Valur

Fréttamynd

Ánægður með sigurkörfuna: „Hjalti má hafa sína skoðun“

Haukar unnu Val í hörkuskemmtilegum leik þar sem titilinn meistari meistaranna var undir. Bikarmeistararnir í Haukum voru lengstum með yfirhöndina en voru einu stigi undir þegar tvær sekúndur voru eftir. Keira Robinson reyndist hetja gestanna í Origo höllinni með því að skora flautukörfu og tryggja Haukum sigurinn.

Körfubolti
Fréttamynd

Valsmenn áfram eftir öruggan sigur

Valur tryggði sér í dag sæti í 2. umferð Evrópubikars karla í handbolta er liðið vann fimm marka sigur gegn litháíska liðinu Granitas Karys, 28-33, í seinni viðureign liðanna sem fram fór í Litháen.

Handbolti
Fréttamynd

Valur mætir austurrísku meisturunum

Íslandsmeistarar Vals mæta St. Pölten frá Austurríki í 2. umferð Meistaradeildar kvenna í fótbolta. Sigurvegarinn í einvíginu kemst í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.

Fótbolti
Fréttamynd

„Eitthvað sem má alveg tala meira um“

Valur varð í fyrrakvöld Íslandsmeistari kvenna í fótbolta þriðja árið í röð. Tvöföld gleði er fyrir Elísu Viðarsdóttur, fyrirliða liðsins, sem fagnar ekki aðeins titli heldur á von á sínu öðru barni. Þá hvarflar ekki að henni að hætta knattspyrnuiðkun á næstunni, sem hún þakkar brautryðjendum sem á undan komu.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Ekki sami sjarmi en stoltið mikið

Arna Sif Ásgrímsdóttir, varnarmaður Vals, kveðst stolt af árangri liðsins sem varð Íslandsmeistari kvenna í fótbolta þriðja mótið í röð í gærkvöld. Titillinn var vís eftir tap Breiðabliks í gær og segir hún tilfinninguna aðeins frábrugðna, að verða meistarar uppi í sófa.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Við vorum slakir sóknar­lega“

Önnur um­ferð Olís-deildar karla fór af stað með stór­leik í Origo-höllinni þar sem Valur og FH áttust við í kvöld. Leikurinn endaði með eins marks sigri Vals­manna, 27-26. Sigur­steinn Arn­dal, þjálfari FH, telur að það séu þó nokkur at­riði sem megi bæta í leik sinna manna.

Handbolti
Fréttamynd

„Gott að ná að spila svona mikið“

Alexander Petersson spilaði rúman hálftíma og skoraði þrjú mörk þegar hann spilaði fyrsta deildarleik sinn fyrir Val. Alexander sagði að sigur Valsliðsins gegn Víkingi hefði getað verið stærri. 

Handbolti