Þjálfari brá fæti fyrir ungan leikmann ÍR Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. mars 2021 11:21 Leikmaður ÍR skokkar til baka eftir að hafa sett niður þriggja stiga körfu. Szymon virðist tilbúinn að bregða fæti fyrir leikmanninn. Szymon Eugieniusz Nabakowski, yngri flokka þjálfari hjá Skallagrími í Borgarnesi, segist munu læra af mistökum sínum þegar hann brá fæti fyrir leikmann ÍR í síðustu viku. Gestirnir í Breiðholti voru með mikla yfirburði gegn Borgnesingum og lét þjálfarinn skapið hlaupa með sig í gönur. Atvikið, sem sjá má í myndbandinu að neðan, hefur vakið mikla athygli í körfuboltaheiminum. Eftir vel útfærða sókn ÍR-inga skorar einn leikmanna liðsins þriggja stiga körfu úti við hliðarlínu við varamannabekk Skallagríms. Varð munur liðanna þá fimmtíu stig og missti þjálfarinn stjórn á skapi sínu, eins og hann kemst sjálfur að orði. Þegar leikmaður ÍR skokkar til baka bregður Szymon fæti fyrir hann. Drengurinn féll þó ekki til jarðar en vel vakandi dómari tók eftir bragði þjálfarans og rak hann úr húsi. Szymon tjáir sig um atvikið í hópnum Dominos-spjallið á Facebook þar sem körfuknattleiksunnendur skiptast á skoðunum um allt það sem kemur íþróttinni við. Hann segir ákvörðun dómarans að vísa sér úr húsi hafa verið hárrétta. Vissi strax hversu mikil skita þetta var „Ég er þakklátur að við áttum einn dómara með dómaraþekkingu sem brást rétt við en það er ekki alltaf gefins úti á landi,“ segir Szymon. Hann hafi ekki átt skilið að vera inni á vellinum. „Ég fór inn í klefa og vissi strax hversu mikil skita þetta var.“ Hann sé mikill keppnismaður, langi alltaf til að vinna og sé mikil tilfinningavera þegar komi að körfuboltanum. Svona hegðun eigi þó ekki heima í þjálfun. Hann hafi strax eftir leik beðið ÍR-strákana afsökunar og þjálfara þeirra sem og dómara leiksins. „Ég vissi strax eftir leik að þetta (væri) hlægileg hegðun og eitthvað sem var ekki í lagi. Þegar ég kem heim þá tala ég við kærustu mína og segi henni strax að ég á að segja upp og finna út úr þessu og vinna í sjálfum mér. Daginn eftir talaði ég við Skallagrím og við tökum ákvörðun um að ég hætti að þjálfa. Ég elska að þjálfa og mun halda áfram að gera það en ég veit að svona má ekki gerast aftur og ég mun vinna í sjálfum mér til að verða betri.“ Samkvæmt upplýsingum fréttastofu var það sameiginleg ákvörðun körfuknattleiksdeildar og Szymons að hann léti af störfum. Hneyksluð á viðbrögðum Viðbrögðin í Dominos-spjallinu standa ekki á sér. Upp til hópa hrósar körfuboltaáhugafólk Szymon fyrir viðbrögðin. Ekki eru þó allir sáttir og meðal þeirra er Elín Lára Reynisdóttir, þjálfari yngri flokka hjá Breiðablik, er þeirrar skoðunar að fólk eigi að hætta að hrósa Szymon fyrir viðbrögðin. „Nenniði plís að hætta láta eins og þessi maður sé einhver hetja fyrir að biðjast afsökunar á að reyna viljandi að slasa barn í miðjum leik? Það er algjört skíta lágmark. Þetta er ekkert „hlægileg hegðun“ eða að missa hausinn „í hita leiksins“. Í guðanna bænum fáum smá standard.“ Nenniði plís að hætta láta eins og þessi maður sé einhver hetja fyrir að biðjast afsökunar á að reyna viljandi að slasa barn í miðjum leik? Það er algjört skíta lágmark. Þetta er ekkert „hlægileg hegðun“ eða að missa hausinn „í hita leiksins“. Í guðanna bænum fáum smá standard. pic.twitter.com/w6LxAk8y9C— Elín Lára Reynisdóttir (@ElinLaraRey) February 27, 2021 Borgarbyggð Körfubolti Skallagrímur ÍR Íþróttir barna Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Fleiri fréttir Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ „Ég breytist í draug, reyni að brosa en græt alltaf innra með mér“ Silja sú fyrsta og eina til þessa: „Ég er íþróttasjúk“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands „Donald Trump er algjör hálfviti“ Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Dagskráin í dag: Big Ben fylgir á eftir stórleikjum í Bónus deildinni Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Sjá meira
Atvikið, sem sjá má í myndbandinu að neðan, hefur vakið mikla athygli í körfuboltaheiminum. Eftir vel útfærða sókn ÍR-inga skorar einn leikmanna liðsins þriggja stiga körfu úti við hliðarlínu við varamannabekk Skallagríms. Varð munur liðanna þá fimmtíu stig og missti þjálfarinn stjórn á skapi sínu, eins og hann kemst sjálfur að orði. Þegar leikmaður ÍR skokkar til baka bregður Szymon fæti fyrir hann. Drengurinn féll þó ekki til jarðar en vel vakandi dómari tók eftir bragði þjálfarans og rak hann úr húsi. Szymon tjáir sig um atvikið í hópnum Dominos-spjallið á Facebook þar sem körfuknattleiksunnendur skiptast á skoðunum um allt það sem kemur íþróttinni við. Hann segir ákvörðun dómarans að vísa sér úr húsi hafa verið hárrétta. Vissi strax hversu mikil skita þetta var „Ég er þakklátur að við áttum einn dómara með dómaraþekkingu sem brást rétt við en það er ekki alltaf gefins úti á landi,“ segir Szymon. Hann hafi ekki átt skilið að vera inni á vellinum. „Ég fór inn í klefa og vissi strax hversu mikil skita þetta var.“ Hann sé mikill keppnismaður, langi alltaf til að vinna og sé mikil tilfinningavera þegar komi að körfuboltanum. Svona hegðun eigi þó ekki heima í þjálfun. Hann hafi strax eftir leik beðið ÍR-strákana afsökunar og þjálfara þeirra sem og dómara leiksins. „Ég vissi strax eftir leik að þetta (væri) hlægileg hegðun og eitthvað sem var ekki í lagi. Þegar ég kem heim þá tala ég við kærustu mína og segi henni strax að ég á að segja upp og finna út úr þessu og vinna í sjálfum mér. Daginn eftir talaði ég við Skallagrím og við tökum ákvörðun um að ég hætti að þjálfa. Ég elska að þjálfa og mun halda áfram að gera það en ég veit að svona má ekki gerast aftur og ég mun vinna í sjálfum mér til að verða betri.“ Samkvæmt upplýsingum fréttastofu var það sameiginleg ákvörðun körfuknattleiksdeildar og Szymons að hann léti af störfum. Hneyksluð á viðbrögðum Viðbrögðin í Dominos-spjallinu standa ekki á sér. Upp til hópa hrósar körfuboltaáhugafólk Szymon fyrir viðbrögðin. Ekki eru þó allir sáttir og meðal þeirra er Elín Lára Reynisdóttir, þjálfari yngri flokka hjá Breiðablik, er þeirrar skoðunar að fólk eigi að hætta að hrósa Szymon fyrir viðbrögðin. „Nenniði plís að hætta láta eins og þessi maður sé einhver hetja fyrir að biðjast afsökunar á að reyna viljandi að slasa barn í miðjum leik? Það er algjört skíta lágmark. Þetta er ekkert „hlægileg hegðun“ eða að missa hausinn „í hita leiksins“. Í guðanna bænum fáum smá standard.“ Nenniði plís að hætta láta eins og þessi maður sé einhver hetja fyrir að biðjast afsökunar á að reyna viljandi að slasa barn í miðjum leik? Það er algjört skíta lágmark. Þetta er ekkert „hlægileg hegðun“ eða að missa hausinn „í hita leiksins“. Í guðanna bænum fáum smá standard. pic.twitter.com/w6LxAk8y9C— Elín Lára Reynisdóttir (@ElinLaraRey) February 27, 2021
Borgarbyggð Körfubolti Skallagrímur ÍR Íþróttir barna Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Fleiri fréttir Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ „Ég breytist í draug, reyni að brosa en græt alltaf innra með mér“ Silja sú fyrsta og eina til þessa: „Ég er íþróttasjúk“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands „Donald Trump er algjör hálfviti“ Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Dagskráin í dag: Big Ben fylgir á eftir stórleikjum í Bónus deildinni Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Sjá meira