Ástin á götunni Skagamenn komnir yfir Það tók Skagamenn aðeins um 6 mínútur að ná forystunni gegn Fylki í sjónvarpsleiknum á Sýn, en þar var að verki Guðjón Heiðar Sveinsson sem skoraði eftir snarpa sókn gestanna. Hægt er að fylgjast með gangi mála í leiknum á Boltavaktinni hér á Vísi. Sport 20.8.2006 17:10 Leikur Fylkis og ÍA að hefjast í beinni á Sýn Fyrsti leikurinn af fimm í Landsbankadeild karla í knattspyrnu er nú að hefjast, en það er viðureign Fylkis og ÍA í Árbænum. Skagamenn þurfa nauðsynlega á sigri að halda í dag, enda liðið í bullandi fallbaráttu. Leikurinn er sýndur beint á sjónvarpsstöðinni Sýn. Sport 20.8.2006 17:00 Tap fyrir Tékkum og HM-draumurinn úti Íslenska kvennalandsliðið tapaði 4-2 fyrir Tékkum á Laugardalsvelli í dag í undankeppni HM í knattspyrnu og því ljóst að liðið kemst ekki á HM. Tékkar komust yfir strax í upphafi leiks, en eftir að íslenska liðið náði að komast yfir 2-1, hrundi leikur þess í síðari hálfleik. Sport 19.8.2006 17:59 Jafnt í hálfleik á Laugardalsvelli Nú er kominn hálfleikur í leik Íslendinga og Tékka í undankeppni HM í knattspyrnu og er staðan jöfn 2-2. Ásthildur Helgadóttir og Margrét Lára Viðarsdóttir skoruðu mörk íslenska liðsins. Sport 19.8.2006 16:59 Fram í Landsbankadeild Fram tryggði sér í kvöld sæti í efstu deild karla í knattspyrnu á næstu leiktíð þegar liðið lagði Þrótt að velli 1-0 á Valbjarnarvelli. Það var Chris Vorenkamp sem skoraði sigurmark Fram um miðbik síðari hálfleiksins. Tap Þróttar gæti átt eftir að reynast liðinu afar dýrt, því liðið er nú fimm stigum á eftir HK sem er í öðru sæti deildarinnar. Sport 18.8.2006 21:02 Fyrsti sigur FH í sumar FH-stúlkur unnu í gærkvöld sinn fyrsta sigur í Landsbankadeild kvenna þegar þær lögðu lið Þórs/KA á heimavelli sínum í Kaplakrika 3-2. Sigurinn dugði FH þó ekki til að komast upp úr botnsæti deildarinnar, en liðið situr á botninum ásamt norðanliðinu með 3 stig, en hefur lakari markatölu. Sport 16.8.2006 22:14 Markalaust í Austurríki U-21 árs landslið Íslands gerði markalaust jafntefli við Austurríki á útivelli í dag í leik liðanna í forkeppni EM. Íslenska liðið leikur í riðli með Austurríkismönnum og Ítölum, en hvert lið spilar aðeins tvo leiki í riðlinum og sigurvegari hans kemst í umspil um sæti í úrslitakeppninni. Íslenska liðið mætir því Ítalska hér heima 1. september. Sport 16.8.2006 17:11 Ísland upp um eitt sæti Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu færist upp um eitt sæti á nýjum styrkleikalista FIFA sem birtur var í dag. Íslenska liðið var í 107. sæti fyrir leikinn við Spánverja í gær, en er nú í því 106. Þess má til gamans geta að spænska liðið er í sjöunda sæti listans eftir sem áður, en Brasilíumenn verma toppsætið á listanum. Ítalir eru í öðru sæti listans og Argentínumenn í því þriðja. Sport 16.8.2006 13:31 Fimm leikmenn í bann Aganefnd KSÍ kom saman í gær og úrskurðaði fimm leikmenn úr Landsbankadeild karla í leikbann. Guðmundur Sævarsson úr FH fékk tveggja leikja bann fyrir brottvísun sína í leik FH og Fylkis. Eyjamennirnir Páll Hjarðar og Paul Garner fengu eins leiks bann, líkt og Óðinn Árnason úr Grindavík og Jón Guðbrandsson úr Víkingi. Sport 16.8.2006 13:21 Markalaust jafntefli við Spánverja Íslendingar og Spánverjar skildu jafnir 0-0 í æfingaleik í knattspyrnu á Laugardalsvelli í kvöld. Íslenska liðið varðist sóknarlotum hærra skrifaðra andstæðinga sinna með ágætum og hefði með smá heppni geta skorað mark. Sport 15.8.2006 21:50 Markalaust í hálfleik á Laugardalsvelli Nú hefur verið flautað til hálfleiks í vináttuleik Íslendinga og Spánverja í knattspyrnu sem fram fer á Laugardalsvelli, en enn hefur ekkert mark verið skorað í leiknum. Spánverjar tefla fram sókndjörfu liði í dag, en íslenska liðinu hefur tekist með ágætum að halda aftur af þeim það sem af er. Sport 15.8.2006 20:49 Jóhannes Karl nálægt því að skora Leikur Íslendinga og Spánverja er nú hafinn og það er Jóhannes Karl Guðjónsson sem hefur átt besta færi leiksins til þessa. Jóhannes reyndi ótrúlegt skot af um 60 metra færi sem Jose Reina náði naumlega að slá yfir spænska markið og þurfti að skipta um markmannshanska eftir tilþrifin. Þetta gerðist á 13. mínútu leiksins og skömmu síðar átti Luis Garcia gott færi við íslenska markið en Árni Gautur sá við honum. Sport 15.8.2006 20:16 Byrjunarlið Íslands klárt Eyjólfur Sverrisson landsliðsþjálfari hefur valið byrjunarlið sitt fyrir leikinn gegn Spánverjum á Laugardalsvelli í kvöld. Íslenska liðið spilar leikkerfið 4-4-2 og verða þeir Heiðar Helguson og Gunnar Heiðar Þorvaldsson í fremstu víglínu. Sport 15.8.2006 18:13 Marca tilkynnti líkleg byrjunarlið í gær Blaðamaður spænska íþróttablaðsins Marca gaf upp líkleg byrjunarlið Íslands og Spánar í gær. Samkvæmt því tefla Spánverjar fram gríðarlega sterku liði með þrjá sterka framherja í fremstu víglínu, þá David Villa, Fernando Torres og Raúl. Marca er hins vegar ekki betur upplýst en svo, að Brynjar Björn Gunnarsson er í vörn Íslendinga. Samkvæmt heimildum Vísis er Eyjólfur Sverrisson ekki tilbúinn með lið sitt fyrr enn um kaffileytið. Liðin sem Marca setur upp eru. Sport 15.8.2006 11:24 Nýtt og betra gras.is Fótboltavefurinn Gras.is hefur opnað nýjan vef eftir miklar breytingar. Vefurinn hefur verið endurbættur frá grunni og nýjungum bætt við. Sem dæmi eru boltavaktin og draumadeildin komin á gras.is í samstarfi við Vísi. Sport 15.8.2006 09:38 Eiður Smári ekki með gegn Spánverjum Landsliðsfyrirliðanum Eiði Smára Guðjohnsen hefur verið gefið frí í vináttuleiknum gegn Spánverjum annað kvöld, en þessi ákvörðun var tekin í samráði við lækna og þjálfara landsliðsins. Eiður Smári er nú á fullu með liði sínu Barcelona sem leggur lokahönd á undirbúining sinn fyrir komandi leiktíð. Sport 14.8.2006 12:56 Átta leikir í 10 marka mun eða meira Mikið hefur verið rætt að undanförnu um þá stöðu sem upp er komin í kvennafótboltanum hér á Íslandi. Nokkurrar óánægju gætir meðal stuðningsmanna, áhugamanna og jafnvel þjálfara liða í deildinni með mótafyrirkomulag Íslandsmótsins vegna þeirrar þróunar sem íþróttin hefur tekið. Sport 3.8.2006 21:57 FH úr leik í meistaradeildinni FH tapaði í kvöld 2-0 fyrir Pólska liðinu Legia Varsjá og samanlagt 3-0 í tveimur viðureignum. Pólverjarnir léku mun betur og sigur þeirra var aldrei í hættu. Sport 2.8.2006 21:06 Hættur sem framkvæmdarstjóri og þjálfari annars flokks Sigurður Helgason er hættur sem framkvæmdarstjóri KR sport en hann hefur gegnt því starfi síðan árið 2001. Hann hættir jafnframt sem þjálfari annars flokks KR. Að sögn Jónasar Kristinssonar, formans KR sports, óskaði Sigurður eftir því að vera leystur frá störfum og stjórnin varð við þeirri ósk. Þetta hafi verið gert í sátt beggja aðila. Sport 1.8.2006 18:07 Þróttur leikur gegn KR 1. deildarlið Þróttar tekur á móti KR og Víkingar mæta Keflavík í undanúrslitum VISA-bikars karla í knattspyrnu en dregið var í undanúrslit VISA-bikars karla og kvenna á Hótel Loftleiðum í hádeginu. Í VISA-bikar kvenna mætast Breiðablik og Fjölnir og Valur og Stjarnan. Sport 1.8.2006 12:51 Valur og KR sigruðu Valsmenn rúlluðu yfir Eyjamenn 5-0 á laugardalsvellinum í kvöld. Garðar Jóhannsson skoraði þrennu og Matthías Guðmundsson skoraði tvö mörk. KR lagði Fylki að velli 2-1 í Árbænum þar sem Björgólfur Takefusa skorað bæði mörk KR-inga en Albert Ingason minkaði muninn undir leikslok fyrir Fylkir. Sport 31.7.2006 21:23 Bologna fylgist með Veigari Páli Veigar Páll er markahæstur í norsku deildinni og þakkar það ekki síst breyttu mataræði. Mörg erlend lið eru sögð vera að fylgjast með framgangi Veigars Páls, meðal annars Tottenham, Charlton og Bologna. Sport 31.7.2006 21:08 Framkvæmdir á áætlum Framkvæmdir á laugardalsvelli eru á áætlun og selt verður í 10.000 sæti fyrir vináttuleikinn við Spánverja, Þriðjudaginn 15. ágúst. Þakið er þó ekki tilbúið og aðstaða veitinga og fjölmiðla verður ekki klárt fyrr enn um áramót. Sport 31.7.2006 20:51 Skipt um dómara í miðjum leik Jóhannes Valgeirsson gat ekki haldið áfram dómgæslu í leiknum vegna þeirra meiðsla sem hann varð fyrir í Grindavík fyrir skömmu. Garðar Örn Hinriksson hefur tekið við flautunni en hann dæmdi leik ÍA og FH í gær. Staðan í leiknum er 1-0 fyrir KR, Björgólfur Takefusa skoraði úr vítaspyrnu á 51. mínútu. Sport 31.7.2006 20:22 Dennis Siim aftur til FH Íslandsmeistarar FH í knattspyrnu hafa á ný fengið til sín danska miðjumanninn Dennis Siim. Hann á að fylla í skarð Davíðs Þórs Viðarssonar sem leikur ekki meira með liðinu á árinu vegna meiðsla. Sport 29.7.2006 20:28 Indriði Sigurðsson til liðs við KR Indriði Sigurðsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, er genginn til liðs við KR eftir því sem krreykjavik.is greinir frá. Indriði sem leikið hefur með belgíska liðinu Genk er laus allra mála gerði opinn áhugamannasamning við KR og er því heimilt að fara frá félaginu, bjóðist honum atvinnumannasamingur erlendis. KR vonast til að Indriði verði gjaldgengur á mánudag þegar KR mætir Fylki í 12. umferð Landsbankadeildarinnar. Sport 29.7.2006 16:42 Breiðablik lagði Víking Einn leikur fór fram í Landsbankadeild karla í knattspyrnu í kvöld. Breiðablik vann góðan sigur á Víkingi í Kópavogi 1-0. Það var markahrókurinn Marel Baldvinsson sem skoraði sigurmarkið strax á 8. mínútu leiksins. Blikar, sem hafa verið í fallbaráttu framan af sumri, erum með sigrinum skyndilega komnir í þriðja sæti deildarinnar með 17 stig eftir 12 leiki. Víkingur er í sjötta sætinu með 15 stig. Sport 27.7.2006 21:17 Valur úr leik Valur er úr leik í forkeppni Evrópukeppni félagsliða eftir að liðið gerði markalaust jafntefli á heimavelli við danska liðið Bröndby í kvöld. Danska liðið vann fyrri leikinn 3-1 og er því komið áfram í keppninni. Sport 27.7.2006 20:48 Skagamenn úr leik þrátt fyrir sigur Skagamenn eru úr leik í forkeppni Evrópukeppni félagsliða í knattspyrnu þrátt fyrir 2-1 sigur á danska liðinu Randers á heimavelli sínum á Skipaskaga í kvöld. Hjörtur Hjartarson kom ÍA yfir í fyrri hálfleik, en Danirnir jöfnuðu skömmu síðar. Það var svo Bjarni Guðjónsson sem tryggði ÍA sigurinn með marki úr víti þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Sport 27.7.2006 19:51 Jafnt í hálfleik hjá Val og Bröndby Ekkert mark hefur litið dagsins ljós í leik Vals og Bröndby í forkeppni Evrópukeppni félagsliða þegar flautað hefur verið til leikhlés. Valsmenn hafa verið sterkari aðilinn á vellinum en hafa þó ekki skapað sér mörg marktækifæri. Danska liðið vann fyrri leikinn 3-1 og því er erfitt verkefni framundan hjá Hlíðarendapiltum. Sport 27.7.2006 19:34 « ‹ 274 275 276 277 278 279 280 281 282 … 334 ›
Skagamenn komnir yfir Það tók Skagamenn aðeins um 6 mínútur að ná forystunni gegn Fylki í sjónvarpsleiknum á Sýn, en þar var að verki Guðjón Heiðar Sveinsson sem skoraði eftir snarpa sókn gestanna. Hægt er að fylgjast með gangi mála í leiknum á Boltavaktinni hér á Vísi. Sport 20.8.2006 17:10
Leikur Fylkis og ÍA að hefjast í beinni á Sýn Fyrsti leikurinn af fimm í Landsbankadeild karla í knattspyrnu er nú að hefjast, en það er viðureign Fylkis og ÍA í Árbænum. Skagamenn þurfa nauðsynlega á sigri að halda í dag, enda liðið í bullandi fallbaráttu. Leikurinn er sýndur beint á sjónvarpsstöðinni Sýn. Sport 20.8.2006 17:00
Tap fyrir Tékkum og HM-draumurinn úti Íslenska kvennalandsliðið tapaði 4-2 fyrir Tékkum á Laugardalsvelli í dag í undankeppni HM í knattspyrnu og því ljóst að liðið kemst ekki á HM. Tékkar komust yfir strax í upphafi leiks, en eftir að íslenska liðið náði að komast yfir 2-1, hrundi leikur þess í síðari hálfleik. Sport 19.8.2006 17:59
Jafnt í hálfleik á Laugardalsvelli Nú er kominn hálfleikur í leik Íslendinga og Tékka í undankeppni HM í knattspyrnu og er staðan jöfn 2-2. Ásthildur Helgadóttir og Margrét Lára Viðarsdóttir skoruðu mörk íslenska liðsins. Sport 19.8.2006 16:59
Fram í Landsbankadeild Fram tryggði sér í kvöld sæti í efstu deild karla í knattspyrnu á næstu leiktíð þegar liðið lagði Þrótt að velli 1-0 á Valbjarnarvelli. Það var Chris Vorenkamp sem skoraði sigurmark Fram um miðbik síðari hálfleiksins. Tap Þróttar gæti átt eftir að reynast liðinu afar dýrt, því liðið er nú fimm stigum á eftir HK sem er í öðru sæti deildarinnar. Sport 18.8.2006 21:02
Fyrsti sigur FH í sumar FH-stúlkur unnu í gærkvöld sinn fyrsta sigur í Landsbankadeild kvenna þegar þær lögðu lið Þórs/KA á heimavelli sínum í Kaplakrika 3-2. Sigurinn dugði FH þó ekki til að komast upp úr botnsæti deildarinnar, en liðið situr á botninum ásamt norðanliðinu með 3 stig, en hefur lakari markatölu. Sport 16.8.2006 22:14
Markalaust í Austurríki U-21 árs landslið Íslands gerði markalaust jafntefli við Austurríki á útivelli í dag í leik liðanna í forkeppni EM. Íslenska liðið leikur í riðli með Austurríkismönnum og Ítölum, en hvert lið spilar aðeins tvo leiki í riðlinum og sigurvegari hans kemst í umspil um sæti í úrslitakeppninni. Íslenska liðið mætir því Ítalska hér heima 1. september. Sport 16.8.2006 17:11
Ísland upp um eitt sæti Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu færist upp um eitt sæti á nýjum styrkleikalista FIFA sem birtur var í dag. Íslenska liðið var í 107. sæti fyrir leikinn við Spánverja í gær, en er nú í því 106. Þess má til gamans geta að spænska liðið er í sjöunda sæti listans eftir sem áður, en Brasilíumenn verma toppsætið á listanum. Ítalir eru í öðru sæti listans og Argentínumenn í því þriðja. Sport 16.8.2006 13:31
Fimm leikmenn í bann Aganefnd KSÍ kom saman í gær og úrskurðaði fimm leikmenn úr Landsbankadeild karla í leikbann. Guðmundur Sævarsson úr FH fékk tveggja leikja bann fyrir brottvísun sína í leik FH og Fylkis. Eyjamennirnir Páll Hjarðar og Paul Garner fengu eins leiks bann, líkt og Óðinn Árnason úr Grindavík og Jón Guðbrandsson úr Víkingi. Sport 16.8.2006 13:21
Markalaust jafntefli við Spánverja Íslendingar og Spánverjar skildu jafnir 0-0 í æfingaleik í knattspyrnu á Laugardalsvelli í kvöld. Íslenska liðið varðist sóknarlotum hærra skrifaðra andstæðinga sinna með ágætum og hefði með smá heppni geta skorað mark. Sport 15.8.2006 21:50
Markalaust í hálfleik á Laugardalsvelli Nú hefur verið flautað til hálfleiks í vináttuleik Íslendinga og Spánverja í knattspyrnu sem fram fer á Laugardalsvelli, en enn hefur ekkert mark verið skorað í leiknum. Spánverjar tefla fram sókndjörfu liði í dag, en íslenska liðinu hefur tekist með ágætum að halda aftur af þeim það sem af er. Sport 15.8.2006 20:49
Jóhannes Karl nálægt því að skora Leikur Íslendinga og Spánverja er nú hafinn og það er Jóhannes Karl Guðjónsson sem hefur átt besta færi leiksins til þessa. Jóhannes reyndi ótrúlegt skot af um 60 metra færi sem Jose Reina náði naumlega að slá yfir spænska markið og þurfti að skipta um markmannshanska eftir tilþrifin. Þetta gerðist á 13. mínútu leiksins og skömmu síðar átti Luis Garcia gott færi við íslenska markið en Árni Gautur sá við honum. Sport 15.8.2006 20:16
Byrjunarlið Íslands klárt Eyjólfur Sverrisson landsliðsþjálfari hefur valið byrjunarlið sitt fyrir leikinn gegn Spánverjum á Laugardalsvelli í kvöld. Íslenska liðið spilar leikkerfið 4-4-2 og verða þeir Heiðar Helguson og Gunnar Heiðar Þorvaldsson í fremstu víglínu. Sport 15.8.2006 18:13
Marca tilkynnti líkleg byrjunarlið í gær Blaðamaður spænska íþróttablaðsins Marca gaf upp líkleg byrjunarlið Íslands og Spánar í gær. Samkvæmt því tefla Spánverjar fram gríðarlega sterku liði með þrjá sterka framherja í fremstu víglínu, þá David Villa, Fernando Torres og Raúl. Marca er hins vegar ekki betur upplýst en svo, að Brynjar Björn Gunnarsson er í vörn Íslendinga. Samkvæmt heimildum Vísis er Eyjólfur Sverrisson ekki tilbúinn með lið sitt fyrr enn um kaffileytið. Liðin sem Marca setur upp eru. Sport 15.8.2006 11:24
Nýtt og betra gras.is Fótboltavefurinn Gras.is hefur opnað nýjan vef eftir miklar breytingar. Vefurinn hefur verið endurbættur frá grunni og nýjungum bætt við. Sem dæmi eru boltavaktin og draumadeildin komin á gras.is í samstarfi við Vísi. Sport 15.8.2006 09:38
Eiður Smári ekki með gegn Spánverjum Landsliðsfyrirliðanum Eiði Smára Guðjohnsen hefur verið gefið frí í vináttuleiknum gegn Spánverjum annað kvöld, en þessi ákvörðun var tekin í samráði við lækna og þjálfara landsliðsins. Eiður Smári er nú á fullu með liði sínu Barcelona sem leggur lokahönd á undirbúining sinn fyrir komandi leiktíð. Sport 14.8.2006 12:56
Átta leikir í 10 marka mun eða meira Mikið hefur verið rætt að undanförnu um þá stöðu sem upp er komin í kvennafótboltanum hér á Íslandi. Nokkurrar óánægju gætir meðal stuðningsmanna, áhugamanna og jafnvel þjálfara liða í deildinni með mótafyrirkomulag Íslandsmótsins vegna þeirrar þróunar sem íþróttin hefur tekið. Sport 3.8.2006 21:57
FH úr leik í meistaradeildinni FH tapaði í kvöld 2-0 fyrir Pólska liðinu Legia Varsjá og samanlagt 3-0 í tveimur viðureignum. Pólverjarnir léku mun betur og sigur þeirra var aldrei í hættu. Sport 2.8.2006 21:06
Hættur sem framkvæmdarstjóri og þjálfari annars flokks Sigurður Helgason er hættur sem framkvæmdarstjóri KR sport en hann hefur gegnt því starfi síðan árið 2001. Hann hættir jafnframt sem þjálfari annars flokks KR. Að sögn Jónasar Kristinssonar, formans KR sports, óskaði Sigurður eftir því að vera leystur frá störfum og stjórnin varð við þeirri ósk. Þetta hafi verið gert í sátt beggja aðila. Sport 1.8.2006 18:07
Þróttur leikur gegn KR 1. deildarlið Þróttar tekur á móti KR og Víkingar mæta Keflavík í undanúrslitum VISA-bikars karla í knattspyrnu en dregið var í undanúrslit VISA-bikars karla og kvenna á Hótel Loftleiðum í hádeginu. Í VISA-bikar kvenna mætast Breiðablik og Fjölnir og Valur og Stjarnan. Sport 1.8.2006 12:51
Valur og KR sigruðu Valsmenn rúlluðu yfir Eyjamenn 5-0 á laugardalsvellinum í kvöld. Garðar Jóhannsson skoraði þrennu og Matthías Guðmundsson skoraði tvö mörk. KR lagði Fylki að velli 2-1 í Árbænum þar sem Björgólfur Takefusa skorað bæði mörk KR-inga en Albert Ingason minkaði muninn undir leikslok fyrir Fylkir. Sport 31.7.2006 21:23
Bologna fylgist með Veigari Páli Veigar Páll er markahæstur í norsku deildinni og þakkar það ekki síst breyttu mataræði. Mörg erlend lið eru sögð vera að fylgjast með framgangi Veigars Páls, meðal annars Tottenham, Charlton og Bologna. Sport 31.7.2006 21:08
Framkvæmdir á áætlum Framkvæmdir á laugardalsvelli eru á áætlun og selt verður í 10.000 sæti fyrir vináttuleikinn við Spánverja, Þriðjudaginn 15. ágúst. Þakið er þó ekki tilbúið og aðstaða veitinga og fjölmiðla verður ekki klárt fyrr enn um áramót. Sport 31.7.2006 20:51
Skipt um dómara í miðjum leik Jóhannes Valgeirsson gat ekki haldið áfram dómgæslu í leiknum vegna þeirra meiðsla sem hann varð fyrir í Grindavík fyrir skömmu. Garðar Örn Hinriksson hefur tekið við flautunni en hann dæmdi leik ÍA og FH í gær. Staðan í leiknum er 1-0 fyrir KR, Björgólfur Takefusa skoraði úr vítaspyrnu á 51. mínútu. Sport 31.7.2006 20:22
Dennis Siim aftur til FH Íslandsmeistarar FH í knattspyrnu hafa á ný fengið til sín danska miðjumanninn Dennis Siim. Hann á að fylla í skarð Davíðs Þórs Viðarssonar sem leikur ekki meira með liðinu á árinu vegna meiðsla. Sport 29.7.2006 20:28
Indriði Sigurðsson til liðs við KR Indriði Sigurðsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, er genginn til liðs við KR eftir því sem krreykjavik.is greinir frá. Indriði sem leikið hefur með belgíska liðinu Genk er laus allra mála gerði opinn áhugamannasamning við KR og er því heimilt að fara frá félaginu, bjóðist honum atvinnumannasamingur erlendis. KR vonast til að Indriði verði gjaldgengur á mánudag þegar KR mætir Fylki í 12. umferð Landsbankadeildarinnar. Sport 29.7.2006 16:42
Breiðablik lagði Víking Einn leikur fór fram í Landsbankadeild karla í knattspyrnu í kvöld. Breiðablik vann góðan sigur á Víkingi í Kópavogi 1-0. Það var markahrókurinn Marel Baldvinsson sem skoraði sigurmarkið strax á 8. mínútu leiksins. Blikar, sem hafa verið í fallbaráttu framan af sumri, erum með sigrinum skyndilega komnir í þriðja sæti deildarinnar með 17 stig eftir 12 leiki. Víkingur er í sjötta sætinu með 15 stig. Sport 27.7.2006 21:17
Valur úr leik Valur er úr leik í forkeppni Evrópukeppni félagsliða eftir að liðið gerði markalaust jafntefli á heimavelli við danska liðið Bröndby í kvöld. Danska liðið vann fyrri leikinn 3-1 og er því komið áfram í keppninni. Sport 27.7.2006 20:48
Skagamenn úr leik þrátt fyrir sigur Skagamenn eru úr leik í forkeppni Evrópukeppni félagsliða í knattspyrnu þrátt fyrir 2-1 sigur á danska liðinu Randers á heimavelli sínum á Skipaskaga í kvöld. Hjörtur Hjartarson kom ÍA yfir í fyrri hálfleik, en Danirnir jöfnuðu skömmu síðar. Það var svo Bjarni Guðjónsson sem tryggði ÍA sigurinn með marki úr víti þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Sport 27.7.2006 19:51
Jafnt í hálfleik hjá Val og Bröndby Ekkert mark hefur litið dagsins ljós í leik Vals og Bröndby í forkeppni Evrópukeppni félagsliða þegar flautað hefur verið til leikhlés. Valsmenn hafa verið sterkari aðilinn á vellinum en hafa þó ekki skapað sér mörg marktækifæri. Danska liðið vann fyrri leikinn 3-1 og því er erfitt verkefni framundan hjá Hlíðarendapiltum. Sport 27.7.2006 19:34