Lægri væntingavísitala 28. mars 2006 12:17 Mynd/Valgarður Gíslason Væntingavísitala Gallup lækkaði í mars eftir að hafa náð hámarki í febrúar en vísitalan mælist nú 127,7 stig. Mat neytenda á efnahagslífinu er nú lægra en áður og á stærstan þátt í lækkun vísitölunnar ásamt því sem dregið hefur verulega úr væntingum þeirra til efnahagslífsins eftir sex mánuði. Að sögn greiningardeildar Glitnis banka virðist ljóst að neikvæð umfjöllun um íslenskt efnahagslíf og gengislækkun krónunnar hafi skilað sér í aukinni svartsýni á meðal neytenda þegar horft er til næstu mánaða. Hins vegar segir deildin það athyglisvert að mat neytenda á núverandi efnahagsaðstæðum hefur sjaldan verið hærra og endurspeglar það mikinn hagvöxt og lítið atvinnuleysi um þessar mundir. Mun fleiri neytendur telja efnahagsástandið gott en slæmt um þessar mundir. Tæp 48% neytenda telja ástandið gott samanborið við tæp 13% aðspurðra sem telja það slæmt. Að sama skapi eru atvinnumöguleikar miklir að mati 48% neytenda en litlir að mati 16% neytenda. Vaxandi svartsýni virðist gera vart við sig á meðal neytenda. Nú telja um 30% neytenda að efnahagsástandið verði verra eftir sex mánuði samanborið við tæp 13% sem telja að það verði betra. Engu að síður telja 17% þeirra að atvinnumöguleikar sínir verði þá meiri en 10% svarenda telja að möguleikar sínir verði minni. Að lokum telja 23% neytenda að tekjur sínar verði meiri eftir sex mánuði en aðeins 8,5% neytenda telja að tekjur sínar verði minni. Greiningardeildin telur að framundan séu aukin viðskipti með íbúðarhúsnæði, bifreiðar og utanlandsferðir ef marka má könnun Gallup á fyrirhuguðum stórkaupum neytenda. Fyrirhuguð húsnæðiskaup neytenda hafi aukist umtalsvert og hafi vísitalan fyrir þau ekki reynst hærri frá því mælingar hófust árið 2002. Um er að ræða sérlega athyglisverða niðurstöðu í ljósi hækkandi vaxta á íbúðalánum og spádóma um kólnandi íbúðamarkað. Neytendur huga einnig að bifreiðakaupum og utanlandsferðum í auknum mæli um þessar mundir en það gæti skýrst af vilja þeirra til að kaupa slíkt áður en lægra gengi krónunnar skilar sér í verðlagið, segir í greiningardeild Glitnis. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Sjá meira
Væntingavísitala Gallup lækkaði í mars eftir að hafa náð hámarki í febrúar en vísitalan mælist nú 127,7 stig. Mat neytenda á efnahagslífinu er nú lægra en áður og á stærstan þátt í lækkun vísitölunnar ásamt því sem dregið hefur verulega úr væntingum þeirra til efnahagslífsins eftir sex mánuði. Að sögn greiningardeildar Glitnis banka virðist ljóst að neikvæð umfjöllun um íslenskt efnahagslíf og gengislækkun krónunnar hafi skilað sér í aukinni svartsýni á meðal neytenda þegar horft er til næstu mánaða. Hins vegar segir deildin það athyglisvert að mat neytenda á núverandi efnahagsaðstæðum hefur sjaldan verið hærra og endurspeglar það mikinn hagvöxt og lítið atvinnuleysi um þessar mundir. Mun fleiri neytendur telja efnahagsástandið gott en slæmt um þessar mundir. Tæp 48% neytenda telja ástandið gott samanborið við tæp 13% aðspurðra sem telja það slæmt. Að sama skapi eru atvinnumöguleikar miklir að mati 48% neytenda en litlir að mati 16% neytenda. Vaxandi svartsýni virðist gera vart við sig á meðal neytenda. Nú telja um 30% neytenda að efnahagsástandið verði verra eftir sex mánuði samanborið við tæp 13% sem telja að það verði betra. Engu að síður telja 17% þeirra að atvinnumöguleikar sínir verði þá meiri en 10% svarenda telja að möguleikar sínir verði minni. Að lokum telja 23% neytenda að tekjur sínar verði meiri eftir sex mánuði en aðeins 8,5% neytenda telja að tekjur sínar verði minni. Greiningardeildin telur að framundan séu aukin viðskipti með íbúðarhúsnæði, bifreiðar og utanlandsferðir ef marka má könnun Gallup á fyrirhuguðum stórkaupum neytenda. Fyrirhuguð húsnæðiskaup neytenda hafi aukist umtalsvert og hafi vísitalan fyrir þau ekki reynst hærri frá því mælingar hófust árið 2002. Um er að ræða sérlega athyglisverða niðurstöðu í ljósi hækkandi vaxta á íbúðalánum og spádóma um kólnandi íbúðamarkað. Neytendur huga einnig að bifreiðakaupum og utanlandsferðum í auknum mæli um þessar mundir en það gæti skýrst af vilja þeirra til að kaupa slíkt áður en lægra gengi krónunnar skilar sér í verðlagið, segir í greiningardeild Glitnis.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Sjá meira