Fylkir

Sjáðu mörkin: Fyrsti sigur Tindastóls, Blikar aftur á sigurbraut, Valur marði Fylki og öll hin
Alls fór heil umferð fram í Pepsi Max deild kvenna í knattspyrnu í gær. Hér að neðan má sjá öll mörk umferðarinnar.

Umfjöllun og viðtöl: Valur - Fylkir 1-0 | Valur aftur á sigurbraut
Valskonur komu sér aftur á sigurbraut í dag með eins marks sigri á Fylki. Mist Edvardsdóttir gerði markið sem skildi liðin af og niðurstaðan 1-0 sigur Vals.

Sjáðu mörk KA á Dalvík, glórulausa tæklingu Páez og mörkin í jafntefli Fylkis og KR í Lautinni
Tveir leikir fóru fram í Pepsi Max deild karla í gærkvöld. Hér að neðan má sjá öll mörkin sem og fáránlega tæklingu Octavio Páez, leikmanns Leiknis Reykjavíkur, sem fékk verðskuldað rautt spjald í kjölfarið.

Arnór Borg: Hefði átt að klára þetta
Arnór Borg Guðjohnsen, sóknartengiliður Fylkis, brást bogalistin á vítapunktinum í 1-1 jafntefli við KR í Árbæ í kvöld. Hann segir Fylki hafa átt skilið að taka öll stigin þrjú.

HK og Grótta með yfirhöndina
HK og Grótta eru með yfirhöndina eftir fyrri leikina í umspilsleikjum um sæti í Olís-deild kvenna á næstu leiktíð.

Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - KR 1-1 | Vítaklúður Arnórs Borg dýrkeypt
Fylkir og KR skildu jöfn 1-1 í þriðju umferð Pepsi Max-deild karla í Árbæ í kvöld. Fylkismenn voru nær því að taka stigin þrjú.

Fjolla Shala til liðs við Fylki
Fjolla Shala hefur samið við Fylki um að leika með liðinu næstu tvö árin hið minnsta. Frá þessu var greint á Facebook-síðu Fylkis fyrr í kvöld.

Bent gefur út nýtt Fylkislag
Tónlistarmaðurinn Ágúst Bent mætti í morgun til þeirra Harmageddon bræðra Frosta og Mána á X-977 og frumflutti þar nýtt stuðningslag Fylkis.

Leik Fylkis og Tindastóls frestað
Mótanefnd KSÍ hefur samþykkt sameiginlega ósk Fylkis og Tindastóls um að fresta leik félaganna í Pepsi Max deild kvenna sem var á dagskrá þriðjudaginn 11. maí.

Sjáðu dramatíkina úr leikjum gærkvöldsins
Þrír leikir fóru fram í Pepsi Max deild karla í gærkvöldi en allir enduðu þeir með jafntefli. Alls voru tólf mörk skoruð í leikjunum þremur.

Umfjöllun og viðtöl: HK - Fylkir 2-2 | HK krækti í jafntefli í blálokin
Jafntefli 2-2. Fylkir vann sinn fyrsta sigur í Pepsi Max deildinni þetta árið. Djair Terraii Carl Parfitt-Williams gerði bæði mörk Fylkis sem voru mjög sambærileg og bæði í upphafi hvers hálfleiks. Stefán Ljubicic minnkaði muninn í 1-2 með góðum skalla. Ásgeir Marteinsson kom inn á sem varamaður og jafnaði leikinn úr ótrúlegri aukaspyrnu frá löngu færi og niðurstaðan 2 -2 jafntefli.

Ungt lið og mikilvægt að þeim líði ekki eins og þetta sé allt þeim að kenna
Margrét Lára Viðarsdóttir og Árni Freyr Guðnason voru sammála um það að Kjartan Stefánsson, þjálfari Fylkis, hefði átt að axla ábyrgð á 9-0 tapinu gegn Breiðabliki í stað þess að bauna á leikmenn sína.

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - Fylkir 9-0 | Meistararnir sýndu fram á geigvænlegan mun
Íslandsmeistarar Breiðabliks unnu risasigur á Fylki, 9-0, í fyrstu umferð Pepsi Max-deildar kvenna í fótbolta á Kópavogsvelli í kvöld.

„Þær fóru ekki eftir neinum fyrirmælum“
„Þetta var slæmt tap en líklegast lærdómsríkt. Við gerðum ansi mörg mistök sem að maður vill ekki sjá,“ sagði Kjartan Stefánsson, þjálfari Fylkis, eftir ótrúlegt 9-0 tap liðsins gegn Breiðabliki í fyrstu umferð Pepsi Max-deildar kvenna í fótbolta í kvöld.

Berglind í Árbæinn og Guðný á Suðurlandið
Fylkir og Selfoss hafa sótt liðsstyrk stundarfjórðungi áður en Pepsi Max-deild kvenna fer af stað.

Birkir í hópi sextán bestu eftir gullmark
Gullmark gerði það að verkum að Birkir Eyþórsson er kominn með liði Virginia Tech í 16-liða úrslit efstu deildar bandaríska háskólafótboltans.

Spá um 3. og 4. sæti í Pepsi Max kvenna: Blómatíð í Árbæ og Akureyringar upp kirkjutröppurnar
Það styttist í Pepsi Max deild kvenna í knattspyrnu og Vísir telur niður í Íslandsmótið með spá um lokaröð liðanna. Í dag eru það þriðja og fjórða sætið sem eru tekin fyrir.

Sjáðu mörk FH ásamt rauðu spjöldunum sem Fylkir og Stjarnan fengu
Það var ekki boðið upp á markasúpu í Pepsi Max-deild karla í knattspyrnu í gær. Hér að neðan má sjá bæði mörk FH sem og rauðu spjöldin sem Fylkir og Stjarnan fengu.

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - FH 0-2 | Klaufaleg brot urðu Fylki að falli
Matthías Vilhjálmsson skoraði í sínum fyrsta leik með FH í áratug þegar liðið vann Fylki 2-0 í Árbæ í fyrstu umferð Pepsi Max-deildarinnar í fótbolta.

„Engin stig fyrir kennitölur“
„Ég held að það væru mörg rauð spjöld ef þetta ætti að vera svona,“ sagði Atli Sveinn Þórarinsson, þjálfari Fylkis, um vendipunktinn í tapleik liðsins gegn FH í Pepsi Max-deildinni í kvöld. Unnar Steinn Ingvarsson fékk þá tvö gul spjöld með skömmu millibili og þar með rautt.

Sigurvegarar síðasta sumars: Djair reyndi oftast að sóla menn
Djair Parfitt-Williams var óhræddur við það að taka menn á í Pepsi Max deild karla í fótbolta síðasta sumar.

Pepsi Max-spáin 2021: Engin lalalala-læti án Valdimars
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fylki 8. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar.

Tveir Fylkismenn byrja í banni og bönn taka gildi fyrr
Knattspyrnusamband Íslands hefur tilkynnt aðildarfélögum sínum um breytingar á reglugerð um aga- og úrskurðarmál.

Enskur framherji til Fylkis
Fylkismenn hafa bætt nýjum sóknarmanni við leikmannahóp sinn fyrir átökin í Pepsi Max deildinni í sumar.

Fylkir fær leikmann á láni frá Val
Hin unga og efnilega Emma Steinsen Jónsdóttir mun leika með Fylki í Pepsi Max-deild kvenna í sumar. Hún er annar leikmaðurinn sem Fylkir sækir á skömmum tíma sem lék með Gróttu á síðustu leiktíð.

Leikmaður Fylkis smitaður
Leikmaður karlaliðs Fylkis er smitaður af kórónuveirunni en liðið mætti Stjörnunni í Lengjubikarnum á laugardaginn.

Stjarnan snéri taflinu við og er komin í undanúrslit
Stjörnumenn eru komnir í undanúrslit Lengjubikarsins eftir 4-2 sigur gegn Fylki á Samsungvellinum í dag. Gestirnir skoruðu fyrstu tvö mörk leiksins, en fjögur mörk Stjörnumanna tryggðu þeim farseðilinn í undanúrslitin.

Cecilía til Örebro: „Handviss um að hún muni spila með einu af bestu liðum Evrópu“
Hin 17 ára gamla Cecilía Rán Rúnarsdóttir, landsliðsmarkvörður í fótbolta, er farin út í atvinnumennsku. Hún er þegar mætt til Svíþjóðar og orðin leikmaður Örebro, rétt eins og fyrrverandi fyrirliði hennar hjá Fylki.

Fyrirliði Fylkis sá rautt fyrir að klípa í pung Olivers
Ragnar Bragi Sveinsson, fyrirliði Fylkis, fékk rautt spjald í 2-1 tapi liðsins gegn Breiðabliki i Lengjubikar karla fyrr í dag. Spjaldið fékk hann fyrir að klípa í pung Olivers Sigurjónssonar, leikmanns Breiðabliks.

Breiðablik með fullt hús stiga og stórsigrar hjá Keflavík og HK
Breiðablik er komið áfram í átta liða úrslit Lengjubikarsins eftir 2-1 sigur á Fylki í fjórða riðli A-deildar karla.