Geðheilbrigði

Fréttamynd

Saknar ekki fullrar inn­keyrslu af glæsikerrum

Þórarinn Ævarsson athafnamaður segist hafa snúið blaðinu við eftir að hafa orðið ölvaður af eigin velgengni. Hann starfar nú sem leiðsögumaður í víðum skilningi þess orðs og segist ekki lengur eiga sportbíl heldur gamlan Subaru. Hann segist vilja brjóta á bak aftur tabú um hugvíkkandi efni og telur hugmyndafræði Ikea geta nýst vel í verkið.

Lífið
Fréttamynd

Geð­veikt fjör á Bessa­stöðum

Þriðjudaginn 28. janúar heimsótti Svava Arnardóttir, formaður Geðhjálpar, Bessastaði þar sem forseti Íslands, Halla Tómasdóttir, tók á móti G vítamín geðræktardagatalinu. Með Svövu í för voru þær Erla Rut Mathiesen og Guðný Guðmundsdóttir verkefnastjórar hjá Geðhjálp.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Gerum betur og setjum heilsuna í for­gang

Sífellt fleiri gera sér betur grein fyrir því hvað geðheilbrigði skiptir okkur öll miklu máli með sama hætti og líkamlegt heilbrigði. Landssamtökin Geðhjálp ýttu úr vör í upphafi þorrans árlegu 30 daga geðræktarátaki sem ber heitið G-vítamín og er byggt á Geðorðunum 10 og 14 Lífsorðum Héðins Unnsteinssonar og Þórdísar Rúnarsdóttur.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Svefn - ein dýr­mætasta gjöfin sem þú getur gefið barninu þínu

Á nýju ári skapast oft tækifæri til að fara yfir það gamla sem er liðið, velta fyrir sér hvað hafi gengið vel og hvað má bæta á komandi ári og í þeim efnum er algengt að almenn heilsuefling komi við sögu. Heilsa er ekki bara eitthvað eitt, heldur margir áhrifaþættir sem koma saman.

Skoðun
Fréttamynd

Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt

„Það var ekkert annað í boði en að læra að lifa. Til heiðurs honum þá vil ég lifa hamingjusömu og fallegu lífi,“ segir Lilja Eivor Gunnarsdóttir Cederborg. Lilja býr yfir meiri seiglu heldur en flestir þurfa á ævinni að sýna af sér. Vorið 2023 lést fjögurra ára gamall sonur hennar skyndilega og í langan tíma segist hún hafa verið skelin af sjálfri sér. 

Lífið
Fréttamynd

And­lega upp­sögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“

„Það hljómar svo sem ágætlega að 34 til 36% starfsfólks á vinnumarkaði séu virkir starfsmenn sem svo sannarlega skila sínu, “segir Jón Jósafat Björnsson um niðurstöður sem kynntar voru á vinnustofu sem Dale Carnegie hélt í samvinnu við Mannauðs, félags mannauðsfólks á Íslandi, fyrir skömmu.

Atvinnulíf
Fréttamynd

„Lausa skrúfan“ seld á Akur­eyri

„Lausa skrúfan“ er yfirskrift á átaki hjá Grófinni geðrækt á Akureyri, sem hefst í næsta mánuði í þeim tilgangi að tryggja enn frekar starfsemi Grófarinnar, sem er eina opna geðræktin á Norðurlandi.

Innlent
Fréttamynd

Aldrei of mikið af G-víta­míni

Landssamtökin Geðhjálp ýta úr vör á morgun árlegu 30 daga geðræktarátaki sem ber heitið G vítamín. Þetta er fimmta árið í röð sem Geðhjálp stendur fyrir átakinu sem hefst alltaf á bóndadegi, fyrsta degi í þorra.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Geðheilsu­skatturinn

Um árabil hefur VR stéttarfélag vakið athygli á því misræmi sem er á skattalegri meðferð styrkja stéttarfélaga eftir því til hvers styrkurinn er veittur. Sérstaklega er hrópandi misræmi á milli styrkja sem félagsfólk nýtur eftir því hvort það vill rækta sína andlegu eða líkamlegu heilsu.

Skoðun
Fréttamynd

Hafi ekki fengið nauð­syn­lega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana

Móðir Kolfinnu Eldeyjar Sigurðardóttur, sem var myrt af föður sínum í september, segir að feðginin hafi ætlað sér að leika sér saman með nýtt dót í Hafnarfirði daginn örlagaríka en aldrei skilað sér heim úr þeirri ferð. Enginn sem þekki föðurinn hafi búist við því að hann mynda gera dóttur sinni nokkuð, enda hafi hann elskað hana og gert allt fyrir hana.

Innlent
Fréttamynd

Þungt hljóð í sál­fræðingum sem felldu samning í gær

Sálfræðingar í opinberri þjónustu felldu í gær kjarasamning með 61,2 prósent greiddra atkvæða. Kjörsókn var 76,7 prósent. Pétur Maack Þorsteinsson, formaður Sálfræðingafélags Íslands, segir hljóðið þungt í sálfræðingum sem starfa í opinberri þjónustu. Hann segir félagið nú stefna á að ræða við félagsmenn til að ákvarða næstu skref.

Innlent
Fréttamynd

Hugvíkkandi með­ferðir eru for­tíð okkar, nú­tíð og fram­tíð

Notkun hugvíkkandi efna á Íslandi hefur vakið mikla athygli á síðustu misserum. Hugvíkkandi efni hafa lengi verið notuð í meðferðarskyni, meðal annars meðal frumbyggjaþjóða í S-Ameríku og Afríku. Áhugi vísindafólks og rannsakenda færist svo alltaf í aukana þar sem hugvíkkandi efni sýna fram á ákveðna meðferðarmöguleika og lækningarmátt við geðröskunum á borð við þunglyndi, kvíða, áfallastreituröskun og áfengis- og/eða vímuefnafíknar.

Skoðun
Fréttamynd

Upprætum óttann við óttann

Undanfarin ár hefur verið rætt um aukinn kvíða meðal ungmenna og hefur þetta verið tengt við kórónuveirufaraldurinn og aukna skjánotkun. Þótt fleiri jánki því í könnunum að kvíði sé til staðar, er óljóst hvort kvíðaraskanir séu algengari en verið hefur.

Skoðun
Fréttamynd

Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt

Jovana Pavlovic mannfræðingur hefur sagt skilið við samfélagsmiðla fyrir fullt og allt. Hún segir miðlana hafa haft neikvæð áhrif á andlega heilsu hennar og að þeir hafi verið farnir að hafa einum of mótandi áhrif á samskipti hennar við aðra. Hún segist finna fyrir miklum fráhvarfseinkennum.

Lífið
Fréttamynd

Hugvíkkandi efni: For­vitni um­fram dóm­hörku

Íslendingum finnst yfirleitt eðlilegt að skella í sig nokkrum bjórum á föstudagskvöldi, líða illa á laugardegi og ná sér ekki fyrr en um miðja viku. En um leið og við heyrum um hugvíkkandi efni, eins og sveppi, erum við fljót að dæma þau sem hættuleg fíkniefni. Þetta var líka mín upplifun fyrir nokkrum árum.

Skoðun
Fréttamynd

Ég vil fá boð í þessa veislu!

Það voru eflaust mörg sem ráku upp stór augu yfir veisluatriðinu í Áramótaskaupinu þar sem persónur Pálma Gests, Kötlu Margrétar og Kristbjargar Kjeld útskýra fyrir ungum veislugesti kosti þess að nota hin ýmsu hugvíkkandi efni í meðferðarskyni. Mörgum kann að þykja grínið fjarstæðukennt en önnur vita að slíkar samræður verða æ algengari.

Skoðun
Fréttamynd

Mikil­vægt að and­lát Hjalta yrði ein­hverjum til gagns

Fyrstu styrkirnir úr minningarsjóði Hjalta Þórs Ísleifssonar voru veittir í dag. Móðir Hjalta segir það hafa verið sér mikilvægt að andlát hans yrði einhverjum til gagns. Fallegt hafi verið að heyra vini og kollega minnast Hjalta við afhendinguna.

Innlent
Fréttamynd

„Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“

Í nýrri Grænbók heilbrigðisráðuneytisins um ADHD kemur fram að lyfjameðferð sé beitt í of ríkum mæli og að skýra þurfi betur viðmið fyrir lyfjagjöf til að tryggja að lyf séu aðeins notuð þegar þau eru nauðsynleg. Formaður ADHD samtakanna segir að nokkrar tillögur vinnuhópsins muni valda mikilli ólgu meðal fólks á biðlista eftir greiningu.

Innlent