Stjarnan

Fréttamynd

Stjarnan í vondum málum eftir tap í Ír­landi

Það stefnir í stutt ævintýri hjá 2. flokki Stjörnunnar í UEFA Youth League eftir 3-0 tap ytra gegn University College Dublin frá Írlandi. Liðin mætast aftur í Garðabænum og þurfa heimamenn kraftaverk til að komast áfram.

Fótbolti
Fréttamynd

„Ég get ekki hætt að gráta“

Kanadíski markvörðurinn, Erin McLeod, lék sinn síðasta leik með Stjörnunni á Samsungvellinum í dag. Stjörnukonur enduðu tímabilið með sigri á móti Tindastól, leikurinn fór 2-1 eftir að gestirnir frá Sauðárkróki komust yfir eftir aðeins 30 sekúndur.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Guð­mundur í eins leiks bann en Böðvar sleppur

Guðmundur Kristjánsson, leikmaður Stjörnunnar, hefur verið dæmdur í eins leiks bann vegna höggs sem hann veitti Böðvari Böðvarssyni, leikmanni FH, í leik liðanna á dögunum. Böðvar hafði sett olnbogann í Guðmund skömmu áður en hann fær ekki bann vegna málsins.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Ætlum klár­lega að koma okkur strax aftur upp“

Anita Lind Daníelsdóttir, fyrirliði Keflavíkur, var eðlilega sár og svekkt eftir 4-4 jafntefli liðsins gegn Stjörnunni í næstsíðustu umferð neðri hluta Bestu-deildar kvenna. Úrslitin þýða að Keflavík er fallið úr efstu deild.

Fótbolti
Fréttamynd

Slags­málin send til aga­nefndar

Guðmundur Kristjánsson, leikmaður Stjörnunnar, og Böðvar Böðvarsson, leikmaður FH, geta átt von á leikbanni vegna högga sem þeir skiptust á í leik liðanna í Bestu deild karla í fótbolta í gær.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Draumurinn um efri hlutann úti

Framarar og KA-menn þurfa að sætta sig við að keppa í neðri hluta Bestu deildar karla í fótbolta þetta sumarið. Það var ljóst eftir töp liðanna tveggja í gærkvöld.

Íslenski boltinn