Skipaflutningar

Fréttamynd

Senda kafara til að kanna hugsan­legar skemmdir

Hollenska flutningaskipið Wilson Skaw sem strandaði á Húnaflóa á þriðjudaginn og varðskipið Freyja liggja nú úti á Steingrímsfirði á Ströndum. Ásgeir Erlendsson upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar segir aðgerðir hingað til hafa gengið vel.

Innlent
Fréttamynd

„Við þurftum að fara svolítið varlega“

Flutningaskipinu Wilson Skaw var komið á flot í morgun. Skipherra á Freyju segir að björgunaraðgerðir hafi gengið hratt og vel. Nú sé skipið í rólegu togi þar til hægt verður að skoða það betur í skjóli. Það líti þó vel út eins og er.

Innlent
Fréttamynd

Wilson Skaw komið á flot

Flutningaskipinu Wilson Skaw var komið á flot á tíunda tímanum í morgun. Varðskipið Freyja fikrar sig nú hægt áfram með skipið en nokkuð er um blindsker á svæðinu. 

Innlent
Fréttamynd

2.000 tonn af salti og 195 tonn af olíu um borð

Engin merki eru um olíuleka frá flutningaskipinu Wilson Skaw sem strandaði við Ennishöfða í Húnaflóa í gær. Tæplega tvö þúsund tonn af salti og 195 af olíu eru um borð í skipinu. Útlit er fyrir að létta þurfi skipið áður en ráðist verður í björgun þess og ljóst er að það verður ekki fært strax.

Innlent
Fréttamynd

Kafarar könnuðu á­stand skipsins

Kafarar Landhelgisgæslunnar könnuðu í gærkvöldi ástand flutningaskipsins Wilson Skaw sem strandaði á Húnaflóa í gær. Varðskipið Freyja er á staðnum en skipið er strand við Ennishöfða. Stefnt er að því að losa skipið í dag.

Innlent
Fréttamynd

Skipið virðist hafa siglt ó­hefð­bundna leið

Erlent flutningaskip strandaði við Ennishöfða í Húnaflóa fyrr í dag. Að sögn upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslu virðist skipið hafa siglt óhefðbundna siglingarleið. Allar aðgerðir snúa að því að tryggja umhverfi sem best. 

Innlent
Fréttamynd

Skip strandaði á Húna­flóa

Erlent flutningaskip strandaði við Ennishöfða í Húnaflóa fyrr í dag. Varðskipið Freyja er á leiðinni að strandstað sem og þyrla Landhelgisgæslunnar. Líðan áhafnarinnar er góð.

Innlent
Fréttamynd

Samskip fá vetnisknúin flutningaskip

Samskip hafa samið um smíði á tveimur vetnisknúnum flutningaskipum. Um er að ræða skip sem ætluð eru til notkunar á skemmri siglingaleiðum í Evrópu. Félagið segir að samningurinn sé skref í átt að útblásturlausum skipaflutningum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Löndun hvalkjöts lokið í Japan án vandkvæða

Norska frystiskipið Silver Copehagen lét úr höfn í Japan í morgun eftir að hafa landað 2.600 tonnum af íslensku hvalkjöti. Engar fregnir hafa borist af því að andstæðingar hvalveiða hafi reynt að trufla affermingu skipsins. Þá virðist 49 daga sigling skipsins frá Íslandi hafa gengið vandræðalaust.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Andstæðingar kvikmynduðu komu hvalkjötsins til Japans

Hvalverndarsamtök sem fylgjast með löndun íslenska hvalkjötsins í Japan segja nær enga eftirspurn eftir kjötinu þar í landi og fullyrða að óseldar birgðir hafi endað sem hundafóður. Á sömu slóðum fagnaði íslenskt kvikmyndatökulið sjötugsafmæli söngvarans Egils Ólafssonar í dag.

Innlent
Fréttamynd

Hvalkjöt fyrir 2,8 milljarða króna til kaupenda í Japan

Um 2.600 tonn af íslensku hvalkjöti eru væntanleg með skipi til Japans um miðja þessa viku og er þetta mesta magn hvalaafurða sem flutt hefur verið út frá Íslandi í 35 ár. Útflutningsverðmætið nemur um 2,8 milljörðum króna, samkvæmt tölum Hagstofunnar.

Innlent
Fréttamynd

Leiguskip Eimskips vélarvana vestur af Reykjanesi

Uppfært: Vélar flutningaskipsins eru komnar í gang og siglir það nú fyrir eigin vélarafli. Landhelgisgæslan hefur létt á viðbúnaði sínum en dráttarbáturinn Magni mun fylgja skipinu áleiðis til hafnar í Reykjavík.

Innlent
Fréttamynd

Stefnir í met­ár í komu skemmti­ferða­skipa

Greinileg vaxtarleitni hefur verið í umferð skemmtiferðaskipa hér við land á síðustu árum, þótt Covid-faraldurinn hafi auðvitað þýtt tímabundna niðursveiflu. Í ár má gera ráð fyrir um um helmingi fleiri komum skemmtiferðaskipa í íslenskar hafnir en í fyrra og að farþegum fjölgi um allt að 80 prósent. Því er ekki ofmælt að stefni í afgerandi metár í þessari grein ferðaþjónustu.

Innlent
Fréttamynd

Landtenging muni spara 750 tonn af losun gróðurhúsalofttegunda

Landtenging flutningaskipa Eimskips við Sundahöfn var tekin í notkun í gær þegar gámaskipið Dettifoss var formlega tengt við rafmagn í Sundahöfn. Um er að ræða tímamótaverkefni á sviði loftlagsmála á Íslandi þar sem unnið er að samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda og loftmengandi efna frá flutningastarfsemi.

Innlent
Fréttamynd

Árið 2021 var „al­ger sprengj­a“ í rekstr­i Eim­skips en árið í ár er „enn betr­a“

Rekstrarhagnaður Eimskips af gámasiglingum meira en tvöfaldaðist milli ára á fyrstu níu mánuðum ársins. Á sama tíma jókst magn í gámasiglingum einungis um tæp sjö prósent. Trúlega hafa verðhækkanir á flutningum á sjó á milli Evrópu og Bandaríkjanna stuðlað að afkombatanum. Samkvæmt upplýsingum frá Drewry Supply Chain Advisors hefur flutningaverð á leiðinni í ár hækkað um ellefu prósent til Rotterdam frá Bandaríkjunum og um 21 prósent til New York frá Rotterdam.

Innherji
Fréttamynd

Ráðherra segir vonir um nýjan Baldur um áramót

Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir vonir standa til þess að Vegagerðin fái nýtt skip til landsins um áramótin í stað Breiðafjarðarferjunnar Baldurs. Á meðan beðið sé eftir nýju skipi verði tryggt að dráttarbátur verði til staðar á Breiðafirði.

Innlent
Fréttamynd

Eim­skip fær ekki að á­frýja til Hæsta­réttar

Hæstiréttur hefur hafnað áfrýjunarbeiðni Eimskipafélags Íslands í CFC-málinu svokallaða. Félagið tilkynnti í gær að málinu væri þar með lokið og að niðurstaðan hefði engin áhrif til gjalda eða greiðslu.

Innlent
Fréttamynd

Skrautleg ferð víkingaskips á sýningarstað í Hornafirði

Víkingaskip, sem smíðað var í Brasilíu eftir norska Gaukstaðaskipinu, hefur eftir skrautlegt ferðalag, meðal annars niður Jökulsá á Breiðamerkursandi, fengið dvalarstað undir Horni við Hornafjörð þar sem það verður hluti af víkingaþorpi.

Innlent
Fréttamynd

Lítur ætluð brot Eimskips alvarlegum augum

Rannsókn héraðssaksóknara á meintum brotum Eimskips á lögum um meðhöndlun úrgangs er umfangsmikil og kallað hefur verið eftir gögnum erlendis frá. Forstjóri Umhverfisstofnunar lítur málið alvarlegum augum og framkvæmdastjóri hjá Eimskip er með réttarstöðu sakbornings.

Innlent
Fréttamynd

Al­gjör­lega ó­boð­legt að leggja líf fólks í hættu

Bæjarstjórn Vesturbyggðar og sveitarstjórn Tálknafjarðarhrepps segir margoft hafa verið bent á það öryggisleysi sem fylgi því að vera með gamalt skip í siglingum yfir Breiðafjörð sem hafi ítrekað bilað. Breiðafjarðarferjan Baldur varð vélarvana í Breiðafirði í morgun, einungis nokkrum mínútum eftir að hún fór frá landi.

Innlent