Erlent

Frumvarp Bandaríkjaforseta samþykkt í nefnd

Nefnd fulltrúardeildar Bandaríkjaþings hefur samþykkt frumvarp Bush Bandaríkjaforseta um hertari yfirheyrsluaðferðir yfir grunuðum hryðjuverkamönnum og skipan réttarhalda yfir þeim.

Greidd voru atkvæði um málið í dómsmálanefnd og var naumur meirihluti sem samþykkti frumvarpið. Áður var það fellt þegar þrír flokksbræður forsetans í Repúblíkanaflokknum studdu demókrata í málinu og var þá leitað eftir þeim nefndarmönnum sem fjarstaddir voru og aftur greidd atkvæði. Frumvarpið fór í gegnum nefndina með tuttugu atkvæðum gegn nítján.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×