Brjóta verði upp fákeppnisaðstöðu skipafélaganna tveggja Magnús Jochum Pálsson skrifar 8. janúar 2024 18:10 Félag atvinnurekenda, Neytendasamtökin og VR funduðu með borgar- og hafnaryfirvöldum í Reykjavík vegna samkeppni í flutningi og fákeppnisstöðu Eimskipa og Samskipa. Vísir/Vilhelm Félag atvinnurekenda, Neytendasamtökin og VR funduðu í dag með borgar- og hafnaryfirvöldum í Reykjavík til að ræða samkeppnisumhverfið í Sundahöfn, í framhaldi af ákvörðun Samkeppniseftirlitsins vegna samráðs stóru skipafélaganna tveggja. Þetta kemur fram í tilkynningu sem samtökin sendu frá sér til fjölmiðla. Meðal þeirra sem sátu fundinn voru Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri; Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, stjórnarformaður Faxaflóahafna og Gunnar Tryggvason, hafnarstjóri. Þar segir að á fundinum hafi komið fram skýr pólitískur vilji borgaryfirvalda til að fylgja eftir tilmælum SKE um „að tryggt verði að nýir og minni aðilar geti fengið aðstöðu og viðeigandi þjónustu, sem geri þeim kleift að keppa, án mismununar, við stærri aðila í sjóflutningum“. Enn fremur segir að vinna sé hafin á vegum Faxaflóahafna við að breyta rekstrarlíkani Sundahafnar þannig að fleiri skipafélög hafi aðgang að hafnaraðstöðu og þjónustu. Hagsmunamál að brjóta upp fákeppnisaðstaða skipafélaganna sé brotin upp Samtökin þrjú taki höndum saman í málinu af því þau telji það stórt hagsmunamál fyrirtækja, neytenda og launþega að „fákeppnisaðstaða Eimskips og Samskipa í Sundahöfn verði brotin upp og þannig búið um hnútana að önnur skipafélög fái sanngjarnan aðgang að þjónustu og aðstöðu“ í stærstu vöruflutningahöfn landsins. Þá segir að á fundinum hafi verið bent á að flutningskostnaður væri stór áhrifaþáttur í almennu vöruverði og skipti miklu máli á tímum verðbólgu. Fram kom að vinna væri hafin á vegum hafnanna við að efla samkeppni og bæta aðgang keppinauta Samskipa og Eimskips að aðstöðu og þjónustu. Hins vegar væri það hvorki einfalt verkefni né fljótunnið. Samtökin segja fundinn hafa verið jákvæðan og að þau muni áfram vinna að því að þrýsta á stjórnvöld að bregðast við tilmælum Samkeppniseftirlitsins og tryggja virka samkeppni í vöruflutningum. Samtökin séu nú að vinna að mati á því tjóni, sem samráð stóru skipafélaganna olli fyrirtækjum og neytendum. Skipaflutningar Ólöglegt samráð Eimskips og Samskipa Samkeppnismál Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu sem samtökin sendu frá sér til fjölmiðla. Meðal þeirra sem sátu fundinn voru Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri; Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, stjórnarformaður Faxaflóahafna og Gunnar Tryggvason, hafnarstjóri. Þar segir að á fundinum hafi komið fram skýr pólitískur vilji borgaryfirvalda til að fylgja eftir tilmælum SKE um „að tryggt verði að nýir og minni aðilar geti fengið aðstöðu og viðeigandi þjónustu, sem geri þeim kleift að keppa, án mismununar, við stærri aðila í sjóflutningum“. Enn fremur segir að vinna sé hafin á vegum Faxaflóahafna við að breyta rekstrarlíkani Sundahafnar þannig að fleiri skipafélög hafi aðgang að hafnaraðstöðu og þjónustu. Hagsmunamál að brjóta upp fákeppnisaðstaða skipafélaganna sé brotin upp Samtökin þrjú taki höndum saman í málinu af því þau telji það stórt hagsmunamál fyrirtækja, neytenda og launþega að „fákeppnisaðstaða Eimskips og Samskipa í Sundahöfn verði brotin upp og þannig búið um hnútana að önnur skipafélög fái sanngjarnan aðgang að þjónustu og aðstöðu“ í stærstu vöruflutningahöfn landsins. Þá segir að á fundinum hafi verið bent á að flutningskostnaður væri stór áhrifaþáttur í almennu vöruverði og skipti miklu máli á tímum verðbólgu. Fram kom að vinna væri hafin á vegum hafnanna við að efla samkeppni og bæta aðgang keppinauta Samskipa og Eimskips að aðstöðu og þjónustu. Hins vegar væri það hvorki einfalt verkefni né fljótunnið. Samtökin segja fundinn hafa verið jákvæðan og að þau muni áfram vinna að því að þrýsta á stjórnvöld að bregðast við tilmælum Samkeppniseftirlitsins og tryggja virka samkeppni í vöruflutningum. Samtökin séu nú að vinna að mati á því tjóni, sem samráð stóru skipafélaganna olli fyrirtækjum og neytendum.
Skipaflutningar Ólöglegt samráð Eimskips og Samskipa Samkeppnismál Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira