Viðskipti erlent

Rafhlöður frá Sony innkallaðar á ný

Kínverski tölvuframleiðandinn Lenovo hefur ákveðið að innkalla hálfa milljón rafhlaða, sem fylgja fartölvum fyrirtækisins á heimsvísu. Sony framleiddi rafhlöðurnar. Lenovo framleiðir fartölvur undir eigin merkjum og IBM.
Ástæðan fyrir þessu er sú að rafhlöðurnar frá Sony, sem fylgdu ThinkPad fartölvum undir merkjum IBM og tölvum Lenovo, hafa ofhitnað og því ákvað framleiðandinn að grípa til þessara aðgerða. Búist er við að rafhlöðurnar sé að finna í á bilinu 5 til 10 prósent allra IBM fartölva af gerðinni ThinkPad, sem seldar voru á tímabilinu febrúar í fyrra fram í september á þessu ári.
Ofhitnun af þessu tagi hefur leitt til þess að eldur kom upp í einni af fartölvum fyrirtækisins á flugvelli í Los Angeles í Bandaríkjunum í maí á síðasta ári.
Tölvuframleiðendurnir Dell, Apple og Toshiba hafa innkallað rafhlöður frá Sony af sömu ástæðu.

Samkvæmt fréttum breska ríkisútvarpsins hyggst Lenovo láta eigendur fartölva af gerðunum IBM Laptop og Lenovo fá nýjar rafhlöður, sér að kostnaðarlausu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×