Mannréttindadómstóll Evrópu MDE skeri úr um lögmæti aðgerða lögreglunnar á Norðurlandi eystra Aðalsteinn Kjartansson, blaðamaður á Stundinni, hefur falið Gunnari Inga Jóhannssyni lögmanni sínum, að óska eftir því að Mannréttindadómstóll Evrópu skeri úr um lögmæti framgöngu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra. Innlent 20.9.2022 17:30 Oddný tjáir sig ekki um afsökunarbeiðni Magnúsar Orra Magnús Orri Marínarson Schram, fyrrverandi alþingismaður, hefur slegið í gegn meðal Sjálfstæðismanna sem kunna sér vart læti yfir afsökunarbeiðni hans vegna hlutdeildar hans í Landsdómsmálinu. Innlent 20.9.2022 13:49 Foreldrar Madeleine McCann töpuðu hjá Mannréttindadómstólnum Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu að foreldrar Madeleine McCann hafi fengið réttláta málsmeðferð í meiðyrðamáli sem þeir höfðuðu gegn lögreglumanni í Portúgal. Erlent 20.9.2022 09:21 Bjarni fagnar langþráðri hreinni sakaskrá Bjarni Ármannsson, forstjóri Iceland Seafood og fjárfestir, er ekki lengur með dóm á bakinu fyrir meiriháttar skattalagabrot. Málinu var vísað frá héraðsdómi í Hæstarétti í gær. Bjarni segir réttlætið hafa sigrað. Viðskipti innlent 15.9.2022 14:14 Þrjú sóttu um stöðu dómara við Mannréttindadómstólinn, aftur Þrjár umsóknir bárust um lausa stöðu í embætti íslensks dómara við Mannréttindadómstól Evrópu. Síðast þegar Íslands skilaði lista umsækjenda til dómstólsins var hann dreginn til baka. Innlent 10.8.2022 15:36 Furðar sig á niðurstöðu Hæstaréttar um vanhæfi Markúsar Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi Hæstaréttardómari, gefur lítið fyrir röksemdafærslu Hæstaréttar sem komst á miðvikudaginn að þeirri niðurstöðu að Markús Sigurbjörnsson, fyrrverandi forseti réttarins, hafi ekki verið vanhæfur til að dæma í máli sem höfðað var gegn stjórnendum Glitnis. Var fallist á endurupptöku málsins þar sem Markús hafði tapað umtalsveðum fjárhæðum við fall Glitnis. Innlent 25.6.2022 07:00 Enn ein sneypuför íslenska ríkisins í Strassborg Íslenska ríkið hefur viðurkennt að hafa brotið gegn fólki í sextán málum sem voru til meðferðar hjá Mannréttindadómstól Evrópu vegna ólögmætrar skipunar dómara í Landsrétt. Lögmaður telur að dómstólinn sé þar með búinn að greiða úr öllum þeim málum sem lágu fyrir. Hann gerir ráð fyrir að nokkrir muni krefjast endurupptöku og segir lendinguna til minnkunar fyrir íslenska ríkið. Innlent 24.6.2022 12:46 Ríkið viðurkennir brot í fjórtán málum hjá MDE Íslenska ríkið hefur viðurkennt brot gegn kærendum í fjórtán málum sem voru til meðferðar hjá Mannréttindadómstól Evrópu og eiga það öll sameiginlegt að hafa verið höfðuð vegna ólöglegrar skipan dómara við Landsrétt. Innlent 24.6.2022 06:52 Katrín segir engan tossalista hafa verið sendan til MDE Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir rétt hafa verið staðið að útnefningu dómaraefna til Mannréttindadómstóls Evrópu. Enginn tossalisti hafi verið sendur til dómstólsins. Innlent 22.6.2022 15:32 Skattamáli vísað frá héraði að ósk ákæruvaldsins eftir ákúrur Mannréttindadómstólsins Máli Ragnars Þórissonar, stofnanda vogunarsjóðsins Boreas Capital, var vísað frá héraðsdómi að ósk ákæruvaldsins í dag með öðrum dómi Hæstaréttar í málinu. Ragnar hafði betur gegn íslenska ríkinu fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu vegna málsins. Innlent 22.6.2022 15:09 Auglýst að nýju eftir íslenskum dómurum við MDE Forsætisráðuneytið hefur auglýst eftir nýjum aðilum sem tilnefndir verða af Íslands hálfu í stað þeirra tveggja sem drógu umsókn sína til baka. Innlent 22.6.2022 14:50 Of veikur listi umsækjenda sendur til Mannréttindadómstólsins Íslenska ríkið þarf að hefja umsóknarferli um dómarastöðu við Mannréttindadómstól Evrópu að nýju eftir að tveir af þremur umsækjendum, sem tilnefndir voru af íslenska ríkinu, drógu umsókn sína til baka í kjölfar viðtala. Innlent 21.6.2022 14:46 „Ákaflega mikilvægur áfangi í höfn“ Magnús Davíð Norðdahl, lögmaður, tilkynnti á Facebook fyrr í dag að mál hans hjá Mannréttindadómstóli Evrópu, vegna ágalla á framkvæmd síðustu Alþingiskosninga, hafi komist í gegnum fyrstu síu dómstólsins. „Ákaflega mikilvægur áfangi í höfn“ skrifar Magnús. Innlent 8.6.2022 14:37 Reykjanesbær braut ekki á mannréttindum hjólagarpsins Arnars Reykjanesbær braut ekki á mannréttindum Arnars Helga Lárussonar vegna slæms aðgengis fatlaðra að Duushúsinu og 88-húsinu í bænun. Innlent 31.5.2022 11:32 Íslenska ríkið braut gegn mannréttindum Bjarka Íslenska ríkið braut gegn sjöttu grein Mannréttindasáttmála Evrópu þegar Bjarka Diego, sem starfaði sem framkvæmdastjóri útlana hjá Kaupþingi, var kallaður inn sem vitni í maí 2010, við rannsókn sérstaks saksóknara, í stað þess að fá réttarstöðu grunaðs. Innlent 15.3.2022 11:15 Fjalla ítarlega um mál Nöru sem beit tungu eiginmannsins í sundur Breska blaðið The Guardian fjallar ítarlega um mál Nöru Walker sem kærði íslenska ríkið til Mannréttindadómstóls Evrópu. Mál hennar er nú til meðferðar en hún var sakfelld hér á landi fyrir að hafa bitið hluta úr tungu eiginmanns síns. Erlent 29.1.2022 20:17 Þrjú sóttu um stöðu íslensks dómara við Mannréttindadómstól Evrópu Þrjár umsóknir bárust um embætti íslensks dómara við Mannréttindadómstól Evrópu en umsóknarfrestur rann út 14. janúar síðastliðinn. Innlent 20.1.2022 10:23 Ríkið viðurkennir mistök í máli Maríu í ítarlegri umfjöllun CNN CNN birti í morgun ítarlega umfjöllun um kynferðis- og heimilisofbeldi á Íslandi og mál íslenskra kvenna sem kært hafa íslenska ríkið til Mannréttindadómstóls Evrópu fyrir óréttláta málsmeðferð í tengslum við rannsókn á málum þeirra. Haft er eftir upplýsingafulltrúa dómsmálaráðuneytisins að ríkið viðurkenni mistök í máli einnar þeirra. Innlent 20.12.2021 12:41 Ætlar að fara með kosningamálið í Norðvesturkjördæmi fyrir Mannréttindadómstólinn Magnús D. Norðdahl, lögmaður og frambjóðandi Pírata í Alþingiskosningunum í haust, hefur ákveðið að fara með kosningamálið í Norðvesturkjördæmi fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. Innlent 29.11.2021 11:47 Íslendingar ættu ekki von á góðu í Strassbourg Mannréttindadómstóll Evrópu telur ótækt að þingmenn greiði sjálfir atkvæði um lögmæti eigin kjörs, eins og til stendur hér á landi. Lögfræðiprófessor segir Íslendinga enn geta komið í veg fyrir að kosningin í Norðvesturkjördæmi fari til Strassbourg, en þá þurfi að hafa hraðar hendur. Innlent 29.9.2021 20:30 Rússnesk stjórnvöld talin hafa myrt Litvinenko Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu í morgun að rússnesk stjórnvöld hefðu staðið að morðinu á Alexander Litvinenko, rússneskum fyrrverandi leyniþjónustumanni, árið 2006. Eitrað var fyrir Litvinenko með geislavirku efni. Erlent 21.9.2021 08:59 Mannréttindadómstóllinn tekur mál Nöru fyrir Mannréttindadómstóll Evrópu mun taka mál Nöru Walker gegn Íslenska ríkinu til efnismeðferðar. Nara kærði ríkið í kjölfar þess að hún var sakfelld fyrir að bíta hluta úr tungu fyrrverandi eiginmanns síns. Innlent 21.7.2021 08:26 Mannréttindadómstóllinn vísaði kæru Ólafs frá Mannréttindadómstóll Evrópu vísaði í morgun kæru Ólafs Ólafssonar frá dómi. Innlent 17.6.2021 11:17 Ríkið gerir sátt við fyrrverandi bankastjóra Kaupþings í Lúxemborg Íslenska ríkið hefur gert dómsátt við Magnús Guðmundsson, fyrrverandi bankastjóra Kaupþings í Lúxemborg, og hefur mál hans verið fellt niður hjá Mannréttindadómstól Evrópu vegna þessa. Samkvæmt sáttinni fær hann 15 þúsund evrur í bætur, um 2,2 milljónir króna. Viðskipti innlent 11.6.2021 07:48 MDE staðfesti dóm Hæstaréttar í máli kvenna sem nutu aðstoðar staðgöngumóður Mannréttindadómstóll Evrópu hefur staðfest úrskurð Hæstaréttar þess efnis að Þjóðskrá þurfi ekki að skrá tvær íslenskar konur, sem eignuðust dreng með aðstoð erlendrar staðgöngumóður, sem foreldra hans. Úrskurður þess efnis var birtur í dag. Innlent 18.5.2021 10:49 Takmarkanir á frelsi borgaranna í þágu lýðheilsu - nýr dómur yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu Þann 8. apríl sl. kvað yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu upp dóm þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að það færi ekki í bága við ákvæði Mannréttindasáttmála Evrópu að skylda foreldra til að láta bólusetja börnin sín áður en þau fara í leikskóla. Skoðun 11.4.2021 10:01 Heimilt að gera bólusetningu að skilyrði fyrir leikskólavist Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu að heimilt sé að skilyrða inngöngu barna á leikskóla við að þau hafi verið bólusett. Þrátt fyrir að það rjúfi friðhelgi einkalífs fólks sé það nauðsynlegt til að vernda lýðheilsu. Erlent 8.4.2021 12:15 Segir réttarkerfið hér á landi ekki henta fyrir ofbeldismál gegn konum Þrettán kvenna- og jafnréttissamtök boðuðu til fundar með fjölmiðlum í dag þar sem greint var frá málsóknunum og vakin var athygli á misrétti gegn konum í réttarkerfinu og tillögur til úrbóta lagðar fram. Innlent 8.3.2021 12:35 Níu konur kæra íslenska ríkið Níu íslenskar konur hafa ákveðið að kæra íslenska ríkið til Mannréttindadómsstóls Evrópu vegna þeirrar niðurstöðu að fella niður mál þeirra sem þær höfðu kært til lögreglu en um er að ræða kynferðisbrot og heimilisofbeldi. Innlent 8.3.2021 09:57 Mannréttindadómstóllinn að gefa Íslandi falleinkunn Lögmaður fyrrverandi bankastjóra Landsbankans segir kerfið hafa fengið falleinkunn hjá Mannréttindadómstól Evrópu. Íslenska ríkið hefur viðurkennt að fimm manns hafi ekki hlotið réttláta málsmeðferð í málaferlum eftir hrun bankakerfisins. Innlent 4.3.2021 19:00 « ‹ 1 2 3 ›
MDE skeri úr um lögmæti aðgerða lögreglunnar á Norðurlandi eystra Aðalsteinn Kjartansson, blaðamaður á Stundinni, hefur falið Gunnari Inga Jóhannssyni lögmanni sínum, að óska eftir því að Mannréttindadómstóll Evrópu skeri úr um lögmæti framgöngu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra. Innlent 20.9.2022 17:30
Oddný tjáir sig ekki um afsökunarbeiðni Magnúsar Orra Magnús Orri Marínarson Schram, fyrrverandi alþingismaður, hefur slegið í gegn meðal Sjálfstæðismanna sem kunna sér vart læti yfir afsökunarbeiðni hans vegna hlutdeildar hans í Landsdómsmálinu. Innlent 20.9.2022 13:49
Foreldrar Madeleine McCann töpuðu hjá Mannréttindadómstólnum Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu að foreldrar Madeleine McCann hafi fengið réttláta málsmeðferð í meiðyrðamáli sem þeir höfðuðu gegn lögreglumanni í Portúgal. Erlent 20.9.2022 09:21
Bjarni fagnar langþráðri hreinni sakaskrá Bjarni Ármannsson, forstjóri Iceland Seafood og fjárfestir, er ekki lengur með dóm á bakinu fyrir meiriháttar skattalagabrot. Málinu var vísað frá héraðsdómi í Hæstarétti í gær. Bjarni segir réttlætið hafa sigrað. Viðskipti innlent 15.9.2022 14:14
Þrjú sóttu um stöðu dómara við Mannréttindadómstólinn, aftur Þrjár umsóknir bárust um lausa stöðu í embætti íslensks dómara við Mannréttindadómstól Evrópu. Síðast þegar Íslands skilaði lista umsækjenda til dómstólsins var hann dreginn til baka. Innlent 10.8.2022 15:36
Furðar sig á niðurstöðu Hæstaréttar um vanhæfi Markúsar Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi Hæstaréttardómari, gefur lítið fyrir röksemdafærslu Hæstaréttar sem komst á miðvikudaginn að þeirri niðurstöðu að Markús Sigurbjörnsson, fyrrverandi forseti réttarins, hafi ekki verið vanhæfur til að dæma í máli sem höfðað var gegn stjórnendum Glitnis. Var fallist á endurupptöku málsins þar sem Markús hafði tapað umtalsveðum fjárhæðum við fall Glitnis. Innlent 25.6.2022 07:00
Enn ein sneypuför íslenska ríkisins í Strassborg Íslenska ríkið hefur viðurkennt að hafa brotið gegn fólki í sextán málum sem voru til meðferðar hjá Mannréttindadómstól Evrópu vegna ólögmætrar skipunar dómara í Landsrétt. Lögmaður telur að dómstólinn sé þar með búinn að greiða úr öllum þeim málum sem lágu fyrir. Hann gerir ráð fyrir að nokkrir muni krefjast endurupptöku og segir lendinguna til minnkunar fyrir íslenska ríkið. Innlent 24.6.2022 12:46
Ríkið viðurkennir brot í fjórtán málum hjá MDE Íslenska ríkið hefur viðurkennt brot gegn kærendum í fjórtán málum sem voru til meðferðar hjá Mannréttindadómstól Evrópu og eiga það öll sameiginlegt að hafa verið höfðuð vegna ólöglegrar skipan dómara við Landsrétt. Innlent 24.6.2022 06:52
Katrín segir engan tossalista hafa verið sendan til MDE Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir rétt hafa verið staðið að útnefningu dómaraefna til Mannréttindadómstóls Evrópu. Enginn tossalisti hafi verið sendur til dómstólsins. Innlent 22.6.2022 15:32
Skattamáli vísað frá héraði að ósk ákæruvaldsins eftir ákúrur Mannréttindadómstólsins Máli Ragnars Þórissonar, stofnanda vogunarsjóðsins Boreas Capital, var vísað frá héraðsdómi að ósk ákæruvaldsins í dag með öðrum dómi Hæstaréttar í málinu. Ragnar hafði betur gegn íslenska ríkinu fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu vegna málsins. Innlent 22.6.2022 15:09
Auglýst að nýju eftir íslenskum dómurum við MDE Forsætisráðuneytið hefur auglýst eftir nýjum aðilum sem tilnefndir verða af Íslands hálfu í stað þeirra tveggja sem drógu umsókn sína til baka. Innlent 22.6.2022 14:50
Of veikur listi umsækjenda sendur til Mannréttindadómstólsins Íslenska ríkið þarf að hefja umsóknarferli um dómarastöðu við Mannréttindadómstól Evrópu að nýju eftir að tveir af þremur umsækjendum, sem tilnefndir voru af íslenska ríkinu, drógu umsókn sína til baka í kjölfar viðtala. Innlent 21.6.2022 14:46
„Ákaflega mikilvægur áfangi í höfn“ Magnús Davíð Norðdahl, lögmaður, tilkynnti á Facebook fyrr í dag að mál hans hjá Mannréttindadómstóli Evrópu, vegna ágalla á framkvæmd síðustu Alþingiskosninga, hafi komist í gegnum fyrstu síu dómstólsins. „Ákaflega mikilvægur áfangi í höfn“ skrifar Magnús. Innlent 8.6.2022 14:37
Reykjanesbær braut ekki á mannréttindum hjólagarpsins Arnars Reykjanesbær braut ekki á mannréttindum Arnars Helga Lárussonar vegna slæms aðgengis fatlaðra að Duushúsinu og 88-húsinu í bænun. Innlent 31.5.2022 11:32
Íslenska ríkið braut gegn mannréttindum Bjarka Íslenska ríkið braut gegn sjöttu grein Mannréttindasáttmála Evrópu þegar Bjarka Diego, sem starfaði sem framkvæmdastjóri útlana hjá Kaupþingi, var kallaður inn sem vitni í maí 2010, við rannsókn sérstaks saksóknara, í stað þess að fá réttarstöðu grunaðs. Innlent 15.3.2022 11:15
Fjalla ítarlega um mál Nöru sem beit tungu eiginmannsins í sundur Breska blaðið The Guardian fjallar ítarlega um mál Nöru Walker sem kærði íslenska ríkið til Mannréttindadómstóls Evrópu. Mál hennar er nú til meðferðar en hún var sakfelld hér á landi fyrir að hafa bitið hluta úr tungu eiginmanns síns. Erlent 29.1.2022 20:17
Þrjú sóttu um stöðu íslensks dómara við Mannréttindadómstól Evrópu Þrjár umsóknir bárust um embætti íslensks dómara við Mannréttindadómstól Evrópu en umsóknarfrestur rann út 14. janúar síðastliðinn. Innlent 20.1.2022 10:23
Ríkið viðurkennir mistök í máli Maríu í ítarlegri umfjöllun CNN CNN birti í morgun ítarlega umfjöllun um kynferðis- og heimilisofbeldi á Íslandi og mál íslenskra kvenna sem kært hafa íslenska ríkið til Mannréttindadómstóls Evrópu fyrir óréttláta málsmeðferð í tengslum við rannsókn á málum þeirra. Haft er eftir upplýsingafulltrúa dómsmálaráðuneytisins að ríkið viðurkenni mistök í máli einnar þeirra. Innlent 20.12.2021 12:41
Ætlar að fara með kosningamálið í Norðvesturkjördæmi fyrir Mannréttindadómstólinn Magnús D. Norðdahl, lögmaður og frambjóðandi Pírata í Alþingiskosningunum í haust, hefur ákveðið að fara með kosningamálið í Norðvesturkjördæmi fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. Innlent 29.11.2021 11:47
Íslendingar ættu ekki von á góðu í Strassbourg Mannréttindadómstóll Evrópu telur ótækt að þingmenn greiði sjálfir atkvæði um lögmæti eigin kjörs, eins og til stendur hér á landi. Lögfræðiprófessor segir Íslendinga enn geta komið í veg fyrir að kosningin í Norðvesturkjördæmi fari til Strassbourg, en þá þurfi að hafa hraðar hendur. Innlent 29.9.2021 20:30
Rússnesk stjórnvöld talin hafa myrt Litvinenko Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu í morgun að rússnesk stjórnvöld hefðu staðið að morðinu á Alexander Litvinenko, rússneskum fyrrverandi leyniþjónustumanni, árið 2006. Eitrað var fyrir Litvinenko með geislavirku efni. Erlent 21.9.2021 08:59
Mannréttindadómstóllinn tekur mál Nöru fyrir Mannréttindadómstóll Evrópu mun taka mál Nöru Walker gegn Íslenska ríkinu til efnismeðferðar. Nara kærði ríkið í kjölfar þess að hún var sakfelld fyrir að bíta hluta úr tungu fyrrverandi eiginmanns síns. Innlent 21.7.2021 08:26
Mannréttindadómstóllinn vísaði kæru Ólafs frá Mannréttindadómstóll Evrópu vísaði í morgun kæru Ólafs Ólafssonar frá dómi. Innlent 17.6.2021 11:17
Ríkið gerir sátt við fyrrverandi bankastjóra Kaupþings í Lúxemborg Íslenska ríkið hefur gert dómsátt við Magnús Guðmundsson, fyrrverandi bankastjóra Kaupþings í Lúxemborg, og hefur mál hans verið fellt niður hjá Mannréttindadómstól Evrópu vegna þessa. Samkvæmt sáttinni fær hann 15 þúsund evrur í bætur, um 2,2 milljónir króna. Viðskipti innlent 11.6.2021 07:48
MDE staðfesti dóm Hæstaréttar í máli kvenna sem nutu aðstoðar staðgöngumóður Mannréttindadómstóll Evrópu hefur staðfest úrskurð Hæstaréttar þess efnis að Þjóðskrá þurfi ekki að skrá tvær íslenskar konur, sem eignuðust dreng með aðstoð erlendrar staðgöngumóður, sem foreldra hans. Úrskurður þess efnis var birtur í dag. Innlent 18.5.2021 10:49
Takmarkanir á frelsi borgaranna í þágu lýðheilsu - nýr dómur yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu Þann 8. apríl sl. kvað yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu upp dóm þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að það færi ekki í bága við ákvæði Mannréttindasáttmála Evrópu að skylda foreldra til að láta bólusetja börnin sín áður en þau fara í leikskóla. Skoðun 11.4.2021 10:01
Heimilt að gera bólusetningu að skilyrði fyrir leikskólavist Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu að heimilt sé að skilyrða inngöngu barna á leikskóla við að þau hafi verið bólusett. Þrátt fyrir að það rjúfi friðhelgi einkalífs fólks sé það nauðsynlegt til að vernda lýðheilsu. Erlent 8.4.2021 12:15
Segir réttarkerfið hér á landi ekki henta fyrir ofbeldismál gegn konum Þrettán kvenna- og jafnréttissamtök boðuðu til fundar með fjölmiðlum í dag þar sem greint var frá málsóknunum og vakin var athygli á misrétti gegn konum í réttarkerfinu og tillögur til úrbóta lagðar fram. Innlent 8.3.2021 12:35
Níu konur kæra íslenska ríkið Níu íslenskar konur hafa ákveðið að kæra íslenska ríkið til Mannréttindadómsstóls Evrópu vegna þeirrar niðurstöðu að fella niður mál þeirra sem þær höfðu kært til lögreglu en um er að ræða kynferðisbrot og heimilisofbeldi. Innlent 8.3.2021 09:57
Mannréttindadómstóllinn að gefa Íslandi falleinkunn Lögmaður fyrrverandi bankastjóra Landsbankans segir kerfið hafa fengið falleinkunn hjá Mannréttindadómstól Evrópu. Íslenska ríkið hefur viðurkennt að fimm manns hafi ekki hlotið réttláta málsmeðferð í málaferlum eftir hrun bankakerfisins. Innlent 4.3.2021 19:00