Viðskipti Krónan ekki sterkari í fimm ár Krónan hefur ekki verið sterkari síðan í júní 2000 að sögn greiningardeildar Íslandsbanka. Gengisvísitala krónunnar endaði í 110,12 stigum í gær og fór rétt undir 110 stig innan dagsins. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:45 Baugur hefur ekki tekið afstöðu Baugur hefur ekki tekið afstöðu til þess hvort haldið verði fast við það að breska fyrirtækið Iceland fái einkarétt á Iceland sem vörumerki í allri Evrópu. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:45 Sjóvík kaupir Iceland Seafood SÍF seldi í dag dótturfélag sitt Iceland Seafood Corporation í Bandaríkjunum. Kaupandi er Sjóvík ehf. og nemur söluverðið 26,5 milljónum evra, um 2,1 milljarði króna, en að auki tekur kaupandi yfir vaxtaberandi skuldir að andvirði um 1,8 milljarða króna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá SÍF. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:30 Gerir tilboð í verðbréfafyrirtæki Landsbankinn hefur gert yfirtökutilboð í breska verðbréfafyrirtækið Teather & Greenwood upp á um fimm milljarða króna. Fyrirtækið mun hefja útlánastarfsemi í Bretlandi ef kaupin ganga upp, að sögn Halldórs Kristjánssonar, bankastjóra Landsbankans. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:30 Úrvalsvísitala hækkaði um 10% Úrvalsvísitalan hækkaði um 10% í janúar, að því er segir í morgunkorni Íslandsbanka. Hlutabréf í Flugleiðum hafa hækkað mest það sem af er ári, eða um 37 prósent, en Landsbankinn kemur næstur með 19,7 prósenta hækkun. Önnur félög sem hækka umfram vísitöluna í mánuðinum eru Kaupþing og Burðarás, en hlutabréf í fyrirtækjunum tveimur hækkuðu um annars vegar 12,6 prósent og hins vegar 10,1 prósent. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:30 Metár í erlendum fjárfestingum Síðasta ár var metár í erlendum fjárfestingum, samkvæmt vegvísi Landsbankans, en nettókaup erlendra verðbréfa námu 76 milljörðum króna. Á árinu voru keypt erlend verðbréf fyrir 211 milljarða króna en að sama skapi nam sala erlendra verðbréfa 135 milljörðum. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:30 Byggja upp fjárfestingarbanka Landsbankinn stefnir að því að leggja grunn að útrás sinni í Bretlandi með yfirtöku á bresku verðbréfafyrirtæki sem tilkynnt var um í dag. Markmið Landsbankans er að byggja upp norðurevrópskan fyrirtækja- og fjárfestingarbanka. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:30 Sækist eftir stóli hjá Straumi Þorsteinn Már Baldvinsson hefur gefið kost á sér til stjórnarsetu í Straumi - Fjárfestingarbanka hf. á aðalfundi bankans þann 4. febrúar næstkomandi, en Þorsteinn Már á jafnframt sæti í stjórn Tryggingamiðstöðvarinnar. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:29 Gengið sterkt til frambúðar Hátt raungengi krónunnar um þessar mundir er til marks um bætt efnahagsskilyrði í landinu og því er líklegt að krónan verði áfram sterk. Þetta kom fram í riti greiningardeildar Landsbankans "Sterk króna til framtíðar" sem kom út í gær. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:30 Verðbólga fer yfir þolmörk Gangi spá um óbreytta vísitölu eftir mun verðbólgan mælast 4,3 prósent og rjúfa þannig efri þolmörk verðbólgumarkmiðs Seðlabankans, að mati greiningardeildar Íslandsbanka. Verðbólga hefur aukist mikið að undanförnu en í ljósi sterkrar krónu er líklegt að hún hjaðni nokkuð er líður á árið og fari jafnvel niður fyrir þolmörkin strax í maí. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:29 Olíuframleiðsla verði óbreytt Olíumálaráðherrar OPEC-olíuframleiðsluríkjanna ákváðu á fundi sínum í gær að halda framleiðslunni óbreyttri, en hún er nú 27 milljónir tunna á dag. Þeir ákváðu jafnframt að falla frá því markmiði sínu frá árinu 2000 að verð á olíutunnu skuli vera á bilinu 22 til 28 dollarar til að halda efnahag í heiminum í jafnvægi. Viðskipti erlent 13.10.2005 15:29 Dýrðarár bankanna Eigendur bankanna ljóma af gleði efir uppskeru ársins. Hagnaður Landsbankans í fyrra er til dæmis svipaður og verðið sem Samson greiddi fyrir kjölfestuhlut sinn í bankanum. Árið 2004 kemur ekki aftur, en horfurnar fyrir þetta ár eru ágætar. </font /></b /> Viðskipti innlent 13.10.2005 15:29 Ekki dregið úr olíuframleiðslu Ekki verður dregið úr olíuframleiðslu hjá OPEC-ríkjunum. Þetta var ákveðið á fundi helstu olíuframleiðsluríkja heims í Vín í dag. Olíuverð hefur lækkað mjög frá því sem það varð hæst á síðasta ári en er þó enn töluvert hærra en í byrjun síðasta árs. Viðskipti erlent 13.10.2005 15:29 Hagnaður Microsoft tvöfaldast Hagnaður Microsoft tvöfaldaðist á síðasta ársfjórðungi vegna aukinnar eftirspurnar og kostnaðaraðhalds samkvæmt greiningardeild Íslandsbanka. Hagnaðurinn nam 3,46 milljörðum dollara eða rúmum 215 milljörðum íslenskra króna. Viðskipti erlent 13.10.2005 15:28 Eignirnar nema tíföldum fjárlögum Gróði stóru bankanna þriggja, Landsbankans, Íslandsbanka og KB banka, á síðasta ári nemur samtals tæpum 40 milljörðum króna. Eignir bankanna jukust líka gríðarlega á árinu og nema nú samanlagt tæplega 3000 milljörðum króna. Til samanburðar eru fjárlög ríkisins í ár aðeins tæpir 300 milljarðar. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:28 Hagnaðurinn 11,44 milljarðar Hagnaður Íslandsbanka á síðasta ári nam 11.445 milljónum króna eftir skatta sem er 96,1% meiri hagnaður en á árinu 2003. Hagnaður á fjórða ársfjórðungi nam 1.312 milljónum króna. Heildareignir bankans í lok nýliðins árs námu 675 milljörðum króna. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:28 Hagnaður Atorku 2,9 milljarðar Hagnaður af rekstri fjárfestingafélagsins Atorku eftir skatta í fyrra nam tæplega 2,9 milljörðum króna samanborið við 403 milljónir árið áður. Þar var arðsemi eigin fjár rúmlega 73 prósent og eru heildareignir félagsins um 17 milljarðar og jukust um u.þ.b. 12 milljarða á árinu. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:28 Hagnaður bankanna aldrei meiri Stóru viðskiptabankarnir þrír högnuðust um 40 milljarða króna í fyrra, sem er enn eitt Íslandsmetið. Jafet Ólafsson, framkvæmdastjóri Verðbréfastofu, segir skýringuna á þessum háu tölum megi að stórum hluta rekja til gegnishagnaðar vegna sölu á hluta- og skuldabréfum. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:28 Baugur kaupir aftur í Flugleiðum Baugur, sem seldi rúmlega 8% hlut sinn í Flugleiðum í ágúst í fyrra, er aftur farinn að fjárfesta í félaginu og jók hlut sinn enn um 3% í morgun og er kominn upp í 6%. Verð á hlutabréfum í Flugleiðum hefur nær tvöfaldast á tólf mánuðum og þar af nemur hækkunin í þessum mánuði einum um 36%. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:28 Samruni við Samherja eða Granda Norski athafnamaðurinn Kjell Inge Rökke hefur gert árangurslausar tilraunir til náinnar samvinnu eða samruna útgerðarfélagsins Aker Seafood í Noregi við Samherja annars vegar, og HB Granda hins vegar, að því er norskir fjölmiðlar skýra frá. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:28 Risasamningur Flugleiða Flugleiðir undirrituðu í gær stærsta flugvélakaupasamning í sögu félagsins. Flugleiðir kaupa 10 Boeing 737-800 vélar fyrir 40 milljarða króna. Samningurinn markar einnig þau tímamót að þetta er í fyrsta skipti sem íslenskur banki fjármagnar slík kaup. KB banki fjármagnar einn samninginn og hljóðar inngreiðslan upp á ellefu milljarða króna. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:27 Spá því að markaður mettist Sérfræðingar fjármálaráðuneytisins spá því að markaður fyrir nýjar íbúðir mettist á næsta ári. Lokið verður við að byggja hátt í þrjú þúsund íbúðir á þessu ári sem er um það bil 1200 íbúðir umfram árlega meðaltalsþörf, samkvæmt þjóðhagsspá fjármálaráðuneytisins. Það bendir til að jafnvægi muni nást á fasteignamarkaði fyrr en seinna. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:27 Skipta með sér þremur milljörðum Hluthafar í KB banka skipta með sér rúmum þremur milljörðum króna í arð af hagnaði bankans í fyrra, sem nam hátt í sextán milljörðum króna eftir skatta. Það er meira en tvöfalt meiri hagnaður en árið áður og á rúmlega helmingur hagnaðarins rætur að rekja til starfsemi bankans í útlöndum. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:27 Flogið til Hahn í sumar Flugfélagið Iceland Express ætlar að hefja áætlunarflug á milli Íslands og Þýskalands í vor og hefur þegar verið ákveðið að fljúga til Frankfurt/Hahn-flugvallarins sem er miðja vegu milli Frankfurt og Lúxemborgar. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:27 Icelandair kaupir tíu flugvélar Icelandair hefur gert samning við Boeing-verksmiðjurnar um kaup á tíu farþegaþotum af gerðinni Boeing 737-800. Félagið tryggði sér jafnframt kauprétt á fimm þotum til viðbótar. Ætlunin er að leigja þessar þotur til Kína og víðar og mun sérstakt dótturfélag sjá um þá framkvæmd. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:27 Hagnaður KB banka um 16 milljarðar Hluthafar í KB banka skipta með sér rúmum þremur milljörðum króna í arð af hagnaði bankans í fyrra, sem nam hátt í 16 milljörðum króna eftir skatta. Það er meira en tvöfalt meiri hagnaður en árið áður og á rúmlega helmingur hagnaðarins rætur að rekja til starfsemi bankans í útlöndum. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:27 Leigja vélarnar til Kína og víðar Flugleiðir undirrituðu í dag samning við Boeing-verksmiðjurnar um kaup á tíu farþegaþotum af gerðinni 737-800 sem félagið ætlar að leigja áfram til flugfélaga í Kína og víðar. Heildarverðmæti samningsins nemur um fjörutíu milljörðum króna. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:28 Hafa áhyggjur af dalnum Fjármálasérfræðingar Sameinuðu þjóðanna eru farnir að óttast að bág staða bandaríkjadals ógni efnahagslegum stöðugleika í heiminum. Lágt gengi dollarans er nú farið að koma illa við bandarísk fyrirtæki þar sem viðskiptavinir þeirra borga gjarnan í dollurum. Viðskipti erlent 13.10.2005 15:27 Vísitalan aldrei hærri í janúar Væntingavísitala Gallup hækkaði verulega í janúar eða um tæp 18 stig eftir að hafa lækkað lítillega mánuðina á að sögn greiningardeildar Íslandsbanka. Vísitalan stendur nú í 128,9 stigum og hefur ekki áður mælst svo há í janúarmánuði. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:27 Hlutafjáraukning og kaup Actavis hyggur á hlutafjárhækkun að markaðsvirði um 30 milljarða króna samhliða skráningu í London, samkvæmt frétt sem birtist á vef Financial Times. Í fréttinni er fjallað um fyrirhugaða skráningu Actavis í kauphöllinni í London. Félagið hefur ekki sent frá sér tilkynningar um hlutafjárhækkun né heldur um tímasetningu skráningar. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:27 « ‹ 200 201 202 203 204 205 206 207 208 … 223 ›
Krónan ekki sterkari í fimm ár Krónan hefur ekki verið sterkari síðan í júní 2000 að sögn greiningardeildar Íslandsbanka. Gengisvísitala krónunnar endaði í 110,12 stigum í gær og fór rétt undir 110 stig innan dagsins. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:45
Baugur hefur ekki tekið afstöðu Baugur hefur ekki tekið afstöðu til þess hvort haldið verði fast við það að breska fyrirtækið Iceland fái einkarétt á Iceland sem vörumerki í allri Evrópu. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:45
Sjóvík kaupir Iceland Seafood SÍF seldi í dag dótturfélag sitt Iceland Seafood Corporation í Bandaríkjunum. Kaupandi er Sjóvík ehf. og nemur söluverðið 26,5 milljónum evra, um 2,1 milljarði króna, en að auki tekur kaupandi yfir vaxtaberandi skuldir að andvirði um 1,8 milljarða króna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá SÍF. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:30
Gerir tilboð í verðbréfafyrirtæki Landsbankinn hefur gert yfirtökutilboð í breska verðbréfafyrirtækið Teather & Greenwood upp á um fimm milljarða króna. Fyrirtækið mun hefja útlánastarfsemi í Bretlandi ef kaupin ganga upp, að sögn Halldórs Kristjánssonar, bankastjóra Landsbankans. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:30
Úrvalsvísitala hækkaði um 10% Úrvalsvísitalan hækkaði um 10% í janúar, að því er segir í morgunkorni Íslandsbanka. Hlutabréf í Flugleiðum hafa hækkað mest það sem af er ári, eða um 37 prósent, en Landsbankinn kemur næstur með 19,7 prósenta hækkun. Önnur félög sem hækka umfram vísitöluna í mánuðinum eru Kaupþing og Burðarás, en hlutabréf í fyrirtækjunum tveimur hækkuðu um annars vegar 12,6 prósent og hins vegar 10,1 prósent. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:30
Metár í erlendum fjárfestingum Síðasta ár var metár í erlendum fjárfestingum, samkvæmt vegvísi Landsbankans, en nettókaup erlendra verðbréfa námu 76 milljörðum króna. Á árinu voru keypt erlend verðbréf fyrir 211 milljarða króna en að sama skapi nam sala erlendra verðbréfa 135 milljörðum. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:30
Byggja upp fjárfestingarbanka Landsbankinn stefnir að því að leggja grunn að útrás sinni í Bretlandi með yfirtöku á bresku verðbréfafyrirtæki sem tilkynnt var um í dag. Markmið Landsbankans er að byggja upp norðurevrópskan fyrirtækja- og fjárfestingarbanka. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:30
Sækist eftir stóli hjá Straumi Þorsteinn Már Baldvinsson hefur gefið kost á sér til stjórnarsetu í Straumi - Fjárfestingarbanka hf. á aðalfundi bankans þann 4. febrúar næstkomandi, en Þorsteinn Már á jafnframt sæti í stjórn Tryggingamiðstöðvarinnar. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:29
Gengið sterkt til frambúðar Hátt raungengi krónunnar um þessar mundir er til marks um bætt efnahagsskilyrði í landinu og því er líklegt að krónan verði áfram sterk. Þetta kom fram í riti greiningardeildar Landsbankans "Sterk króna til framtíðar" sem kom út í gær. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:30
Verðbólga fer yfir þolmörk Gangi spá um óbreytta vísitölu eftir mun verðbólgan mælast 4,3 prósent og rjúfa þannig efri þolmörk verðbólgumarkmiðs Seðlabankans, að mati greiningardeildar Íslandsbanka. Verðbólga hefur aukist mikið að undanförnu en í ljósi sterkrar krónu er líklegt að hún hjaðni nokkuð er líður á árið og fari jafnvel niður fyrir þolmörkin strax í maí. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:29
Olíuframleiðsla verði óbreytt Olíumálaráðherrar OPEC-olíuframleiðsluríkjanna ákváðu á fundi sínum í gær að halda framleiðslunni óbreyttri, en hún er nú 27 milljónir tunna á dag. Þeir ákváðu jafnframt að falla frá því markmiði sínu frá árinu 2000 að verð á olíutunnu skuli vera á bilinu 22 til 28 dollarar til að halda efnahag í heiminum í jafnvægi. Viðskipti erlent 13.10.2005 15:29
Dýrðarár bankanna Eigendur bankanna ljóma af gleði efir uppskeru ársins. Hagnaður Landsbankans í fyrra er til dæmis svipaður og verðið sem Samson greiddi fyrir kjölfestuhlut sinn í bankanum. Árið 2004 kemur ekki aftur, en horfurnar fyrir þetta ár eru ágætar. </font /></b /> Viðskipti innlent 13.10.2005 15:29
Ekki dregið úr olíuframleiðslu Ekki verður dregið úr olíuframleiðslu hjá OPEC-ríkjunum. Þetta var ákveðið á fundi helstu olíuframleiðsluríkja heims í Vín í dag. Olíuverð hefur lækkað mjög frá því sem það varð hæst á síðasta ári en er þó enn töluvert hærra en í byrjun síðasta árs. Viðskipti erlent 13.10.2005 15:29
Hagnaður Microsoft tvöfaldast Hagnaður Microsoft tvöfaldaðist á síðasta ársfjórðungi vegna aukinnar eftirspurnar og kostnaðaraðhalds samkvæmt greiningardeild Íslandsbanka. Hagnaðurinn nam 3,46 milljörðum dollara eða rúmum 215 milljörðum íslenskra króna. Viðskipti erlent 13.10.2005 15:28
Eignirnar nema tíföldum fjárlögum Gróði stóru bankanna þriggja, Landsbankans, Íslandsbanka og KB banka, á síðasta ári nemur samtals tæpum 40 milljörðum króna. Eignir bankanna jukust líka gríðarlega á árinu og nema nú samanlagt tæplega 3000 milljörðum króna. Til samanburðar eru fjárlög ríkisins í ár aðeins tæpir 300 milljarðar. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:28
Hagnaðurinn 11,44 milljarðar Hagnaður Íslandsbanka á síðasta ári nam 11.445 milljónum króna eftir skatta sem er 96,1% meiri hagnaður en á árinu 2003. Hagnaður á fjórða ársfjórðungi nam 1.312 milljónum króna. Heildareignir bankans í lok nýliðins árs námu 675 milljörðum króna. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:28
Hagnaður Atorku 2,9 milljarðar Hagnaður af rekstri fjárfestingafélagsins Atorku eftir skatta í fyrra nam tæplega 2,9 milljörðum króna samanborið við 403 milljónir árið áður. Þar var arðsemi eigin fjár rúmlega 73 prósent og eru heildareignir félagsins um 17 milljarðar og jukust um u.þ.b. 12 milljarða á árinu. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:28
Hagnaður bankanna aldrei meiri Stóru viðskiptabankarnir þrír högnuðust um 40 milljarða króna í fyrra, sem er enn eitt Íslandsmetið. Jafet Ólafsson, framkvæmdastjóri Verðbréfastofu, segir skýringuna á þessum háu tölum megi að stórum hluta rekja til gegnishagnaðar vegna sölu á hluta- og skuldabréfum. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:28
Baugur kaupir aftur í Flugleiðum Baugur, sem seldi rúmlega 8% hlut sinn í Flugleiðum í ágúst í fyrra, er aftur farinn að fjárfesta í félaginu og jók hlut sinn enn um 3% í morgun og er kominn upp í 6%. Verð á hlutabréfum í Flugleiðum hefur nær tvöfaldast á tólf mánuðum og þar af nemur hækkunin í þessum mánuði einum um 36%. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:28
Samruni við Samherja eða Granda Norski athafnamaðurinn Kjell Inge Rökke hefur gert árangurslausar tilraunir til náinnar samvinnu eða samruna útgerðarfélagsins Aker Seafood í Noregi við Samherja annars vegar, og HB Granda hins vegar, að því er norskir fjölmiðlar skýra frá. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:28
Risasamningur Flugleiða Flugleiðir undirrituðu í gær stærsta flugvélakaupasamning í sögu félagsins. Flugleiðir kaupa 10 Boeing 737-800 vélar fyrir 40 milljarða króna. Samningurinn markar einnig þau tímamót að þetta er í fyrsta skipti sem íslenskur banki fjármagnar slík kaup. KB banki fjármagnar einn samninginn og hljóðar inngreiðslan upp á ellefu milljarða króna. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:27
Spá því að markaður mettist Sérfræðingar fjármálaráðuneytisins spá því að markaður fyrir nýjar íbúðir mettist á næsta ári. Lokið verður við að byggja hátt í þrjú þúsund íbúðir á þessu ári sem er um það bil 1200 íbúðir umfram árlega meðaltalsþörf, samkvæmt þjóðhagsspá fjármálaráðuneytisins. Það bendir til að jafnvægi muni nást á fasteignamarkaði fyrr en seinna. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:27
Skipta með sér þremur milljörðum Hluthafar í KB banka skipta með sér rúmum þremur milljörðum króna í arð af hagnaði bankans í fyrra, sem nam hátt í sextán milljörðum króna eftir skatta. Það er meira en tvöfalt meiri hagnaður en árið áður og á rúmlega helmingur hagnaðarins rætur að rekja til starfsemi bankans í útlöndum. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:27
Flogið til Hahn í sumar Flugfélagið Iceland Express ætlar að hefja áætlunarflug á milli Íslands og Þýskalands í vor og hefur þegar verið ákveðið að fljúga til Frankfurt/Hahn-flugvallarins sem er miðja vegu milli Frankfurt og Lúxemborgar. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:27
Icelandair kaupir tíu flugvélar Icelandair hefur gert samning við Boeing-verksmiðjurnar um kaup á tíu farþegaþotum af gerðinni Boeing 737-800. Félagið tryggði sér jafnframt kauprétt á fimm þotum til viðbótar. Ætlunin er að leigja þessar þotur til Kína og víðar og mun sérstakt dótturfélag sjá um þá framkvæmd. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:27
Hagnaður KB banka um 16 milljarðar Hluthafar í KB banka skipta með sér rúmum þremur milljörðum króna í arð af hagnaði bankans í fyrra, sem nam hátt í 16 milljörðum króna eftir skatta. Það er meira en tvöfalt meiri hagnaður en árið áður og á rúmlega helmingur hagnaðarins rætur að rekja til starfsemi bankans í útlöndum. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:27
Leigja vélarnar til Kína og víðar Flugleiðir undirrituðu í dag samning við Boeing-verksmiðjurnar um kaup á tíu farþegaþotum af gerðinni 737-800 sem félagið ætlar að leigja áfram til flugfélaga í Kína og víðar. Heildarverðmæti samningsins nemur um fjörutíu milljörðum króna. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:28
Hafa áhyggjur af dalnum Fjármálasérfræðingar Sameinuðu þjóðanna eru farnir að óttast að bág staða bandaríkjadals ógni efnahagslegum stöðugleika í heiminum. Lágt gengi dollarans er nú farið að koma illa við bandarísk fyrirtæki þar sem viðskiptavinir þeirra borga gjarnan í dollurum. Viðskipti erlent 13.10.2005 15:27
Vísitalan aldrei hærri í janúar Væntingavísitala Gallup hækkaði verulega í janúar eða um tæp 18 stig eftir að hafa lækkað lítillega mánuðina á að sögn greiningardeildar Íslandsbanka. Vísitalan stendur nú í 128,9 stigum og hefur ekki áður mælst svo há í janúarmánuði. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:27
Hlutafjáraukning og kaup Actavis hyggur á hlutafjárhækkun að markaðsvirði um 30 milljarða króna samhliða skráningu í London, samkvæmt frétt sem birtist á vef Financial Times. Í fréttinni er fjallað um fyrirhugaða skráningu Actavis í kauphöllinni í London. Félagið hefur ekki sent frá sér tilkynningar um hlutafjárhækkun né heldur um tímasetningu skráningar. Viðskipti innlent 13.10.2005 15:27