytinga væri að vænta á liðinu undir hans stjórn. „Það er of snemmt að tala um það en eflaust fylgja breytingar nýjum mönnum. Ég mun þó halda áfram á sömu braut og ég hef verið á í mínu starfi sem þjálfari hingað til. En auðvitað er eitthvað sem er ólíkt með því að þjálfa landslið og félagslið." Íslenska landsliðið hefur verið í lægð undanfarin ár og Ólafur telur að það geti gert betur. Og hann vonar að það verði breyting á spilamennsku liðsins undir hans stjórn. „Það er algjört skilyrði að íslenska landsliðið verjist vel. Svo er það spurningin hvað við gerum þegar við erum með boltann. Við þurfum að finna lausn á því." Hann mun velja sitt sterkasta lið þegar Ísland mætir Danmörku ytra í næsta mánuði. „Ég hef fulla trú á því að við munum nálgast leikinn af fullri alvöru. Það eiga líka allir jafnan möguleika á því að komast í landsliðið. Í mínum huga skiptir það ekki máli með hvaða liði menn spila, heldur að þeir geti eitthvað í fótbolta." Eigum alltaf möguleika Eins og allir íþróttamenn vill Ólafur aldrei tapa kappleik. Hann segir að menn verði þó að líta á málin raunsæum augum. „Ég get lofað því að íslenska liðið á eftir að tapa leik undir minni stjórn. Það er pottþétt. Í dag er íslenskur fótbolti ekkert sérstaklega hátt skrifaður. En auðvitað felast alltaf möguleikar í okkar liði og við eigum möguleika í hverjum einasta leik." Undanfarnar vikur hefur verið mikil umræða um agavandamál í íslenska liðinu. Vísir greindi einnig frá því að Eyjólfur Sverrisson, fyrrum landsliðsþjálfari, hafi beðið Eið Smára Guðjohnsen að afsala sér stöðu fyrirliða. Ólafur var spurður hvort hann muni hafa Eið Smára áfram fyrirliða landsliðsins. „Ég hef ekki tekið neina ákvörðun um það," sagði hann, stutt og skorinort. En þarf að taka til í íslenska landsliðinu? „Ég get ekkert sagt til um það núna enda þekki ég þau mál ekki nógu vel. Ég mun beita mínum aðferðum í þessu starfi og það sem hefur gengið á undan mér kemur mér ekki við. Ég átti að vísu gott samtal við Eyjólf og mun aftur spjalla við hann. Hann gæti upplýst um einhver atriði við mig. En það er alveg ljóst að allir íþróttamenn lúta aga og þannig verður það áfram. Hvernig sá agi er verður bara að koma í ljós." Ekki gamall draumur Ólafur þjálfaði FH undanfarin þrjú ár og skilaði í Kaplakrika þremur Íslandsmeistaratitlum og nú síðast bikarmeistaratitli. Eftir tímabilið ákvað hann að hætta. „Það var ekki til í dæminu þegar ég hætti hjá FH að ég tæki við þessu starfi. Ég átti góðan tíma hjá FH en vildi hætta. Þegar það gerðist fóru allir hnútar úr maganum og mér leið mjög vel. En þeir eru allir að koma aftur nú þannig að þetta er allt að verða eðlilegt aftur." Stór hluti af starfi landsliðsþjálfara er að fylgjast með leikmönnum, bæði hér heima og erlendis. „Ég mun fylgjast með eins mörgum og ég get. En ætli ég horfi nú ekki á leiki öðrum augum. Verð kannski aðeins afslappaðri og ekki að velta fyrir mér hver staðan er." Nýta alla leikdaga Ólafur segir að bæði hann og KSÍ muni leggja ríka áherslu að nýta hvern einasta leikdag og reyna þá að skipuleggja sem flesta æfingaleiki. „Það er ekki hægt að kalla saman hópinn án þess að spila og verður því að reyna að nýta alla leikdaga. Það munum við gera." Hann segir að með þessu sé þó ekki gamall draumur að rætast. „Ég hef aldrei leitt hugann að því hvort ég vildi taka að mér þetta starf. Ég hef starfað sem þjálfari í mörg ár og alltaf einbeitt mér að því verkefni sem ég hef verið að sinna hverju sinni." Ólíkt því sem gerist með félagslið hafa allir landsmenn skoðun á landsliðinu í fótbolta. Ólafur er vel meðvitaður um þá staðreynd. „Það er í raun eina breytingin fyrir mig. Síðustu þrír landsliðsþjálfara hafa allir verið afhausaðir af frétta- og sjónvarpsmönnum. Þegar ég bar þetta undir konuna mína spurði hún hvort ég ætlaði að koma mér í þá stöðu að ég þyrði ekki að fara úr húsi eftir tvö ár. Ég vona að það komi þó ekki til þess. En þó það séu svo mikill fjöldi manns sem hafi skoðun á liðinu þá er það ég sem ræð. Það er alveg klárt."
Íslenski boltinn Mest lesið Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Fótbolti Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íslenski boltinn Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Enski boltinn Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Breiðablik í Póllandi Sport Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Fótbolti Frá Skagafirði á Akranes Körfubolti Fleiri fréttir Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjá meira