Byggja upp fjárfestingarbanka 1. febrúar 2005 00:01 Landsbankinn stefnir að því að leggja grunn að útrás sinni í Bretlandi með yfirtöku á bresku verðbréfafyrirtæki sem tilkynnt var um í dag. Markmið Landsbankans er að byggja upp norðurevrópskan fyrirtækja- og fjárfestingarbanka. Tæplega 60 prósent hluthafa í breska verðbréfafyrirtækinu Teather & Greenwood höfðu nú síðdegis lýst yfir stuðningi við yfirtökutilboð Landsbankans en Landsbankamenn stefna að því að endanlega verði búið að ganga frá kaupunum innan mánaðar. Landsbankinn býðst til þess að kaupa hlutabréf fyrirtækisins á 50 prósenta yfirverði eða fyrir alls um fimm milljarða króna. Fyrirtækið er það fjórtánda stærsta í viðskiptum í bresku kauphöllinni í Lundúnum en um 120 manns stafa hjá því. Ársvelta þess nam um tveimur milljörðum króna á síðasta tímabili. Stefnt er að því að bankastjórar Landsbankans, Halldór J. Kristjánsson og Sigurjón Þ. Árnason, setjist í stjórn fyrirtækisins en stjórnarformaður þess er Baker lávarður sem var ráðherra í stjórn Margrétar Thatcher og er miðað við að hann verði áfram í því starfi. Sigurjón Þ. Árnason segir að markmið Landbankans sé að reyna byggja upp norðurevrópskan fyrirtækja- og fjárfestingarbanka og með kaupunum sé Landsbankinn að kaupa sér ákveðin fyrirtækjatengsl og tengsl við fagfjárfestabanka í Bretlandi. Nokkur íslensk fyrirtæki hafa nýtt sér þjónustu Teather & Greenwood, m.a Bakkavör við kaup á Geest og Flugleiðir við kaup á Easy Jet. Aðspurður hvort kaupin hafi þýðingu fyrir íslenska fjárfesta og íslenskan markað segir Sigurjón að þau skipti alla sem tengist Landsbankum máli, hvort sem það séu fyrirtæki, fjárfestar eða starfsmenn, því kaupin leggi grunninn að útrás bankans í Bretlandi. Teather & Greewood hafi mikil fyrirtækjatengsl og tengls við breskan markað og því sé mikils vænst í kjölfar kaupanna. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Sjá meira
Landsbankinn stefnir að því að leggja grunn að útrás sinni í Bretlandi með yfirtöku á bresku verðbréfafyrirtæki sem tilkynnt var um í dag. Markmið Landsbankans er að byggja upp norðurevrópskan fyrirtækja- og fjárfestingarbanka. Tæplega 60 prósent hluthafa í breska verðbréfafyrirtækinu Teather & Greenwood höfðu nú síðdegis lýst yfir stuðningi við yfirtökutilboð Landsbankans en Landsbankamenn stefna að því að endanlega verði búið að ganga frá kaupunum innan mánaðar. Landsbankinn býðst til þess að kaupa hlutabréf fyrirtækisins á 50 prósenta yfirverði eða fyrir alls um fimm milljarða króna. Fyrirtækið er það fjórtánda stærsta í viðskiptum í bresku kauphöllinni í Lundúnum en um 120 manns stafa hjá því. Ársvelta þess nam um tveimur milljörðum króna á síðasta tímabili. Stefnt er að því að bankastjórar Landsbankans, Halldór J. Kristjánsson og Sigurjón Þ. Árnason, setjist í stjórn fyrirtækisins en stjórnarformaður þess er Baker lávarður sem var ráðherra í stjórn Margrétar Thatcher og er miðað við að hann verði áfram í því starfi. Sigurjón Þ. Árnason segir að markmið Landbankans sé að reyna byggja upp norðurevrópskan fyrirtækja- og fjárfestingarbanka og með kaupunum sé Landsbankinn að kaupa sér ákveðin fyrirtækjatengsl og tengsl við fagfjárfestabanka í Bretlandi. Nokkur íslensk fyrirtæki hafa nýtt sér þjónustu Teather & Greenwood, m.a Bakkavör við kaup á Geest og Flugleiðir við kaup á Easy Jet. Aðspurður hvort kaupin hafi þýðingu fyrir íslenska fjárfesta og íslenskan markað segir Sigurjón að þau skipti alla sem tengist Landsbankum máli, hvort sem það séu fyrirtæki, fjárfestar eða starfsmenn, því kaupin leggi grunninn að útrás bankans í Bretlandi. Teather & Greewood hafi mikil fyrirtækjatengsl og tengls við breskan markað og því sé mikils vænst í kjölfar kaupanna.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Sjá meira