„Við þekkjum hvort annað algjörlega út og inn“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 16. ágúst 2024 17:45 Elísa Viðarsdóttir tók við Mjólkurbikarnum eftir sigur gegn Breiðablik árið 2022. vísir / vilhelm „Spennustigið er gott, þetta er bara leikurinn sem við höfum öll beðið eftir,“ sagði Elísa Viðarsdóttir sem leiðir Val út á völl í bikarúrslitaleik gegn Breiðablik á Laugardalsvelli í kvöld. Þessi lið hafa barist um titla í marga áratugi og eiga sér langa sögu. Þau hafa unnið sitt hvorn leikinn í deildinni í sumar og dagsformið mun skipta sköpum í kvöld. „Að stilla spennustigið er stór þáttur, æfa vel og vera með létt andrúmsloft en fyrst og fremst halda áfram að gera það sem við erum búnar að vera að gera í deildinni. Þessi lið eru á góðu skriði bæði tvö þannig að við eigum bara von á frábærum leik. Það er nú yfirleitt þannig þegar þessi lið mætast að við þekkjum hvort annað algjörlega út og inn. Þessir leikir ráðast oft á smáatriðum og dagsformi liðanna. Við mætum vel gíraðar inn í leikinn og reynum að spila okkar fótbolta, þá erum við allavega að auka líkurnar á því að við lyftum bikarnum.“ Von á betra veðri og meiri rómantík Leikir liðanna í deildinni hafa farið fram í mikilli rigningu og roki. Það lítur allt út fyrir betri aðstæður í kvöld og mögulega fylgir því fallegri fótbolti. „Mér hefur samt fundist stelpurnar hafa staðið sig ótrúlega vel þrátt fyrir afleitar veðuraðstæður í síðustu tveimur leikjum. Sýnt góð gæði inn á milli en jú, ég er alveg til í að fá einn rómantískan úrslitaleik á Laugardalsvelli í góðu veðri.“ Bikarinn afhentur uppi í stúku Nýjung verður tekin upp eftir leik í kvöld. Verðlaunaafhendingin fer ekki fram niður við hlaupabraut heldur uppi í stúku við hlið áhorfenda. „Það kemur okkur í meiri nánd við stuðningsfólkið og það er fólkið sem við treystum mest á. Ekki bara fyrir Valsara heldur líka fyrir Blika. Við viljum sjá fulla, rauða og græna, stúku.“ Klippa: Elísa Viðarsdóttir ræðir bikarúrslitaleikinn Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Bikarúrslitaleikur Vals og Breiðabliks hefst klukkan 19:15 í kvöld og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Miðasala fer fram hjá Tix. Mjólkurbikar kvenna Valur Breiðablik Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Fleiri fréttir Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Sjá meira
Þessi lið hafa barist um titla í marga áratugi og eiga sér langa sögu. Þau hafa unnið sitt hvorn leikinn í deildinni í sumar og dagsformið mun skipta sköpum í kvöld. „Að stilla spennustigið er stór þáttur, æfa vel og vera með létt andrúmsloft en fyrst og fremst halda áfram að gera það sem við erum búnar að vera að gera í deildinni. Þessi lið eru á góðu skriði bæði tvö þannig að við eigum bara von á frábærum leik. Það er nú yfirleitt þannig þegar þessi lið mætast að við þekkjum hvort annað algjörlega út og inn. Þessir leikir ráðast oft á smáatriðum og dagsformi liðanna. Við mætum vel gíraðar inn í leikinn og reynum að spila okkar fótbolta, þá erum við allavega að auka líkurnar á því að við lyftum bikarnum.“ Von á betra veðri og meiri rómantík Leikir liðanna í deildinni hafa farið fram í mikilli rigningu og roki. Það lítur allt út fyrir betri aðstæður í kvöld og mögulega fylgir því fallegri fótbolti. „Mér hefur samt fundist stelpurnar hafa staðið sig ótrúlega vel þrátt fyrir afleitar veðuraðstæður í síðustu tveimur leikjum. Sýnt góð gæði inn á milli en jú, ég er alveg til í að fá einn rómantískan úrslitaleik á Laugardalsvelli í góðu veðri.“ Bikarinn afhentur uppi í stúku Nýjung verður tekin upp eftir leik í kvöld. Verðlaunaafhendingin fer ekki fram niður við hlaupabraut heldur uppi í stúku við hlið áhorfenda. „Það kemur okkur í meiri nánd við stuðningsfólkið og það er fólkið sem við treystum mest á. Ekki bara fyrir Valsara heldur líka fyrir Blika. Við viljum sjá fulla, rauða og græna, stúku.“ Klippa: Elísa Viðarsdóttir ræðir bikarúrslitaleikinn Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Bikarúrslitaleikur Vals og Breiðabliks hefst klukkan 19:15 í kvöld og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Miðasala fer fram hjá Tix.
Mjólkurbikar kvenna Valur Breiðablik Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Fleiri fréttir Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Sjá meira