Ástin á götunni

Fréttamynd

Ummæli Guðjóns kærð til aga - og úrskurðanefndar KSÍ

Þórir Hákonarson framkvæmdastjóri KSÍ sendi inn kæru s.l. þriðjudag til aga – og úrskurðanefndar KSÍ vegna ummæla Guðjóns Þórðarsonar þjálfara BÍ/Bolungarvíkur í sjónvarpsfréttum Stöðvar 2. Guðjón sagði eftir leik BÍ/Bolungarvíkur gegn Þrótti í 1. deildinni að hann vissi ekki hvort dómurum líkaði litarhátturinn á framherja liðsins.

Fótbolti
Fréttamynd

Finnur: Sterkt að halda hreinu

Finnur Ólafsson, leikmaður ÍBV, segir að það hafi verið fyrir öllu ná sigri gegn St. Patrick's í forkeppni Evrópudeildar UEFA í dag og að það hafi ekki skemmt fyrir að ÍBV hélt einnig hreinu.

Fótbolti
Fréttamynd

Utan vallar: Flotið sofandi að feigðarósi

Miðvikudagurinn 29. júní 2011 er svartur dagur í íslenskri knattspyrnusögu. Þá hrundi íslenska karlalandsliðið niður í 122. sætið á styrkleikalista alþjóða knattspyrnusambandsins. Versti árangur Íslands á listanum fram að þessum degi var 117. sæti. Ekki er hægt að segja að listinn sé marklaus. Hann tekur mið af árangri landsliðanna og árangur Íslands síðustu ár er nákvæmlega enginn.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Niðurlægjandi að þurfa að spila leikinn í bænum

"Þetta er stór stund fyrir okkur hjá ÍBV en það er ekki hægt að neita því að það er niðurlægjandi að þurfa að koma í bæinn til þess að spila Evrópuleik,“ sagði Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV, en hans lið tekur á móti írska liðinu Saint Patrick's í Evrópudeildinni í kvöld. Leikurinn fer fram á heimavelli Vals, Vodafone-vellinum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Geir: Færeyingar ekki betri en við í fótbolta

Geir Þorsteinsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, segir það dapurt hversu neðarlega íslenska landsliðsins er fallið á styrkleikalista Alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA. Ísland hefur aldrei verið neðar á listanum en liðið situr nú í 122. sæti hans.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

KR lagði FH öðru sinni - myndir

KR virðist vera komið með tak á FH eftir áralanga yfirburði Hafnfirðinga og Vesturbæingar unnu sinn annan sigur á FH í sumar í gær.

Sport
Fréttamynd

Rúnar: Samkeppni heldur mönnum á tánum

"Þetta var virkilega ánægjulegt í kvöld, en maður verður að vinna alla leikina í þessari keppni til að eiga möguleika á að lyfta dollunni,“ sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, eftir sigurinn í kvöld.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Páll: Alltaf gaman að vinna úrvalsdeildarlið

"Við lögðum upp með að vera þéttir til baka og reyna samt að skora snemma," sagði Páll Einarsson, þjálfari Þróttar, eftir sigurinn í kvöld. Þróttur vann frábæran sigur, 3-1, gegn Fram í 16-liða úrslitum Valitor-bikar karla í knattspyrnu.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Sveinbjörn: Ætlum okkur alla leið

"Við erum komnir í 8-liða úrslit og þetta gerist vart betra,“ sagði markaskorarinn, Sveinbjörn Jónasson, eftir sigurinn í kvöld. Þróttur slóg Fram útúr Valitor-bikarnum eftir að hafa unnið þá 3-1 á Valbjarnarvelli.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Tómas Ingi: Auðvitað er þetta sárt

Tómas Ingi Tómasson var í dag rekinn sem þjálfari 1. deildarliðs HK. Við starfi hans tekur Ragnar Gíslason sem hefur verið yfirþjálfari yngri flokka hjá HK. Kópavogsliðinu hefur ekki gengið vel undir stjórn Tómasar Inga og situr á botni 1. deildarinnar með aðeins eitt stig eftir sjö leiki.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Leikið í 16-liða úrslitum Valitorbikarsins í kvöld

Þrír leikir fara fram í kvöld í Valitor bikarkeppni karla í fótbolta í 16-liða úrslitum. Pepsideildaliðin Þór og Víkingur úr Reykjavík eigast við á Þórsvelli á Akureyri og hefst sá leikur kl. 18.30. Tveir leikir hefjast kl. 19.15. Haukar, sem leika í 1. deild, taka á móti Keflvíkingum sem eru í efstu deild. Fjölnir og Hamar leika í Grafarvogi en Fjölnir er í næst efstu deild en Hamar úr Hveragerði leikur í 2. deild. Bein netútvarpslýsing verður frá leik Hauka og Keflavíkur á Boltavarpinu á visir.is.

Íslenski boltinn