Reykjavíkurflugvöllur

Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar
Ráðamenn Airbus hafa ítrekað þá stefnumörkun sína að koma eitthundrað sæta flugvél knúinni mengunarlausu eldsneyti í arðbært farþegaflug á næsta áratug. Þetta kom fram á árlegum fundi forystumanna Airbus á dögunum.

Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar
Öskjuhlíðartimbrið úr trjánum sem voru felld úr Öskjuhlíð er nú komið til Eskifjarðar þar sem timbrið verður sagað niður og unnið.

Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach
Skúli S. Ólafsson, sóknarprestur í Neskirkju í Vesturbæ Reykjavíkur, hefur óskað þess við Samgöngustofu og Isavia að flugvélum og þyrlum verði beint frá loftrými kirkjunnar síðdegis á morgun á meðan haldnir verða tónleikar í kirkjunni. Skúli segir þurfa að fara fram samtal í samfélaginu um flugumferð og hljóðmengun hennar vegna.

Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað
Það var fagnaðarefni fyrir íbúa á höfuðborgarsvæðinu að borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti tillögu Þórdísar Lóu Þórhallsdóttur, borgarfulltrúa Viðreisnar um að færa þyrluflug og einkaþotur frá Reykjavíkurflugvelli og að ríkið skyldi hvatt til að standa við samninga um brottflutning einka og kennsluflugs frá vellinum.

Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu
Borgarstjóra verður falið að finna einkaflugi og þyrluflugi annan stað en á Reykjavíkurflugvelli. Oddviti Viðreisnar segir fæsta gera sér grein fyrir þeirri aukningu sem hafi orðið á einkaflugi en forseta Flugmálafélagsins finnst framganga borgarinnar alger vonbrigði.

Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði
Margir Hafnfirðingar ráku upp stór augu þegar þeir litu myndarlegan stafla af innlendum skógarvið á kæjanum þar í bæ augum. Timbrið bíður þess að vera lestað í skip sem siglt verður til Eskifjarðar. Þar verður timbrið sagað niður í borðvið.

Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns
Vísindamenn Veðurstofunnar áætla að kvikugangurinn sem myndaðist í gær sé hátt í tuttugu kílómetra langur. Þeir telja enn möguleika á nýju gosi á norðausturhluta kvikugangsins en taka þó fram að það sé að verða ólíklegra með tímanum.

Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað
Tillaga Þórdísar Lóu Þórhallsdóttur oddvita Viðreisnar í Reykjavík um að einkaþotum og þyrluflugi á Reykjavíkurflugvelli verði fundinn nýr staður var samþykkt á fundi borgarstjórnar í kvöld eftir að breytingar höfðu verið gerðar á tillögunni af hálfu meirihlutaflokkanna í borgarstjórn.

Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum
Viðreisn í Reykjavík mun á morgun leggja fram tillögu um að breytingar verði gerðar á Reykjavíkurflugvelli, sem snúa að umferð einkaþota og þyrluflugi.

Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna
Verulegar efasemdir voru innan stjórnar Flugleiða á níunda áratugnum um hvort rétt væri að halda áfram flugi til Ameríku. Meirihluti stjórnarinnar hallaðist að því að félagið einbeitti sér að Evrópuflugi og að Ameríkuflugi yrði hætt.

Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina
Samgöngustofa hefur afturkallað tilskipun um takmarkanir á notkun flugbrautar 13/31, austur/vestur braut Reykjavíkurflugvallar, í þágu flugöryggis, sem tók gildi 8. febrúar síðastliðinn. Því má nota brautina á ný eftir nærri sjö vikna lokun.

Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna
Eftir nærri sjö vikna lokun er núna vonast til að hægt verði að opna austur/vestur flugbraut Reykjavíkurflugvallar fyrir almenna flugumferð á miðnætti annaðkvöld. Trjáfellingum í Öskuhlíð lauk síðdegis.

Umdeildu trén á bak og burt og spennandi möguleikar í stöðunni
Starfsfólk Reykjavíkurborgar og verktakar hafa nú lokið við að fella þau 1.600 tré í Öskjuhlíð sem Samgöngustofa gerði kröfu um, svo aflétta mætti takmörkunum á annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar. Yfirmaður skrifstofu borgarlandsins segir fjölmörg tækifæri til að skapa skemmtilegt svæði þar sem trén stóðu áður.

Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg
Hún er sögð falleg á að líta, vel byggð, samsvara sér vel, háfætt, með fagrar línur og rennileg. Í þessu tilviki erum við ekki að tala um manneskju heldur um flugvél.

Trén fallin
Vonir standa til að austur-vestur flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði opnuð á ný í vikunni. Reykjavíkurborg telur sig vera búna að fella þau tré sem nauðsynlegt er að fella.

Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni
Þingmaðurinn Ingibjörg Isaksen nær vart upp í nef sér vegna bókunar meirihlutans í Reykjavík þar sem þeir segja að felling trjáa í Öskjuhlíð sé ekki í þágu borgarbúa. Meirihlutinn vill að ríkið borgi brúasann.

Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga
Fyrirhugað er að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga aðgerðaáætlunar um trjáfellingar í Öskjuhlíð í þágu flugöryggis. Nú þegar er búið að fella 730 tré.

Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis
Sjálfstæðismenn vilja færa skipulagsvald yfir alþjóðaflugvöllum á Íslandi frá sveitarfélögum yfir til ríkisins. Þetta kemur fram í stjórnmálaályktun sem landsfundur Sjálfstæðisflokksins samþykkti um síðustu helgi.

Er seinnivélin komin?
Þegar tengdadóttir mín flutti vestur á Ísafjörð úr Garðabæ, fannst henni áberandi hvað fólk var upptekið af fluginu, hvort væri flugveður, yrði flogið eða það fellt niður. Jafnvel þótt fólk væri ekki að fara nýta sér þessa þjónustu í það skipti. Á Ísafirði er þetta umræðuefni ágæt opnun á samskipti manna á milli í Nettó, flestir eru meðvitaðir og eru tilbúnir í samtalið.

Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar
Samgönguráðherra segir það mjög slæmar fréttir að Icelandair stefni á að hætta áætlanaflugi milli Reykjavíkur og Ísafjarðar eftir sumarið 2026. „Við ætlum að tryggja að það verði flogið til Ísafjarðar eftir lok sumars á næsta ári. Þetta er bara vinna sem ég mun fara í.“

Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar
Icelandair hyggst hætta að fljúga til Ísafjarðarbæjar eftir sumarið 2026. Ástæðan er sérstaða flugvallarins sem leiðir til þess að einungis litlar vélar geti lent þar og vegna framkvæmda í Grænlandi.

Fljúga tveimur vikum lengur
Vegagerðin og flugfélagið Mýflug hafa samið um tveggja vikna framlengingu á áætlunarflugi á milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja.

Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins
„Þessi er bara númer eitt. Ábyggilega með því besta sem hefur verið framleitt,“ segir einn reynslumesti flugvirki Icelandair, Kristján Þór Svavarsson, um Boeing 757-þotuna.

Flugbrautin opnuð á ný
Frá og með morgundeginum verður sjúkraflug um austur-vesturflugbraut Reykjavíkurflugvallar leyft á ný. Brautin hefur verið lokuð í tæpar þrjár vikur.

Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda?
Nú liggur fyrir óumflýjanlegt skógarhögg í Öskjuhlíðinni til að tryggja lífsnauðsynlegt aðgengi að flugvellinum. Þó þetta sé það eina sem er í stöðunni núna er mikilvægt að minna sjálf okkur á að þetta hefði ekki þurft að vera svona.

Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið
Lokið var við að fella um fimm hundruð tré í hæsta forgangi í Öskjuhlíð um helgina. Ekki hefur verið ákveðið hvort það dugi til að opna austur-vestur flugbraut Reykjavíkurflugvallar.

Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar
Þingmenn úr Sjálfstæðisflokki, Miðflokki og Framsóknarflokki hafa lagt fram beiðni um skýrslu frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um lokun austur/vesturbrautar Reykjavíkurflugvallar.

Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar
Þingmaður Samfylkingarinnar hefur lagt til við stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþngis að hún fari fram á stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á lokun annarrar flugbrautar Reykjavíkurflugvallar. Það sé með öllu óásættanlegt að flugbrautinni hafi verið lokað.

Mokum ofan í skotgrafirnar
Það var árið 2016 að Reykjavíkurborg keypti land í Skerjafirði af íslenska ríkinu. Tilgangurinn var að nota þetta frábæra byggingarland fyrir íbúðir í ört stækkandi borg sem Reykjavík sannarlega er. Það var sett í gang samkeppni og tillaga ASK arkitekta stóð upp að mati dómnefndar og vinna gat hafist.

Segja ekki um neitt „tilfinningaklám“ að ræða
Tíu bæjar- og sveitarstjórar mótmæla lokun flugbrautar á Reykjavíkurflugvelli og krefjast þess að hún verði opnuð strax auk þess að tré í Öskjuhlíð, sem skyggja á flugbrautina, verði felld. Þau segja að ekki sé um neitt „tilfinningaklám“ að ræða, líkt og Helga Vala Helgadóttir lögmaður sagði í Silfrinu á RÚV.