Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - FH 1-4 | 1. deildarliðið niðurlægði Fylki Andri Már Eggertsson skrifar 25. júní 2021 22:08 vísir/bára dröfn FH er komið í undanúrslitin eftir að hafa gengið frá Fylki. Fyrri hálfleikurinn var heldur rólegur, en Selma Dögg Björgvinsdóttir kom FH á bragðið með laglegu marki undir lok fyrri hálfleiks. Í síðari hálfleik voru FH stúlkur með öll völd á vellinum og unnu á endanum 1-4 risa sigur. Fyrstu 45 mínútur leiksins voru heldur tíðinda litlar. Það mátti sjá að það var mikið undir enda miði í undanúrslitin í boði fyrir sigurvegara leiksins. Rannveig Bjarnadóttir fékk dauðafæri þegar tæplega fimmtán mínútur voru liðnar af leiknum en skot hennar fór rétt framhjá markinu. Fylkir þurfti að gera breytingu á liði sínu snemma leiks þegar Stefanía Ragnarsdóttir fór út af vegna meiðsla, inn kom Shannon Simon sem lét nokkuð til sín taka í fyrri hálfleik. Það dróg síðan til tíðinda þegar Selma Dögg Björgvinsdóttir kom FH yfir skömmu fyrir hálfleik. Elísa Lana Sigurjónsdóttir gerði vel í að renna boltanum á Selmu sem var óvölduð inn í teig og kom gestunum yfir. FH bætti við öðru marki snemma í síðari hálfleik. Britney Lawrence fékk skopandi bolta í teignum sem hún smellti í fjær hornið. Leikur Fylkis batnaði ekki þegar Kolbrún Tinna Eyjólfsdóttir fékk að líta beint rautt spjald fyrir að tækla Sigrúnu Ellu Einarsdóttir aftan í sem var komin ein í gegn. Þetta rauða spjald reyndist vera tvöföld refsing þar sem Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir klíndi boltanum í vinkilinn beint úr aukaspyrnunni. FH bætti síðan við marki þegar Arna Sigurðardóttir gerði vel í koma boltanum á Elíni Björgu Norðfjörð Símonardóttir sem skoraði fjórða mark FH. Undir lok leiks gerði Bryndís Arna Níelsdóttir sárabótarmark fyrir Fylki en það var allt of seint og orðið ljóst hverjir væru á leið í undanúrslit. Niðurstaðan 1-4 sigur FH sem er komið í undanúrslit Mjólkurbikarsins. Af hverju vann FH FH spiluðu óaðfinnanlegan leik í kvöld. Það gekk allt upp, þær voru með vel skipulagðan varnarleik sem sá fyrir öllu sem Fylkir gerðu. Sókn FH var frábær þær gerðu vel í að sækja hratt á vörn Fylki ásamt því að nýta sér góðar stöður þegar Fylkir tapaði boltanum á síðasta þriðjungi. Hverjar stóðu upp úr? Það er hægt að taka flest alla leikmenn FH fyrir í þessum dálk. Selma Dögg Björgvinsdóttir átti góðan leik og skoraði fyrsta mark leiksins sem breytti tíðinda litlum leik í sýningu hjá FH. Hvað gekk illa? Varnarleikur Fylkis var í molum. FH var yfir í allri baráttu og voru þær oft á tíðum mjög klaufalegar sem FH gerði vel í að nýta sér. Kolbrún Tinna Eyjólfsdóttir kórónaði slakan dag hjá Fylki með beinu rauðu spjaldi sem endaði með að tvöfaldri refsingu þar sem FH skoraði beint úr aukaspyrnunni. Hvað gerist næst? Fylkir fer norður á Saltpay völlinn næsta þriðjudag þar sem þær mæta Þór/KA klukkan 18:00. Í Lengjudeildinni mætast Víkingur Reykjavík og FH klukkan 19:15 næsta föstudag. Oddur Ingi: Þær voru betri en við á öllum sviðum leiksins Oddur Ingi Guðmundsson aðstoðarþjálfari Fylkis var afar svekktur með sínar stúlkur í kvöld. „Við erum svekktar með niðurstöðuna, við förum norður á þriðjudaginn svo við hættum að hugsa um þennan leik," sagði Oddur. Oddur Ingi var svekktur með flest allt í sínu liði í kvöld. „Þær voru yfir á öllum sviðum leiksins, þær voru bara sterkari á svellinum og tóku okkur á ákveðninni." „Það er ekkert sérstakt sem ég get talað um, við töpuðum boltanum á klaufalegum stöðum á vellinum og ég þarf að horfa á leikinn aftur til að koma með betra svar," sagði Oddur um varnarleik Fylkis. Oddur var ekki sammála um að vanmat væri að ræða heldur var þetta bara einn af þeim leikjum sem ekkert gekk upp. Bryndís og Shannon Simon byrjuðu á bekknum vegna leikjaálags. „Við ætluðum að mæta með ferskt lið í leikinn og stilltum upp því liði sem við töldum best fyrir þennan leik," sagði Oddur að lokum. Mjólkurbikarinn Fylkir FH
FH er komið í undanúrslitin eftir að hafa gengið frá Fylki. Fyrri hálfleikurinn var heldur rólegur, en Selma Dögg Björgvinsdóttir kom FH á bragðið með laglegu marki undir lok fyrri hálfleiks. Í síðari hálfleik voru FH stúlkur með öll völd á vellinum og unnu á endanum 1-4 risa sigur. Fyrstu 45 mínútur leiksins voru heldur tíðinda litlar. Það mátti sjá að það var mikið undir enda miði í undanúrslitin í boði fyrir sigurvegara leiksins. Rannveig Bjarnadóttir fékk dauðafæri þegar tæplega fimmtán mínútur voru liðnar af leiknum en skot hennar fór rétt framhjá markinu. Fylkir þurfti að gera breytingu á liði sínu snemma leiks þegar Stefanía Ragnarsdóttir fór út af vegna meiðsla, inn kom Shannon Simon sem lét nokkuð til sín taka í fyrri hálfleik. Það dróg síðan til tíðinda þegar Selma Dögg Björgvinsdóttir kom FH yfir skömmu fyrir hálfleik. Elísa Lana Sigurjónsdóttir gerði vel í að renna boltanum á Selmu sem var óvölduð inn í teig og kom gestunum yfir. FH bætti við öðru marki snemma í síðari hálfleik. Britney Lawrence fékk skopandi bolta í teignum sem hún smellti í fjær hornið. Leikur Fylkis batnaði ekki þegar Kolbrún Tinna Eyjólfsdóttir fékk að líta beint rautt spjald fyrir að tækla Sigrúnu Ellu Einarsdóttir aftan í sem var komin ein í gegn. Þetta rauða spjald reyndist vera tvöföld refsing þar sem Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir klíndi boltanum í vinkilinn beint úr aukaspyrnunni. FH bætti síðan við marki þegar Arna Sigurðardóttir gerði vel í koma boltanum á Elíni Björgu Norðfjörð Símonardóttir sem skoraði fjórða mark FH. Undir lok leiks gerði Bryndís Arna Níelsdóttir sárabótarmark fyrir Fylki en það var allt of seint og orðið ljóst hverjir væru á leið í undanúrslit. Niðurstaðan 1-4 sigur FH sem er komið í undanúrslit Mjólkurbikarsins. Af hverju vann FH FH spiluðu óaðfinnanlegan leik í kvöld. Það gekk allt upp, þær voru með vel skipulagðan varnarleik sem sá fyrir öllu sem Fylkir gerðu. Sókn FH var frábær þær gerðu vel í að sækja hratt á vörn Fylki ásamt því að nýta sér góðar stöður þegar Fylkir tapaði boltanum á síðasta þriðjungi. Hverjar stóðu upp úr? Það er hægt að taka flest alla leikmenn FH fyrir í þessum dálk. Selma Dögg Björgvinsdóttir átti góðan leik og skoraði fyrsta mark leiksins sem breytti tíðinda litlum leik í sýningu hjá FH. Hvað gekk illa? Varnarleikur Fylkis var í molum. FH var yfir í allri baráttu og voru þær oft á tíðum mjög klaufalegar sem FH gerði vel í að nýta sér. Kolbrún Tinna Eyjólfsdóttir kórónaði slakan dag hjá Fylki með beinu rauðu spjaldi sem endaði með að tvöfaldri refsingu þar sem FH skoraði beint úr aukaspyrnunni. Hvað gerist næst? Fylkir fer norður á Saltpay völlinn næsta þriðjudag þar sem þær mæta Þór/KA klukkan 18:00. Í Lengjudeildinni mætast Víkingur Reykjavík og FH klukkan 19:15 næsta föstudag. Oddur Ingi: Þær voru betri en við á öllum sviðum leiksins Oddur Ingi Guðmundsson aðstoðarþjálfari Fylkis var afar svekktur með sínar stúlkur í kvöld. „Við erum svekktar með niðurstöðuna, við förum norður á þriðjudaginn svo við hættum að hugsa um þennan leik," sagði Oddur. Oddur Ingi var svekktur með flest allt í sínu liði í kvöld. „Þær voru yfir á öllum sviðum leiksins, þær voru bara sterkari á svellinum og tóku okkur á ákveðninni." „Það er ekkert sérstakt sem ég get talað um, við töpuðum boltanum á klaufalegum stöðum á vellinum og ég þarf að horfa á leikinn aftur til að koma með betra svar," sagði Oddur um varnarleik Fylkis. Oddur var ekki sammála um að vanmat væri að ræða heldur var þetta bara einn af þeim leikjum sem ekkert gekk upp. Bryndís og Shannon Simon byrjuðu á bekknum vegna leikjaálags. „Við ætluðum að mæta með ferskt lið í leikinn og stilltum upp því liði sem við töldum best fyrir þennan leik," sagði Oddur að lokum.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti