Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024)

Fréttamynd

Dómsmál ráðherra en ekki Lilju

Menntamálaráðherra var í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag krafin svara um ummæli sín í Sprengisandi á sunnudag. Þar ræddi Lilja Alfreðsdóttir um ráðuneytisstjóramálið svokallaða.

Innlent
Fréttamynd

Telur erfitt að skylda fólk í skimun á landamærum

Dómsmálaráðherra segir að erfitt geti reynst að skylda fólk til að fara í skimun fyrir kórónuveirunni á landamærum, horfa þurfi til annarra ráðstafanna þar. Sóttvarnalæknir segir að verið sé að skoða málið frá mörgum hliðum.

Innlent
Fréttamynd

„Ráðherra hefur ekki heimildir til að taka ákvarðanir um einstök mál“

Dómsmálaráðherra segist ekki hafa heimildir til að skipta sér af málefnum senegölsku fjölskyldunnar sem verður að óbreyttu vísað úr landi eftir sjö ára dvöl. Málið sé í höndum kærunefndar útlendingamála sem þurfi við ákvörðun sína að hafa hliðsjón af Barnasáttmála sameinuðu þjóðanna og laga um réttindi barna. Þingmaður Pirata segir óumdeilt að barn sem fæðist hér og elst upp um árabil, sé Íslendingur. 

Innlent
Fréttamynd

Telur konur fá harðari gagnrýni þegar þær brjóta jafnréttislög

Menntamálaráðherra ætlar að birta öll gögn sem tengjast ráðningu ráðuneytisstjóra í mennta-og menningarmálaráðuneytinu þegar niðurstaða fæst í kærumáli hennar. Hún bendir á að Viðreisn hafi gagnrýnt sig harkalega á meðan  formaður flokksins sé systir umsækjanda um stöðuna. 

Innlent
Fréttamynd

Er biðinni eftir rétt­læti lokið?

Nú um nokkurt skeið hefur Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, talað mikið um þann árangur sem ríkisstjórn hennar hefur náð til að bæta kjör þeirra sem minnst hafa milli handanna.

Skoðun
Fréttamynd

„Eins og veikindin séu ekki nóg"

Ráðuneyti vísa á hvort annað eða á sveitarfélag þaðan sem engin svör fást í máli konu með MS- sjúkdóminn sem hefur verið á stofnunum í tæpt ár vegna úrræðaleysis í húsnæðismálum. Baráttan við kerfið er farið að taka á heilsu konunnar.

Innlent