Íslenski körfuboltinn

Fréttamynd

Marcus Walker fékk sér KR-húðflúr á öxlina

Marcus Walker ýtir heldur betur undir goðsögnina einu sinni KR-ingur, ávallt KR-ingur. Þessi frábæri bakvörður sem fór á kostum með KR-liðinu veturinn 2010 til 2011 stóð nefnilega við loforð sitt og fékk sér KR-húðflúr á öxlina.

Körfubolti
Fréttamynd

Jakob hitnar ekki fyrr en í seinni hálfleik

Jakob Örn Sigurðarson bakvörður íslenska körfuboltalandsliðsins er búinn að skora 14,0 stig að meðaltali í fyrstu fjórum leikjum liðsins í undankeppni EM. Jakob verður í sviðsljósinu í dag þegar strákarnir taka á móti Eistum klukkan 19.15 í Laugardalshöllinni.

Körfubolti
Fréttamynd

Þrír íslenskir leikmenn á topp tíu yfir flestar spilaðar mínútur

Það hefur verið mikið álag á nokkrum leikmönnum íslenska landsliðsins í körfubolta í undankeppni Evrópumótsins en íslenska liðið leikur sinn fimmta leik í kvöld þegar Eistlendingar mæta í Laugardalshöllina. Leikurinn hefst klukkan 19.15 en bæði lið hafa tapað undanförnum tveimur leikjum og þyrstir því í sigur.

Körfubolti
Fréttamynd

Feðgar stjórna öllu hjá eistneska landsliðinu - spila í Höllinni í kvöld

Íslenska körfuboltalandsliðið tekur á móti Eistlandi í Laugardalshöllinni klukkan 19.15 í kvöld en þetta er fimmti leikur liðsins af tíu í undankeppni Evrópumótsins. Eftir leikinn í kvöld hefur íslenska landsliðið mætt öllum þjóðunum fimm sem eru með strákunum okkar í riðli. Það vekur athygli að feðgar eru í stóru hlutverki í landsliði Eistlendinga.

Körfubolti
Fréttamynd

Strákarnir töpuðu með 18 stigum í Svartfjallalandi

Íslenska karlalandsliðið í körfubolta átti aldrei möguleika á móti sterku liði Svartfellinga í Niksic í undankeppni Evrópumótsins í kvöld. Svartfellingar unnu leikinn á endanum með 18 stigum, 85-67 eftir að hafa komist mest 25 stigum yfir í fyrri hálfleiknum. Íslenska liðið hefur þar með tapað tveimur leikjum í röð og þremur af fyrstu fjórum leikjum sínum í riðlinum.

Körfubolti
Fréttamynd

Hlynur lofar því að troða í upphituninni

"Já og já,“ sagði Hlynur Bæringsson landsliðsmaður í körfuknattleik þegar hann var inntur eftir því hvort leikmenn liðsins væri klárir í slaginn gegn Ísrael og hvort Ísland gæti unnið þá í Laugardalshöllinni í kvöld. Liðin eigast við í undankeppni Evrópumótsins en Ísland er með einn sigur eftir tvær umferðir en Ísrael hefur tapað báðum viðureignum sínum í riðlinum.

Körfubolti
Fréttamynd

Ægir Þór ætlar að nýta hraða sinn gegn Ísrael

Ægir Þór Steinarsson leikstjórnandi íslenska landsliðsins í körfuknattleik fær eflaust stórt hlutverk í kvöld þegar Ísland tekur á móti Ísrael í undankeppni Evrópumótsins í Laugardalshöll. Ægir fékk óvænt tækifæri í byrjunarliðinu í 81-75 sigri Íslands gegn Slóvakíu á útivelli s.l. laugardag eftir að Pavel Ermolinskij meiddist í upphitun. Pavel verður ekki með í kvöld og það er ljóst að það mun mikið mæða á Ægi.

Körfubolti
Fréttamynd

Jón Arnór býst við hörkuleik gegn Ísrael í kvöld

Jón Arnór Stefánsson og félagar hans í íslenska körfuknattleikslandsliðinu mæta Ísrael í undankeppni Evrópumótsins í Laugardalshöll í kvöld. Ísland náði frábærum úrslitum gegn Slóvakíu á útivelli s.l. laugardag með 81-75 sigri. Þar fór Jón Arnór á kostum og skoraði hann 28 stig. Landsliðsmaðurinn vonast eftir góðum stuðningi frá íslenskum áhorfendum í kvöld en leikurinn hefst kl. 19.15.

Körfubolti
Fréttamynd

Pavel verður hvíldur á móti Ísrael á morgun

Pavel Ermolinskij verður ekki með íslenska landsliðinu á móti Ísrael í Laugardalshöllinni á morgun en hann er ekki orðinn nógu góður af nárameiðslunum sem hann varð fyrir í upphitun fyrir Slóvakíuleikinn á laugardaginn.

Körfubolti
Fréttamynd

Strákarnir fengu skóna sína rétt fyrir æfingu

Íslenska körfuboltalandsliðið er þessa stundina á æfingu fyrir leikinn á móti Ísrael sem fram fer í Laugardalshöllinni á morgun en það munaði engu að sumir leikmanna liðsins þyrftu að æfa á sokkalestunum í kvöld.

Körfubolti
Fréttamynd

Svona úrslit munu ekki endurtaka sig

Íslenska körfuboltalandsliðið átti fá svör á móti sterku Ólympíuliði Litháa í Vilníus í gærkvöldi en fyrirliðinn Hlynur Bæringsson er hvergi banginn og segir íslensku strákana staðráðna í að gera Evrópukeppnina að jákvæðu móti.

Körfubolti
Fréttamynd

Erlendur þjálfari kemur vel til greina hjá KR-ingum

Hrafn Kristjánsson mun ekki stýra KR-liðinu í Dominos deildinni í körfuknattleik karla á næstu leiktíð og eru forráðamenn liðsins í þjálfaraleit. Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, segir í samtali við karfan.is að það komi vel til greina að leita að erlendir þjálfarar komi vel til greina hjá félaginu.

Körfubolti
Fréttamynd

Hrafn verður ekki áfram þjálfari KR-liðsins

Körfuknattleiksdeild KR og Hrafn Kristjánsson hafa komist að samkomulagi um að slíta samningaviðræðum varðandi endurnýjun samnings Hrafns við deildina fyrir komandi keppnistímabil og mun hann því ekki sjá um þjálfun meistaraflokks karla næstu leiktíð. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem KR-ingar sendu frá sér í dag.

Körfubolti
Fréttamynd

Stelpurnar unnu þær dönsku í spennuleik - bronsið í höfn

Íslenska kvennalandsliðið vann fimm stiga sigur á Danmörku, 72-67, í þriðja leik sínum á Norðurlandamótinu í körfubolta sem fram fer í Noregi. Þetta er í fyrsta sinn sem íslenska kvennalandsliðið vinnur tvo leiki á einu Norðurlandamóti en áður höfðu stelpurnar unnið stórsigur á gestgjöfunum.

Körfubolti
Fréttamynd

Skotsýning hjá íslensku stelpunum og 27 stiga stórsigur á Noregi

Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta byrjar mjög vel á Norðurlandamótinu í Noregi því Ísland vann 27 stiga sigur á Noregi í opnunarleik mótsins, 82-55, sem jafnframt var fyrsti leikur A-landsliðs kvenna í körfubolta í 999 daga og fyrsti leikur liðsins undir stjórn Sverris Þórs Sverrissonar.

Körfubolti
Fréttamynd

Hildur sú fyrsta til að taka þátt í fjórum Norðurlandamótum

Hildur Sigurðardóttir verður í eldlínunni með íslenska kvennalandsliðinu í körfubolta sem mætir Noregi nú klukkan 16.00 í fyrsta leiknum sínum á Norðurlandamótinu í Noregi. Hildur er að skrifa söguna því hún verður fyrsta íslenska körfuboltakonan til þess að taka þátt í fjórum Norðurlandamótum.

Körfubolti
Fréttamynd

Stelpurnar misstu bronsið úr höndunum í fjórða leikhluta

Íslenska 18 ára landslið kvenna rétt missti af bronsinu eftir naumt þriggja stiga tap á móti Dönum, 56-59, í leiknum um þriðja sætið á Norðurlandamóti unglinga í körfubolta i Solna í Svíþjóð. Danska liðið tryggði sér sigurinn með því að vinna síðustu átta mínúturnar 26-7.

Körfubolti
Fréttamynd

Þrír íslenskir krakkar komust í úrvalslið Norðurlandamótsins

Ísland átti þrjá leikmenn í úrvalsliðum á Norðurlandamóts unglinga í körfubolta í Svíþjóð en valið var tilkynnt nú rétt áðan. Martin Hermannsson og Valur Orri Valsson voru í úrvalsliði 18 ára stráka og Sara Rún Hinriksdóttir var valin í úrvalsliði 16 ára stelpna. Þetta kemur fram á heimasíðu KKÍ.

Körfubolti
Fréttamynd

Strákarnir töpuðu illa í úrslitaleiknum - 16 ára stelpurnar í 4. sæti

Íslenska 18 ára landsliðið í körfubolta varð að sætta sig við silfrið á Norðurlandamóti unglinga í Solna í Svíþjóð eftir 41 stigs stórtap á móti Finnum í leiknum um gullið. Þetta var fyrsta og eina tap íslenska liðsins á mótinu. Sextán ára stelpunum tókst á sama tíma ekki að ná í bronsið en þær töpuðu fyrir Dönum í leiknum um þriðja sætið.

Körfubolti
Fréttamynd

NM unglinga í körfu: Einn leikur um gull og tveir leikir um brons

Í dag fer fram lokadagurinn á Norðurlandamóti unglinga í körfubolta sem fer eins og venjulega fram í Solna í Svíþjóð. Þrjú af fjórum landsliðum Íslands eiga möguleika á verðlaunum þar af spila 18 ára strákarnir um gullið. Sextán ára strákarnir urðu að sætta sig við að lenda í fimmta og síðasta sætinu.

Körfubolti
Fréttamynd

Strákarnir spila um gullið - fóru illa með Norðmenn

Íslenska 18 ára landsliðið í körfubolta er að gera góða hluti á Norðurlandamótinu í körfubolta í Solna í Svíþjóð en þeir eru búnir að tryggja sér sæti í úrslitaleiknum eftir 41 stigs sigur á Norðmönnum, 83-42. Strákarnir höfðu áður unnið Dani og Svía á mótinu.

Körfubolti