Viðskipti

Fréttamynd

Hagar sækja áfram inn á sérvörumarkað

Hagar hafa eignast fimm sérvöruverslanir í Kringlunni og Smáralind, sem reknar eru undir merkjum Change, Coast og Oasis, og taka við rekstri þeirra á næstu dögum. Seljendur verslananna eru hjónin Ingibjörg Þorvaldsdóttir og Jón Arnar Guðbrandsson, sem höfðu sérleyfi fyrir þessi merki á Íslandi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hagnaður Sorpu 54,7 milljónir

Hagnaður Sorpu b.s. namk 54,7 milljónum króna á síðasta ári en var 53,9 milljónir árið 2004. Hagnaður fyrir fjármagnsliði og afskriftir nam 166,2 milljónum króna á tímabilinu en var 148,3 milljónir árið á undan.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Opera Mini í fleiri farsíma

Norska hugbúnaðarfyrirtækið Opera Software greindi frá því í gær að það hefði gert fjóra nýja samninga sem gæti tryggt markaðshlutdeild Opera Mini vafrans um allan heim.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Álagið lækkar við nýtt mat

Álag á skuldabréf bankanna á eftirmarkaði lækkaði í gær eftir að Glitnir fékk lánshæfismat hjá Standard & Poors fyrstur íslenskra banka. Bankinn fékk einkunnina A- fyrir langtímaskuldbindingar, en greiningardeild Merrill Lynch og fleiri fjármálafyrirtækja töldu að íslenskur banki myndi fá einkunnina BBB ef mat fengist hjá S&P.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Færeyingar geta sofið rólegir

Þær hræringar sem hafa orðið í íslensku efnahagslífi upp á síðkastið hafa vakið mikla athygli í Færeyjum. Færeyski Landsbankinn hefur beðið færeyska fjölmiðla um að sýna stillingu þegar þeir bera saman fréttir af íslensku efnahagslífi og áhrifum þeirra á færeysk verðbréf.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Actavis kaupir rúmenskt lyfjafyrirtæki

Actavis Group tilkynnti í dag um kaup á rúmenska lyfjafyrirtækinu Sindan, sem er leiðandi samheitalyfjafyrirtæki í Evrópu í sölu á krabbameinslyfjum. Kaupverðið er 147,5 milljónir evra, jafnvirði 12,8 milljarða íslenskra króna. Kaupverðið er greitt með reiðufé.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fons kaupir í Ticket

Pálmi Haraldsson og Jóhannes Kristinsson í Fons eru komnir með yfir 28 prósenta hlut í sænsku ferðaskrifstofukeðjunni Ticket. KB banki keypti sjö prósenta hlut líklega af næststærsta hluthafanum Skandia Liv og framseldi hann að hluta til Fons, sem er langstærsti eigandinn í Ticket.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hagnaður Jeratúns 7,29 milljónir

Rekstrarhagnaður Jeratúns ehf., einkafyrirtækis í eigu Grundarfjarðarbæjar, Helgafellssveitar, Snæfellsbæjar og Stykkishólmsbæjar, nam 7,29 milljónum króna á síðasta ári. Eigið fé nam 8,34 milljónum króna, samkvæmt ársuppgjöri fyrirtækisins. Starfsemi fyrirtækisins var í samræmi við áætlanir og greiðslur sveitarfélaganna til þess voru í skilum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Lægri væntingavísitala

Væntingavísitala Gallup lækkaði í mars eftir að hafa náð hámarki í febrúar en vísitalan mælist nú 127,7 stig. Mat neytenda á efnahagslífinu er nú lægra en áður og á stærstan þátt í lækkun vísitölunnar ásamt því sem dregið hefur verulega úr væntingum þeirra til efnahagslífsins eftir sex mánuði.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hagnaður Sorpu nam 54,7 milljónum

Hagnaður Sorpu b.s. namk 54,7 milljónum króna á síðasta ári en var 53,9 milljónir árið 2004. Hagnaður fyrir fjármagnsliði og afskriftir nam 166,2 milljónum króna á tímabilinu en var 148,3 milljónir króna árið á undan.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Metviðskipti í kauphöll Lundúna

Kauphöllin í Lundúnum greindi frá því í dag að rafrænum viðskiptum hafi fjölgað umtalsvert á árinu og sé útlit fyrir að met verði slegið í þessum mánuði. Clara Furse, forstjóri kauphallarinnar, segir horfur á að viðskiptunum haldi áfram að fjölga út árið.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Erfitt ár hjá General Motors

Bandaríski bílaframleiðandinn General Motors (GM) hefur viðurkennt að árið í ár verði „krefjandi“. Er búist við að markaðshlutdeild GM minnki í Bandaríkjunum um eitt prósent á fyrsta ársfjórðungi og verði 24 prósent í Bandaríkjunum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Avion Group skilar bættri framlegð

Tap af rekstri Avion Group á fyrsta ársfjórðungi reikningsársins, sem lauk í lok janúar, nam 9.942 milljónum Bandaríkjadala sem samsvarar um 715 milljónum króna. Afkoman var í takt við væntingar stjórnenda en hafa ber í huga að hagnaður fyrirtækisins myndast á seinni hluta ársins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Eimskip kaupir helming í Innovate Holdings

Eimskip hefur fest kaup á helmingshlut í breska landflutningafyrirtækinu Innovate Holdings. Forstjóri Eimskips sér mikil tækifæri til frekari sóknar á sviði hitastýrðra flutninga með kaupunum og horfir meðal annars til viðskipta við félög eins og Bakkavör og Icelandic Group í Bretlandi, en þau félög eru einnig í eigu Íslendinga.

Innlent
Fréttamynd

Eimskip kaupir helming í Innovate

Eimskip eignast helming hlutafjár í breska landflutningafyrirtækinu Innovate Holdings fyrir lok apríl. Samkomulag er milli aðila um að Eimskip eignist félagið að fullu síðar en stjórnendur Innovate munu halda áfram störfum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sér ekki fyrir kreppuástand

Í nýrri skýrslu greiningardeildar ameríska fjárfestingarbankans JP Morgan um íslensku bankana er undirstrikað að hvorki OECD né matsfyrirtæki geri ráð fyrir að í aðsigi sé djúp efnahagskreppa á Íslandi. Danske Bank gaf í vikunni út spá um slíkt.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Børsen gagnrýnir Danske bank

Íslenskt efnahagslíf virðist vera að færast yfir í nýtt ferli þar sem jafnvægi kemur á útrás síðustu ára. Það verður hollt hvað varðar vöxtinn til lengri tíma litið, segir í leiðara danska viðskiptaritsins Børsen í gær.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

VÍS hagnast á hlutabréfum

VÍS hagnaðist um 8.444 milljónir króna í fyrra sem er 46 prósenta aukning frá árinu 2004. Arðsemi eiginfjár var 44 prósent samanborið við 65 prósent árið 2004.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Kaupþing þarf meiri peninga á næsta ári

Endurfjármögnunarþörf næsta árs hjá Kaupþingi banka hækkar úr 2,4 milljörðum evra í 2,9 milljarða evra vegna þess að í Bandaríkjunum hafa peningamarkaðssjóði sagt upp skuldabréfum sem hafa keypt voru af bankanum. Framkvæmdastjóri fjárstýringar bankans segir þetta ekki setja mikið strik í reikninginn.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Spá 0,8 prósent hækkun neysluverðs

Greiningardeild Glitnis segir að útlit sé fyrir 0,8 prósenta hækkun vísitölu neysluverðs (VNV) á milli mars og apríl. Íbúðaverð hafi áfram talsverð áhrif til hækkunar vísitölunnar ásamt matvöruverði sem hefur hækkað að undanförnu. Þá hefur eldsneytisverð einnig hækkað frá síðustu mælingu í kjölfar gengislækkunar og hækkandi heimsmarkaðsverðs.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Talsverðar lækkanir á hlutabréfamarkaði

Úrvalsvísitala Kauphallarinnar lækkaði um 2,3 prósent í gær og um 4 prósent það sem af er degi. Þrátt fyrir þegar nemur hækkun vísitölunnar frá áramótum 5,6 prósentum, sem samsvarar 24 prósenta hækkun uppreiknað á ársgrundvelli, að sögn greiningardeildar Glitnis. Telst það mjög góð ávöxtun. Bréf í bönkum og FL Group hefur lækkað mest.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Bayer býður í Schering

Þýski lyfjarisinn Bayer hefur gert yfirtökutilboð í þýska lyfjafyrirtækið Schering. Tilboðið hljóðar upp á 16,3 milljarða evrur. Stjórn Schering er sögð styðja yfirtökutilboð Bayer en hún var mótfallin óvinveittu yfirtökutilboði frá þýska lyfjafyrirtækinu Merck fyrr í mánuðinum, sem hljóðaði upp á 14,6 milljarða evrur.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Bakkavör Group kaupir hlut í kínversku salatfyrirtæki

Bakkavör Group hefur keypt 40 prósent hlutafjár í kínverska salatfyrirtækinu Creative Foods í samstarfi við Glitni. Í tengslum við kaupin hafa Bakkavör Asia, dótturfélag Bakkavör Group, og Glitnir stofnað nýtt félag, Bakkavör China. Bakkavör Group á 60 prósent hlutafjár í félaginu og Glitnir prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Yfirtökutilboð Dagsbrúnar í Wyndeham Press Group

Dótturfélag Dagsbrúnar, Daybreak Acquisitions Limited (Daybreak), hefur gert öllum hluthöfum í breska prent- og samskiptafyrirtækinu Wyndeham Press Group (Wyndeham) yfirtökutilboð á 155 pens á hlut. Samkvæmt tilboðinu er fyrirtækið metið á um 80,6 milljónir punda. Meðfylgjandi er opinber tilkynning sem birt var í Kauphöllinni í London (LSE) varðandi yfirtökutilboðið.

Innlent