Umfjöllun og viðtöl: Valur - Fylkir 1-1 | Fylkismenn sóttu stig á Hlíðarenda Sverrir Mar Smárason skrifar 27. júní 2021 22:23 Vísir/Hulda Margrét Valsmenn fengu Fylkir í heimsókn á Origo völlinn í kvöld. Um 750 áhorfendur mættu og mikil stemning í stúkunni. Lokatölur 1-1, en jöfnunarmark Fylkismanna kom í blálokin. Fyrri hálfleikur var ansi daufur og hvorugt liðið náði að skapa sér almennileg færi framan af. Djair Parfitt-Williams klúðraði ótrúlegu færi fyrir opnu marki undir lok hálfleiksins en staðan var jöfn í hálfleik 0-0. Seinni hálfleikurinn var töluvert líflegri. Haukur Páll kom heimamönnum yfir þegar hann skallaði boltann inn eftir hornspyrnu frá Birki Heimissyni á 55.mínútu. Valsmenn fengu þónokkur góð færi og enn fleiri góðar stöður sem þeir náðu ekki að nýta nægilega vel. Fylkisliðið gafst ekki upp og á 89.mínútu náðu þeir loksins að skora eftir gott samspil varamannanna Arnórs Borg og Þórðar Gunnars. Arnór Borg lagði boltann undir Hannes í markinu, 1-1 lokatölur og í annað skipti í sumar sem Valur fá á sig jöfnunarmark á lokamínútum leikja á heimavelli. Af hverju var jafntefli? Liðin náðu ekki að nýta þær góðu stöður sem sköpuðust. Valsmenn fengu mörg færi til þess að klára leikinn eftir að hafa komist yfir en inn vildi boltinn ekki. Einbeitingarleysi í vörn Vals og frábært spil varamanna Fylkis varð svo að jöfnunarmarki og skildu liðin jöfn. Hverjir stóðu upp úr? Erfitt að velja hverjir stóðu upp úr í kvöld. Rasmus og Hedlund voru með Jordan Brown í góðri gæslu og Birkir Már var einnig öflugur varnarlega. Birkir Heimisson var lúsiðinn á miðju Vals og tók um 30 horn og aukaspyrnur í leiknum. Fylkis megin var Ragnar Bragi, fyrirliði, mjög öflugur og sóknarmennirnir Djair og Orri Hrafn voru hættulegir. Hvað gekk illa? Ákvarðanir voru slæmar í dag. Valsmenn fengu urmul tækifæra á að sækja hratt á fáa varnarmenn en náðu ekki að gera sér mat úr því. Það gekk heldur ekki vel að búa til færi. Fylkir gekk ekki vel að brjóta niður vörn Vals og skapa sér færi. Spiluðu fínt út á miðjum velli en ekki eftir það. Hvað gerist næst? Valsmenn fá FH í heimsókn fimmtudaginn 1. júlí. Þeir halda sæti sínu á toppi deildarinnar í bili. Fylkir fá viku í frí og spila svo við HK á Wurth-vellinum 4.júlí. Heimir Guðjónsson: Þriðja skiptið sem við fáum jöfnunarmark í lokin Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, var svekktur að missa leikinn niður í jafntefli.Vísir/Vilhelm „Svekkjandi að fá á sig mark í lokin í þriðja skiptið held ég örugglega. Við hefðum getað lokað þessum leik með marki númer tvö en gerðum það ekki. Mestu vonbrigðin eru þau að við höfum ekki getað haldið boltanum betur síðustu 15-20 mínúturnar“ sagði Heimir Guðjónsson strax eftir leik. Haukur Páll, fyrirliði, fór útaf þegar 20 mínútur voru eftir. Heimir segir hann vera meiddann. „Það var ekki í boði (að halda honum lengur inná), Haukur bað um skiptingu og hefur verið tæpur.“ Heimir hefur áhyggjur af því að liðið sé að fá mörk á sig í lok leikja. „Já það er klárt, það er áhyggjuefni. Við erum búnir að tala um þetta og við þurfum að leysa þetta. Í þessari íþrótt þá verðuru að hafa eitthvað drápseðli ef þú ætlar að vinna eitthvað.“ Pepsi Max-deild karla Valur Fylkir Tengdar fréttir Ólafur Stígsson: „Flautað af þegar við erum komnir einir í gegn“ Ólafur Stígsson, aðstoðarþjálfari Fylkis, var bæði sáttur og súr með 1-1 jafntefli sinna manna gegn Val á Origo vellinum í kvöld. 27. júní 2021 21:49
Valsmenn fengu Fylkir í heimsókn á Origo völlinn í kvöld. Um 750 áhorfendur mættu og mikil stemning í stúkunni. Lokatölur 1-1, en jöfnunarmark Fylkismanna kom í blálokin. Fyrri hálfleikur var ansi daufur og hvorugt liðið náði að skapa sér almennileg færi framan af. Djair Parfitt-Williams klúðraði ótrúlegu færi fyrir opnu marki undir lok hálfleiksins en staðan var jöfn í hálfleik 0-0. Seinni hálfleikurinn var töluvert líflegri. Haukur Páll kom heimamönnum yfir þegar hann skallaði boltann inn eftir hornspyrnu frá Birki Heimissyni á 55.mínútu. Valsmenn fengu þónokkur góð færi og enn fleiri góðar stöður sem þeir náðu ekki að nýta nægilega vel. Fylkisliðið gafst ekki upp og á 89.mínútu náðu þeir loksins að skora eftir gott samspil varamannanna Arnórs Borg og Þórðar Gunnars. Arnór Borg lagði boltann undir Hannes í markinu, 1-1 lokatölur og í annað skipti í sumar sem Valur fá á sig jöfnunarmark á lokamínútum leikja á heimavelli. Af hverju var jafntefli? Liðin náðu ekki að nýta þær góðu stöður sem sköpuðust. Valsmenn fengu mörg færi til þess að klára leikinn eftir að hafa komist yfir en inn vildi boltinn ekki. Einbeitingarleysi í vörn Vals og frábært spil varamanna Fylkis varð svo að jöfnunarmarki og skildu liðin jöfn. Hverjir stóðu upp úr? Erfitt að velja hverjir stóðu upp úr í kvöld. Rasmus og Hedlund voru með Jordan Brown í góðri gæslu og Birkir Már var einnig öflugur varnarlega. Birkir Heimisson var lúsiðinn á miðju Vals og tók um 30 horn og aukaspyrnur í leiknum. Fylkis megin var Ragnar Bragi, fyrirliði, mjög öflugur og sóknarmennirnir Djair og Orri Hrafn voru hættulegir. Hvað gekk illa? Ákvarðanir voru slæmar í dag. Valsmenn fengu urmul tækifæra á að sækja hratt á fáa varnarmenn en náðu ekki að gera sér mat úr því. Það gekk heldur ekki vel að búa til færi. Fylkir gekk ekki vel að brjóta niður vörn Vals og skapa sér færi. Spiluðu fínt út á miðjum velli en ekki eftir það. Hvað gerist næst? Valsmenn fá FH í heimsókn fimmtudaginn 1. júlí. Þeir halda sæti sínu á toppi deildarinnar í bili. Fylkir fá viku í frí og spila svo við HK á Wurth-vellinum 4.júlí. Heimir Guðjónsson: Þriðja skiptið sem við fáum jöfnunarmark í lokin Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, var svekktur að missa leikinn niður í jafntefli.Vísir/Vilhelm „Svekkjandi að fá á sig mark í lokin í þriðja skiptið held ég örugglega. Við hefðum getað lokað þessum leik með marki númer tvö en gerðum það ekki. Mestu vonbrigðin eru þau að við höfum ekki getað haldið boltanum betur síðustu 15-20 mínúturnar“ sagði Heimir Guðjónsson strax eftir leik. Haukur Páll, fyrirliði, fór útaf þegar 20 mínútur voru eftir. Heimir segir hann vera meiddann. „Það var ekki í boði (að halda honum lengur inná), Haukur bað um skiptingu og hefur verið tæpur.“ Heimir hefur áhyggjur af því að liðið sé að fá mörk á sig í lok leikja. „Já það er klárt, það er áhyggjuefni. Við erum búnir að tala um þetta og við þurfum að leysa þetta. Í þessari íþrótt þá verðuru að hafa eitthvað drápseðli ef þú ætlar að vinna eitthvað.“
Pepsi Max-deild karla Valur Fylkir Tengdar fréttir Ólafur Stígsson: „Flautað af þegar við erum komnir einir í gegn“ Ólafur Stígsson, aðstoðarþjálfari Fylkis, var bæði sáttur og súr með 1-1 jafntefli sinna manna gegn Val á Origo vellinum í kvöld. 27. júní 2021 21:49
Ólafur Stígsson: „Flautað af þegar við erum komnir einir í gegn“ Ólafur Stígsson, aðstoðarþjálfari Fylkis, var bæði sáttur og súr með 1-1 jafntefli sinna manna gegn Val á Origo vellinum í kvöld. 27. júní 2021 21:49
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti