Vistvænir bílar

Fréttamynd

Myndband: innlit í Rivian verksmiðjurnar

Rivian birti nýlega myndband af verksmiðjum sínum þar sem farið er í gegnum helstu stöðvar bílanna frá því mótun hluta þeirra hefst, sprautun, samsetning og gæðaeftirlit. Auk þess er viðtal við Robert Scaringe, stofnanda og framkvæmdastjóra Rivian.

Bílar
Fréttamynd

ESB heldur sig við bensín- og díselbíla bann

Nýlega kaus Evrópuþingið um að halda áætlun um bann við sölu bensín og dísel bíla frá og með árinu 2035. Upprunalega plön um bannið voru kynnt í júlí í fyrra og hafa þau nú verið staðfest.

Bílar
Fréttamynd

Horft verði til þyngdar í aðgerðum sem eiga að skila ríkissjóði fimmtán milljörðum

Meirihluti fjárlaganefndar leggur til að meðal annars verði horft til þyngdar ökutækja þegar kemur að boðaðri endurskoðun á skattlagningu á umferð og ökutæki. Reiknað er með að flýting á innleiðingu nýrra gjalda vegna umferðar og eldsneytis skili ríkissjóði fimmtán milljörðum á árunum 2023 til 2027. Meirihluti nefndarinnar telur að ekki sé hægt að horfa mikið lengur framhjá því að núverandi fyrirkomulag komi niður á viðhaldi vega.

Innlent
Fréttamynd

Renault Megane E-Tech frumsýndur í dag

Renault við Sævarhöfða frumsýnir í dag laugardag, 11. júní milli kl. 12 og 16, rafbílinn Megane E-Tech sem hefur allt að 470 km drægni. Megane hefur frá upphafi verið einn vinsælasti fjölskyldubíll Renault og hefur nú verið endurhannaður frá grunni að utan sem innan og má segja að um algerlega nýjan bíl sé að ræða, sem hefur þegar verið kjörinn fjölskyldubíll ársins hjá TopGear.

Bílar
Fréttamynd

Myndband: Fyrstu myndir af Polestar 3

Rafbílaframleiðandinn Polestar opinberaði nýlega fyrstu myndina af væntanlegum Polestar 3. Rafjeppling sem ætlað er að auka vöxt og markaðshlutdeild Polestar, sérstaklega í Bandaríkjunum.

Bílar
Fréttamynd

Rimac safnar 500 milljónum evra

Rafbílaframleiðandinn Rimac aflaði sér 500 milljónum evra í fjármögnungarumferð sem meðal annarra Porsche tók þátt í. Porsche á nú um fimmtungs hlut í Rimac. Umferðin tryggir Rimac rúmlega 72 milljarða króna til frekari vaxtar.

Bílar
Fréttamynd

Kia Niro EV væntanlegur

Bílaumboðið Askja hóf í gær forsölu á nýjum rafbíl, Kia Niro EV. Þetta er þriðja kynslóð Kia Niro sem hefur verið einn vinsælasti bíll Kia um allan heim undanfarin ár. Hér á landi hefur hann verið söluhæsta gerð Kia.

Bílar
Fréttamynd

Polestar fjárfestir í StoreDot

Rafbílaframleiðandinn Polestar hefur tilkynnt að félagið hafi fjárfest í StoreDot, frumkvöðlafyrirtæki frá Ísrael sem sérhæfir sig í ofurhraðhleðslu rafhlöðum.

Bílar
Fréttamynd

Um helmingur Breta myndi ekki íhuga rafbíl næsta áratuginn

Um helmingur breskra ökumanna myndi ekki íhuga að skipta yfir í rafbíl, vegna efasemda um drægni þeirra og hleðslu samkvæmt nýrri rannsókn, tryggingafélagsins NFU Mutual. Rannsóknin tók til rúmlega 1000 breskra ökumanna. 45 prósent þátttakenda sögðust ekki geta hugsað sér að skipta dísel eða bensín bíl sínum fyrir rafbíl á næsta áratug.

Bílar
Fréttamynd

Ísland í aðalhlutverki í Hyundai auglýsingu

Kvikmyndatökulið á vegum bílaframleiðandans Hyundai var statt hér á landi fyrr á árinu til að taka upp myndefni þar sem Heimsbíll ársins 2022, Ioniq 5 og jepplingurinn Tucson PHEV voru í aðalhlutverkum.

Bílar
Fréttamynd

Harley-Davidson stöðvar tímabundið smíði bensínmótorhjóla

Sögufrægi mótorhjólaframleiðandinn Harley-Davidson mun stöðva framleiðslu bensín mótorhjóla í tvær vikur vegna vandamála með íhluti frá ónefndum þriðja aðila og reglufylgni. Rafmótorhjól framleiðandans, sem framleidd eru undir merkjum LiveWire verða ekki fyrir áhrifum vegna þessa.

Bílar
Fréttamynd

Rivian klúðrar tilkynningu um afhendingu á R1S

Bandaríski rafbílaframleiðandinn Rivian setti á Twitter reikning sinn mynd af afhendingu á Rivian R1S jeppanum. Mikil eftirvænting hefur verið vegna afhendinga R1S. Myndin þykir frekar vandræðaleg þar sem eigandinn á myndinni er yfirmaður vélbúanaðarþróunar hjá fyrirtækinu, Vidya Rajagopalan.

Bílar
Fréttamynd

Kia EV6 er rafbíll ársins hjá Autocar

Kia EV6 var valinn rafbíll ársins 2022 hjá bílamiðlinum Autocar. Þetta er enn ein rósin í hnappagat EV6 sem hefur sankað að sér verðlaunum síðan bíllinn kom á markað á síðasta ári. Hann var til að mynda valinn Bíll ársins í Evrópu 2022 fyrir skemmstu.

Bílar
Fréttamynd

58,5% aukning nýskráninga á milli ára

Alls voru nýskráðar 2072 bifreiðar í aprílmánuði. Samtals hafa verið nýskráðar 6.396 bifreiðar það sem af er ári. Á sama tíma í fyrra höfðu 4.035 bifreiðar verið nýskráðar, aukning á milli ára er því 58,51%. Toyota var með flestar nýskráningar þegar litið er til tegunda með 409 bíla. Mitsubishi er í öðru sæti með 311 og Hyundai með 230 í þriðja sæti. Upplýsingar eru fengnar af vef Samgöngustofu.

Bílar
Fréttamynd

Myndband: Framkvæmdastjóri Ford skýtur á Tesla

Ford F-150 Lightning er formlega farinn í framleiðslu í hinni sögulegu Rouge verksmiðju Ford og innanhúss hjá Ford er bíllinn talinn jafn mikilvægur og Model T. Jim Farley, framkvæmdastjóri Ford skaut á Tesla við fögnuð vegna upphafs framleiðslu bílsins.

Bílar
Fréttamynd

Hyundai Ioniq 5 er heimsbíll ársins 2022

Rafbíllinn Hyundai Ioniq 5 var valinn heimsbíll ársins 2022 á verðlaunahátíðinni World Car Awards sem fram fór samhliða alþjóðlegu bílasýningunni í New York. Auk þess var Ioniq 5 valinn Rafbíll ársins og hönnun ársins.

Bílar
Fréttamynd

Mercedes-EQ frumsýnir EQS SUV

Mercedes-EQ hefur kynnti til leiks EQS SUV sportjeppling í vikunni. Bíllinn hefur allt að 660 km drægni. EQS SUV sportjepplingurinn býr yfir rými fyrir allt að sjö manns. Líkt og EQS fólksbíllinn hefur hann sama langa hjólhafið sem gerir aksturseiginleika hans einstaka og mikið innanrými. EQS SUV sportjeppinn hefur góða veghæð, búinn loftpúðafjöðrun.

Bílar
Fréttamynd

Myndband: Framkvæmdastjóri Volkswagen í sjálfkeyrandi ID Buzz

Volkswagen kynnti nýlega hinn rafmagnaða ID Buzz. Framleiðandinn hefur nú bætt um betur og kynnt frumútgáfu af sálfkeyrandi ID Buzz sem notast við tækni frá Argo AO. Framkvæmdastjóri Volkswage, Herbert Diess, var um borð á rúntinum í Munch á dögunum.

Bílar
Fréttamynd

Myndband: Nýr smart #1

Rafbíllinn smart #1 var frumsýndur í Berlín síðustu viku. Bíllinn verður fáanlegur bæði fjórhjóladrifinn og afturdrifinn. Uppgefin drægni er 420-440 km.

Bílar