Íþróttir Speed framlengir hjá Bolton Miðjumaðurinn Gary Speed hefur framlengt samning sinn við enska úrvalsdeildarfélagið Bolton um tvö ár. Speed er 36 ára gamall fyrrum landsliðsmaður Wales og kom til Bolton frá Newcastle fyrir tveimur árum. Sam Allardyce segist mjög ánægður með ákvörðun Speed að vera áfram hjá félaginu og segir hann koma með ómetanega reynslu inn í leikmannahóp liðsins. Sport 21.8.2006 19:15 Ráðleggur Hargreaves að halda kjafti Uli Hoeness, framkvæmdastjóri Þýskalandsmeistara Bayern Munchen, er orðinn þreyttur á endalausum yfirlýsingum enska landsliðsmannsins Owen Hargreaves um draum sinn um að ganga í raðir Manchester United. Hoeness segir að Hargreaves væri hollara að fara að halda sér saman. Fótbolti 21.8.2006 18:55 Benitez fékk að heyra það Liðsmenn Liverpool hafa ekki átt þægilegt ferðalag til Kænugarðs í Úkraínu í dag þar sem liðið mætir ísraelska liðinu Maccabi Haifa öðru sinni í forkeppni meistaradeildarinnar annað kvöld. Miklar tafir urðu á ferðalagi leikmanna Liverpool til Kænugarðs og þegar þangað kom, þurfti Rafael Benitez að sitja undir árásum ísraelskra blaðamanna sem kenndu honum um að leikurinn hefði verið færður á hlutlausan völl. Fótbolti 21.8.2006 19:30 Blackburn sendir inn kvörtun vegna Todd Enska úrvalsdeildarfélagið Blackburn hefur sent knattspyrnusambandinu kvörtun vegna brottvísunar Andy Todd í leiknum gegn Portsmouth um helgina. Todd fékk tvö gul spjöld og þar með rautt í leiknum og þykir forráðamönnum Blackburn þessi dómur hafa verið afar loðinn. Sport 21.8.2006 17:41 Boltinn er í höndum Fenerbahce Sam Allardyce hefur viðurkennt að Bolton sé í viðræðum við tyrkneska félagið Fenerbahce um kaup á framherjanum Nicolas Anelka og segist upp með sér yfir áhuga franska leikmannsins á að ganga í raðir Bolton. Hann varar þó við of mikilli bjartsýni, því forráðamenn tyrkneska liðsins séu afar erfiðir í samningum. Sport 21.8.2006 17:32 Olsen tilkynnir hóp Dana gegn Íslendingum Morten Olsen, landsliðsþjálfari Dana í knattspyrnu, hefur tilkynnt 24 manna hóp sinn sem mætir Íslendingum í undankeppni EM á Laugardalsvelli þann 6. september nk. Sport 21.8.2006 17:22 Smith spilar fyrir varalið United í kvöld Framherjinn Alan Smith mun spila með varaliði Manchester United í kvöld þegar liðið mætir Preston, en þessi 25 ára gamli leikmaður hefur ekki spilað síðan hann fótbrotnaði afar illa í leik í febrúar. Fæstir áttu von á því að Smith næði að snúa aftur á árinu, en bati hans hefur verið ótrúlegur. Sport 21.8.2006 17:11 Annað áfallið fyrir Villareal á nokkrum dögum Ekki er hægt að segja að leiktíðin byrji vel hjá Spútnikliði Villareal á Spáni, því í dag varð ljóst að franski miðjumaðurinn Robert Pires gæti misst af meiripartinum af tímabilinu vegna hnémeiðsla. Hann er annar miðjumaðurinn á fimm dögum sem liðið missir í hnémeiðsli, því áður hafði Gonzalo Rodriguez orðið fyrir sömu meiðslum. Fótbolti 21.8.2006 17:00 Ármann Smári semur við Brann Norska liðið Brann hefur komist að samkomulagi við Íslandsmeistara FH um kaup á varnarmanninum Ármanni Smára Björnssyni og því líklegt að hann spili sinn síðasta leik fyrir FH gegn Breiðablik um næstu helgi. Ármann hefur gert þriggja ára samning við Brann, en hann hefur spilað mjög vel fyrir Íslandsmeistarana í sumar. Sport 21.8.2006 16:53 Forráðamenn Juventus gefast ekki upp Forráðamenn ítalska félagsins Juventus hafa ekki gefist upp í viðleitni sinni til að vinna liðinu sæti í A-deildini á ný, en í dag áfrýjuðu þeir niðurstöðu knattspyrnusambandsins um að fella liðið í B-deild til amennra dómstóla eftir að áfrýjun þeirra var vísað frá í gerðadómi hjá Ólympíusambandinu á Ítalíu. Fótbolti 21.8.2006 16:47 Alonso ætlar að auka forskot sitt Heimsmeistarinn Fernando Alonso segist bjartsýnn á að geta aukið forskot sitt í keppni ökuþóra til heimsmeistara um næstu helgi þegar Tyrklandskappaksturinn fer fram. Alonso er telur möguleika Renault góða þar í landi og segir liðið komið á beinu brautina á ný eftir lægð í keppninni í Þýskalandi um daginn. Formúla 1 21.8.2006 16:32 Boulahrouz kominn til Chelsea Enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea gekk í dag formlega frá kaupum á hollenska varnarmanninum Khalid Boulahrouz frá þýska liðinu Hamburg. Leikmaðurinn er talinn hafa kostað Englandsmeistarana um 6 milljónir punda og hefur skrifað undir fjögurra ára samning. Hann er 24 ára gamall og hefur spilað 15 landsleiki fyrir Holland. Sport 21.8.2006 16:24 Breskir fjölmiðlar voru ósanngjarnir við Eriksson Tord Grip, fyrrum aðstoðarmaður landsliðsþjálfarans Sven-Göran Eriksson í starfstíð hans með enska landsliðið, segir að breskir fjölmiðlar hafi komið illa fram við Eriksson og bendir á að hann hafi ekki fengið það hrós sem hann átti skilið fyrir störf sín. Sport 21.8.2006 16:04 Segist vera á leið til Newcastle Framherjinn Obafemi Martins hjá Inter Milan á Ítalíu segir að samningaviðræður sínar við Newcastle séu að mestu í höfn og á von á að ganga til liðs við enska félagið á næstu dögum. Martins er ósáttur í herbúðum ítalska liðisins síðan það keypti til sín tvo sterka framherja á dögunum og vill ólmur komast til Englands. Fótbolti 21.8.2006 15:09 Spánverjar í góðum málum Spánverjar tryggðu sér í dag sæti í 16-liða úrslitunum á HM í körfubolta sem fram fer í Japan með öruggum 92-71 sigri á Þjóðverjum í dag. Spánverjar hafa unnið alla þrjá leiki sína á mótinu til þessa, en Þjóðverjar ættu að komast áfram þrátt fyrir tapið. Liðið hefur unnið tvo leiki og tapað einum. Körfubolti 21.8.2006 14:52 Hugleiddi að snúa aftur heim Hjálmar Þórarinsson, U21 landsliðsmaður Íslands, hefur fengið fá tækifæri með skoska úrvalsdeildarliðinu Hearts á þessu tímabili. Hjálmar er tvítugur og var hann í síðustu viku orðaður við 1. deildarliðið Hamilton í Skotlandi og var talað um það að félagið vildi fá hann að láni út þetta tímabil. Sport 20.8.2006 22:31 Ari fór beint í byrjunarliðið Valsmaðurinn Ari Freyr Skúlason var í byrjunarliði BK Häcken er liðið mætti Malmö FF í sænsku úrvalsdeildinni í gær. Ari gekk til liðs við félagið fyrir aðeins fáeinum vikum síðan og má því segja að hann hafi farið beint í byrjunarlið félagsins. Fótbolti 20.8.2006 22:31 Bayern eltist við Klose Bayern München hefur nú bæst í kapphlaupið um að tryggja sér þjónustu þýska landsliðsmannsins Miroslav Klose en leikmaðurinn er nú samningsbundinn Werder Bremen. Klose var nýlega valinn leikmaður ársins í Þýskalandi og sló þar að auki í gegn með Þýskalandi á HM í sumar. Fótbolti 20.8.2006 22:31 Glæsilegur sigur hjá Tiger Woods Tiger Woods sýndi fádæma öryggi í dag þegar hann sigraði með yfirburðum á PGA risamótinu á Medinah vellinum í Illinois. Woods lék lokahringinn í dag á 68 höggum og lauk keppni á 18 höggum undir pari eða fimm höggum á undan Shaun Micheel sem hafnaði í öðru sæti á 13 höggum undir pari. Þetta er 12. risatitill Woods á ferlinum og aðeins Jack Nicklaus (18) hefur unnið fleiri í sögunni. Golf 20.8.2006 22:48 Anelka vonast til að semja við Bolton Franski framherjinn Nicolas Anelka hjá tyrkneska liðinu Fenerbahce sagðist í samtali við franska fjölmiðla í dag vera að vonast eftir að geta gengið í raðir enska úrvalsdeildarliðsins Bolton á allra næstu dögum. Anelka er orðinn leiður á verunni í Tyrklandi og langar að snúa aftur í úrvalsdeildina þar sem hann hefur leikið með Arsenal, Liverpool og Manchester City. Sport 20.8.2006 21:24 Auðvelt hjá Evrópumeisturunum Evrópumeistarar Barcelona eru meistarar meistaranna á Spáni eftir öruggan 3-0 sigur á grönnum sínum í Espanyol í síðari leik liðanna í meistarakeppninni þar í landi. Deco skoraði tvö mörk í leiknum í kvöld, það síðara með glæsilegri hjólhestaspyrnu, og Xavi eitt. Eiður Smári Guðjohnsen spilaði síðari hálfleikinn með Barcelona, sem vann einvígið samanlagt 4-0. Fótbolti 20.8.2006 21:54 Valur og Víkingur gerðu jafntefli Valur og Víkingur gerðu markalaust jafntefli á Laugardalsvelli í kvöld í lokaleik umferðarinnar í Landsbankadeild karla í knattspyrnu. Skemmst er frá því að segja að leikurinn var hundleiðinlegur og fengu þeir 878 áhorfendur sem borguðu sig inn á völlinn afar lítið bitastætt fyrir peninginn í kvöld. Sport 20.8.2006 21:45 Bayern með fullt hús stiga Þýskalandsmeistarar Bayern Munchen eru með fullt hús stiga eftir tvær umferðir í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, en í dag vann liðið 2-1 sigur á nýliðum Bochum í tilþrifalitlum leik með mörkum frá Philip Lahm og Roy Makaay. Þá vann Stuttgart 3-2 sigur á Bielefeld þrátt fyrir að missa tvo menn af velli með rautt spjald. Bayern, Nurnberg og Werder Bremen erum með fullt hús stiga eftir tvær fyrstu umferðirnar. Fótbolti 20.8.2006 21:15 Eiður Smári spilar sinn fyrsta leik fyrir Barcelona Síðari hálfleikur í viðureign Barcelona og Espanyol er nú að hefjast og þar hefur dregið til tíðinda því Eiður Smári Guðjohnsen var að koma inná sem varamaður fyrir Samuel Eto´o og er þar með að spila sinn fyrsta alvöru leik fyrir Katalóníurisann. Leikurinn er sýndur beint á Sýn Extra. Fótbolti 20.8.2006 21:07 Woods í forystu Bandaríski kylfingurinn Tiger Woods hefur forystu á PGA risamótinu í golfi sem nú stendur yfir á Medinah-vellinum í Illinois-fylki. Woods hefur náð þriggja högga forystu eftir fyrstu sex holurnar á lokahringnum, en næstur honum kemur David Weir. Sýn er með beina útsendingu frá mótinu. Golf 20.8.2006 20:52 Barcelona leiðir í hálfleik Barcelona hefur yfir 2-0 þegar flautað hefur verið til hálfleiks í síðari leik liðsins við Espanyol um titilinn meistarar meistaranna á Spáni. Xavi og Deco skoruðu mörk Barcelona í upphafi hálfleiksins og mikið má vera ef landsliðsfyrirliðinn Eiður Smári Guðjohnsen fær ekki tækifæri í þeim síðari, en Barcelona er svo gott sem búið að tryggja sér sigur í keppninni. Leikurinn er sýndur beint á Sýn Extra. Fótbolti 20.8.2006 20:50 Töfrabrögðin byrjuð á Nou Camp Síðari leikur Barcelona og Espanyol á Nývangi í Barcelona er nú nýhafinn, en þetta er síðari leikur liðanna í meistarakeppninni á Spáni. Það tók galdramanninn Ronaldinho ekki nema tæpar þrjár mínútur að leika uppi félaga sinn Xavi, sem skoraði með góðum skalla og kom Barca yfir. Eiður Smári Guðjohnsen er á varamannabekk Barcelona, sem þar með er komið yfir 2-0 samanlagt í einvíginu. Leikurinn er sýndur beint á Sýn Extra. Fótbolti 20.8.2006 20:08 Mikilvægur sigur ÍBV - Keflavík lagði FH Leikjunum þremur sem hófust klukkan 18 í Landsbankadeild karla er nú lokið. Eyjamenn unnu mikilvægan 2-1 sigur á Grindvíkingum í Eyjum, Keflvíkingar skelltu Íslandsmeisturunum 2-1 á heimavelli sínum og KRingar lögðu Blika 1-0 á útivelli. Leikur Vals og Víkings hefst nú klukkan 20. Sport 20.8.2006 19:54 Jafnt í frábærum leik í Árbænum Fylkir og ÍA skildu jöfn 3-3 í frábærum leik í Árbænum í kvöld. Skagamenn fóru afar illa að ráði sínu í síðari hálfleiknum, því Heimir Einarsson kom þeim í 3-1 á 79. mínútu leiksins. Þeir Sævar Þór Gíslason og Haukur Ingi Guðnason jöfnuðu fyrir Fylki með tveimur mörkum á tveimur mínútum. Þrátt fyrir harða sókn Fylkis á lokamínútunum, tókst þeim þó ekki að tryggja sér sigurinn og Skagamenn því heppnir að tryggja sér stig eftir að hafa verið með leikinn í höndum sér. Sport 20.8.2006 18:47 Larsson kærður fyrir líkamsárás? Framherjinn knái, Henrik Larsson hjá sænska liðinu Helsingborg, gæti átt yfir höfði sér lögreglukæru fyrir líkamsárás eftir að sannað þykir að hann hafi kýlt mótherja sinn í magann í bikarleik Helsingborg og Elfsborg í gær. Leikmaðurinn sem varð fyrir högginu þurfti að fara meiddur af velli í kjölfarið. Fótbolti 20.8.2006 18:29 « ‹ 159 160 161 162 163 164 165 166 167 … 334 ›
Speed framlengir hjá Bolton Miðjumaðurinn Gary Speed hefur framlengt samning sinn við enska úrvalsdeildarfélagið Bolton um tvö ár. Speed er 36 ára gamall fyrrum landsliðsmaður Wales og kom til Bolton frá Newcastle fyrir tveimur árum. Sam Allardyce segist mjög ánægður með ákvörðun Speed að vera áfram hjá félaginu og segir hann koma með ómetanega reynslu inn í leikmannahóp liðsins. Sport 21.8.2006 19:15
Ráðleggur Hargreaves að halda kjafti Uli Hoeness, framkvæmdastjóri Þýskalandsmeistara Bayern Munchen, er orðinn þreyttur á endalausum yfirlýsingum enska landsliðsmannsins Owen Hargreaves um draum sinn um að ganga í raðir Manchester United. Hoeness segir að Hargreaves væri hollara að fara að halda sér saman. Fótbolti 21.8.2006 18:55
Benitez fékk að heyra það Liðsmenn Liverpool hafa ekki átt þægilegt ferðalag til Kænugarðs í Úkraínu í dag þar sem liðið mætir ísraelska liðinu Maccabi Haifa öðru sinni í forkeppni meistaradeildarinnar annað kvöld. Miklar tafir urðu á ferðalagi leikmanna Liverpool til Kænugarðs og þegar þangað kom, þurfti Rafael Benitez að sitja undir árásum ísraelskra blaðamanna sem kenndu honum um að leikurinn hefði verið færður á hlutlausan völl. Fótbolti 21.8.2006 19:30
Blackburn sendir inn kvörtun vegna Todd Enska úrvalsdeildarfélagið Blackburn hefur sent knattspyrnusambandinu kvörtun vegna brottvísunar Andy Todd í leiknum gegn Portsmouth um helgina. Todd fékk tvö gul spjöld og þar með rautt í leiknum og þykir forráðamönnum Blackburn þessi dómur hafa verið afar loðinn. Sport 21.8.2006 17:41
Boltinn er í höndum Fenerbahce Sam Allardyce hefur viðurkennt að Bolton sé í viðræðum við tyrkneska félagið Fenerbahce um kaup á framherjanum Nicolas Anelka og segist upp með sér yfir áhuga franska leikmannsins á að ganga í raðir Bolton. Hann varar þó við of mikilli bjartsýni, því forráðamenn tyrkneska liðsins séu afar erfiðir í samningum. Sport 21.8.2006 17:32
Olsen tilkynnir hóp Dana gegn Íslendingum Morten Olsen, landsliðsþjálfari Dana í knattspyrnu, hefur tilkynnt 24 manna hóp sinn sem mætir Íslendingum í undankeppni EM á Laugardalsvelli þann 6. september nk. Sport 21.8.2006 17:22
Smith spilar fyrir varalið United í kvöld Framherjinn Alan Smith mun spila með varaliði Manchester United í kvöld þegar liðið mætir Preston, en þessi 25 ára gamli leikmaður hefur ekki spilað síðan hann fótbrotnaði afar illa í leik í febrúar. Fæstir áttu von á því að Smith næði að snúa aftur á árinu, en bati hans hefur verið ótrúlegur. Sport 21.8.2006 17:11
Annað áfallið fyrir Villareal á nokkrum dögum Ekki er hægt að segja að leiktíðin byrji vel hjá Spútnikliði Villareal á Spáni, því í dag varð ljóst að franski miðjumaðurinn Robert Pires gæti misst af meiripartinum af tímabilinu vegna hnémeiðsla. Hann er annar miðjumaðurinn á fimm dögum sem liðið missir í hnémeiðsli, því áður hafði Gonzalo Rodriguez orðið fyrir sömu meiðslum. Fótbolti 21.8.2006 17:00
Ármann Smári semur við Brann Norska liðið Brann hefur komist að samkomulagi við Íslandsmeistara FH um kaup á varnarmanninum Ármanni Smára Björnssyni og því líklegt að hann spili sinn síðasta leik fyrir FH gegn Breiðablik um næstu helgi. Ármann hefur gert þriggja ára samning við Brann, en hann hefur spilað mjög vel fyrir Íslandsmeistarana í sumar. Sport 21.8.2006 16:53
Forráðamenn Juventus gefast ekki upp Forráðamenn ítalska félagsins Juventus hafa ekki gefist upp í viðleitni sinni til að vinna liðinu sæti í A-deildini á ný, en í dag áfrýjuðu þeir niðurstöðu knattspyrnusambandsins um að fella liðið í B-deild til amennra dómstóla eftir að áfrýjun þeirra var vísað frá í gerðadómi hjá Ólympíusambandinu á Ítalíu. Fótbolti 21.8.2006 16:47
Alonso ætlar að auka forskot sitt Heimsmeistarinn Fernando Alonso segist bjartsýnn á að geta aukið forskot sitt í keppni ökuþóra til heimsmeistara um næstu helgi þegar Tyrklandskappaksturinn fer fram. Alonso er telur möguleika Renault góða þar í landi og segir liðið komið á beinu brautina á ný eftir lægð í keppninni í Þýskalandi um daginn. Formúla 1 21.8.2006 16:32
Boulahrouz kominn til Chelsea Enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea gekk í dag formlega frá kaupum á hollenska varnarmanninum Khalid Boulahrouz frá þýska liðinu Hamburg. Leikmaðurinn er talinn hafa kostað Englandsmeistarana um 6 milljónir punda og hefur skrifað undir fjögurra ára samning. Hann er 24 ára gamall og hefur spilað 15 landsleiki fyrir Holland. Sport 21.8.2006 16:24
Breskir fjölmiðlar voru ósanngjarnir við Eriksson Tord Grip, fyrrum aðstoðarmaður landsliðsþjálfarans Sven-Göran Eriksson í starfstíð hans með enska landsliðið, segir að breskir fjölmiðlar hafi komið illa fram við Eriksson og bendir á að hann hafi ekki fengið það hrós sem hann átti skilið fyrir störf sín. Sport 21.8.2006 16:04
Segist vera á leið til Newcastle Framherjinn Obafemi Martins hjá Inter Milan á Ítalíu segir að samningaviðræður sínar við Newcastle séu að mestu í höfn og á von á að ganga til liðs við enska félagið á næstu dögum. Martins er ósáttur í herbúðum ítalska liðisins síðan það keypti til sín tvo sterka framherja á dögunum og vill ólmur komast til Englands. Fótbolti 21.8.2006 15:09
Spánverjar í góðum málum Spánverjar tryggðu sér í dag sæti í 16-liða úrslitunum á HM í körfubolta sem fram fer í Japan með öruggum 92-71 sigri á Þjóðverjum í dag. Spánverjar hafa unnið alla þrjá leiki sína á mótinu til þessa, en Þjóðverjar ættu að komast áfram þrátt fyrir tapið. Liðið hefur unnið tvo leiki og tapað einum. Körfubolti 21.8.2006 14:52
Hugleiddi að snúa aftur heim Hjálmar Þórarinsson, U21 landsliðsmaður Íslands, hefur fengið fá tækifæri með skoska úrvalsdeildarliðinu Hearts á þessu tímabili. Hjálmar er tvítugur og var hann í síðustu viku orðaður við 1. deildarliðið Hamilton í Skotlandi og var talað um það að félagið vildi fá hann að láni út þetta tímabil. Sport 20.8.2006 22:31
Ari fór beint í byrjunarliðið Valsmaðurinn Ari Freyr Skúlason var í byrjunarliði BK Häcken er liðið mætti Malmö FF í sænsku úrvalsdeildinni í gær. Ari gekk til liðs við félagið fyrir aðeins fáeinum vikum síðan og má því segja að hann hafi farið beint í byrjunarlið félagsins. Fótbolti 20.8.2006 22:31
Bayern eltist við Klose Bayern München hefur nú bæst í kapphlaupið um að tryggja sér þjónustu þýska landsliðsmannsins Miroslav Klose en leikmaðurinn er nú samningsbundinn Werder Bremen. Klose var nýlega valinn leikmaður ársins í Þýskalandi og sló þar að auki í gegn með Þýskalandi á HM í sumar. Fótbolti 20.8.2006 22:31
Glæsilegur sigur hjá Tiger Woods Tiger Woods sýndi fádæma öryggi í dag þegar hann sigraði með yfirburðum á PGA risamótinu á Medinah vellinum í Illinois. Woods lék lokahringinn í dag á 68 höggum og lauk keppni á 18 höggum undir pari eða fimm höggum á undan Shaun Micheel sem hafnaði í öðru sæti á 13 höggum undir pari. Þetta er 12. risatitill Woods á ferlinum og aðeins Jack Nicklaus (18) hefur unnið fleiri í sögunni. Golf 20.8.2006 22:48
Anelka vonast til að semja við Bolton Franski framherjinn Nicolas Anelka hjá tyrkneska liðinu Fenerbahce sagðist í samtali við franska fjölmiðla í dag vera að vonast eftir að geta gengið í raðir enska úrvalsdeildarliðsins Bolton á allra næstu dögum. Anelka er orðinn leiður á verunni í Tyrklandi og langar að snúa aftur í úrvalsdeildina þar sem hann hefur leikið með Arsenal, Liverpool og Manchester City. Sport 20.8.2006 21:24
Auðvelt hjá Evrópumeisturunum Evrópumeistarar Barcelona eru meistarar meistaranna á Spáni eftir öruggan 3-0 sigur á grönnum sínum í Espanyol í síðari leik liðanna í meistarakeppninni þar í landi. Deco skoraði tvö mörk í leiknum í kvöld, það síðara með glæsilegri hjólhestaspyrnu, og Xavi eitt. Eiður Smári Guðjohnsen spilaði síðari hálfleikinn með Barcelona, sem vann einvígið samanlagt 4-0. Fótbolti 20.8.2006 21:54
Valur og Víkingur gerðu jafntefli Valur og Víkingur gerðu markalaust jafntefli á Laugardalsvelli í kvöld í lokaleik umferðarinnar í Landsbankadeild karla í knattspyrnu. Skemmst er frá því að segja að leikurinn var hundleiðinlegur og fengu þeir 878 áhorfendur sem borguðu sig inn á völlinn afar lítið bitastætt fyrir peninginn í kvöld. Sport 20.8.2006 21:45
Bayern með fullt hús stiga Þýskalandsmeistarar Bayern Munchen eru með fullt hús stiga eftir tvær umferðir í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, en í dag vann liðið 2-1 sigur á nýliðum Bochum í tilþrifalitlum leik með mörkum frá Philip Lahm og Roy Makaay. Þá vann Stuttgart 3-2 sigur á Bielefeld þrátt fyrir að missa tvo menn af velli með rautt spjald. Bayern, Nurnberg og Werder Bremen erum með fullt hús stiga eftir tvær fyrstu umferðirnar. Fótbolti 20.8.2006 21:15
Eiður Smári spilar sinn fyrsta leik fyrir Barcelona Síðari hálfleikur í viðureign Barcelona og Espanyol er nú að hefjast og þar hefur dregið til tíðinda því Eiður Smári Guðjohnsen var að koma inná sem varamaður fyrir Samuel Eto´o og er þar með að spila sinn fyrsta alvöru leik fyrir Katalóníurisann. Leikurinn er sýndur beint á Sýn Extra. Fótbolti 20.8.2006 21:07
Woods í forystu Bandaríski kylfingurinn Tiger Woods hefur forystu á PGA risamótinu í golfi sem nú stendur yfir á Medinah-vellinum í Illinois-fylki. Woods hefur náð þriggja högga forystu eftir fyrstu sex holurnar á lokahringnum, en næstur honum kemur David Weir. Sýn er með beina útsendingu frá mótinu. Golf 20.8.2006 20:52
Barcelona leiðir í hálfleik Barcelona hefur yfir 2-0 þegar flautað hefur verið til hálfleiks í síðari leik liðsins við Espanyol um titilinn meistarar meistaranna á Spáni. Xavi og Deco skoruðu mörk Barcelona í upphafi hálfleiksins og mikið má vera ef landsliðsfyrirliðinn Eiður Smári Guðjohnsen fær ekki tækifæri í þeim síðari, en Barcelona er svo gott sem búið að tryggja sér sigur í keppninni. Leikurinn er sýndur beint á Sýn Extra. Fótbolti 20.8.2006 20:50
Töfrabrögðin byrjuð á Nou Camp Síðari leikur Barcelona og Espanyol á Nývangi í Barcelona er nú nýhafinn, en þetta er síðari leikur liðanna í meistarakeppninni á Spáni. Það tók galdramanninn Ronaldinho ekki nema tæpar þrjár mínútur að leika uppi félaga sinn Xavi, sem skoraði með góðum skalla og kom Barca yfir. Eiður Smári Guðjohnsen er á varamannabekk Barcelona, sem þar með er komið yfir 2-0 samanlagt í einvíginu. Leikurinn er sýndur beint á Sýn Extra. Fótbolti 20.8.2006 20:08
Mikilvægur sigur ÍBV - Keflavík lagði FH Leikjunum þremur sem hófust klukkan 18 í Landsbankadeild karla er nú lokið. Eyjamenn unnu mikilvægan 2-1 sigur á Grindvíkingum í Eyjum, Keflvíkingar skelltu Íslandsmeisturunum 2-1 á heimavelli sínum og KRingar lögðu Blika 1-0 á útivelli. Leikur Vals og Víkings hefst nú klukkan 20. Sport 20.8.2006 19:54
Jafnt í frábærum leik í Árbænum Fylkir og ÍA skildu jöfn 3-3 í frábærum leik í Árbænum í kvöld. Skagamenn fóru afar illa að ráði sínu í síðari hálfleiknum, því Heimir Einarsson kom þeim í 3-1 á 79. mínútu leiksins. Þeir Sævar Þór Gíslason og Haukur Ingi Guðnason jöfnuðu fyrir Fylki með tveimur mörkum á tveimur mínútum. Þrátt fyrir harða sókn Fylkis á lokamínútunum, tókst þeim þó ekki að tryggja sér sigurinn og Skagamenn því heppnir að tryggja sér stig eftir að hafa verið með leikinn í höndum sér. Sport 20.8.2006 18:47
Larsson kærður fyrir líkamsárás? Framherjinn knái, Henrik Larsson hjá sænska liðinu Helsingborg, gæti átt yfir höfði sér lögreglukæru fyrir líkamsárás eftir að sannað þykir að hann hafi kýlt mótherja sinn í magann í bikarleik Helsingborg og Elfsborg í gær. Leikmaðurinn sem varð fyrir högginu þurfti að fara meiddur af velli í kjölfarið. Fótbolti 20.8.2006 18:29