Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Færeyjar 2-0 | Fyrsti sigur Lagerbäck í höfn Óskar Ófeigur Jónsson á Laugardalsvelli skrifar 15. ágúst 2012 14:37 Mynd/Anton Íslenska landsliðið í fótbolta vann sinn fyrsta leik undir stjórn Lars Lagerbäck þegar liðið lagði Færeyinga að velli, 2-0, á Laugardalsvellinum í kvöld. Eftir töp í fjórum fyrstu leikjunum á útivelli móti sterkum þjóðum tókst íslensku strákunum að landa sigri í frumraun Svíans í Laugardalnum. Sigurinn var fyrir öllu því frammistaðan var ekki alltof sannfærandi sérstaklega í seinni hálfleiknum. Kolbeinn Sigþórsson skoraði bæði mörk íslenska liðsins og hefur þar með skorað átta mörk í fyrstu ellefu landsleikjunum sínum. Báðar afgreiðslur Kolbeins voru í heimsklassa. Íslenska liðið átti sína bestu spilakafla í síðari hluta fyrri hálfleiksins en tókst ekki að nýta sér nokkrar lofandi sóknir. Seinni hálfleikurinn var alls ekki nógu góður hjá íslensku strákunum en þeim tókst þó að innsigla sigurinn undir lokin.. Kolbeinn Sigþórsson þurfti ekki mikið pláss eða tíma til að skora fyrra markið á 30. mínútu leiksins. Jóhann Berg Guðmundsson átti þá fyrirgjöf frá vinstri sem fór af varnarmanni, upp í loftið og inn í teig. Kolbeinn snéri sér á punktinum og skaut boltanum viðstöðulaust í markið. Kolbeinn skoraði seinna markið á 90. mínútu eftir flottan undirbúning frá Grétari Rafni Steinssyni. Eiður Smári Guðjohnsen og Grétar Rafn komu báðir inn á sem varamenn í seinni hálfleik og léku síðustu tuttugu mínúturnar. Lagerbäck: Mikilvægast að ná að vinna leikinnLars Lagerbäck, landsliðsþjálfari Íslands, var sáttur með sigurinn á móti Færeyjum í Laugardalnum í kvöld og sérstaklega ánægður með mætinguna og stuðninginn á áhorfendapöllunum í hans fyrsta heimaleik. „Þú veist aldrei við hverju er að búast í leik en það mikilvægasta hjá okkar var að strákarnir voru með rétt viðhorf og við unnum leikinn. Við héldum líka hreinu og ég held að þeir hafi bara skapað sér eitt opið marktækifæri sem var mjög jákvætt," sagði Lars Lagerbäck á blaðamannafundi eftir leikinn. „Á vissum tímapunktum í leiknum þá spilaði liðið ekki eins vel og ég hafði vonast til. Ég er mjög ánægður með sigurinn sem og með að sjö þúsund manns komu á völlinn og sköpuðu flott andrúmsloft. Þetta var mjög skemmtilegur fyrsti leikur fyrir mig á Laugardalsvellinum og ég er mjög sáttur með sigurinn," sagði Lagerbäck Íslenska liðið hefur spilað betur í fyrri leikjum undir stjórn Lars Lagerbäck en nú kom fyrsti sigurinn loksins í hús. „Það er erfitt að bera þetta saman. Færeyska liðið var vel skipulagt og það gerði okkur erfitt fyrir. Ég get ekki sagt að ég sé vonsvikinn en það sem ég er ósáttastur með er að við töpuðum boltanum nokkrum sinnum á stöðum þar sem við megum ekki tapa honum. Það getur verið afar hættulegt en strákarnir gerðu vel í að bæta fyrir mistökin," sagði Lagerbäck. „Við skoruðum tvö mörk og sköpuðum okkur fleiri færi. Það hefði ekki verið ósanngjarnt ef að við hefðum skorað fleiri mörk í þessum leik. Þetta var ekki okkar besta frammistaða en vonandi kemur hún þegar við byrjum undankeppnina á móti Noregi," sagði Lagerbäck. „Kolbeinn er stundum út úr leiknum en hann er búinn að skora fjögur mörk í sex hálfleikjum og hann hefur frábæra hæfileika í vítateignum. Hann gerði frábærlega í fyrra markinu og seinna markið kom eftir góða fyrirgjöf. Hann er frábær," sagði Lagerbäck. Eiður Smári Guðjohnsen og Grétar Rafn Steinsson komu inn á sem varamenn og spiluðu síðustu tuttugu mínúturnar í leiknum. „Fólk er kannski að velta því fyrir sér af hverju ég lét þá spila. Þeir náðu báðir tveimur góðum æfingum og litu vel út. Ég vildi sjá hvernig þeir pössuðu inn í þetta fari svo að þeir finni sér lið fljótlega. Eiður Smári er frábær leikmaður og náði nokkrum flottum snertingum í þessum leik. Hann getur verið hluti af þessum liði en það er mikilvægt að hann finni sér félag," sagði Lagerbäck. „Grétar er kannski nær því að finna sér félag og hann leit mjög vel út á æfingunum og hann bjó til flott mark fyrir Kolbein í lokin," sagði Lagerbäck. Gylfi Þór Sigurðsson fann sig ekki nógu vel á tveggja manna miðjunni í kerfinu 4-4-2 og var alltof lítið í boltanum. „Það var svo lítið pláss þegar þeir voru með níu menn fyrir aftan boltann og færeyska liðið spilaði mjög vel varnarlega. Ég vildi skoða Gylfa í þessari stöðu en hann fann ekki svæði sem henta honum. Hann komst ekki í takt við leikinn og það er mikilvægt fyrir okkur að hann sé miklu meira inn í leiknum en hann var í kvöld," sagði Lagerbäck. Gylfi tók hvorki hornin né aukaspyrnurnar hjá íslenska liðinu í þessum leik og vakti það nokkra athygli. „Við vitum ekki hvort Gylfi geti spilað alla leiki. Við vildum prófa aðra í þessum föstu leikatriðum. Hann verður líklega inn í myndinni að taka þessar spyrnur á móti Noregi. Það eru samt fleiri sem geta tekið þessar spyrnur og það er gott að mótherjarnir viti ekki fyrir víst hvar Gylfi sér á vellinum því vonumst til að hann geti fengið skotfæri eftir föstu leikatriðin," sagði Lagerbäck. Eiður: Gott að sigra án þess að leika vel„Ég held við séum sáttir við sigurinn en það hefði hæglega getað verið meiri hraði í leiknum,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen eftir sigurinn á Færeyjum í kvöld. „Ég held að það sé alltaf hægt að gera betur en andstæðingurinn leyfði okkur ekki að halda háu tempói í leiknum heldur. Þeir voru þokkalega skipulagðir og gáfu ekki mikið af færum á sér en það er gott að hafa haldið hreinu og unnið leikinn. „Við ætluðum okkur að reyna að pressa aðeins hærra en við gerum og hefðum mátt gera það til að halda meiri hraða í leiknum en eins og ég segi var þetta ágætur sigur. Við höfum spilað ágætlega í síðustu leikjum og ekki náð að vinna þannig að það var kannski gott að spila ekki eins vel og ná sigrinum. „Það var fínt að vera inni á vellinum. Ég bjóst ekki við neinni flugeldasýningu en það var ágætt að koma inn á völlinn aftur og vonandi fara mín mál að skýrast og ég geti komið mér í almennilegt stand og vonandi taka þátt í skemmtilegri undankeppni með landsliðinu líka,“ sagði Eiður Smári sem vonast til að sín mál fari að skýrast þó hann hafi engar fréttir að færa að svo stöddu. Aron: Leyfðum þeim að stjórna hraðanum„Það er frábært að sigra leikinn. Við lögðum hann upp til að sigra og það tókst. Það var ákveðinn léttir þegar við skorum fyrsta markið en þeir voru erfiðir í kvöld, ég viðurkenni það. Við þurfum að skipuleggja okkur aðeins betur fyrir næsta leik. Það var erfitt að brjóta þá niður en við náðum því. Þegar annað markið kom í lokin þá lítur þetta aðeins betur út en þetta í rauninni var,“ sagði Aron Einar Gunnarsson fyrirliði íslenska liðsins. „Liðið á mikið inni. Við lékum ekki á okkar tempói því við leyfðum þeim í rauninni að stjórna hraðanum í leiknum sem má ekki gerast. Við þurfum að laga það fyrir næsta leik en við lítum á þetta jákvæðum augum og höldum áfram okkar uppgangi en sigur er sigur og við tökum það með okkur í fyrsta leikinn í undankeppninni og vonandi náum við árangri þar. Það er markmiðið en þetta var góð prófraun í kvöld. „Ég er mjög stoltur að bera fyrirliðabandið, það er mikill heiður að fá það svona ungur," sagði Aron Einar sem lék aðeins fyrri hálfleikinn þar sem hann á leik með Cardiff í ensku B-deildinni á föstudaginn. Kolbeinn: Er ekki kominn í topp form„Við erum ánægðir með sigurinn, það er jákvæði punkturinn í leiknum að við náðum loksins að sigra en eins og flestir sáu þá var þetta ekki nógu góður leikur hjá okkur og tempóið ekki nógu hátt. Við verðum að taka jákvæðu punktana úr leiknum og vinna í þeim neikvæðu, þá er ég nokkuð bartsýnn fyrir Noregs leikinn," sagði Kolbeinn Sigþórsson framherji Íslands sem skoraði bæði mörk liðsins. „Þeir voru þéttir fyrir og ég vissi að þeir gætu spilað ágætis fótbolta og haldið boltanum. Þeir voru hættulegir inn á milli og hefðu alveg eins getað skorað en við erum að vinna í leiknum okkar og ef við vinnum í því sem við gerðum vel á móti Svíum og Frökkum þá megum við vera bjartsýnir fyrir næsta leik. „Það er fínt fyrir mig að skora og fyrir framherja er alltaf gott að skora. Ég er kominn með átta mörk í ellefu leikjum og það er mjög fínt og ef maður gerir vel fyrir landsliðið þá er ég sáttur. „Ég hef fengið 90 mínútur í þremur leikjum í röð og ég finn mig betur með hverjum leiknum. Ég er ekki kominn í 100% form og ef ég spila nokkra leiki í röð í viðbót þá verð ég kominn í topp form. „Við áttum frekar erfitt með að leiða leikinn í dag en besti kaflinn okkar var síðustu 20 mínúturnar í fyrri hálfleik, þá náðum við að skapa færi og pressa á þá. Ef við náðu að halda því í 90 mínútur þá er ég mjög jákvæður fyrir undakeppninni. Við vildum halda boltanum betur og fá fleiri færi en fyrsti heimaleikurinn undir stjórn Lars og fyrsti sigurinn, við getum verið sáttir við það held ég,“ sagði Kolbeinn að lokum. Gylfi: Alveg sama hvar ég spila„Þetta var hægur leikur en það er alltaf gott að ná að sigra Færeyinga. Við héldum hreinu og það var fín stemning á leiknum. Það voru margir sem sungu allan leikinn og vonandi heldur það áfram,“ sagði Gylfi Sigurðsson en það vakti athygli að hann tók ekki horn- og aukaspyrnur Íslands í leiknum. „Þú verður að spyrja Lars út í það en það er undankeppni að byrja og það eru margir að fylgjast með þessum leikjum. Þetta var æfingaleikur. "Spilið var fínt í fyrri hálfleik en við duttum í lengri bolta í seinni hálfleik og maður komst ekki eins mikið inn í leikinn. Ég fékk einhver skotfæri fyrir utan en ekkert meira en það," sagði Gylfi sem lék á miðri miðjunni, aftar en hann hefur átt að venjast með sínum félagsliðum. „Mér er alveg sama hvar ég spila, þetta er allt önnur staða og ég er kannski meira í því að byggja upp spil og dreifa boltanum. Ef ég spila er ég sáttur. „Við höfum bætt okkur mjög mikið og ég held að varnarleikurinn sé að batna hjá okkur. Við héldum hreinu í fyrsta leiknum og þó þeir hafi fengið færi þá sköpuðu þeir sér ekki mikið af færum. Það er nokkuð mikið af batamerkjum hjá okkur og vonandi batnar leikur okkar enn frekar þegar mótið byrjar. „Ég var ekki með hugann við að tímabilið með Tottenham byrjar á laugardaginn en kannski hélt ég aðeins aftur að mér síðustu fimm mínúturnar. Við vorum að vinna 2-0 og vildum ekki tapa því niður,“ sagði Gylfi að lokum. Íslenski boltinn Mest lesið Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Enski boltinn Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Fótbolti Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Handbolti Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Enski boltinn Betur fór en horfði hjá Martin sem virtist illa meiddur Körfubolti Ótrúlegur endir sá til þess að meistararnir eru enn ósigraðir Sport Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Fleiri fréttir „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Sjá meira
Íslenska landsliðið í fótbolta vann sinn fyrsta leik undir stjórn Lars Lagerbäck þegar liðið lagði Færeyinga að velli, 2-0, á Laugardalsvellinum í kvöld. Eftir töp í fjórum fyrstu leikjunum á útivelli móti sterkum þjóðum tókst íslensku strákunum að landa sigri í frumraun Svíans í Laugardalnum. Sigurinn var fyrir öllu því frammistaðan var ekki alltof sannfærandi sérstaklega í seinni hálfleiknum. Kolbeinn Sigþórsson skoraði bæði mörk íslenska liðsins og hefur þar með skorað átta mörk í fyrstu ellefu landsleikjunum sínum. Báðar afgreiðslur Kolbeins voru í heimsklassa. Íslenska liðið átti sína bestu spilakafla í síðari hluta fyrri hálfleiksins en tókst ekki að nýta sér nokkrar lofandi sóknir. Seinni hálfleikurinn var alls ekki nógu góður hjá íslensku strákunum en þeim tókst þó að innsigla sigurinn undir lokin.. Kolbeinn Sigþórsson þurfti ekki mikið pláss eða tíma til að skora fyrra markið á 30. mínútu leiksins. Jóhann Berg Guðmundsson átti þá fyrirgjöf frá vinstri sem fór af varnarmanni, upp í loftið og inn í teig. Kolbeinn snéri sér á punktinum og skaut boltanum viðstöðulaust í markið. Kolbeinn skoraði seinna markið á 90. mínútu eftir flottan undirbúning frá Grétari Rafni Steinssyni. Eiður Smári Guðjohnsen og Grétar Rafn komu báðir inn á sem varamenn í seinni hálfleik og léku síðustu tuttugu mínúturnar. Lagerbäck: Mikilvægast að ná að vinna leikinnLars Lagerbäck, landsliðsþjálfari Íslands, var sáttur með sigurinn á móti Færeyjum í Laugardalnum í kvöld og sérstaklega ánægður með mætinguna og stuðninginn á áhorfendapöllunum í hans fyrsta heimaleik. „Þú veist aldrei við hverju er að búast í leik en það mikilvægasta hjá okkar var að strákarnir voru með rétt viðhorf og við unnum leikinn. Við héldum líka hreinu og ég held að þeir hafi bara skapað sér eitt opið marktækifæri sem var mjög jákvætt," sagði Lars Lagerbäck á blaðamannafundi eftir leikinn. „Á vissum tímapunktum í leiknum þá spilaði liðið ekki eins vel og ég hafði vonast til. Ég er mjög ánægður með sigurinn sem og með að sjö þúsund manns komu á völlinn og sköpuðu flott andrúmsloft. Þetta var mjög skemmtilegur fyrsti leikur fyrir mig á Laugardalsvellinum og ég er mjög sáttur með sigurinn," sagði Lagerbäck Íslenska liðið hefur spilað betur í fyrri leikjum undir stjórn Lars Lagerbäck en nú kom fyrsti sigurinn loksins í hús. „Það er erfitt að bera þetta saman. Færeyska liðið var vel skipulagt og það gerði okkur erfitt fyrir. Ég get ekki sagt að ég sé vonsvikinn en það sem ég er ósáttastur með er að við töpuðum boltanum nokkrum sinnum á stöðum þar sem við megum ekki tapa honum. Það getur verið afar hættulegt en strákarnir gerðu vel í að bæta fyrir mistökin," sagði Lagerbäck. „Við skoruðum tvö mörk og sköpuðum okkur fleiri færi. Það hefði ekki verið ósanngjarnt ef að við hefðum skorað fleiri mörk í þessum leik. Þetta var ekki okkar besta frammistaða en vonandi kemur hún þegar við byrjum undankeppnina á móti Noregi," sagði Lagerbäck. „Kolbeinn er stundum út úr leiknum en hann er búinn að skora fjögur mörk í sex hálfleikjum og hann hefur frábæra hæfileika í vítateignum. Hann gerði frábærlega í fyrra markinu og seinna markið kom eftir góða fyrirgjöf. Hann er frábær," sagði Lagerbäck. Eiður Smári Guðjohnsen og Grétar Rafn Steinsson komu inn á sem varamenn og spiluðu síðustu tuttugu mínúturnar í leiknum. „Fólk er kannski að velta því fyrir sér af hverju ég lét þá spila. Þeir náðu báðir tveimur góðum æfingum og litu vel út. Ég vildi sjá hvernig þeir pössuðu inn í þetta fari svo að þeir finni sér lið fljótlega. Eiður Smári er frábær leikmaður og náði nokkrum flottum snertingum í þessum leik. Hann getur verið hluti af þessum liði en það er mikilvægt að hann finni sér félag," sagði Lagerbäck. „Grétar er kannski nær því að finna sér félag og hann leit mjög vel út á æfingunum og hann bjó til flott mark fyrir Kolbein í lokin," sagði Lagerbäck. Gylfi Þór Sigurðsson fann sig ekki nógu vel á tveggja manna miðjunni í kerfinu 4-4-2 og var alltof lítið í boltanum. „Það var svo lítið pláss þegar þeir voru með níu menn fyrir aftan boltann og færeyska liðið spilaði mjög vel varnarlega. Ég vildi skoða Gylfa í þessari stöðu en hann fann ekki svæði sem henta honum. Hann komst ekki í takt við leikinn og það er mikilvægt fyrir okkur að hann sé miklu meira inn í leiknum en hann var í kvöld," sagði Lagerbäck. Gylfi tók hvorki hornin né aukaspyrnurnar hjá íslenska liðinu í þessum leik og vakti það nokkra athygli. „Við vitum ekki hvort Gylfi geti spilað alla leiki. Við vildum prófa aðra í þessum föstu leikatriðum. Hann verður líklega inn í myndinni að taka þessar spyrnur á móti Noregi. Það eru samt fleiri sem geta tekið þessar spyrnur og það er gott að mótherjarnir viti ekki fyrir víst hvar Gylfi sér á vellinum því vonumst til að hann geti fengið skotfæri eftir föstu leikatriðin," sagði Lagerbäck. Eiður: Gott að sigra án þess að leika vel„Ég held við séum sáttir við sigurinn en það hefði hæglega getað verið meiri hraði í leiknum,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen eftir sigurinn á Færeyjum í kvöld. „Ég held að það sé alltaf hægt að gera betur en andstæðingurinn leyfði okkur ekki að halda háu tempói í leiknum heldur. Þeir voru þokkalega skipulagðir og gáfu ekki mikið af færum á sér en það er gott að hafa haldið hreinu og unnið leikinn. „Við ætluðum okkur að reyna að pressa aðeins hærra en við gerum og hefðum mátt gera það til að halda meiri hraða í leiknum en eins og ég segi var þetta ágætur sigur. Við höfum spilað ágætlega í síðustu leikjum og ekki náð að vinna þannig að það var kannski gott að spila ekki eins vel og ná sigrinum. „Það var fínt að vera inni á vellinum. Ég bjóst ekki við neinni flugeldasýningu en það var ágætt að koma inn á völlinn aftur og vonandi fara mín mál að skýrast og ég geti komið mér í almennilegt stand og vonandi taka þátt í skemmtilegri undankeppni með landsliðinu líka,“ sagði Eiður Smári sem vonast til að sín mál fari að skýrast þó hann hafi engar fréttir að færa að svo stöddu. Aron: Leyfðum þeim að stjórna hraðanum„Það er frábært að sigra leikinn. Við lögðum hann upp til að sigra og það tókst. Það var ákveðinn léttir þegar við skorum fyrsta markið en þeir voru erfiðir í kvöld, ég viðurkenni það. Við þurfum að skipuleggja okkur aðeins betur fyrir næsta leik. Það var erfitt að brjóta þá niður en við náðum því. Þegar annað markið kom í lokin þá lítur þetta aðeins betur út en þetta í rauninni var,“ sagði Aron Einar Gunnarsson fyrirliði íslenska liðsins. „Liðið á mikið inni. Við lékum ekki á okkar tempói því við leyfðum þeim í rauninni að stjórna hraðanum í leiknum sem má ekki gerast. Við þurfum að laga það fyrir næsta leik en við lítum á þetta jákvæðum augum og höldum áfram okkar uppgangi en sigur er sigur og við tökum það með okkur í fyrsta leikinn í undankeppninni og vonandi náum við árangri þar. Það er markmiðið en þetta var góð prófraun í kvöld. „Ég er mjög stoltur að bera fyrirliðabandið, það er mikill heiður að fá það svona ungur," sagði Aron Einar sem lék aðeins fyrri hálfleikinn þar sem hann á leik með Cardiff í ensku B-deildinni á föstudaginn. Kolbeinn: Er ekki kominn í topp form„Við erum ánægðir með sigurinn, það er jákvæði punkturinn í leiknum að við náðum loksins að sigra en eins og flestir sáu þá var þetta ekki nógu góður leikur hjá okkur og tempóið ekki nógu hátt. Við verðum að taka jákvæðu punktana úr leiknum og vinna í þeim neikvæðu, þá er ég nokkuð bartsýnn fyrir Noregs leikinn," sagði Kolbeinn Sigþórsson framherji Íslands sem skoraði bæði mörk liðsins. „Þeir voru þéttir fyrir og ég vissi að þeir gætu spilað ágætis fótbolta og haldið boltanum. Þeir voru hættulegir inn á milli og hefðu alveg eins getað skorað en við erum að vinna í leiknum okkar og ef við vinnum í því sem við gerðum vel á móti Svíum og Frökkum þá megum við vera bjartsýnir fyrir næsta leik. „Það er fínt fyrir mig að skora og fyrir framherja er alltaf gott að skora. Ég er kominn með átta mörk í ellefu leikjum og það er mjög fínt og ef maður gerir vel fyrir landsliðið þá er ég sáttur. „Ég hef fengið 90 mínútur í þremur leikjum í röð og ég finn mig betur með hverjum leiknum. Ég er ekki kominn í 100% form og ef ég spila nokkra leiki í röð í viðbót þá verð ég kominn í topp form. „Við áttum frekar erfitt með að leiða leikinn í dag en besti kaflinn okkar var síðustu 20 mínúturnar í fyrri hálfleik, þá náðum við að skapa færi og pressa á þá. Ef við náðu að halda því í 90 mínútur þá er ég mjög jákvæður fyrir undakeppninni. Við vildum halda boltanum betur og fá fleiri færi en fyrsti heimaleikurinn undir stjórn Lars og fyrsti sigurinn, við getum verið sáttir við það held ég,“ sagði Kolbeinn að lokum. Gylfi: Alveg sama hvar ég spila„Þetta var hægur leikur en það er alltaf gott að ná að sigra Færeyinga. Við héldum hreinu og það var fín stemning á leiknum. Það voru margir sem sungu allan leikinn og vonandi heldur það áfram,“ sagði Gylfi Sigurðsson en það vakti athygli að hann tók ekki horn- og aukaspyrnur Íslands í leiknum. „Þú verður að spyrja Lars út í það en það er undankeppni að byrja og það eru margir að fylgjast með þessum leikjum. Þetta var æfingaleikur. "Spilið var fínt í fyrri hálfleik en við duttum í lengri bolta í seinni hálfleik og maður komst ekki eins mikið inn í leikinn. Ég fékk einhver skotfæri fyrir utan en ekkert meira en það," sagði Gylfi sem lék á miðri miðjunni, aftar en hann hefur átt að venjast með sínum félagsliðum. „Mér er alveg sama hvar ég spila, þetta er allt önnur staða og ég er kannski meira í því að byggja upp spil og dreifa boltanum. Ef ég spila er ég sáttur. „Við höfum bætt okkur mjög mikið og ég held að varnarleikurinn sé að batna hjá okkur. Við héldum hreinu í fyrsta leiknum og þó þeir hafi fengið færi þá sköpuðu þeir sér ekki mikið af færum. Það er nokkuð mikið af batamerkjum hjá okkur og vonandi batnar leikur okkar enn frekar þegar mótið byrjar. „Ég var ekki með hugann við að tímabilið með Tottenham byrjar á laugardaginn en kannski hélt ég aðeins aftur að mér síðustu fimm mínúturnar. Við vorum að vinna 2-0 og vildum ekki tapa því niður,“ sagði Gylfi að lokum.
Íslenski boltinn Mest lesið Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Enski boltinn Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Fótbolti Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Handbolti Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Enski boltinn Betur fór en horfði hjá Martin sem virtist illa meiddur Körfubolti Ótrúlegur endir sá til þess að meistararnir eru enn ósigraðir Sport Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Fleiri fréttir „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Sjá meira