Erlent

Fréttamynd

Kvartettinn styður skipan þjóðstjórnar

Kvartettinn svokallaði, það er Bandaríkin, Rússland, Evrópusambandið og Sameinuðu þjóðirnar, styður hugmyndir um skipan palestínskrar þjóðstjórnar. Kvartettinn hefur komið að friðarviðræðum milli Ísraela og Palestínumanna og telur ákvörðun um sameiginlega stjórn Hamas- og Fatah-liða rétt skref í átt til friðar.

Erlent
Fréttamynd

Thaksin kominn til Lundúna

Thaksin Shinawatra, fyrrverandi forsætisráðherra Taílands, kom til Lundúna síðdegis í dag. Thaksin var steypt af stóli í blóðlausri byltingu í gær. Á þeim tíma sat forsætisráðherrann fyrrverandi 61. allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í New York.

Erlent
Fréttamynd

Frumvarp Bandaríkjaforseta samþykkt í nefnd

Nefnd fulltrúardeildar Bandaríkjaþings hefur samþykkt, með naumum meirihluta, frumvarp Bush Bandaríkjaforseta um hertari yfirheyrsluaðferðir yfir grunuðum hryðjuverkamönnum og skipan réttarhalda yfir þeim.

Erlent
Fréttamynd

Uppgjör glæpaklíka

Lögreglan Gautaborg telur að bílsprengingu sem varð í miðborginni um hádegisbilið í dag hafi verið beint gegn manni á fimmtugsaldri sem þekktur er í veitingahúsabransanum í Gautaborg. Lögregla segir árásina tengjast uppgjöri tveggja glæpaklíka í borginni.

Erlent
Fréttamynd

Pólverjar leita að betra lífi í Vestur-Evrópu

Mörg hundruð þúsund Pólverjar hafa yfirgefið landið undanfarin misseri í leit að betra lífi í Vestur-Evrópu, meðal annars hérlendis. Brottflutningurinn hefur slegið á atvinnuleysi en einnig raskað samfélagsgerðinni í landinu. Dæmi eru um að mæður hafi skilið börn sín eftir á munaðarleysingjahælum og haldið svo á brott.

Erlent
Fréttamynd

Minnst ár að kosningum í Taílandi

Leiðtogar herforingjabyltingarinnar í Taílandi segja að ár hið minnsta muni líða þar til landsmenn fái að kjósa sér nýja leiðtoga. Nýr forsætisráðherra verður hins vegar skipaður innan tveggja vikna. Til átaka kom í dag á milli stuðningsmanna Thaksins, fyrrverandi forsætisráðherra, og andstæðinga hans.

Erlent
Fréttamynd

Búist við óbreyttum stýrivöxtum

Seðlabanki Bandaríkjanna greinir frá breytingum á stýrivaxtastigi bankans í dag. Sérfræðingar búast almennt við því að hækkanaferli bankans sé á enda og reikna með því að ákveðið verði að halda stýrivöxtum óbreyttum vestra í 5,25 prósentum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Átján látnir eftir sprengingar í námu í Kasakstan

Að minnsta kosti átján námuverkamenn eru látnir og 25 er saknað eftir öfluga metangasssprengingu í kolanámu í Kasakstan í morgun. Sprengingin varð um fimm hundruð metrum undir yfirborði jarða og tókst ríflega 300 kolanámumönnum að komast undan.

Erlent
Fréttamynd

Frekari tafir hjá Airbus?

Franska dagblaðið Les Echos greinir frá því í dag að hugsanlega muni evrópski flugvélaframleiðandinn Airbus tilkynna um tafir á afhendingu A380 risaþota frá félaginu á næstu dögum. Ef rétt reynist verður þetta í þriðja sinn á árinu sem tafir verða á afhendingu þessara stærstu risaþotu í heimi.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Bakkaði yfir hóp framhaldsskólanema

Sautján ára piltur lést og fjórir slösuðust alvarlega þegar rútu var bakkað inn í biðskýli á umferðarmiðstöðinni í Svendborg í Danmörku. Haft er eftir lögreglu á fréttavef Politiken að rútan hafi verið að leggja af stað en bílstjórinn óvart verið með hana í bakkgír og því ekið yfir hóp framhaldsskólanema frá Kaupmannahöfn sem þar var staddur ásamt kennara sínum, en hann slasaðist mikið í óhappinu.

Erlent
Fréttamynd

Telur sprengingu í Gautaborg vera morðtilræði

Lögreglan Gautaborg telur að sprenging í bíl sem varð við Vasatorgið í borginni um hádegisbilið í dag hafi verið morðtilræði. Tveir vegfarendur slösuðust lítils háttar í sprengingunni og sex aðrir bílar brunnu til kaldra kola eftir að eldurinn úr sprengingunni læsti sig í þá.

Erlent
Fréttamynd

Einhugur um óbreytta vexti

Allir meðlimir peningamálanefndar Englandsbanka voru sammála um að halda stýrivöxtum í Bretlandi óbreyttum á síðasta vaxtaákvörðunarfundi nefndarinnar fyrr í þessum mánuði. Hagfræðingar telja líkur á hækkun vaxta í nóvember.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Þrettán létust í námuslysi í Úkraínu

Þrettán námuverkamenn létust og þrjátíu og sex særðust þegar sprenging varð í kolanámu í austurhluta Úkraínu í morgun. Fjögur hundruð voru að störfum í námunum þegar sprengingin varð og þurfti að rýma námurnar.

Erlent
Fréttamynd

Telja utanríkisstefnu Japana verða herskárri

Shinzo Abe verður næsti forsætisráðherra Japans en hann mun taka við stjórnartaumunum af Junichiro Koizumi í næstu viku. Búist er við að Abe muni reka herskárri utanríkisstefnu en forveri sinn.

Innlent
Fréttamynd

Pólverjar flykkjast til vinnu á Vesturlöndum

Dæmi eru um að pólskar mæður skilji börn sín eftir á munaðarleysingjahælum áður en þær halda til Vesturlanda í atvinnuleit. Margvísleg þjóðfélagsvandamál steðja að pólsku þjóðinni vegna útrásar vinnuafls þaðan til Vesturlanda.

Erlent
Fréttamynd

Önnur bílsprengingin í Gautaborg á tveimur dögum

Vegfarandi slasaðist þegar öflug sprenging varð í bíl sem stóð við Vasatorg í Gautaborg í Svíþjóð í morgun. Í kjölfarið kviknaði í að minnsta kosti tveimur öðrum bílum og lagði mikinnn reyk yfir svæðið.

Erlent
Fréttamynd

Shinawatra á leið til Taílands

Thaksin Shinawatra, forsætisráðherra Taílands, hefur leigt rússneska flugvél og er nú á leið til síns heima eftir að herforingjar rændu völdum í landinu í gær.

Erlent
Fréttamynd

Öflug sprenging í Gautaborg

Öflug sprenging varð í bíl sem stóð við Vasatorg í Gautaborg í Svíþjóð nú fyrir stundu. Í kjölfarið kviknaði í fjórum bílum og leggur því mikinn reyk yfir svæðið. Að sögn Aftonbladet var maður inni í bílnum sem sprakk en enn er óljóst af hvaða völdum sprengining var.

Erlent
Fréttamynd

Olíuverð niður fyrir 62 dali

Heimsmarkaðsverð á olíu lækkaði á helstu fjármálamörkuðum í dag í kjölfar þess að George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, samþykkti að fara diplómatíska leið í viðræðum við Írana um kjarnorkuáætlun þeirra. Síðar í dag er að vænta upplýsinga um olíubirgðastöðu í Bandaríkjunum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Námuverkamanna saknað eftir sprengingu í Kasakstan

Fjörtíu og þriggja námuverkmanna er saknað eftir sprengingu í námu í Kasakstan í morgun. Rússneska fréttastofan Interfax segir þá alla látna en eigendur námunnar, Mittal Steel hafa ekki viljað staðfesta það. Talið er að um metangassprengingu hafi verið að ræða en það hefur ekki fengist staðfest.

Erlent
Fréttamynd

Máli á hendur Zuma vísað frá

Dómari í Suður-Afríku hefur vísað frá ákærum á hendur Jacob Zuma, fyrrverandi aðstoðarforseta landsins, vegna meintrar spillingar í embætti.

Erlent
Fréttamynd

Kosningar líklega ekki fyrr en eftir ár

Leiðtogar hersins í Taílandi segja ólíklegt að hægt verði að halda lýðræðislegar kosningar í landinu fyrr en í september á næsta ári. Ástæðan sé sú að mikinn tíma tekur að gera breytingar á stjórnarskránni.

Erlent
Fréttamynd

Margir á minningarathöfn um Steve Irwin

Hollywood stjörnur og stjórnmálamenn voru meðal gesta á minningarathöfn um sjónvarpsmanninn og krókódílasérfræðinginn Steve Irwin, sem haldin var í ástralska dýragarðinum í bænum Beerwah á austurströnd Ástralíu í gær.

Erlent
Fréttamynd

Helmingur ráðherra konur

Fredrik Reinfeldt, verðandi forsætisráðherra Svíþjóðar og formaður Hægriflokksins, fékk í gær formlega í hendur umboð til stjórnarmyndunar. Lýsti hann því yfir að hann myndi mynda samsteypustjórn borgaralegu flokkanna fjögurra, sem gengu til kosninga með sameiginlega stefnuskrá og yfirlýstan vilja til stjórnarsamstarfs.

Erlent