Erlent Vill að Bush viðurkenni ósigur sinn Bush Bandaríkjaforseta er lyginn og honum hefur mistekist að sigra stríðið við Al-Kaída, þetta sagði Ayman al-Zawahri, næst æðsti maður Al-Kaída samtakanna, í myndbandsupptöku sem birt var í dag. Erlent 29.9.2006 20:47 Amnesty ætla að berjast fyrir afnámi nýrra hryðjuverkalaga Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti umdeilt frumvarp um meðferð grunaðra hryðjuverkamanna í gær, og felldi breytingatillögu þess efnis að allir þeir sem eru í haldi geti farið með mál sitt fyrir dómstóla. Mannréttindasamtökin Amnesty International hafa þegar tilkynnt að þau muni berjast fyrir afnámi laganna, sem þau telja gefa grænt ljós á pyntingar og önnur mannréttindabrot. Erlent 29.9.2006 19:19 Ramadan hafin Ramadan, helgimánuður múslima, hófst í dag. Þúsundir múslima héldu til bæna í Al-Aqsa moskunni í Jerúsalem en trúræknir múslimar fasta allan Ramadan-mánuðinn frá sólarupprás til sólarlags og eyða miklum tíma í moskum. Erlent 29.9.2006 19:12 Hótar Rússum Erlent 29.9.2006 16:03 Engin hraðlest Innlent 29.9.2006 15:58 Vill fleiri hluti í GM Viðskipti erlent 29.9.2006 15:32 Ryanair spáir auknum hagnaði Írska lággjaldaflugfélagið Ryanair spáir því að hagnaður félagsins á yfirstandandi rekstrarári, sem lýkur í mars á næsta ári, muni nema 335 milljónum evra, jafnvirði tæpra 30 milljarða króna. Þetta er 11 prósenta hækkun á milli ára. Viðskipti erlent 29.9.2006 14:35 2,5 prósenta verðbólga í Bandaríkjunum Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,2 prósent í Bandaríkjunum í ágúst. Þetta jafngildir 2,5 prósenta verðbólgu á ársgrundvelli ef undan er skilin hækkun á matvöru- og raforkuverði, samkvæmt útreikningum viðskiptaráðuneytis Bandaríkjanna. Verðbólga hefur ekki verið meiri í Bandaríkjunum í rúm 11 ár. Viðskipti erlent 29.9.2006 12:58 Starfsmenn Airbus óttast uppsagnir Stjórn EADS, móðurfélags flugvélaframleiðandans Airbus, fundar síðar í dag um stöðu félagsins og tafir á framleiðsu A380 risafarþegaþotunnar sem félagið framleiðir. Starfsmenn óttast að EADS muni grípa til víðtækra uppsagna í hagræðingarskyni. Viðskipti erlent 29.9.2006 10:33 Rafhlöður frá Sony innkallaðar á ný Kínverski tölvuframleiðandinn Lenovo hefur ákveðið að innkalla hálfa milljón rafhlaða, sem fylgja fartölvum fyrirtækisins á heimsvísu. Sony framleiddi rafhlöðurnar. Lenovo framleiðir fartölvur undir eigin merkjum og IBM. Viðskipti erlent 29.9.2006 08:52 Hryðjuverkafrumvarp Bush komið í gegnum þingið Öldungardeild Bandaríkjaþings samþykkti í kvöld umdeilt hryðjuverkafrumvarp Bush Bandaríkjaforseta. Frumvarpið lýtur að því hversu langt má ganga í yfirheyrslum á hryðjuverkamönnum og hvernig sækja má meinta erlenda hryðjuverkamenn til saka. Bush á nú aðeins eftir að skrifa undir lögin svo þau öðlist gildi. Erlent 28.9.2006 23:27 Kosið í Zambíu Kjósendur fjölmenntu á kjörstaði í Zambíu í dag. Í þessum fjórðu almennu kosningum, sem haldnar eru frá því eins stjórnmálaflokkskerfi í landinu var rofið árið 1991, var meðal annars kosið um nýjan forseta og hundrað og fimmtíu þingsæti. Yfir fjórar milljónir manna skráðu sig til að taka þátt í kosningunum. Erlent 28.9.2006 22:48 Tengsl milli neyslu sykurdrykkja og ofvirkni Neysla sykurdrykkja eykur hættu á andlegum heilsufarslegum vandamálum. Ný rannsókn sem gerð á unglingum í Osló í Noregi sýndir að eftir því sem unglingar neyta meira af sykurdrykkjum þeim mun meiri hætta er á að þeir þjáist af ofvirkni eða stressi. Erlent 28.9.2006 21:06 Sjálfsmorðum fækkar í Bandaríkjunum Sjálfsmorðum fer fækkandi í Bandaríkjunum ef marka má nýja rannsókn sem birt var þar í landi í dag. Þar kemur fram að tíðni sjálfsmorða meðal aldraðra og ungra hefur lækkað nokkuð stöðugt síðan á 9. áratugnum. Rannsóknin gefur í skyn að ný þunglyndislyf auka ekki líkur á sjálfvígum líkt og haldið hefur verið fram. Erlent 28.9.2006 19:30 Tveggja-Jagúara Prescott hættir Erlent 28.9.2006 16:54 NATO tekur við öllu Afganistan Erlent 28.9.2006 16:28 Saklaus maður pyntaður í heilt ár Erlent 28.9.2006 16:16 Reykingabann í Frakklandi frá áramótum Reykingar verða bannaðar á opinberum stöðum í Frakklandi frá og með næstu áramótum. Þessu lýsti heilbrigðisráðherra landsins, Xavier Bertrand, yfir í blaðaviðtali í dag. Þar sagði hann ekki lengur spurningu hvort heldur hvenær og hvernig banni verði komið á og 1. janúar væri sú dagsetning sem hann miðaði við. Erlent 28.9.2006 16:06 Stjórnmálaflokkur kærður fyrir kynþáttafordóma Erlent 28.9.2006 15:52 Útlendingar falla í Írak Erlent 28.9.2006 15:09 Dow Jones náði sögulegu hámarki Bandaríska Dow Jones hlutabréfavísitalan fór í 11.724,86 stig í morgun og sló þar með sögulegt hámark. Vísitalan hefur ekki náð viðlíka hæðum síðan í janúar árið 2000. Viðskipti erlent 28.9.2006 15:02 Rússar reiðir Erlent 28.9.2006 14:31 Hagvöxtur undir væntingum Hagvöxtur jókst um 2,6 prósent í Bandaríkjunum á öðrum ársfjórðungi, samkvæmt endurskoðuðum útreikningum bandaríska viðskiptaráðuneytisins. Þetta er nokkuð undir væntingum en almennt var reiknað með því að hagvöxtur myndi aukast um 2,9 prósent. Þá er um talsvert minni hagvöxt að ræða en á fyrsta fjórðungi ársins, sem nam 5,6 prósentum. Viðskipti erlent 28.9.2006 14:31 Græða vel á líflátnum föngum Erlent 28.9.2006 14:08 Rússar hóta Shell Háttsettur talsmaður rússneska umhverfisráðuneytisins herti í dag árásir á Shell-olíufélagið sem er að undirbúa olíu- og gasvinnslu á Shakali-eyju sem tilheyrir Rússlandi. Erlent 28.9.2006 13:26 Aðgerðir lögreglu taldar hafa sett atburðarás af stað Gíslatöku vopnaðs manns í menntaskóla í Colorado í Bandaríkjunum í gær lyktaði með því að hann stytti sér aldur eftir að hafa skotið unglingsstúlku til bana. Aðgerðir lögreglu virðast hafa hrundið atburðarásinni af stað. Erlent 28.9.2006 12:21 Jospin ætlar ekki í framboð til forseta Lionel Jospin, leiðtogi franskra sósíalista, segir að hann muni ekki sækjast eftir að verða forseti Frakklands þegar Jacques Chirac lætur af embætti næsta vor. Þessi yfirlýsing Jospins eykur líkurnar á því að Ségoléne Royal verði frambjóðandi sósíalista í forsetakosningunum. Erlent 28.9.2006 11:35 Hringekja vitleysunnar Erlent 28.9.2006 11:24 Bush réttir úr kútnum Erlent 28.9.2006 11:17 Norðmenn vilja SAS Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, segir koma til greina að norska ríkið kaupi hluti sænska og danska ríkisins í norræna flugfélaginu SAS. Stoltenberg segir ríkisstjórnir landanna hafa hug á að selja hluti sína í félaginu. Markaðsvirði hlutanna nemur rúmum 87 milljörðum íslenskra króna. Viðskipti erlent 28.9.2006 10:37 « ‹ 266 267 268 269 270 271 272 273 274 … 334 ›
Vill að Bush viðurkenni ósigur sinn Bush Bandaríkjaforseta er lyginn og honum hefur mistekist að sigra stríðið við Al-Kaída, þetta sagði Ayman al-Zawahri, næst æðsti maður Al-Kaída samtakanna, í myndbandsupptöku sem birt var í dag. Erlent 29.9.2006 20:47
Amnesty ætla að berjast fyrir afnámi nýrra hryðjuverkalaga Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti umdeilt frumvarp um meðferð grunaðra hryðjuverkamanna í gær, og felldi breytingatillögu þess efnis að allir þeir sem eru í haldi geti farið með mál sitt fyrir dómstóla. Mannréttindasamtökin Amnesty International hafa þegar tilkynnt að þau muni berjast fyrir afnámi laganna, sem þau telja gefa grænt ljós á pyntingar og önnur mannréttindabrot. Erlent 29.9.2006 19:19
Ramadan hafin Ramadan, helgimánuður múslima, hófst í dag. Þúsundir múslima héldu til bæna í Al-Aqsa moskunni í Jerúsalem en trúræknir múslimar fasta allan Ramadan-mánuðinn frá sólarupprás til sólarlags og eyða miklum tíma í moskum. Erlent 29.9.2006 19:12
Ryanair spáir auknum hagnaði Írska lággjaldaflugfélagið Ryanair spáir því að hagnaður félagsins á yfirstandandi rekstrarári, sem lýkur í mars á næsta ári, muni nema 335 milljónum evra, jafnvirði tæpra 30 milljarða króna. Þetta er 11 prósenta hækkun á milli ára. Viðskipti erlent 29.9.2006 14:35
2,5 prósenta verðbólga í Bandaríkjunum Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,2 prósent í Bandaríkjunum í ágúst. Þetta jafngildir 2,5 prósenta verðbólgu á ársgrundvelli ef undan er skilin hækkun á matvöru- og raforkuverði, samkvæmt útreikningum viðskiptaráðuneytis Bandaríkjanna. Verðbólga hefur ekki verið meiri í Bandaríkjunum í rúm 11 ár. Viðskipti erlent 29.9.2006 12:58
Starfsmenn Airbus óttast uppsagnir Stjórn EADS, móðurfélags flugvélaframleiðandans Airbus, fundar síðar í dag um stöðu félagsins og tafir á framleiðsu A380 risafarþegaþotunnar sem félagið framleiðir. Starfsmenn óttast að EADS muni grípa til víðtækra uppsagna í hagræðingarskyni. Viðskipti erlent 29.9.2006 10:33
Rafhlöður frá Sony innkallaðar á ný Kínverski tölvuframleiðandinn Lenovo hefur ákveðið að innkalla hálfa milljón rafhlaða, sem fylgja fartölvum fyrirtækisins á heimsvísu. Sony framleiddi rafhlöðurnar. Lenovo framleiðir fartölvur undir eigin merkjum og IBM. Viðskipti erlent 29.9.2006 08:52
Hryðjuverkafrumvarp Bush komið í gegnum þingið Öldungardeild Bandaríkjaþings samþykkti í kvöld umdeilt hryðjuverkafrumvarp Bush Bandaríkjaforseta. Frumvarpið lýtur að því hversu langt má ganga í yfirheyrslum á hryðjuverkamönnum og hvernig sækja má meinta erlenda hryðjuverkamenn til saka. Bush á nú aðeins eftir að skrifa undir lögin svo þau öðlist gildi. Erlent 28.9.2006 23:27
Kosið í Zambíu Kjósendur fjölmenntu á kjörstaði í Zambíu í dag. Í þessum fjórðu almennu kosningum, sem haldnar eru frá því eins stjórnmálaflokkskerfi í landinu var rofið árið 1991, var meðal annars kosið um nýjan forseta og hundrað og fimmtíu þingsæti. Yfir fjórar milljónir manna skráðu sig til að taka þátt í kosningunum. Erlent 28.9.2006 22:48
Tengsl milli neyslu sykurdrykkja og ofvirkni Neysla sykurdrykkja eykur hættu á andlegum heilsufarslegum vandamálum. Ný rannsókn sem gerð á unglingum í Osló í Noregi sýndir að eftir því sem unglingar neyta meira af sykurdrykkjum þeim mun meiri hætta er á að þeir þjáist af ofvirkni eða stressi. Erlent 28.9.2006 21:06
Sjálfsmorðum fækkar í Bandaríkjunum Sjálfsmorðum fer fækkandi í Bandaríkjunum ef marka má nýja rannsókn sem birt var þar í landi í dag. Þar kemur fram að tíðni sjálfsmorða meðal aldraðra og ungra hefur lækkað nokkuð stöðugt síðan á 9. áratugnum. Rannsóknin gefur í skyn að ný þunglyndislyf auka ekki líkur á sjálfvígum líkt og haldið hefur verið fram. Erlent 28.9.2006 19:30
Reykingabann í Frakklandi frá áramótum Reykingar verða bannaðar á opinberum stöðum í Frakklandi frá og með næstu áramótum. Þessu lýsti heilbrigðisráðherra landsins, Xavier Bertrand, yfir í blaðaviðtali í dag. Þar sagði hann ekki lengur spurningu hvort heldur hvenær og hvernig banni verði komið á og 1. janúar væri sú dagsetning sem hann miðaði við. Erlent 28.9.2006 16:06
Dow Jones náði sögulegu hámarki Bandaríska Dow Jones hlutabréfavísitalan fór í 11.724,86 stig í morgun og sló þar með sögulegt hámark. Vísitalan hefur ekki náð viðlíka hæðum síðan í janúar árið 2000. Viðskipti erlent 28.9.2006 15:02
Hagvöxtur undir væntingum Hagvöxtur jókst um 2,6 prósent í Bandaríkjunum á öðrum ársfjórðungi, samkvæmt endurskoðuðum útreikningum bandaríska viðskiptaráðuneytisins. Þetta er nokkuð undir væntingum en almennt var reiknað með því að hagvöxtur myndi aukast um 2,9 prósent. Þá er um talsvert minni hagvöxt að ræða en á fyrsta fjórðungi ársins, sem nam 5,6 prósentum. Viðskipti erlent 28.9.2006 14:31
Rússar hóta Shell Háttsettur talsmaður rússneska umhverfisráðuneytisins herti í dag árásir á Shell-olíufélagið sem er að undirbúa olíu- og gasvinnslu á Shakali-eyju sem tilheyrir Rússlandi. Erlent 28.9.2006 13:26
Aðgerðir lögreglu taldar hafa sett atburðarás af stað Gíslatöku vopnaðs manns í menntaskóla í Colorado í Bandaríkjunum í gær lyktaði með því að hann stytti sér aldur eftir að hafa skotið unglingsstúlku til bana. Aðgerðir lögreglu virðast hafa hrundið atburðarásinni af stað. Erlent 28.9.2006 12:21
Jospin ætlar ekki í framboð til forseta Lionel Jospin, leiðtogi franskra sósíalista, segir að hann muni ekki sækjast eftir að verða forseti Frakklands þegar Jacques Chirac lætur af embætti næsta vor. Þessi yfirlýsing Jospins eykur líkurnar á því að Ségoléne Royal verði frambjóðandi sósíalista í forsetakosningunum. Erlent 28.9.2006 11:35
Norðmenn vilja SAS Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, segir koma til greina að norska ríkið kaupi hluti sænska og danska ríkisins í norræna flugfélaginu SAS. Stoltenberg segir ríkisstjórnir landanna hafa hug á að selja hluti sína í félaginu. Markaðsvirði hlutanna nemur rúmum 87 milljörðum íslenskra króna. Viðskipti erlent 28.9.2006 10:37