Erlent

NATO tekur við öllu Afganistan

NATO hefur samþykkt að taka við friðargæslu í öllu Afganistan, á næstu vikum, að sögn talsmanns bandalagsins. Varnarmálaráðherrar NATO samþykktu þetta á fundi sem nú stendur yfir strandbænum Portoroz í Slóveníu. Fjöldi Íslendinga hefur heimsótt Portoroz, sem er vinsæll sumarleyfisstaður, við ítölsku landamærin.

Yfirtaka NATO felst einkum í því að tólfþúsund bandarískir hermenn sem þegar eru í Afganistan, verða fluttir undir stjórn herforingja bandalagsins.

Margar aðrar NATO þjóðir hafa hersveitir í Afganistan, sem frá upphafi hafa verið undir beinni stjórn bandalagsins. Íslensku gæsluliðarnir sem eru í Afganistan eru einnig undir stjórn NATO.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×