
Skallagrímur

Snæfell of stór biti fyrir Skallagrím
Skallagrímur tók á móti Snæfelli í Domino's deild kvenna í dag. Snæfellingar tóku forystuna strax í upphafi og litu aldrei til baka. Lokastaðan 20 stiga sigur gestanna, 67-87.

Þriðji leikhlutinn lagði grunninn að sigri Vals
Valur er með fjögurra stiga forystu á toppi Domino's deildar kvenna eftir 80-63 sigur á Skallagrím er deildarmeistararnir og bikarmeistararnir mættust á Hlíðarenda í kvöld.

Ráðherra og alþingiskona munu lýsa leik Vals og Skallagríms í kvöld
Lýsendur kvöldsins á Valur TV gætu komið með aðra sýn á körfuboltann enda þekkt fyrir allt annað en að lýsa körfuboltaleikjum.

Skallagrímur og Keflavík höfðu betur gegn botnliðunum
Keflavík og Skallagrímur unnu leiki sína í Domino's deild kvenna er liðin höfðu betur gegn Snæfell og KR í annarri umferð deildarinnar eftir kórónuveiruhlé.

Skallagrímur, Fjölnir og Haukar byrja af krafti
Skallagrímur vann ansi öflugan heimasigur á Keflavík í kvöld er Domino's deild kvenna fór aftur af stað. Haukar gerðu góða ferð í Stykkishólm og Fjölnisstúlkur unnu í Kópavogi.

Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Skallagrímur 74-51 | Keflavíkurkonur með öruggan sigur
Keflavíkurkonur unnu öruggan sigur á Skallagrími í Dominos deild kvenna í kvöld.

Óvæntur sigur KR í Keflavík og spennusigur Hauka í Ólafssal
KR gerði sér lítið fyrir og sótti tvö stig til Keflavíkur er liðin mættust í Domino's deild kvenna í kvöld.

Í fjögurra leikja bann fyrir tilraun til að fella barn
Szymon Eugieniusz Nabakowski, fyrrverandi þjálfari í yngri flokkum Skallagríms í körfubolta, var úrskurðaður í fjögurra leikja bann vegna atviks sem leiddi til þess að hann hætti þjálfun hjá félaginu.

Ófært um Kjalarnes og KKÍ frestar tveimur kvennaleikjum í kvöld
Körfuknattleikssamband Íslands hefur ákveðið að seinka tveimur leikjum kvöldsins í Domino's deild kvenna um einn dag.

Bikarmeistararnir ekki í vandræðum með Breiðablik
Skallagrímur vann öruggan sigur á Breiðablik, 80-48, í Domino’s deild kvenna í kvöld er liðin mættust í Borgarnesi. Leikurinn var liður í tólftu umferð deildarinnar.

Þjálfari brá fæti fyrir ungan leikmann ÍR
Szymon Eugieniusz Nabakowski, yngri flokka þjálfari hjá Skallagrími í Borgarnesi, segist munu læra af mistökum sínum þegar hann brá fæti fyrir leikmann ÍR í síðustu viku. Gestirnir í Breiðholti voru með mikla yfirburði gegn Borgnesingum og lét þjálfarinn skapið hlaupa með sig í gönur.

Umfjöllun og viðtöl: Skallagrímur - Keflavík 67-71 | Keflavík rétt náði að halda sigurgöngunni á lofti
Sigurganga Keflavíkur í Domino's deild kvenna hélt áfram í dag þegar þær mörðu sigur á heimakonum í Skallagrími í Borgarnesi, 67-71.

Keflavík kláraði Skallagrím í fjórða leikhluta
Keflavík heimsótti Skallagrím í Dominos deild kvenna í körfubolta í dag og úr varð hörkuleikur þar sem gestirnir höfðu að lokum betur eftir góða frammistöðu í síðasta leikhlutanum.

Sögðu olnbogaskot Nikitu Telesford mjög ljótt
Olnbogaskot Nikitu Telesford í leik Skallagríms og Vals í Domino's deild kvenna voru til umræðu í Domino's Körfuboltakvöldi í gær.

Nikita dæmd í tveggja leikja bann fyrir olnbogaskotin
Skallagrímskonur verða án lykilmanns í næstu tveimur leikjum sínum í Domino´s deildinni.

Guðni nýtti sér afléttingu áhorfendabanns og mætti á Vesturlandsslaginn
Áhorfendur máttu aftur mæta á íþróttaviðburði í gær og forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, nýtti tækifærið og skellti sér í Stykkishólm til að sjá leik Snæfells og Skallagríms í Domino's deild kvenna.

Breiðablik afgreiddi KR í síðari hálfleik og Skallagrímur hafði betur í grannaslagnum
Breiðablik vann öruggan sigur á botnliði KR og Skallagrímur hafði betur gegn grönnum sínum í Snæfæll í Domino's deild kvenna í kvöld.

Gaf Hildi tvö olnbogaskot á innan við mínútu og var rekin út úr húsi
Olnboganir flugu í leik Skallagríms og Vals í kvennakörfunni í gær. Hér má sjá þegar íslenski landsliðsmiðherjinn fékk að finna fyrir því í Fjósinu.

Fullt hús hjá Keflavík og góðir sigrar Hauka og Skallagríms
Domino’s deild kvenna rúllaði aftur af stað í kvöld eftir landsleikjahlé. Haukar höfðu betur gegn Breiðabliki í Kópavogi, Skallagrímur rúllaði yfir KR og Keflavík er á toppnum eftir sigur í Stykkishólmi.

Keflavík áfram með fullt hús og Haukasigur í Borgarnesi
Keflavík er áfram á toppi Domino’s deildar kvenna eftir að liðið vann sjötta sigurinn, af sex mögulegum, er liðið bar sigur úr býtum gegn botnliði KR, 104-87. Á sama tíma unnu Haukar 65-59 sigur á Skallagrími í Borgarnesi.

Breiðablik hafði betur gegn bikarmeisturunum
Annar sigur Breiðabliks í Domino’s deild kvenna kom í kvöld gegn bikarmeisturunum í Skallagrími. Kópavogsliðið vann þá 71-64 sigur eftir að hafa verið undir í hálfleik, 36-34.

Keflavík og Skallagrímur á sigurbraut
Tveimur leikjum er nýlokið í Dominos deild kvenna í körfubolta.

Sigrún Sjöfn: Varnarleikur Vals er sjaldséður hér á Íslandi
Valur kjöldró stelpurnar frá Borgarnesi 91-58. Skallagrímur byrjaði leikinn ágætlega og komst yfir í upphafi leiks en í stöðunni 5 - 12 Skallagrím í vil tók Valur leikhlé og snéri taflinu algjörlega við og endaði á að vinna með 33. stiga mun.

Umfjöllun og viðtöl: Valur - Skallagrímur 91-58 | Íslandsmeistarnir skelltu bikarmeisturunum
Það liðu 102 frá því að Dominos deild kvenna fór síðast fram. Íslandsmeistarar Vals fengu bikarmeistarana Skallagrím í heimsókn og búist var við hörku leik.

Sigrún Sjöfn: Ég tek þessi tvö stig
Sigrún Sjöfn Ámundadóttir var ekki himinlifandi með frammistöðu liðsins síns, Skallagríms, í kvöld en liðið Hauka í Hafnarfirði naumlega, 51-54.

Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Skallagrímur 51-54 | Bikarmeistararnir byrja á sigri
Haukar tóku á móti bikarmeisturum Skallagríms í 1. umferð Domino's deildar kvenna í körfubolta. Bæði lið ætla sér stóra hluti í vetur.

Spáin fyrir Domino´s deild kvenna 2020-21: Tvö lið líklegust til að keppa um deildarmeistaratitilinn (1.-2. sæti)
Domino´s deild kvenna í körfubolta hefst í kvöld með heilli umferð en síðustu daga hefur Vísir verið að spá fyrir um lokaröð liðanna og í dag skoðum við hvaða lið enda í tveimur efstu sætunum.

Umfjöllun og viðtöl: Skallagrímur - Valur 74-68 | Borgnesingar skelltu Íslandsmeisturunum
Bikarmeistararnir höfðu betur gegn Íslandsmeisturunum í Meistarakeppni KKÍ í kvöld.

Sigrún Sjöfn: Töluðum um að gera þetta sem lið
Sigrún Sjöfn Ámundadóttir, fyrirliði Skallagríms, var að vonum ánægð með sigur Skallagríms á Val í Meistarakeppni KKÍ í körfubolta í kvöld.

Fær ekki að spila meira með Skallagrími á þessu ári
Knattspyrnudeild Skallagríms hefur tekið ákvörðun um að Atli Steinar Ingason muni ekki spila meira með liðinu í sumar eftir að hafa orðið uppvís að kynþáttaníði.