Hár og förðun

Fréttamynd

Breytir hundum í lista­verk

Á snyrtistofu Gabriel Feitosa getur allt gerst. Bernedoodles hundar umbreytast í gíraffa og kjölturakkar líkjast Pokémon. Upphalningarnar kosta frá 500 til 1200 Bandaríkjadala. Hundasnyrtistofan er staðsett í San Diego en sjálfur er Gabriel ættaður frá Brasilíu. Stofuna opnaði hann árið 2018 og hefur tíu starfsmenn á sínum snærum sem snyrta að meðaltali tuttugu hunda á degi hverjum.

Lífið
Fréttamynd

„Þú verður að vera djörf og það er ekki í boði að upp­lifa loddaralíðan“

„Ástríða mín fyrir fólki hefur alltaf verið miklu stærri en fyrir vinnunni endilega sem slíkri. Það er svo mikilvægt að láta manneskjunni líða eins vel og henni getur liðið í stólnum hjá manni,“ segir förðunarfræðingurinn Auður Jónsdóttir, sem hefur verið búsett í Los Angeles síðastliðið sjö og hálft ár og unnið þar að fjölbreyttum og spennandi verkefnum. Blaðamaður hitti hana í kaffi og fékk að heyra nánar frá hennar lífi.

Lífið
Fréttamynd

Sjávarþang fyrir þyrst hár

Þurrt og þyrst hár? Þetta er oft merki um heilsuleysi hársins okkar en sem betur fer ekki flókið að bæta úr þessu eyðimerkurástandi á hausnum á þér! Sérstaklega þegar vörur á borð við nýju Deep Sea Hydration línuna frá John Frieda eru við höndina.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Heitustu sumartrendin í ár

Sumarið er komið, svona á það að vera og sólin leikur stundum um mann, misjafnlega beran. Hér á Íslandi er sumartíðin gengin í garð óháð fjölbreyttu veðurfari en á sumrin þróast hin ýmsu skemmtilegu trend á ólíkum sviðum. Blaðamaður fékk til sín fjölbreyttan hóp álitsgjafa til að reyna að komast að því hver heitustu trend sumarsins verða.

Lífið
Fréttamynd

Stal senunni með nýjum hár­lit

Tónlistarkonan Miley Cyrus skartaði nýjum hárlit þegar hún mætti á verðlaunahátíð í Los Angeles í gær. Miley hefur litað ljósa hárið brúnt og má því segja að hún leiti aftur í ræturnar með þessari nýju hárgreiðslu.

Lífið
Fréttamynd

Svona færðu full­komnar krullur án þess að nota hita á hárið

Hárgreiðsla getur gengt mikilvægu hlutverki þegar kemur að heildarútlitinu. Fallegar krullur eða vel blásið hár geta til dæmis lyft hversdagslegu lúkki upp á nýjar hæðir. Á sama tíma og við viljum vera með fallegt og vel stíliserað hár eru þó margir sem forðast það að nota of mikinn hita á hárið. 

Lífið
Fréttamynd

„Það skemmir ekki hár“

Myndbönd þar sem fólk segir hárið sitt vera ónýtt eftir heimsókn í Bláa lónið hafa vakið gífurlega athygli á samfélagsmiðlum. Framkvæmdastjóri hjá Bláa lóninu segir þó að innihaldsefni lónsins skemmi ekki hár, þvert á móti hafi þau góð áhrif á það. 

Innlent
Fréttamynd

Geim­veru­neglur það nýjasta í na­gla­tískunni

Tískan er fljót að breytast og þar eru neglur engin undantekning. Hailey Bieber neglurnar hafa verið þær allra vinsælustu um nokkurt skeið en nú virðist sem ný tíska sé tekin við. Svokallaðar geimveruneglur eru nú áberandi en stjörnur á borð við Anne Hathaway og Hunter Schafer hafa sést skarta slíkum nöglum undanfarna daga.

Lífið
Fréttamynd

Spennandi innblástur fyrir ferminguna á hérer.is

Þau ykkar sem hafið áhuga á tísku og lífsstílstengdu efni ættuð líklega að setja HÉRER.IS í „favorites“ en þar má finna fjöldan allan af greinum sem gefa góð ráð og innblástur. Nú eru fermingar á næsta leiti og alltaf gott að geta fengið hugmyndir á einum stað áður en haldið er í verslunarleiðangur.

samstarf
Fréttamynd

Kourt­n­ey Kar­dashian frum­sýnir ljósa lokka

Raunveruleikastjarnan Kourtney Kardashian er orðin ljóshærð. Hún sýndi nýja hárið á Instagram síðu sinni og vakti það mikla athygli. Ólíkt systrum sínum hefur Kourtney haldið sig við dökka hárið alveg síðan hún steig fyrst fram í sviðsljósið, þar til nú.

Lífið
Fréttamynd

Val­björg Elsa heiðurs­iðnaðar­maður ársins

Valbjörg Elsa Haraldsdóttir hársnyrtimeistari var um helgina útnefnd heiðursiðnaðarmaður ársins á nýsveinahátíð Iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík. Böðvar Páll Ásgeirsson var gerður að heiðursfélaga en forseti Íslands er verndari hátíðarinnar og afhenti verðlaunin. 

Innlent
Fréttamynd

Stutt­hærð Hail­ey Bieber setur tóninn fyrir hár­tísku ársins 2023

Stutt hár virðist ætla að vera það heitasta í hártískunni á nýju ári ef marka má erlend tískublöð og tískugyðjuna Hailey Bieber. Eins og við vitum verður allt sem frú Bieber gerir að tískubylgju en í vikunni frumsýndi hún nýja klippingu, svokallaða bob klippingu sem nær rétt niður fyrir kjálka.

Lífið
Fréttamynd

Heitustu trendin fyrir 2023

Á ári hverju koma inn nýjar tískubylgjur á ólíkum sviðum og nýir TikTok dansar sem eru fólki mis auðveldir að læra. Lífið á Vísi fékk til sín fjölbreyttan hóp álitsgjafa til að reyna að komast að því hver heitustu trend ársins 2023 verða.

Lífið