Nýverið slitnaði upp úr sambandi Heiðar og knattspyrnukappans Steven Lennon eftir níu ára samband. Saman eiga þau einn dreng.
Heiður Ósk er einn færasti förðunarfræðingur landsins og hefur komið víða við í faginu. Árið 2022 festi hún og Ingunn Sigurðardóttir förðunarfræðingur, kaup á Reykjavík Makeup School sem útskrifar fjöldann allan af förðunarfræðingum árlega.
Nýverið gáfu þær út förðunarlínuna Chili In June sem þær hönnuðu frá grunni, framleiddar á Ítalíu.
Auk þess héldu þær úti förðunarþáttunum, Snyrtiborðið með HI beauty, sem sýndir voru á Lífinu á Vísi. Í þáttunum gáfu þær góð ráð tengd förðun og húðumhirðu.
Í þættinum hér að neðan sýnir Heiður Ósk hvernig hægt er að láta förðun endast allan daginn.