Yfirtökutilboð Dagsbrúnar í Wyndeham Press Group 24. mars 2006 10:41 M ynd/Pjetur Sigurðsson Dótturfélag Dagsbrúnar, Daybreak Acquisitions Limited (Daybreak), hefur gert öllum hluthöfum í breska prent- og samskiptafyrirtækinu Wyndeham Press Group (Wyndeham) yfirtökutilboð á 155 pens á hlut. Samkvæmt tilboðinu er fyrirtækið metið á um 80,6 milljónir punda. Meðfylgjandi er opinber tilkynning sem birt var í Kauphöllinni í London (LSE) varðandi yfirtökutilboðið. Daybreak á, eða hefur fengið skuldbindandi samþykki frá eigendum 20,3 prósent alls útgefins hlutafjár í Wyndeham, um að þeir muni taka yfirtökutilboði Daybreak, að því er fram kemur í tilkynningu til kauphallarinnar. Landsbankinn og Teather & Greenwood hafa umsjón með yfirtökutilboðinu fyrir hönd Daybreak Acquisitions Limited, dótturfélags Dagsbrúnar hf. „Tilboðið í Wyndeham er jákvætt skref fyrir Dagsbrún af þremur ástæðum. Í fyrsta lagi er Wyndeham góð fjárfesting í ljósi langrar sögu af arðsemi og vexti. Fyrirtækið hefur leiðandi stöðu á markaði meðal annars vegna góðra viðskiptatengsla við meirihluta tímaritaútgefanda í Bretlandi. Í öðru lagi fellur Wyndeham mjög vel að starfsemi Dagsbrúnar og munu kaupin færa Dagsbrún ýmsan ávinning, meðal annars áhættudreifing sem felur í sér að hluti af tekjum Dagsbrúnar mun nú koma erlendis frá. Í þriðja lagi, munu kaupin veita okkur sterka fótfestu í Bretlandi, þar sem við munum geta þróað enn frekar starfsemi félagsins," segir Þórdís Sigurðardóttir, stjórnarformaður Dagsbrúnar. „Yfirtökutilboðið endurspeglar sanngjarnt verð fyrir hluthafa og veitir þeim tækifæri til að uppskera hærra verð en það sem fengist hefur í viðskiptum með bréf í Wyndeham á markaði á tímum sífelldra breytinga í atvinnugreininni. Ég og stjórnendur Wyndeham teljum að sem hluti af Dagsbrún muni Wyndeham njóta aukins stöðugleika og aðgangs að fjármagni og þekkingu sem mun gera félaginu kleift að efla vöxt og frekari framþróun til hagsbóta fyrir starfsmenn, viðskiptavini og aðra hagsmunaaðila," er haft eftir Bryan Bedson, stjórnarformanni Wyndeham, í sömu tilkynningu. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Sjá meira
Dótturfélag Dagsbrúnar, Daybreak Acquisitions Limited (Daybreak), hefur gert öllum hluthöfum í breska prent- og samskiptafyrirtækinu Wyndeham Press Group (Wyndeham) yfirtökutilboð á 155 pens á hlut. Samkvæmt tilboðinu er fyrirtækið metið á um 80,6 milljónir punda. Meðfylgjandi er opinber tilkynning sem birt var í Kauphöllinni í London (LSE) varðandi yfirtökutilboðið. Daybreak á, eða hefur fengið skuldbindandi samþykki frá eigendum 20,3 prósent alls útgefins hlutafjár í Wyndeham, um að þeir muni taka yfirtökutilboði Daybreak, að því er fram kemur í tilkynningu til kauphallarinnar. Landsbankinn og Teather & Greenwood hafa umsjón með yfirtökutilboðinu fyrir hönd Daybreak Acquisitions Limited, dótturfélags Dagsbrúnar hf. „Tilboðið í Wyndeham er jákvætt skref fyrir Dagsbrún af þremur ástæðum. Í fyrsta lagi er Wyndeham góð fjárfesting í ljósi langrar sögu af arðsemi og vexti. Fyrirtækið hefur leiðandi stöðu á markaði meðal annars vegna góðra viðskiptatengsla við meirihluta tímaritaútgefanda í Bretlandi. Í öðru lagi fellur Wyndeham mjög vel að starfsemi Dagsbrúnar og munu kaupin færa Dagsbrún ýmsan ávinning, meðal annars áhættudreifing sem felur í sér að hluti af tekjum Dagsbrúnar mun nú koma erlendis frá. Í þriðja lagi, munu kaupin veita okkur sterka fótfestu í Bretlandi, þar sem við munum geta þróað enn frekar starfsemi félagsins," segir Þórdís Sigurðardóttir, stjórnarformaður Dagsbrúnar. „Yfirtökutilboðið endurspeglar sanngjarnt verð fyrir hluthafa og veitir þeim tækifæri til að uppskera hærra verð en það sem fengist hefur í viðskiptum með bréf í Wyndeham á markaði á tímum sífelldra breytinga í atvinnugreininni. Ég og stjórnendur Wyndeham teljum að sem hluti af Dagsbrún muni Wyndeham njóta aukins stöðugleika og aðgangs að fjármagni og þekkingu sem mun gera félaginu kleift að efla vöxt og frekari framþróun til hagsbóta fyrir starfsmenn, viðskiptavini og aðra hagsmunaaðila," er haft eftir Bryan Bedson, stjórnarformanni Wyndeham, í sömu tilkynningu.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Sjá meira