Skotsýning hjá íslensku stelpunum og 27 stiga stórsigur á Noregi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. maí 2012 17:27 Helena Sverrisdóttir. Mynd/Anton Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta byrjar mjög vel á Norðurlandamótinu í Noregi því Ísland vann 27 stiga sigur á Noregi í opnunarleik mótsins, 82-55, sem jafnframt var fyrsti leikur A-landsliðs kvenna í körfubolta í 999 daga og fyrsti leikur liðsins undir stjórn Sverris Þórs Sverrissonar. Íslenska liðið gerðu nánast út um leikinn með sannkallaðari skotsýningu í þriðja leikhlutanum þar sem að stelpurnar settu niður sjö þriggja stiga skot og unnu leikhlutann 27-7. Íslenska liðið skoraði alls þrettán þriggja stiga körfur í leiknum. Helena Sverrisdóttir fór fyrir íslenska liðinu í sínum fyrsta landsleik sem aðalfyrirliði en Helena endaði með 20 stig, 9 fráköst, 6 stoðsendingar og 3 stolna bolta. Hildur Sigurðardóttir var síðan með 11 stig, 7 fráköst og 5 stoðsendingar. Pálína Gunnlaugsdóttir skoraði 9 stig. Petrúnella Skúladóttir skoraði tvo þrista í upphafi leiks og hjálpaði íslenska liðinu að komast í 8-4. Íslenska liðið vann fyrsta leikhlutann 20-16 og náði síðan mest tíu stiga forskoti í öðrum leikhlutanum (31-21). Íslensku stelpurnar leiddu með sex stigum, 37-31, þegar kom að hálfleiknum. Helena Sverrisdóttir skoraði 10 stig í fyrri hálfleiknum (4 fráköst og 4 stoðsendingar) og þær Petrúnella og María Ben Erlingsdóttir voru með 8 stig hvor. Hildur Sigurðardóttir (2) og Pálína Gunnlaugsdóttir hófu þriðja leikhlutann á því að setja niður þrista og íslenska liðið var komið 13 stigum yfir, 48-35, þegar þriðji leikhlutinn var tæplega hálfnaður. Stelpurnar hittu á endanum úr 7 af 11 þriggja stiga skotum sínum í leikhlutanum, unnu hann 27-7 og voru 26 stigum yfir fyrir fjórða leikhlutann, 64-38. Fjórði leikhlutinn var formsatriði en íslenska liðið gaf ekkert eftir og Sverrir Þór gat hvílt lykilmenn fyrir átök morgundagsins þar sem íslenska liðið spilar tvo leiki, við Svía og Dani.Ísland - Noregur 82-55 (37-21)Stig Íslands: Helena Sverrisdóttir 20 (9 fráköst, 6 stoðsendingar), Hildur Sigurðardóttir 11 (7 fráköst, 5 stoðsendingar), Pálína Gunnlaugsdóttir 9, María Ben Erlingsdóttir 8 (6 frák.), Petrúnella Skúladóttir 8 (6 frák.), Hafrún Hálfdánardóttir 5, Ólöf Helga Pálsdóttir 5, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 4, Margrét Kara Sturludóttir 4 (5 frák.), Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir 4 (4 stoðs.),Helga Einarsdóttir 4. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport „Það verða breytingar“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta byrjar mjög vel á Norðurlandamótinu í Noregi því Ísland vann 27 stiga sigur á Noregi í opnunarleik mótsins, 82-55, sem jafnframt var fyrsti leikur A-landsliðs kvenna í körfubolta í 999 daga og fyrsti leikur liðsins undir stjórn Sverris Þórs Sverrissonar. Íslenska liðið gerðu nánast út um leikinn með sannkallaðari skotsýningu í þriðja leikhlutanum þar sem að stelpurnar settu niður sjö þriggja stiga skot og unnu leikhlutann 27-7. Íslenska liðið skoraði alls þrettán þriggja stiga körfur í leiknum. Helena Sverrisdóttir fór fyrir íslenska liðinu í sínum fyrsta landsleik sem aðalfyrirliði en Helena endaði með 20 stig, 9 fráköst, 6 stoðsendingar og 3 stolna bolta. Hildur Sigurðardóttir var síðan með 11 stig, 7 fráköst og 5 stoðsendingar. Pálína Gunnlaugsdóttir skoraði 9 stig. Petrúnella Skúladóttir skoraði tvo þrista í upphafi leiks og hjálpaði íslenska liðinu að komast í 8-4. Íslenska liðið vann fyrsta leikhlutann 20-16 og náði síðan mest tíu stiga forskoti í öðrum leikhlutanum (31-21). Íslensku stelpurnar leiddu með sex stigum, 37-31, þegar kom að hálfleiknum. Helena Sverrisdóttir skoraði 10 stig í fyrri hálfleiknum (4 fráköst og 4 stoðsendingar) og þær Petrúnella og María Ben Erlingsdóttir voru með 8 stig hvor. Hildur Sigurðardóttir (2) og Pálína Gunnlaugsdóttir hófu þriðja leikhlutann á því að setja niður þrista og íslenska liðið var komið 13 stigum yfir, 48-35, þegar þriðji leikhlutinn var tæplega hálfnaður. Stelpurnar hittu á endanum úr 7 af 11 þriggja stiga skotum sínum í leikhlutanum, unnu hann 27-7 og voru 26 stigum yfir fyrir fjórða leikhlutann, 64-38. Fjórði leikhlutinn var formsatriði en íslenska liðið gaf ekkert eftir og Sverrir Þór gat hvílt lykilmenn fyrir átök morgundagsins þar sem íslenska liðið spilar tvo leiki, við Svía og Dani.Ísland - Noregur 82-55 (37-21)Stig Íslands: Helena Sverrisdóttir 20 (9 fráköst, 6 stoðsendingar), Hildur Sigurðardóttir 11 (7 fráköst, 5 stoðsendingar), Pálína Gunnlaugsdóttir 9, María Ben Erlingsdóttir 8 (6 frák.), Petrúnella Skúladóttir 8 (6 frák.), Hafrún Hálfdánardóttir 5, Ólöf Helga Pálsdóttir 5, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 4, Margrét Kara Sturludóttir 4 (5 frák.), Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir 4 (4 stoðs.),Helga Einarsdóttir 4.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport „Það verða breytingar“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Sjá meira